Tíminn - 24.04.1977, Side 8

Tíminn - 24.04.1977, Side 8
8 Sunnudagur 24. apríl 1977 hólfaö í tvennt, geymsla og svefnloft. Biliö var á kvisti lang- hilssins á sumrin, en of kalt var þar á vetrum, enda upphitun engin. Inn Ur langhUsinu lágu göng til baöstofu, framhjá bUr- og eldhUsdyrum. Var fyrst komiö á „fjalirnar” er langhUsinu sleppti og létu þær undan fæti. Þar var afkimi í þykkan torf- vegginn, góö geymsla fyrir kartöflur. BUrin voru tvö — fremra — og innrabUr — og eld- hUs einnig tvö herbergi — hiö gamla og nýrra. Voru bUr og eldhUs mikil torfhUsalengja. BUr var þiljaö, eldhUs meö moldargólfi, en veggir þiljaöir. Moldargólfiö hart og gljáandi. Stór gömul eldavél. Hangikjöt hékk jafnan I rjáfri. Seinni árin var blómagaröur Uti fyrir, sjá mynd. Innst Ur göngunum lágu þrjár tröppur upp til boröstofu. HUn var stór, 24 álnir á lengd, 6 eða 6 1/2 alin á breidd, þiljuö I hólf og gólf. 1 baöstofunni voru þrjú herbergi — miöbaöstofa, suöur- og noröurhús. Voru ofnar I suöur- og noröurhúsi og mann- gengt loft yfir. Sofiö var á baö- stofuloftinu. Allt var málaö niðri og i svefnherberginu þar læstir skápar á veggjum. Gluggar bæöi á neöri og efri hæö og einnig á þaki, svo birta var góö. Stórir gluggaskápar aö ut- an I þykka torfveggina. Var þetta stór og reisulegur bær á sinum tima. Til upphitunar var svöröur (mór) og rekaviöar- sprek. Til hlunninda er talinn silungur I Arnarnestjörn, en mjótt eyði skilur hana frá sjó. I tjörninni og f sjó á Arskógssandi og Hrísey hefur fundizt fjöru- mór. Ber þaö vott um fornt landsig. Norðan viö bæinn stóö hjallur, en á þeim slóöum var bænahús og grafreitur i kaþólskum siö. Hafa fundizt beinaleifar, en fúnar mjög. Oft hefur veriö búiö vel i Arnarnesi og sóttur þaöan sjór. Jón Antonsson og Anton sonur hans smiöuöu marga báta og jafnvel skip. Höföu báöir lært skipasmiöi erlendis. Þarna á Arnarnesnaustum smlöuöu þeir Arnarnes-Gest hinn nýja. NU er eingöngu landbúskapur I Anrarnesi, túnastærö rúmir 30 ha. 011 landareignin ræktanlegt land, og mýrarnar aö nokkru framræstar. Hafgolan er oft hvöss þarna, en fremur snjólétt. „Þiö þurfiö ekki aö kvarta I Arnarnesi, þiö hafiö alltaf hey- þurrk”, sögöu bændur innar I sókninni, þar sem kyrrara var og skúrasælla! námsbærinn” Arnarnes. Beintá móti t.v. blasir viö Fagriskógur undir Kötlufjalli (handan víkur- innar), en niður viö sjóinn til hægri sér I Rauöuvlk og Hauga- nes, og lengra burt í Hrlsey Uti á , firði. Er Utsýn hin fegursta til byggðar, fjarðar og fjalla. I Landnámu stendur: „Hámund- ur heljarskinn miölaöi lönd viö Orn frænda sinn og bjó hann í Arnarnesi. I Sturlungu seg- ir frá GuörUnu Þóröardóttur I Arnarnesi. HUn var kvenna vænst og kurteisust og átti þar bæöi land og bú eftir fööur sinn. En á ýmsu valt I ástamálum hennar — og geröist af saga. A árunum 1892-1903 bjuggu I Arnarnesi Jón Antonsson og Guölaug Helga Sveinsdóttir, en fluttu svo til Hjalteyrar,handan Assins Jón var dugnaðarmaöur mikill, útvegsbóndi, sjómaöur góöur, kunnur báta- og skipa- smiöur, selaskytta orölögö. Haföi lært skipasmiöi I Noregi. Jón mun hafa byggt langhúsiö I Arnarnesi, en önnur bæjarhus talin eldri. — Myndina af bæn- um gerði norskur málari, Thor- vald Molander aö nafni, aö til- mælum Unnar Guömundsdóttur hjúkrunarkonu frá Arnarnesi sumarið 1931. 