Tíminn - 24.04.1977, Page 24

Tíminn - 24.04.1977, Page 24
24 Sunnudagur 24. aprfl 1977 Látum þetta duga um Clark og smium okkur aö fyrrum sam- starfsmanni hans, Roger McGuinn.Ferli McGuinns hefur veriö gerö góö skil á siöum Nil- timans, og ætla ég ekki aö fara aö tiunda hann hér. Thunderbyrd er fimmta sóló- plata McGuinns og gjörólik þeirri siöustu og jafnframt þeirri beztu, Cardiff Rose. Á Cardiff Rose, sameinaöi McGuinn enskt og ameriskt rokk, meö frábærum árangri. A Thunderbyrd spilar McGuinn ameriskt rokk og er meö ameriskt „sound”. A plötunni kemur McGuinn fram meö nýja hljómsveit, meö svo gott sem óþekktum mönn- um, þeir eru Rick Vito á gitar, Greg Thomas á trommur og Charlie Harrisoná bassa. Þessi hljómsveit er sú bezta, er McGuinn hefur haft á sólóferli sinum, og þaö sem meira er um vert, hún kemur til meö aö halda áfram. 1 hljómleikagagn- rýni sem ég las nýlega, um McGuinn og félaga, sagöi aö loksins væri McGuinn kominn meö alvöru hljómsveit, sem veitti honum stuöning, og þyrfti hann ekki lengur aö hafa áhyggjur af meðspilurum, þvi þessir hljóöfæraleikarar vissu upp á hár hvert hlutverk þeirra væri. Það vita þeir lika á þess- ari plötu, allur hljóöfæraleikur ber þess glöggt vitni, aö aö hér eru færir hljóðfæraleikarar á ferð.Tónlistin a plötunni er ein- hvers staðar á milli þungs rokks og létts rokks, viö skulum bara kalla þaö milliþungt rokk. Lögin á plötunni eru létt og lipur meö ferskum blæ. Sem fyrr er þaö hin sérstæöa og skemmtilega rödd McGuinns sem gefur tónlistinni sérstakt gildi. Thunderbyrd er ekki bezta plata McGuinns, það er Cardiff Rose, en Thunderbyrd er sú léttasta, fjörugasta og sú plata sem er aðgengilegust af plötum hans fyrir þá sem ekki þekkja tónlist hans. Þaö veröur enginn svikinn af aö fá sér THUNDER- BYRD. Two Sides To Every Story: Beztu lög: Past Adresses Silent Crusade Home Run King In The Pines Thunderbyrd: Beztu lög: Russian Hill Its Gone Golden Loom All Night Long Koma Byrds fram á sjónar- sviðiö var mikil lyftistöng fyrir rokk tónlistina. Þeir komu meö nýtt afbrigöi, „Folk-rokk”, og ruddu brautina fyrir marga listamenn og leiddu rokkiö á nýjar brautir. Lilian Roxon segir eftirfar- andi um Byrds i hinni frábæru og virtu bók sinni, Rock Encyclopedia: „The Byrds voru fyrstir af hugsandi tónlistarmönnum, (og þýöi nú hver sem betur getur), „The Byrds were the first acid rockers, the first head rockers, the first message rockers and, of course, the first outer space rockers.” Clark var meö Byrds i tvö ár og var afkastamikill lagahöf- undur með þeim. McGuinn aftur á móti var leiötoginn og hin sér- stæöa rödd hans ásamt tólf- strengja gitar hans sköpuöu Byrds „soundiö”. Þetta var fyrir tólf árum og hefur mikiö vatn runniö til sjáv- ar siöan. McGuinn hélt Byrds gangandi meö misjöfnum árangri fram til 1972, qr hann leysti hljómsveitina upp og hóf sinn sólóferil. Clark hóf sólóferil sinn strax 1967. Þá gaf hann út plötuna „Gene Clark With the Gordin Brothers”. (Platan sú arna var nokkuö á undan sinni samtiö og fór fyrir ofan garö og neöan hjá flestum. Hún var siöan endurút- gefin og endurmixuö 1972, og kom hún þá út undir nafninu „Earle L.A. Sessions”). Næsta skref hjá Clark var samvinna hans viö banjóleikar- ann Douglas Dillard, þeir geröu tvær frábærar plötur saman: The Fantastic Expedition of Dillard and Clark (’68), sem er ein bezta „country” rokk plata fyrir þaö náöi hún engri hylli eins og oft vill henda meistara- stykki. I þau nærri þrjú ár, sem liöin eru frá útkomu No Other, minnist ég þess ekki að þaö hafi liðiö vika án þess aö No Other hafi verið sett á fóninn, og efast ég raunarumaösú vikaeigi eft- ir aö koma. Lit ég I dag á No Other sem eina af meiriháttar plötum sjöunda áratugarins. Þá erum viö komin I nútim- ann og viöfangsefniö: Two Sides To Every Story. A þessari plötu lltur Clark yfir farinn veg á ferli sinum og kem- urviöa viö.Plötunni má skipta I 3 kafla i tónlistarsköpun Gene Clark. „Country” rokkiö eöa Dillard og Clark timinn á fjóra fulltrúa, „Home Run King”, „Lonely Saturday”, „Sister Moan” og „Kansas City South- ern”. 