Tíminn - 29.03.1977, Síða 18
18
Þriðjudagur 29. marz 1977.
Wmrnm
FH-ingar eru
að ná sér á
skrið
sýndu góða kafla, þegar þeir
sigruðu (26:23) Hauka
í Hafnarfirði
FH-ingar eru erfiðir, þeg-
ar þeir ná sér á strik — það
sýndu þeir í Hafnarfirði á
sunnudagskvöldið, þegar
þeir lögðu Hauka að velli —
26:23. FH-liðið, með Geir
HaIIsteinsson sem aðal-
mann, náðu oft að sýna
skemmtilega spretti — og
þeir dugðu gegn Haukum
Léttur
sigur
hjá
Fram
— (27:23) yfir
áhugalausum
ÍR-ingum
FRAMARAR áttu ekki i
vandræðum með tR-inga i
1. deildarkeppninni i hand-
knattleik, þegar þeir mætt-
ust i Laugardalshöllinni á
laugardaginn. Framarar
tóku leikinn fljótlega i sinar
hendur og sigruöu siðan ör-
ugglega — 27:23.
IR-ingar, sem léku langt
undir getu, náðu aldrei að
veita Fram keppni — voru
undir 10:14 i leikhlé og siðan
náöu Framarar 7 marka for-
skoti (21:14) í síðari hálfleik.
Alla baráttu vantaði i leik-
menn IR-liðsins, en Framar-
ar sýndu oft ágæta kafla —
og er greinilegt að þeir eru
nú að rétta úr kútnum eftir
Slaka byrjun i 1. deildar-
keppninni.
Pálmi Pálmason skoraði
flest mörk Fram, eða 8, en
Gústaf Björnsson skoraði 5.
Brynjólfur Markússon skor-
aði flest mörk IR ( 8 (1), en
Agúst Svavarsson 6.
Geir Hallsteinsson, sem hefur
verið i smálægð eftir HM-keppn-
ina i Austurriki, sýndi mjög góð-
an leik gegn Haukum, og þegar
Geir er á þeim buxunum, þá er
erfitt að ráða við hann og FH-lið-
ið. Janus Guðlaugsson verður nú
betri og betri með hverjum leik,
og með þessu áframhaldi er ekki
langt að biða, þar til hann verður
búinn að skipa sér á bekk með
okkar beztu handknattleiksmönn-
um. Janus er sterkur og snöggur
og fljótur til að sjá glufur i
varnarvegg andstæðinga.
Þórarinn Ragnarsson átti einn-
ig ágætan leik gegn Haukum og
sömuleiðis Viðar Simonarson,
sem er einn af lykilmönnum
sóknarleiks FH-liðsins.
Draumur Hauka um Islands-
meistaratitilinn varð úr sögunni
við tapið gegn FH. Hauka-liðið er
ekki eins sterkt og áður — munar
þar mestu um, að Hörður Sig-
marsson fær ekki eins mikið pláss
að athafna sig á og oft áður. Það
Staðan
STAÐAN er nú þessi i 1. deildar-
keppninni i körfuknattleik:
Vaiur......... 10 8 0 2 221:187 16
Vikingur...... 10 8 0 2 245:215 16
FH.............10 6 1 3 236:211 13
Haukar........11 5 2 4 222:223 12
1R.............10 4 2 4 203:215 10
Fram.......... 10 4 1 5 209:214 9
Þróttur....... 9 0 3 6 166:195 3
Grótta........10 0 1 9 194:237 1
Markhæstu menn:
Hörður Sigmarsson, Haukum .. 80
Jón Karlsson, Val..............61
GeirHalIsteinsson, FH..........60
ÞorbjörnGuðmundssonVal ...59
Viðar Simonarson, FH...........58
ÓiafurEinarsson,Vfkingi .......56
PálmiPálmason, Fram ...........50
Björgvin Björgvinsson, Vik. ...47
Konráð Jónsson, Þrótti.........47
Jón Pétur Jónsson, Val.........46
Brynjólfur Markúss., 1R........43
Björgvin í
vígamóði
— þegar Vikingar sigruðu Gróttu
(25:23)
Björgvin Björgvinsson hefur hálfleik. I byrjun siöari hálfleiks-
aldrei verið eins góður og um ins slökuðu Vikingar á og Gróttu-
þessar mundir, það sýndi hann menn náðu aö minnka muninn i
þegar Vikingar unnu öruggan sig- 17:15. Vikingar tóku þá aftur við
ur yfir Gróttu — 25:23. Björgvin sér og geröu út um leikinn meö
skoraði 7 mörk I leiknum — sum þviaðskora fjögurmörk (21:15) i
stórglæsileg. röð.
Björgvin var markhæstur hjá
Þrátt fyrir þennan litla mun Vikingi — 7 mörk. Viggó skoraöi 5
voru yfirburöir Vikings miklir. og Ólafur Einarsson 4. Hörður
Vikingar höfðu yfir 12:6 fyrir Már Kristjánsson skoraöi flest
leikhlé, en staöan var 15:10 i mörk Gróttu — 7.
verður til þess að hann nær ekki
að skora eins mörg mörk og áður
— hann skoraði aðeins 5 mörk
gegn FH, þar af þrjú úr vitaköst-
um.
Haukar veittu FH-ingum
keppni framan af, en þegar stað-
an var 16:16, kom sprettur hjá
FH-ingum — og þeir skoruðu þrjú
mörk i röð (19:16) og gerðu út um
leikinn.
