Tíminn - 24.04.1977, Page 25

Tíminn - 24.04.1977, Page 25
Sunnudagur 24. aprll 1977 25 O Iðnþróun arhættu, náttiiruverndar, sem hér er einkum til umræöu og svo orkumöguleikar. Þegar menn hafa gert þaö upp viö sig hvaö þeir vilja i iðnaðarmálum, þá er aö ráöast i virkjanir i samræmi við það. Að sjálfsögðu koma orkumálin inn i myndina þegar menn reyna að gera sér grein fyrir þvi hvað af þeim iðnaði, sem talinn er æski- legur, geti komizt á fót og gefið góðar tekjur. Nú erum við svo lánsamir, Is- lendingár, að við eigum allmikla orku ónýtta, bæði vatnsorku og hitaorku. Allt er þó á reiki um það, hve mikil nýtanleg orkan er. Menn mun lengi greina á um það t.d. hversu mikil landsspjöll megiverða vegna virkjana, og þá meta i hvaða skyni á að nota ork- una. A.m.k. sýnist mér, að þar muni vega þungt hvort þar er um brýná nauðsyn landsmanna að ræða eða t.d. erlenda stóriðju. Margt sýnist enn óljóst um framkvæmanlega nýtingu jarð- hitaorkunnar á háhitasvæðunum en við vonum að hún reynist mjög mikil og vel hagnýtanleg. Menn hafa verið að nefna tölur um nýt- anlega vatnsórku. Það eru nokk- ur ár siðan tölur voru fyrst nefnd- ar i þvi sambandi og þær hafa gjarnan verið notaðar siðan til marks um það hve þjóðin ætti mikla vatnsorku ónotaða. Nú munu liklega allir sammála um, að þessar tölur eru alltof háar miðað við skynsamleg og hófleg umhverfissjónarmið. Þessarfyrstu tölur voru byggð- ar á það mikilli röskun vatnsfalla og landfórnum, að allir munu sammála um að endurskoða verður þær og lækka verulega. Ég hefi séð og heyrt áhugamenn um orkunýtingu gizka á, að lækka þyrfti þær um þriðjung, en ógern- ingurerað sjálfsögðu enn aðgera sér grein fyrir útkomunni, þegar umhverfissjónarmið hafa verið tekin til greina. Það blasir því augsýnilega við, að miðað við ný viðhorf i umhverfismálum og gifurlega ört vaxandi orkuþörf landsmanna til annars iðnaðar en stórið ju og tilalls konar nota —■ þá verður að endurmeta allar þær hugmyndir, sem menn kasta gjarnan á milli sin um það, að orkulindirokkar séu ótæmandi — og litla fyrirhyggju þurfi að hafa um það hvernig af þeim er ausið. Ekki finnst okkur, sem komin erum á efri ár og höfum lifað byltinguna miklu i atvinnu- og lifnaðarháttum, ótilhlýðilegt að við athugun þessara mála væri hugsað eitthvað fram á næstu öld i orkuspánum, og þá er ekki siður brýntað reyna að gera sér grein fyrir þvi, hversu nærri menn vilja ganga landinu, til þess aö fram- leiða orkuna' ö’g þá' f hvaða skyni. Kemur þá einnig til, hvaða kosti menn telja sæmi- legt að ætla barnabörnunum og þeirra börnum t.d. aö hafa til þess að velja um. Væri það ekki kaldranalegt að láta þau standa frammi fyrir þvi aö þurfa að komast i orkusvelti eða taka vatnið Ur Gullfossi og setja Þjórs- árver undir vatn svo aðeins þetta tvennt sé nefnt — af þvi að afi og amma eða pabbi og mamma flýttu sér svo mjög við að nýta og binda orkuna i stóriðju útlendinga t.d. — i staö þess að notfæra sér aðra kosti i atvinnulegu tilliti, sem þau áttu þó sannarlega völ á. Þegar til kemur sjást vand- kvæði á ýmsu, sem menn hafa gertráð fyrir. t upphafi greinar- gerðar Orkustofnunar um Blönduvirkjun, sem lögð var fram á fundi á Blönduósi 25. april .1975, segir svo: „Ýmsir valkostir 'hafa verið athugaöir, en i fyrstu beindust áætlanir aö þvi að virkja árnar saman (þ.e. Vatnsdalsá og Blöndu) niður i Vatnsdal. Með til- liti til umhverfisverndar hefur nú verið horfið frá þeim áformum”. Þetta er mjög athyglisvert og gefur ástæðu til að staldraö sé viö og ihugað hvað i þessum fáu orð- um felst. Skynsamlegt er sem sé að gera ráö fyrir þvi sem betur fer, aö menn hiki við fleira en að steypa Blöndu ofan i Vatnsdalinn — af þvi, sem mönnum hefur dottið i hug að til mála kæmi i virkjunar- framkvæmdum og tekiö inn i hug- leiðingar og dæmi. Er það t.d. raunsætt, að gera ráð fyrir aö fylla vatni ýmsar mestu lægðir á hálendinu á stórum landssvæð- um, en þar er gróöurinn og dýra- lifið mest, eða flytja stórfljót milli byggðarlaga o.s.frv.? Ég held ekki. Areiðanlega hafa menn