011 þessi lög erumjög ólik, þannig aö maöur fær marg- þætta og fjölbreytta mynd af hæfileikum Clarks viö samning og flutning á „country rokki”. White Light stefnan á þrjá full- trúa, „In The Pines”, „Give My Love To Marie” og „Hear the Wind”. Þriöji kaflinn er siöan i anda rólegu laganna á No Oth- er eöa lögin „Past Addresse” og „Silent Crusade”, en þetta eru tvö beztu lögin á þessari plötu. Bæöi lögin eru róleg meö frábæru undirspilisem haldiö er uppi af kassagltar og strengj- um. I þessum lögum kemur vel fram hin djúpa hugsun sem Clark leggur I texta sina og melódiur. Clark til aöstoöar á þessari plötu eru margir afburöa hljóö- færaleikarar, og má þar nefna Miehael Utley á pianó, Jerry McGee og Jeffrey Baxter á git- ara, A1 Perkins á stálgitar(fetil- gitar)Byron Berline á fiðlu og , Emmylou Harris röddun. Tvo Sides To Every Story er alveg hiklaust þaö lang bexta sem ég hef heyrt þaö sem af er þessu ári, og lit ég á þaö sem enn eina sönnun þess aö Gene Clark er einn bezti tónlistar- maöur sem uppi er, en hann veröur þvi miöur aö bita I þaö súra epli, eöa eins og einn gagn- rýnandi sagöi um þessa plötu: „Gene Clark er einfaldlega of góöur til þess aö ná hylli fjöld- ans”. Dylan að skilja Sara eiginkona Bob Dylans hef- ur krafizt skilnaöar frá 'manni slnum og ber fyrir sig ýmsum ástæöum, barsmiöum framhjá- haidi og fleiru. Dylan hefur litiö viljaö segja um skiinaöarmáliö, en þess í staö gert sér opinberlega dælt viö söngkonuna Ronee Blakeley, sem sést hér á mynd- inniaðofan meö honum. Blakeley og Dylan hafa oft sézt saman sfö- an þau hittust i hljómleikaferö- inni „Rolling Thunder” á sföasta ári. Ekkert er vitaö um hljómplötu- útgáfu frá Dylans hendi á næst unni, en hann mun hafa unniö aö plötu Leonards Cohens aö undan- förnu, sem Phil Spector hlióörit- ar. Þeir Roger McGuinn og Gene Clark eiga margt sameiginlegt, þó svo aö tóniist þeirra i dag sé gjörólik. Leiöir þeirra iágu fyrst saman Iklúbbnum Troubadour I Los Angeles 1964, þar sem Gene Clark var meöal áheyrenda á hljómleikum hjá McGuinn. Eft- ir hljómleikana hittust þeir og þau kynni yröu kveikjan aö stofnun The Byrds, fyrstu amerisku rokk „súper” hljóm- sveitarinnar og var svar Banda- rikjanna viö ensku „ógninni” The Beatles. — en leika nú gjörólika tónlist ★ ★★★★ + Þeir stofnuðu Bvrds GENE HOGER allra tima, og Through The Morning, Through The Night, (’69), sem þrátt fyrir mikil gæöi er alger eftirbátur þeirrar fyrri. Nú kom langt hlé hjá Clark, hann geröi sólóplötu fyrir A&M fyrirtækiö, sem kom út i ágúst 1971, og hét White Light. En, eins og meö annaö sem Clark geröi, var platan á undan sinni samtiö og fyrirtækiö gerði ekk- ert til aö auglýsa hana, hún var sett þegjandi og hljóöalaust á markaöinn. Frá minum bæjar- dyrum séö er White Light einn mesti gimsteinn sem ég á og lit ég á hana sem algera tima- mótaplötu. Þó svo aö allt virtist ganga á afturfótunum hjá Clark, hvaö varöaöi hylli f jöldans, var þó ein þjóö sem kunni aö meta hann. 1 Hollandi var White Light kosin af rokk gagnrýnendum bezta plata ársins 1971, og seldist hún i gull þar og vinsældir Clark uröu glfurlegar . Ég sá einhvers staö- ar skrifaö, aö hann heföi nærri veriö tekinn i guöatölu þar I landi. Hinar miklu vinsældir hans I Hollandi uröu þess valdandi, aö þar var gefin út meö honum platan „Roadmaster”. Saman- stóö hún af upptökum sem áttu aö vera á næstu plötu hans hjá A&M, (sem aldrei kom út), ásamt tveim lögum sem hann hljóðritaöi meö upprunalegu Byrds 1970. Roadmaster er eins og annaö frá Clark, hreinasta perla. Nú liöa þrjú ár og Clark skiptir um plötufyrirtæki og gefur út meistaraverkiö No Other i september 1974. Plata þessi fékk frábærár móttökur gagn- rýnenda um heim allan, en þrátt

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.