Tíminn - 29.03.1977, Page 11

Tíminn - 29.03.1977, Page 11
Þriöjudagur 29. marz 1977. 11 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfuiltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason.Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, sfmar 18300 — 18306; Skrifstofur I Aöal- stræti 7, sfmi 26500 — afgreiöslusfmi 12323 — auglýsingá- 1 sími 19523..Verö I lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr. 1.100.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f., Annar kostur ekki betri fyrir hendi I glöggri yfirlitsræðu, sem Ólafur Jóhannes- son, formaður Framsóknarflokksins, flutti við setningu nýlokins aðalfundar miðstjórnar Framsóknarflokksins, lét hann þannig um mælt i ræðulokin: „Ýmsir spyrja mann þeirra spurninga, hvernig stjórnarsamstarfið gengi og hvort það muni standa út kjörtimabilið. Þegar alls er gætt, held ég að segja megi, að stjórnarsamstarfið hafi gengið tiltölulega áfallalitið — og raunar eins vel og gera mátti ráð fyrir. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn hafa ólik sjónarmið um tiltekin grundvallaratriði. Það liggur þvi i hlutarins eðli, að ekki verður hjá þvi komizt að stundum komi til málefnalegs ágreinings. Þá verður að leysa málið með málamiðlun. Ég held, að lang- oftast hafi tekizt að finna slika lausn á viðunandi hátt. Auðvitað eru alltaf einhverjir i báðum samstarfsflokkum misjafnlega ánægðir með slikar málamiðlunarlausnir. En eigi samstarf ólikra flokka að takast, verða menn að sætta sig við slikar starfsaðferðir. Og viljum við búa við lýðræðislega stjórnarhætti, sem gera stofnun margra flokka mögulega, þá verða ólikir flokk- ar að geta unnið saman. Annars fer kerfið i bak- lás. A það er bent, að af skrifum sumra málgagna, sem fylgja Sjálfstæðisflokknum að málum, megi ráða, að þar séu menn, sem vilji stjórnar- samvinnuna feiga. Það er sjálfsagt rétt ályktað, en ekkert er um það vitað, hversu stór eða litill sá hópur er. Hitt er rétt að taka fram, að ég hef enga ástæðu til að efast um heillyndi samstarfs- manna okkar i rikisstjórn né heldur þingliðs samstarfsflokksins, og raunar vona ég, að sama megi segja um langsamlega flesta Sjálfstæðis- menn. Skrifum sinum og málflutningi verður hver og einn að ráða og verða metinn samkvæmt þvi. Um sum skrif nefndra siðdegisblaða má það segja, að þau eru þvi likust að um ósjálfráða skrift sé að ræða. Er þá allt sagt um þá andlegu framleiðslu, sem segja þarf. ' Það er hvorki á minu valdi né annarra að fullyrða um það, hvort stjórnin situr til endaloka kjörtimabilsins eða ekki. Þar getur svo margt óvænt skeð. En það get ég sagt, að ég held, að henni endist lif út kjörtimabilið og að ekki komi til kosninga fyrr en vorið 1978. Ég vona, að mér verði að þeirri trú minni, þvi að ég sé ekki, að annar kostur betri sé fyrir hendi. Ég þori að fullyrða, að Framsóknarmenn munu að öðru leyti standa traustan vörð um núverandi stjórn- arsamstarf.” óhætt er að segja, að á aðalfundi miðstjórn- arinnar rikti full eining um það sjónarmið, sem hér kemur fram þ.e. að ekki væri betrí kostur fyrir hendi en að halda áfram núv. stjórnarsam- starfi til loka kjörtimabilsins. A þeim grundvelli yrði að vinna að lausn hinna margháttuðu vandamála, sem biða úrlausnar. Aðalfundurinn samþykkti itarlega ályktun um þau mál, sem birt er á öðrum stað i blaðinu, og rætt verður nánar um siðar. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Samningar Steels og Callaghans Peir geta haft óvæntar afleiðingar 1 SIÐASTLIÐINNI viku geröustþautiöindil Bretlandi, aö samkomulag náöist um eins konar bandalag milli Verkamannaflokksins og Frjálslynda flokksins um aö verja rikisstjórn Callaghans falli, og viröist þá tryggt, aö hún muni sitja áfram næstu mánuöina, þótt Verkamanna- flokkurinn hafi ekki lengur meirihluta á þingi sökum ósigra i aukakosningum. Slikt samkomulag milli flokka hef- ur ekki veriö gert i Bretlandi siöan heimsstyrjöldinni siöari lauk, en þá tóku allir flokkar þátt i rikisstjórninni. Yfirleitt hefur það verið afstaöa stóru flokkanna að standa einir og óháöir og freista þess heldur að ganga til kosninga en aö semja við minni flokkana. Callaghan hefur hér gert und- antekningu, sem getur átt eft- ir aö reynast söguleg. Rétt er að geta þess, aö Ed- ward Heath geröi sllka tilraun eftir þingkosningarnar i febrúar 1974. Hvorugur stóru flokkanna fékk