Tíminn - 24.04.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 24.04.1977, Blaðsíða 15
Sunnudagur 24. aprll 1977 Mtmms (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Auglýs- ingastjóri: Steingrlmur Glslason. Ritstjórnarskrifstolur I Edduhúsinu viö Lindargötu, slmar 18300 — 18306. Skrif- stofur I Aðalstræti 7, slmi 26500 — afgreiðsluslmi 12323 — auglýsingaslmi 19523. Verð Ilausasölu kr. 60.00. Askriftar- gjald kr. 1.100.00 á mánuði. Blaðaprenth.f. Forusta Magnúsar Þjóðviljinn hefur að undanförnu þyrlað upp miklu moldviðri i sambandi við hina fyrirhuguðu Grundartangaverksmiðju. Megninu af þvi er bersýnilega þyrlað upp til að draga athygli frá þeirri staðreynd, að það var iðnaðarmálaráðherra Alþýðubandalagsins Magnús Kjartansson, sem hafði á sinum tima forustu um þetta mál og mótaði þá stefnu, sem núv. rikisstjórn hefur siðan fylgt. Ef vinstri stjórnin hefði farið með völd áfram, hefði málið vafalitið verið samþykkt á þinginu 1974, eins og Magnús Kjartansson var búinn að gefa til kynna i orðsendingu til UnionCarbide Formlega var Alþýðubandalagið ekki búið þá að lýsa fylgi sinu við málið, en augljóst er að Magnús Kjartansson hefði ekki gefið Union Carbide umrædda yfirlýsingu, ef hann hefði ekki verið bú- inn að kynna sér hug þingbræðra sinna i Alþýðu- bandalaginu og talið sig eiga visan stuðning þeirra flestra eða allra. Eins og áður hefur verið rakið, hafði verið i höf- uðatriðum gengið frá samningi við Union Carbide vorið 1974 og hugðist þáv. iðnaðarmálaráðherra að leggja frumvarp fyrir þingið um staðfestingu á honum. Þetta reyndist hins vegar ekki gerlegt, sökum upplausnarástands, sem þá rikti i þinginu. Magnús Kjartansson fór þvi þá leið, að gefa Union Carbide skriflegt fyrirheit um, að málið yrði tekið upp á haustþinginu 1974 og lýsti jafnframt fylgi sinu við það. Núverandi rikisstjórn tók svo upp þráðinn, þar sem hann féll niður við fráför vinstri stjórnarinnar og gekk frá endanlegum samningi við Union Carbide, sem var samþykktur á Alþingi vorið 1975. Að ýmsu leyti var hann hagkvæmari en samningsuppkastið, sem lá fyrir vorið 1974. Nú var Alþýðubandalagið hins vegar komið i stjórnarandstöðu og snerist þvi á móti málinu. Einkum var það byggt á imugust á Union Carbide. Það hefði þvi átt að vera Alþýðubandalaginu fagn- aðarefni, þegar Union Carbide skarst úr leik, og norskt fyrirtæki kom i staðinn. Það er samningur- inn við þetta norska fyrirtæki, sem nú er til með- ferðar i þinginu. Að tilhlutan iðnaðarnefndar neðri deildar gerði Þjóðhagsstofnun mjög itarlega út- tekt á honum i samanburði við fyrri samninga og var niðurstaða hennar á þessa leið: „Helztu niðurstöður þessara athugasemda eru þær, að i samanburði við fyrri samninga séu áætl- anir um stofnun og rekstur fyrirtækisins mun traustari en áður. Á þetta einkum við um stofn- kostnaðar- og rekstrarkostnaðaráætlanir, um sölu- og markaðsmál og fjáröflun til byggingar verksmiðjunnar. Hins vegar sýna núverandi áætl- anir minni arðsemi en þær fyrri, enda sennilega mun varkárari en þær áætlanir, sem gerðar voru i samvinnu við Union Carbide. Mest áhættavirðist bundin forsendum um þróun markaðsverðs, þótt hún sé almennt talin verða svipuð þvi, sem þessar áætlanir gera ráð fyrir,” Það er ljóst af þessu, að hinn nýi samningur er sizt áhættusamari en hinn fyrri, enda full ástæða til aðætla, að norska fyrirtækið sé betri samnings- aðili en Union Carbide. Samkomulag hefur náðst um mengunarráðstafanir, sem heilbrigðiseftirlitið telur vel fullnægjandi. Alþýðubandalagið getur þvi ekki með neinu góðu móti réttlætt fráhvarf sitt frá afstöðu Magnúsar Kjartanssonar vorið 1974. Það er eingöngu sprottið af þvi, að nú er flokkurinn i stjórnarandstöðu. Hefði Alþýðubandalagið verið áfram i stjórn, hefði ekki staðið á fylgi þess við Grundartangaverksmiðjuna. