Tíminn - 15.04.1977, Blaðsíða 13

Tíminn - 15.04.1977, Blaðsíða 13
Föstudagur 15. aprll 1977 J3 Hátíðarhlj ómleikar í Bústaðakirkiu Kammermúslkklúbburinn, sem ekki kallar allt ömmu sina þeg- ar „Menningin” er annars veg- ar, hélt maraþontónleika hinn 26. marz I Bústaöakirkju til minningar um tvitugsafmæli sitt, og um Beethoven, sem bor- inn var til grafar 29. marz 1827. Á efnisskrá voru f jórir atburöir: Markl-strokkvartettinn frá Þýzkalandi lék kvartett Beet- hovens op. 135, siöasta heila tón- verkiö sem hann samdi. Þá lék Siguröur Snorrason ásamt Markl-kvartetnum, klarinettu- kvintett Max Reger (1873-1916) op. 146. Næst lék kvartett, sem kallar sig ,,Reykjavik-En- semble”, strengjakvartett op. 77 i G-dúr eftir Joseph Haydn (1732-1809), og loks léku kvartettarnir báöir Oktett op. 20 I Es-dúr eftir Felix Mendelssohn (1809-1847). Kammermúsikklúbburinn er vafalaust menningarlegasta stofnun á Suövesturlandi. Stjórnendur hans gera sér þaö ljóst, aö „potpourristefnan” I listum gengur ekki, og stefnu- festan er móöir dyggöarinnar. Þar nægir aö nefna nýleg dæmi: Erling Blöndal Bengtsson lék allar einleikssvltur Bachs fyrir knéfiölu 17. og 21. októb.er sl. Markl-kvartettinn flutti sex af 17 kvartettum Beethovens I fyrravor, og Maúela Wiesler, Helga Ingólfsdóttir og Pétur Þorvaldsson fluttu allar flautu- sónötur Bachs. Enda þótti ekki minna duga en wagneriskar stæröir þá minnast skyldi þessa tvöfalda afmælis: 2 klst og 40 minútur af þýzkri hámenningu. Sitt sýnist hverjum um þýzka hámenningu, og ýmsir þykjast ekki sjá meiri (eöa skiljanlegri) tengsl milli afreksmanna 18. og 19. aldar Þýzkalands og nú- tima-Þýzkalands en milli Gull- aldar-Grikkja og nú- tima-Grikkja. Kunningi minn, sonur eins af frægum málurum I Þýzkalandi á þessari öld, sem flúöi barn meö fööur sfnum til Bandarlkjannz undan nazistum, bar I brjósti rómantiskan draum um Þýzkaland, ættland sitt. Og fyrir fáeinum árum fluttist hann meö fjölskyldu sinni til Berlinar um óákveöinn tima, á flótta undan Vietnam, mengun, Nixon, o.s.frv. En hvaö fann hann? Kjötmikla menn og svipharöa, sem tróöust meö olnbogaskotum um konsertsalina segjandi: „Etwas Kultur muss man jo haben!”, rétt eins og „Menningin” væri bragöill pilla, sem maöur væri skyldugur til aö taka. Enda flúöi hann hámenninguna eftir eitt ár, eins og faöir hans haföi gert 40 árum áöur. Andstætt þessu hefur aöall þeirra þýzku tónlistarmanna, sem hér hafa sézt I seinni tiö, veriö fágunin ein — átakalaus músik. Þetta á ekki sizt viö Marklkvartettinn,og mér finnst þaö eiga sérlega illa viö Beet- hoven, sem sjálfur var innblás- inn og voldugur. Enda fannst mér vanta talsvert á flutninginn á op. 135, sem þrátt fyrir þaö aö ■■ •• • /. " v:%'; k - i; / Bík- Beethoven á dánarbeöi. vera helmingi styttri en hinir kvartettarnir, og sagöur „rista grynnra”, þykir samt nálgast fullkomnunina sjálfa aö efni og sttl. Klarlnettukvintett Regers er sagöur einn af þremur stór- klarinettukvintettum tónbók- menntanna, I flokki meö kvint- ett Mózarts og Brahms. Kannski er hann þaö, frá tón- sagnfræöilegu sjónarmiöi, en Jesús minn, hve hræöilega leiöinlegur! Siguröur Snorrason hefur aldrei spilaö fallegar, meö miklu öryggi og fögrum tóni, og Markl-kvartettinn spilaöi vel lika.en þetta tónverk hrifur mig ekki. Fyrir mér hefur Reger I þessum kvintett alla galla Brahms en engan kost- Reykjavik-Ensemble flutti næst Haydn-kvartett (i nafninu er alvarleg málfræöivilla, þvi „Reykjavik” á hér aö vera I eignarfalli: „Reykjavikur” — þaö er nægur timi fyrir