1 þessum bæ bjuggu Guðmundur MagnUsson og Sesselja Jónsdóttir meö 9 börnum sinum, 1912-1937. Hefur Svava dóttir þeirra léö myndina og gefiö upplýsingar um bæinn. Guömundur haföi gengiö I Mööruvallaskóla. Var lengi oddviti, sóknar- og sýslu- nefndarmaöur o.fl. Stundaöi bæöi sjó og land. Oft voru 15-20 manns í heimili. Má nefna þar til Pál, bróöur Sesselju og fjöl- skyldu hans. Aöalheiöur, dóttir Sesselju og Guömundar og maö- ur hennar Guðmundur Arnason smiöur, bjuggu í Arnarnesi 1937-1968, og byggðu steinhús (eöa mUrhúðaö hús) einlyft, I staö gamla bæjarins. A myndinniséraöeins Ifjós lengst t.v. og þar næst litla skemmu. Um breiöu vængjahuröadyrnar á gafli langhússins, var gengiö I stórt smlöahús og geymslu. Þarna smíðaöi Jón Antonsson marga báta, og dró siöan út i hestarétt fyrir utan. Bæjar- dyrnar horföu mót vestri og var þrjár tröppur upp aö ganga i langhúsið, er var úr höggnu timbri, en viðir og þiljur I öörum hlutum bæjarins aöallega úr rekaviöi. Út frá breiöum bæjar- dyrum lágu 5 dyr, 2 t.v. og 3 t.h. Voru stofa og gestaherbergi á vinstri hönd, en til hægri verk- stæöi og stigahús meö dyrum til lofts og kjallara. Uppi á lofti var Hlaöir I Hörgárdal (1913) Ingólfur Davíðsson: 171 Byggtogb í gamla da^ Ulð 3^ Skammt vestan viö þjóðveg- inn frá Hörgárbrú, gegnt Mööruvöllum I Hörgárdal um 4 km frá Akureyri, stendur bær- inn Hlaöir.Nafniö lætur kunnug- lega 1 eyrum. Hlaðir voru jarls- setur í Noregi á söguöld, og gengu miklar sögur af Hákoni Hlaöajarli. En ólöf á Hlööum, Steindór Steindórsson frá Hlöö- um, o. fl. hafa gert Islenzka garöinn frægan. Málverkiö af bænum geröi Kristln Jónsdóttir listmálari frá Arnarnesi I júnl 1913. Er myndin I eigu Stefáns Halldórssonar búfræöikandi- dats, bónda og hreppstjóra á Hlöðum. Bærinn gamli var þrjár lengjur. Framhúsiö, timb- urhús meö torfþaki, sést I for- grunni. Til vinstri sér I torf- byggingu meö strompum, þaö er reykeldhúsiö — og var búr 1 framhaldi af þvi. Viö hliöina á eldhúsinu sér I stafn f jóssins, en I hinum enda þeirrar lengju var baðstofan. Lengst til vinstri er fjárhús og hlaöa. í litla húsinu meö svarta þakinu og þremur gluggum á stafni, lengst til hægri, bjuggu lengi Ólöf Sigurð- ardóttir skáldkona og maöur hennar Halldór Guömundsson, smiöur sveitarinnar. Alkunn er ýmis kvæöi og ferskeytlur ólaf- ar frá Hlööum, einnig ritgeröin „Minningar frá bernskuheimili mlnu”, er birtist I Eimreiöinni 1906. Halldór bóndi hennar, rit- aöi tvær sögur I Eimreiöina áriö 1901. Þegar Kristln málaöi mynd- ina af Hlööum, bjuggu þar Stefán Stefánsson og Margrét Þórðardóttir (1885-1924). A heimili þeirra ólst upp Steindór Steindórsson grasafræöingur og kennir sig jafnan viö þann bæ. Segir ólöfu hafa vakiö áhuga sinn á blómum. Húsiö á Hlööum mun hafa veriö rifiö á árunum 1961-1963. Gamalt íbúöarhús lengi notaö til geymslu. Nú stendur þarna steinsteypt ibúö- arhús, en Utihús flest úr timbri og járni. Túniö oröiö stórt, kúa- og fjárbú. Nú búa á Hlööum Stefán Halldórsson, er fyrr var nefndur, og Anna Jónsdóttir, góöu búi, og eiga tólf börn, mörg enn heima. Þau hófu búskap 1952. Halldór Stefánsson og Guörún Sigurðardóttir, foreldr- ar Stefáns, bjuggu á Hlöðum 1924-1935. Höldum héöan út Galmar- ströndina (Mööruvallasókn- ina), veginn milli fjalls og Bakkaásanna. Vestan I þeim noröarlega, skammt frá Arnar- nesvik og Tjörn, stendur „land- Arnarnes viö Eyjafjörö (1931)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.