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Stalsett er röskur og vel máli farinn En verður hann farsæll foringi? Gunnar Stalsett ávinningur að tefla fram ung- um og nýjum manni, sem væri ekki sizt vænlegur til að afla flokkinum fylgis meðal borg- arbiia, en enn hefði Miðflokk- urinn of mikiö þann stimpil, aö hann væri eingöngu bænda- flokkur, eins og hann var upp- haflega. Stalsett er nú aöalfor- ingi flokksins I Oslo og vænt- anlegur frambjóðandi hans þar. Fylgismenn Bortens töldu hins vegar, að hann nyti svo mikils almenns álits I flokknum, að ekki yröi auö- veldara aö sameinast um ann- an mann. Þá myndi hann fær- astur um að halda fast á mál- um flokksins, ef til viöræöna kæmi um myndun stjórnar með Hægri flokknum og Kristilega flokknum. Af þessari slöarnefndu ástæðu fylkti vinstri armurinn sér um Borten. Llkur þóttu benda til, aö Borten myndi bera sigur af hólmi, ef kosið yröi milli hans og Stalsett á landsfundinum. Afstaða Bortens mun hins vegar alltaf hafa verið sú, að hann gæfi ekki kost á sér, nema full samstaöa næöist um kosningu hans. I uppstilling- arnefndinni, sem fundurinn kaus, skiptust hins vegar at- kvæði jafnt milli þeirra Bort- ens og Stalsetts. Borten lýsti þá yfir því, aö hann gæfi ekki kost á sér. Niðurstaðan varð þvi sú, aö Stalsett varö eini op- inberi frambjóðandinn og var hann því kjörinn formaöur næstum einróma. GUNNAR STALSETT er fæddur I Noröur-Noregi 1935. Hann lauk guðfræðiprófi 1961. A árunum 1962-1964 starfaöi hann sem æskulýösprestur, en gerðist síðan kennari I guö- fræði við trúboösskólann I Stavanger. 1 febrúar 1970 varð hann framkvæmdastjóri hjá Mellomkirkelig Rad, sem sér um þátttöku norsku kirkjunn- ar I kirkjulegu starfi út á viö. Vegna þess starfs sins hefur hann tekið þátt I ýmsum al- þjóölegum kirkjufundum og flutt erindi trúarlegs efnis vlða um heim. Slöan hann fluttist til Oslo 1970 hefur hann tekið mikinn þátt i starfi Miö- flokksins þar og er m.a. full- trúi hans i borgarstjórninni. Þá er hann formaður I flokks- félagi Miðflokksins I Osló og hefur verið ákveöinn fram- bjóðandi hans þar I þingkosn- ingunum I haust. Hann mun skipa annaö sætiö á sameigin- legum lista Kristilega flokks- ins, Miðflokksins og nýja þjóöarflokksins, sem Helge Seip stofnaði fyrir siðustu kosningar. Talið er tryggt, að Stalsett nái kosningu. Stalsett er góður ræðumaö- ur og mikill starfsmaður. Hann hefur verið eindreginn fylgismaöur Varviks og stutt mjög þá stefnu hans, að Mið- flokkurinn eigi að taka þátt I stjórnarsamstarfi svonefndra borgaralegu flokka ef þeir fái meirihluta á þingi. En þótt Stalsett sé ungur og röskur, er eftirað sjá, hvort honum tekst að sameina Miðflokkinn um merki sitt. Flokkurinn hefur verið frekar i öldudal að undanförnu, en leiðtogar hans hafa gert sér vonir um, að það breyttist eftir landsfundinn. Þ.Þ. FYRIR rúmri viku, lauk landsfundi norska Miðflokks- ins, en fundarins hafði verið beðið meö talsveröri eftir- væntingu sökum þess, að þar átti aö kjósa flokknum nýjan formann. Undanfarin ár hefur Dagfinn Varvik, stjórnmála- ritstjóri Nationen, aðalmál- gagns flokksins, veriö formaö- ur flokksins, en hann hafði lýst yfir þvi fyrir alllöngu, aö hann myndi ekki taka við endur- kosningu. Mun það m.a. hafa stafað af deilu innan flokksins um þaö, hvort flokkurinn ætti aö taka þátt I rikisstjórn með Hægri flokknum og Kristilega flokknum, ef þessir flokkar fengu meirihluta i þingkosn- ingunum, sem eiga aö fara fram I september næstkom- andi. Varvik hafði beitt sér eindregið fyrir slikri sam- vinnu, enda átt sæti I sllkri rikisstjórn um skeið sem utan- rikisráðherra. Stefna hans hafði orðiö ofan á i flokknum, en þetta hafði hins vegar kost- að svo miklar deilur, að Var- vik taldi sig ekki rétta mann- inn til að gegna formennsk- unni áfram. Betra væri að nýr maöur kæmi, sem flokkurinn ætti auöveldara meö að sam- einast um. Sá maöur var hins vegar ekki auðfundinn. Fljót- lega beindist þó athyglin aö Gunnari Stalsett, sem þótti vænlegur til röskrar forustu og er enn tiltölulega ungur, eða 42 ára. Vinstri armurinn I flokknum átti hins vegar frek- ar erfitt meö aö sætta sig viö hann og haföi fylkt sér um Per Borten, fyrrv. forsætisráö- herra og fyrrv. leiötoga flokksins, sem haföi haft á orði að draga sig alveg i hlé. Borten svaraði þvi eiginlega hvorki neitandi eöa játandi, hvort hann myndi gefa kost á sér til formennsku og hélt þvi eiginlega alveg opnu fram að landsfundinum. Þetta varö til þess, aö miklu meiri athygli beindist að fundinum en ella, þvi að menn áttu von á aö þar gætu gerzt söguleg tiðindi. ÞAÐ KOM glöggt i ljós fyrir landsfundinn, aö skoöanir voru verulega skiptar um þá Stalsett og Borten. Þeir, sem studdu Stalsett, héldu þvi fram, að það væri verulegur Per Borten

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.