svona barnaskap þegar komiö er út fyrir landsteinana). Einhver sagöi aö munurinn á Markl- og Reykjavikur-kvartettunum væri eins og á Carlsberg og tónlist heimabruggi: bjórinner „finni” en veikari. Félagar I „Reykja- vlk-Ensemble” eru Guöný Guö- mundsdóttir og Asdis Þorsteins- dóttir (fiölur), Mark Reedman (lágfiöla) og Nina G. Flyer (knéfiöla) — öll I Sinfóniuhljóm- sveit Islands. Þaö er gleöiefni aönúskuli vera oröinn til kvart- ett hér á landi, og vonandi aö hans blöi mörg verkefni og veröug, enda munum vér fylgj- ast meö þeirri framvindu arn- fráum augum. Mendelssohn samdi strengja-oktettinn op. 20 þegar hann var 16 ára aö aldri. Þykir þaö meö óllkindum hve kunnáttusamlega hinn ungi sveinn skrifaöi fyrir þessi 8 hljóöfæri, og einkum er loka- þátturinn athyglisveröur, þar sem sérhvert hljóöfæri leikur sérstaka rödd i kontrapunkti. Var sá flutningur hinn ánægju- legasti aö ööru leyti en þvl, hve aöframkomnir hinir þolminni menningarvinir voru orönir eft- ir tvo og hálfan tlma af list. Og nú er Kammermúsík- klúbburinn tvltugur. Hann hefur jafnan fariö hljóölega, án skrums og skjalls, og aldrei auglýst opinberlega aö þvi er mér skilst fyrr en nú, aö frétta- tilkynning um afmælistónleik- ana var birt I dagblööum. En þrátt fyrir þaö lifir hann góöu llfi, félögum sínum til uppbygg- ingar og ánægju, og vér óskum honum allra heilla á þessum tlmamótum. 12.4. SiguröurSteinþórsson Karlakórinn Goði heimsótti Skagaf jörð: Þeir komu, sungu og sigruðu Gó-Sauðárkróki— Karlakórinn Goði úr Suður-Þingeyjarsýslu var i söngför f Skagafiröi á ann- an dag páska og hélt hljómleika á Sauðárkróki og i Miögaröi. Troöfullt hús var á báöum stöö- um og undirtektir áheyrenda meö ágætum. Söngstjóri er Róbert Bezdek, sem er tékkn- eskur hljómsveitarstjóri. A söngskránni voru 17 lög og varö kórinn aö endurtaka mörg þeirra. Einsöngvarar voru Hild- ur Tryggvadóttir, Helgi R. Ein- arsson, Viktor A. Guðlaugsson og Siguröur Stefánsson. Auk þess var kvartett og þrlsöngur á konsertunum. Með kórnum komu einnig fram fimm hljóö- færaleikarar. I karlakórnum Goöa eru 36 söngfélagar, flest bændur úr fjórum hreppum. Fnjóskadal, Bárðardal og Köldukinn. Þurfa kórfélagarnir sem fjærst búa aö sækja um 30 km leiö. til söngæf- inga, sem jafnan eru tvisvar i viku. Karlakórinn var stofnaöur 1942 og hefur frá byrjun notið stjórnar þessa ágæta tékkneska tónlistarmanns, sem skilaö hef- ur kórnum svo eftirminnilega vel áfram á listabrautinni, sem hinir mörgu áheyrendur uröu vitni að á konsertinum hér á Sauöárkróki. Kristinsson, Hf hans og starf, er þaö þó ekki óverulegur hluti verzlunar- og viöskiptasögu sam- vinnusamtakanna á hans tima- bili, sem kemur viö sögu — já, raunar landsins I heild. Svo gild- um þráöum ófst sorglega stutt llfssaga Hallgrims sögu þjóöar hans. Slík stærö varö hann I islenzku þjóöllfi þau alltof fáu ár, sem hans naut viö til mikilvægrar forystu I samvinnumálefnum lands og þjóöar. Þaö er þvl ekki aö furöa, þótt bókarhöf. segi viö lát Hallgrlms Kristinssonar „hafa djúpri þögn slegiö á sam- vinnuvinnumenn um land allt og raunar þjóðina alla” og sklri lokakafla bókar sinnar þvl mál- andi heiti: „Llfiö nam staöar”. Og þaö mun vissulega hafa veriö viöar en I baöstofunni, sem Páli er Ibarnsminni, sem viöbrögöum fólks gagnvart hinni ótlmabæru andlátsfregn mátti lýsa meö orö- um hans: „hverjum manni féll verk úr hendi, rokkar og kambar þögnuöu. Llfiö stóö kyrrt og hljótt.” - Varla er unnt aö enda svo hug- leiðingu um umrædda bók Páls H. Jónssonar frá Laugum, aö ekki sé minnzt