þá meirihluta á þingi, en Verkamannaflokk- urinn fékk aöeins fleiri þing- sæti. Heath leitaði þá til Thorpe, formanns Frjálslynda flokksins, og bað um stuöning frjálslyndra til aö koma I veg fyrir stjórnarmyndun Verka- mannaflokksins. Samkomulag náöist ekki og mun m.a. hafa staðið á þvi, aö Ihaldsflokkur- inn vildi ekki fallast á að tekn- aryröu upp hlutfallskosningar til þingsins, en það hefur lengi verið eitt mesta áhugamál Frjálslynda flokksins. David Steel, sem tók viö formennsku frjálslynda flokksins á siöastl. sumri, taldi ekki rétt aö setja þetta skilyröi á oddinn nú i viöræöunum viö Callaghan. Hins vegar fékk hann fyrirheit um, að kosið yrði til þings Efnahagsbandalags Evrópu beinum hlutfailskosningum i stórum kjördæmum. Laga- setning um kosningar til um- rædds þings er væntanleg á þessu ári, en samkomulag er oröiö um það milli bandaiags- þjóöanna, að fulltrúar á þing þess skuli ekki lengur til- nefndir af þjóöþinginu, heldur kosnir beinum kosningum. Fyrir Frjálslynda flokkinn er það mikilvægur ávinningur aö fá hlutfallskosningar teknar upp viö kjör fulltrúa á banda- lagsþingiö. TILEFNI samkomulaesins James Callaghan. David Steel milli Verkamannaflokksins og Frjálslynda flokksins var það, að Margaret Thatcher, for- maður Ihaldsflokksins, hafði óvænt borið fram vantraust á rikisstjórnina ogþóttióvist, aö hún myndi áfram njóta stuðn- ings eða hlutleysis smáflokk- anna, sem gátu oröið lóöið á vogarskálinni. Callaghan for- sætisráðherra taldi rétt undir þessum kringumstæöum aö leita stuönings Frjálslynda flokksins. Steel ákvaö aö taka málaleitan hans jákvæðar en Thorpe hafði tekið málaleitan Heaths 1974. Sá var lika mun- urinn, aö þá þóttu góöar kosn- ingahorfur framundan hjá Frjálslynda flokknum, en nú þóttu horfur á, aö Frjálslyndi flokkurinn gæti tapað um helmingi af þingsætum sinum, sem eru ekki fleiri en 13, þótt flokkurinn fengi um 18% greiddra atkvæöa i siðari þingkosningunum 1974. Af falli rikisstjórnarinnar hefði leitt, að Callaghan hefði oröiö að efna til þingkosninga, og benda allar spartil mikils sig- urs Ihaldsflokksins, ef kosiö værinú. Hins vegar þykirekki ósennilegt, aö þetta eigi eftir að breytast, ef efnahagsá- standið batnar i Bretlandi, en heldur þýkja horfur áþví. Fyrir Callaghan var því mikils vert aö fá frest, en frá sjónarmiði Frjálslynda flokksins gátu horfur vart versnað. Þrátt fyrir það var útilokaö fyrir Steel að ganga til samstarfs við Verka- mannaflokkinn, nema hann fengi eitthvað fyrir snúö sinn. Hann setti einkum tvennt á oddinn. Hiö fyrra var þaö, aö Verkamannaflokkurinn félli frá öllum þjóönýtingaráform- um sinum á þingi á yfir- standandi kjörtimabili og hið siðara var, aö reynt yröi að koma fram fyrirætlunum um heimastjórn i Skotlandi og Wales. Callaghan féllst fús- lega á hvort tveggja, enda mun hann hafa haft litinn á- huga á þjóönýtingarfrum- vörpunum, en fengiö hér átyllu til aö fresta þeim. Þá var ákveöiö, aö setja skyldi á fót viöræöunefnd flokkanna, sem hittistööru hverju og bæri saman bækurnar.Lýstvar yfir, aö engir leynisamningar heiöu veriö geröir eöa yrðu gerðir, heldur yröi þetta samkomulag framkvæmt sem mest fyrir opnum tjöldum. Frjálslyndi flokkurinn sæktist ekki eftir ráðherrum, en myndi verja stjórnina falli meðan sam- komulagiö stæði. SAMKOMULAG þetta hefur valdiö ihaldsmönnum miklum vonbrigðum, og beina þeir nú geiri sínum mjög gegn Frjáls- lynda flokknum. Það geröi Frjálslyndi flokkurinn sér lika ljóst, en treystir á, aö þetta getioröiö honum til ávinnings. Hann verði meira I sviös- ljósinu eftir en áöur og þó eink um Steel, sem viröist njóta vaxandi álits. Þaö hafi hér sýnt sig, að flokkurinn geti haft áhrif og þau geti orðiö enn meiri i framtiöinni, ef flokkn- um tekst aö ná oddastööu i þinginu. Þeir, sem bera sig einna verst, eru vinstri menn i Verkamannaflokknum. Ýmsir telja, aö þetta geti ýtt undir þaö, aö þeir kljúfi sig innan tiðar alveg úr flokknum og myndi nýjan flokk. Þaö gæti skapazt möguleiki fyrir sterka miðfylkingu, þar sem væri Frjálslyndi flokkurinn og hægri armur Verkamanna- flokksins. A þessu stigi eru þetta þó hreinar bollalegging- ar. Hitt eru menn hins vegar sammálá um, aö samkomulag þeirra Callaghans og Steels sé sögulegur atburöur, en of snemmt sé enn aö draga á- lyktanir um afleiöingar hans. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.