Geir skoraði 7 mörk fyrir FH,
en Janus skoraði 6 og þeir Þórar-
inn og Arni sin 4 mörk hvor.
Hörður skoraði flest mörk Hauka
-- alls 5.
JANUS GUÐLAUGSSON....
hefur sýnt miklar framfarir i
handknattleik að undanförnu
og er hann nú að komast I hóp
okkar beztu handknatdeiks-
manna. Hér sést hann skora
mark gegn Haukum.
íþróttir
Sigur
Vals
hékk
á blá-
þræði
— 21:20 yfir
Prótturum
Valsmenn áttu i miklu basli
meö Þróttara i Laugardals-
höllinni á laugardaginn —
það var ekki fyrr en undir lok
leiks þeirra, aö Valsliöiö náði
að gera út um ieikinn og
sigra 21:20. Sigurinn hékk þó
á bláþræði, þvi aö þegar
flautaö var til leiksloka, voru
Þróttarar komnir i hraða-
upphiaup og voru að nálgast
vitateig Valsmanna.
Leikurinn var mjög jafn,
en þó voru Valsmenn nokk-
uð sterkari —staðan var 10:9
fyrir Val I hálfleik, en þegar
staðan var 14:14 i siðari hálf-
leik kom ágætur kafli hjá
Valsmönnum. — Þeir náðu
17:15 og siðan 19:16, en þann
mun réöu Þróttarar ekki við,
þótt þeim hafi tekizt aö
minnka muninn i eitt mark
undir lokin.
Jón Pétur Jónsson var
drýgstur viöaö skora hjá Val
— 8 mörk, en Jón Karlsson
skoraði 5. Konráð Jónsson
skoraði 6 mörk fyrir Þrótt,
en þeir Sveinlaugur og
Sigurður Sveinsson skoruðu
5 mörk hvor.
íslenzku borðtenniskeppend
urnir á HM i Birmingham:
„Vantar
keppnis-
reynslu”
— OKKUR vantar óneitanlega
keppnisreynslu, það hefur komið
fram hér í Birmingham, sagði
Sigurður Guðmundsson, farar-
stjóri islenzku borðtennismann-
anna, sem taka þar þátt I HM-
keppninni i borðtennis, sem hófst
um helgina. — Við vorum tvisvar
sinnum nálægt þvi að vinna leik,
en það vantaði þá aöeins herzlu-
muninn, sagði Sigurður, þegar
Timinn ræddi við hann I gær.
Sigurður sagði að Bergþóra
Valsdóttir og Ásta Urbancic
hefðu unnið fyrstu lotuna gegn
stúlkum frá Ecuador i tviliöaleik
— 21:11, en siðan hefðu þær tapað
21:23 og 16:21 i jöfnum lotum. Þá
var Ragnar Ragnarsson kominn
nálægt þvi að vinna lotu gegn
manni frá Túnis — fyrri lotan var
gifurlega jöfnog varstaðan 20:20,
en spilarinn frá Túnis skoraði þá
tvisvar sinnum og sigraði 22:20.
Þásigraðihann einnig isiðari lot-
unni — 21:10. Þá lenti Hjáimtýr
Hafsteinsson i hörkukeppni við
Norðmanninn Cirlof, sem sigraði
21:15 og 20:19 i hörkuleikjum,
sagði Sigurður.
Annars lauk viðureign íslands I
karlaflokki þannig, að islenzku
piltarnir máttu þola tap 0:3 gegn
Noregi, Wales, Túnis, en tsland
hlaut stig gegn Kenya, sem mætti
ekki til leiks. Island leikur gegn
Trinidad og Kýpur i dag.
Keppninni i kvennaflokki er
lokið — tsland tapaði 0:3 fyrir
Spáni, Ecuador og Finnlandi, en
vann stig gegn Ghana, sem mætti
ekki til leiks. íslenzku stúlkurnar
halda áfram I framhaldsriðil, þar
sem þær mæta m.a. tran og
Egyptalandi. Það er enn ekki ljóst
gegn hverjum islenzku karlarnir
leika.
Jafnt hjá Fram
og Akranesi...
— i Meistarakeppni KSÍ, en
Keflvikingar unnu Hauka
í Litlu-bikarkeppninni
Akurnesingar og Framarar gerðu
jafntefli (2:2) i Meistarakeppni
K.S.t. i knattspyrnu, þegar þeir
mættust á Melavellinum á sunnu-
daginn. Það var Karl Þórðarson
sem opnaði leikinn, en Sigurberg-
ur Sigsteinsson náði að jafna fyrir
leikhlé, meö þvi að skalla knött-
inn i markið.
Agúst Guömundsson náði siðan
forystu (2:1) fyrir Fram þegar 7
min. voru til leiksloka, en Skaga-
menn jöfnuðu á sömu minútu —
2:2. Þeir byrjuðu með knöttinn á
miöju — brunuðu fram, þar sem
þeir fengu aukaspyrnu fyrir utan
vitateig Fram. Upp úr auka-
spyrnunni tókst Jóni Gunnlaugs-
syni að skora með skalla.
Keflvikingar léku gegn Hauk-
um I Litlu-bikarkeppninni og lauk
leiknum með sigri þeirra — i-o
Leikurinn sem fór fram f Keflavik
var ekki rishár. Þórir Sigfússon
— nýi markaskorari Keflavikur-
liðsins, semhefur tekiö við hlut-
verki Steinars Jóhannssonar,
skoraði mark Keflvikinga.