Tíminn - 15.04.1977, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.04.1977, Blaðsíða 3
j^Oo Ar- tj* ,/ÍLs?- 'p^ LU-f i~- //^"7, T^v/ - -'- ^/Tk'^4 ,£-*_' /Lr*'' L*'//. ^Y£< // / / ~-w~^ ----, JfL jL* /LyÆ /esf- ízp * £—A ýA S Jc^Cj' /HvL. , £f Á'L ‘+-r/ ■</*—f-f-*- iL/yJ Zf fL/ <~~L}~cj zL^j/ Le^< i~-r Jh zr JfJ' /~A.cJh' " 1 ^ Aá/úji^--. ^(2?//K afc-Ca-, " -7 i*~í /-4« ýrr^ ^ ý. Tt „ ; , J-« <r&2o*7&f} f -€xL~*Z--, /í-**»^/'^-‘aN/'‘ á-f^/~~tíýs>-JÍ~< ~— • & -íy«j> - /}tX>ú A/ -ffy/t fljp * <^£^>Xf *4 sjá/* ; ^‘“v . AÁilw, $fZf-L, /->/—---- — /-— ■*- } ,J Wf' kt—r>f-áy,' f T-C^ — ./ ^ 4;V/í ^ Sýning í Norræna húsinu: SAMSPTL ORÐS OGMYNDAR Laugardaginn 16. aprfl veröur opnuö sýning I sýningarsal Nor- ræna hússins, sem ncfnd hefur veriö „Samspil orös og mynd- ar”. Hér er um aö ræöa sýningu, sem ætlaö er aö sýna hina nánu samvinnu skálds og myndlistar- manns, sem getur átt sér staö i bókaútgáfu. Aöalverkiö á sýn- ingunni veröur bók Asgers Jorns og Halldórs Laxness „Die Geschichte vom taurem Brot”, sem kom út I Sviss 1972. Litógrafiur Asgers Jorns veröa sýndar og handskrifaöur texti Halldórs Laxness, einnig unnin litógrafiskt. Nokkrar myndir og textar annarra þekktra rithöfunda og myndlist- armanna, bæöi evrópskra og ameriskra sem hafa haft slika samvinnu, veröa ennfremur á þessari sýningu. Frank Ponzi, listfræöingur hefur annazt upp- setningu sýningarinnar. Sam- tlmis veröur sýning I bókasafni Norræna hússins á norrænum þýöingum á verkum Halldórs Laxness. Sýningin veröur opin kl. 17-19, laugardaginn 16. aprll, en kl. 14-19 til sunnudagsins 24. aprll. Þetta er barnaskólinn á Dalvik, en þar veröur Vorkoman haldin hátiöleg um hclgina, en auk þess veröa sýningar i Iþróttahúsinu á staönum. Dalvík: Vorkoman haldin hátíðleg gébé Reykjavik — Um helgina veröur mikiö um aö vera á Dal- vlk, en þá mun Lions-klúbburinn á staönum standa fyrir hátiö er hlotiö hefur nafniö Vorkoma á Daivik 1977. Grindi veröa flutt, upplestrar og myndlistarsýning- ar og auk þess sýna húsgagna- framleiðendur bæði innlcndar og innfiuttar vörur sínar. — Þetta er i fyrsta skipti sem Lionsklúbbur Dalvikur stendur fyrir dagskrá sem þessari . Þetta hefur iengi verið ofariega i hugum okkar en ekki komizt i framkvæmd fyrr en nú, sagöi Bragi Jónsson, for- maöur klúbbsins i gær. Bragi sagöi, aö sýnd yrðu verk eftir þrjá listamenn, þá Alfreö Flóka, Einar Hlegason og Guð- mund Armann Sigurjónsson. Þá munu þaú Inga Birna Jónsdóttir, kennari, og Kristján frá Djúpa- læk flytja frumsamið efni, og Gisli Jónsson menntaskóla- kennari flytur erindi um bók- menntir. Kristin Guömundsdóttir hibýlafræöingur ræöir um inn- rettingar og sýnir litskyggnur, og Pétur Lúthersson arkitekt talar um húsgagnagerö. Þessa tvo daga sem vorkomu- hátiö Dalvikinga stendur, 16-17. april, mun einnig veröa haldinn mikil húsgagnasýning, þar sem nokkrir framleiðendur sýna vör- ur sinar, bæði innlendar og er- lendar. I tengslum viö þá sýningu verður einnig ýmiss konar ljósa- búnaöur til sýnis. Húsakynni barnaskólans og i- þróttahússins á Dalvik