lítillega á, hvernig hún er unnin. Vegna anna og veikinda dróst I „mánuöi, misseri og heil ár” — samtals um 14 — aö bókin sæi dagsins ljós. Þessa hefur hún þó vafalltið meira notið en goldiö — ekki slzt meö tilliti til aö ýmsu leyti torunninnar og tlmafrekrar heimildasöfnunar. I eftirmála segir höf. að hann hafi sett sér fjögur markmiö viö gerö bókarinnar: „Henni bæri aö sýna , hvernig ætterni, umhverfi og lifsaöstaöa heföi mótaö Hallgrlm Kristinsson I æsku, allt til þess, aö hann varö fulltlöa maöur og hóf eiginlegt ævistarf, hvernig þjóöfélag og mannllf hann heföi búiö viö, hver aöal- störf hans voru, og öllu ööru fremur, hvers konar maður þessi afkastamikli foringi heföi veriö.” Ekki veröur annaö sagt en aö höf. hafi tekizt þetta allt meö af- brigöum vel, enda ekkert skort til aö svo mætti veröa, hvorki áhuga né samvizkusemi, hvorki vits- muni né listfengi, þvl ósjaldan fer hann á kostum stíls og máls og skáldlegs innsæis. Ég held, aö af núlifandi Islendingum heföi eng- inn getaö gert þessa bók svo vel úr garði, þegar allt kemur til alls. Einmitt hann var rétti maöurinn til þessa verks, svo þar hefur Er- lendi Einarssyni ekki brugöizt bogalistin. I bókarlok er margt, sem eykur á notagildi bókarinnar og gerir hana aögengilegri til uppíletting- ar. Fyrir utan eftirmála, þar sem Páll gerir I stuttu máli grein fyrir tilkomu bókarinnar, er aö finna m.a. „Tímatal”, sem gefur ársett yfirlit um áfanga I ævi Hallgrlms frá fæöingu til andláts. Sá sem les aöeins þaö gaumgæfi- lega, veit hreint ekki svo lítið um æviferil hans á ytra boröi. Þá er getiö „Helztu heimilda” á sérstöku yfirliti, og kennir þar margra grasa I prentuöum, óprentuöum og munnlegum heimildum fjölda fólks, samtals I uppundir 50 atriðum. Enn fylgir „Myndaskrá” frá 7 sérstökum myndaslöum bókar- innar.yfir 20 mannamyndir og 10 staðarmyndir, auk myndar af rit- hönd Hallgrlms. Ennþá enn er aö finna m.a. aft- ast I bókinni fróðlega og ómetan- lega,, Nafnaskrá” yfir öll manna- nöfn, er fyrirfinnast I henni, og eykur þaö mjög á notagildi bók- arinnar sem heimildarrits. Þar koma viö sögu, hvorki fleiri né færri en 427 manns — 90 konur og 337 karlar ásamt heimilisfangi eöa stööu — auk Hallgríms sjálfs. Aö lokum fylgir svo aö sjálf- sögöu greinargott „Efnisyfirlit”, sem skipt er I 3 tlmabil eftir helztu llfsáföngum Hallgrlms: 1876-1902, 1902-1915 og 1915-1923, en fyrirsagnir eru samtals 35 auk þeirra efniskafla, sem ég hefi nú veriö aö nefna. Þvl hefi ég rakiö þessa efnis- uppsetningu bókarinnar um Hall- grím Kristinsson, aö mér finnst hún aö ýmsu leyti nýstárleg og til fyrirmyndar. Hún er llka órækt vitni þess, hversu Páll H. Jónsson hefur lagt sig fram um aö gera bókina sem bezt úr garöi. Ekki veit ég, hver hefur ráöiö bandi, en þaö er einkar vandaö, geröarlegt og fallegt, svo sem hæfir slíkri bók um slíkan mann eftir sllkan mann. Baldvin Þ. Kristjánsson. Sigurður Guðmundsson sýnir í Gallerie SÚM gébé Reykjavik — Laugardaginn 16. aprll opnar Sigurður Guö- mundsson myndlistarsýningu í Galierie SÚM aö Vatnsstlg 3B I Reykjavik. Þar sýnir Siguröur alls fjórtán verk, sem unnin eru á árunum 1970 til 1977. Þetta er þriöja einkasýning Siguröur hér á landi, en hann hefur siöastliöin sjö ár búiö I Amsterdam I Hol- landi, þar sem hann hefir unniö aö list sinni. Sýning Siguröur Guömundssonar I Gallerie SÚM er opin dag- lega frá frá ki. 14-22, en henni lýkur þann 25. aprii. Meöfylgjandi mynd sýnir eitt af verkum Siguröar á sýningunni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.