veröa vettvangur þessarar fyrstu vor- komuhátiðar á Dalvik. — Ef vel tekst, þá er ekki ótrúlegt að viö munum endurtaka þetta seinna, sagöi Bragi Jónsson íslenzk réttarvemd: STÓRGLÆSILEGT HAPPDRÆTTI gébé Reykjavik. —Islenzk rétt- arvernd er þessa dagana aö hrinda af staö happdrætti, þar sem margir vegiegir vinningar eru I boöi. Ágóöa af happdrætti þessu, verður variö til aö efla starfsemi tsl. réttarverndar og þá sérstakiega lögfræöiþjónustu þess. Islenzk Réttarvernd var stofnað á mannréttindadaginn 10. desember 1975, en markmið Isl. réttarverndar er að berjast fyrir mannréttindum einstak- linga og auknu réttlæti I fram- kvæmd stjórnkerfis og réttar- kerfis hér á landi. I byrjun þessa árs, opnaði Isl. réttar- vernd skrifstofu, þar sem lög- fræðileg aðstoð er veitt ókeypis. Fjöldi manns hefur snúið sér til skrifstofunnar með hin marg- víslegustu vandamál og hefur þessi þjónusta margsannað að samtaka sem þessara er mikil þörf hér á landi. Til að fjármagna lögfræði- þjónustu Isl. réttarverndar, hefur fyrrnefndu happdrætti veriö hrundið af staö. Dregiö verður 18. júni nk., en meöal hinna glæsilegu vinninga er ut- anlandsferð eftir vali fyrir tvö aö verömæti 200 þús. kr., vöru- úttektir fyrir alls 200 þús. kr. og margt fleira. Miöar fást á skrifstofu Isl. réttarverndar i Miöbæjarskól- anum, sem opin er á þriðjudög- um og föstudögum frá kl. 16-19, en einnig munu félagsmenn selja miða víöar. í Miðgaröi í Skagafirði: Vildi virkjun Héraðs- vatna við Villinganes Mánudaginn 4. april var sam- eiginlegur fundur sveitarstjórna Akra-, Seylu-, Lýtingsstaöa- og Bólstaöarhliöarhrepps haldinn I Miögaröi. Mættir voru Jóhann L. Jóhannesson, Gunnar Odds- son, Gisii Jónsson, Halldór Benediktsson, Jónas Haralds- son, Árni Sigurösson, Marinó Sigurösson, Sveinn Jóhannsson, Borgar Simonarson, Guörún L. Ásgeirsdóttir, Rósmundur Ingvarsson, Jón Tryggvason Pétur Sigurösson, Ingólfur Bjarnason, Guömundur Sigurösson og Sigurjón Guömundsson. Einnig var mættur Páll Pétursson, alþing- ismaöur. Siöar mættu Árni Bjarnason og Broddi Björnsson. Til fundarins var boöaö i til- efni af þvi, aö tveir þingmenn þessa kjördæmis, Páll Péturs- son og Ragnar Arnalds, ásamt 6 öðrum þingmönnum hafa flutt á Alþingi tillögu til þingsályktun- ar um undirbúning aö virkjun Héraðsvatna hjá Villinganesi. Einnig er endurflutt frumvarp orkumálaráöherra um Blöndu- virkjun. Halldór Benediktsson setti fundinn og tilnefndi fundar- stjóra Marinó Sigurðsson og fundarritara Rósmund Ingvars- son. Marinó tók þá viö fundar- stjórn og tók fyrir fundarmál- efniö. Hann skýröi frá forsögu málsins og las upp fundarsam- þykkt frá almennum sveitar- fundi I Lýtingsstaðahreppi 1970 og svar orkumálastjóra við henni. Siðan gaf hann Páli alþingismanni orðið. Páll flutti erindi og skýröi frá vmsu i sambandi við virkjanir I þessum landshluta og orkuþörf og orkumarkað og frá tildrögum þess, aö þingsályktunartilk er flutt. Næst talaöi Gunnar Odds- son. Hann taldi, að þaö sem þessi fundur þurfi aö gera væri að mótmæla stjórnarfrumvarp- inu um virkjun Blöndu. Skora á stjórnina aö draga frumvarpiö til baka og þingmenn að leggj- ast gegn þvi. Ennfremur aö mæla eindregiö meö samþykkt þingsályktunartillögunnar, skora á stjórnvöld að hraöa undirbúningi Villinganesvirkj- unar og láta koma skýrt fram, að eigendur Eyvindarstaöa- heiðar séu ekki til viöræöu um samninga um Blönduvirkjun, eins og hún er fyrirhuguð. Jón Tryggvason og Halldór Benediktsson tóku I sama streng, lýstu sig mjög andviga hugmyndinni um frekari stór- iöju erlendra aöila hér á landi. Greinilega kom fram i þessum umræðum, aö Blönduvirkjun mun einungis hugsuö til að framleiða orku til stóriðjuvers. Einnig aö heimamenn muni geta haft áhrif á gang þessara virkjunarmála, eins og nú stendur. Jóhann L. Jóhannsson talaði næst og tók I sama streng. Guörún Ásgeirsdóttir bar fram fyrirspurn um stóriöjumál, sem Páll alþingismaöur svaraöi. Sveinn Jóhannsson tók einnig til máls. Siðan voru eftirtaldir til- nefndir I nefnd til aö semja ályktun fundarins: Pétur Sigurösson, Gunnar Oddsson, Jónas Haraldsson og Rósmund- ur Ingvarsson. Sömdu þeir eft- irfarandi ályktun: „Fundur sveitarstjórna I Lýt- ingsstaða-, Seylu-, Bólstaöar- hliöar- og Akrahreppum hald- inn að Miögarði 4. aprll 1977, lýsir yfir fyllsta stuöningi viö framkomna tillögu til þings- ályktunar um virkjun hjá Vill- inganesi og beinir eindreginm áskorun til Alþingis aö sam- þykkja hana. Jafnframt mót- mælir fundurinn framkomnu frumvarpi rikisstjórnarinnar um Blönduvirkjun og skorar á rikisstjórnina aö draga frum- varpið til baka, en Alþingi að synja um heimild til virkjun- ar að öörum kosti. Leggur fundurinn áherzlu á, aö ekkert þaö hafi gerzt I framvindu virkjunarmála á Norðurlandi vestra, sem á- stæöa sé til aö breyti marg- Itrekuðum samþykktum Upprekstrarfélags Eyvindar- staöaheiöar um þau mál. Fundurinn bendir á, að nú- verandi hugmyndir um Blönduvirkj. leiöa af sér meiri landeyöingu en nokkur dæmi eru til við mannvirkjagerð á tslandi til þessa (60% af öllu landi, sem eyöist viö fullnýt- ingu virkjanlegrar vatnsorku á landinu). Þvi telur fundur- inn augljóst, aö fullnægjandi samstaöa náist aldrei meöal landeigenda um Blönduvirkj- un eftir þeim hugmyndum, sem nú eru uppi, og telur þvi ástæöulaust, aö frekari viö- ræöur fari fram i þeim efnum. Fundurinn Itrekar þá meginstefnu, aö virkjanir af miölungsstærö (30-70 mega- vött) skuli hafa forgang um- fram virkjanir af stærstu gerð. Minnir fundurinn á fyrri röksemdir um aö gjalda algeran varhug viö orkusölu til erlendrar stóriöju, sem vaxandi þáttar I atvinnuþró- un landsmanna. Þvi beinir fundurinn þvi til allra hlutaö- eigandi aöila aö veita áfanga- virkjunum i Héraösvötnum og Jökulsá eystri brautar- gengi og fylgja þvi máli eftir, svo sem framast eru föng á”. Nokkrar umræöur uröu um tillöguna, og var ály ktunin borin undir atkvæði og samþykkt með atkvæðum allra fundarmanna. Jónas Haraldsson vakti at- hygli á þvi, að stórt virkjunar- lón innan viö byggö I Skagafiröi væri hættulegt fyrir láglendi héraösins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.