ekki enn getað áttað sig á hvað af þess háttar gæti leitt i landsspjöllum t.d. ágangi vatns, veðurfars- breytingum o.fl. Hér er þvi brýnt að fara með gát. Og f hvaða skyni ætti að færa slikar fórnir, um- turna landinu með þviliku móti? Til þess að koma upp orkufrekum iðnaði Utlendinga? Ekki geri ég ráð fyrir að landsmenn vilji það i raun og veru. En þá er lika vissara að kryf ja þessi mál til mergjar i tæka tið og taka þá með i reikninginn, að okkur ber skylda til að koma barnabörnum okkar eða þeirra börnum ekki i þá klipu, að þau telji sig tilneydd að vinna stór- skemmdir á landinu, til þess að afla sér orku i lifsnauðsyn. Úttekt á vatna- ogjarð- hitasvæðum Rétt er að rifja enn upp að verið er að reyna að velta þessum mál- um fyrir sér — og efna til nauð- synlegrar samvinnu náttúru- verndarráðs og orku- og iðnaðar- málastjórnar um þessi efni. Er það gert i framhaldi af ályktun- um Náttúruverndarþings um brýna nauðsyn á úttekt á þessum málum þar sem öll þessi sjónar- mið komi til. Hefi ég getið um ályktunina um iðnaðarmálog þykir mér hlýða að rifja hér einnig upp svofellda ályktun sama Náttúruverndar- þings um úttekt á vatna- og jarð- hitasvæðum landsins: „Náttúruverndarþing 1975 telur nauðsynlegt að gerð sé úttekt á vatna- og jarðhitasvæðum lands- ins. Verði einnig gerð heildar- áætlun um friðun þeirra fossa, hvera, vatna- og jarðhitasvæða, sem réttmætt þykir að vernda. Telur þingið að til álita komi að greina verndarsvæði i tvo flokka: 1. Svæði, sem rétt sé að friða var- anlega og 2. svæði, sem sæta skuli tima- bundinni friðun, þar til endan- leg ákvörðun hafi verið um það tekin, hvernig með þau skuli fara. Þingið felur Náttúruverndar- ráði að hafa forgöngu um þessi mál, og leita um það samvinnu við þá aðila er hlut eiga að máli”. A vegum Náttúruverndarráðs er verið, samkvæmt þessari ályktun, að vinna nokkra undir- búningsvinnu að úttekt á vatna- og jarðhitasvæðum og ætlunin er að hún verði fyrsta skrefið í þessu þýðingarmikla máli. Hefur Nátt- úruverndaríáð einnig unnið að þvi að við málið verði fengizt i samstarfsnefndinni um orkumál, sem ég hefi sagt hér frá og það á hlut að ásamt iðnaðarráöuneyt- inu, sem hefur orkumálin. Allterþetta mikið verkefni. Að móta iðnaðar- og orkumálastefnu þjóðarinnar með tilliti til um- hverfisverndar — með tilliti til þess að fara vel með landið og fórna ekki sumu þvi, sem verðmætast er og gefur lifinu mikið gildi, fyrir það sem menn að líttathuguðu máliálita mikils- vert en skiptir miklu minna máli fyrir heilbrigt, farsælt og skemmtilegt lif þegar nánar er að gætt. Flönum umfram allt ekki að neinu, og sjálfsagt ættum við aö gera ráðstafanir til þess að þessi vandasömu og margþættu mál- efni verði tekin fastari tökum i samhengi en ennþá hefur heppn- azt. Skiptir þá miklu að hleypi- dómalaus umræða fari fram um þau sem viðast, svo að almenn- ingsálit nái að myndast, byggt á þeim. Ennfremur að áhugamenn um iðnvæðingu, orkumál og um- hverfisvernd hafi sem mest sambandsin f milliog beri saman bækur sinar, og loks að þeir, sem til þess eru settir að hafa með höndum stjórn og forustu I þess- um málum, treysti samstarf sitt. Viðfangsefnið er að móta og framkvæma kröftuga framfara- stefnu I iðnaðarmálum, sem reist er á þeirri sannfæringut aö við höfum ráð á þvi að búa i ómeng- uðu umhverfi og að eiga áfram ó- spjölluð dýrmæt náttúruverð- mæti. VOLKSWAGEN VESTUR-ÞYSK GÆÐAFRAMLEtÐSLA LT SENDIBILLINN FRA VOLKSWAGEN Fáanlegur í ýmsum gerðum, — t.d. full yfirbyggður, sem pallblll, — eða grind með ökumannshúsi tilbúinn til yfirbygg- ingarað ósk yðar. Volkswagen LT hefir margt sameiginlegt með vörubíl. Kraftmikla vél fram í, og mikið rými aftur í, allt frá 7.85 rúmm. upp í 10.4 rúmm. i sendibilnum, og frá 6 til 7.5 ferm. á pallbílnum LT Volkswagen gegnir hlutverki vöru- og sendibils, þannig að ef sendibíll er of litill, en vörubill af stór — þá er senni- lega LT frá Volkswagen einmitt sá bill, sem hentar yður. Fáanlegur með bensín- eða dieselvél. Viðgerðir- og varahlutaþjónusta. HEKLAhf Laugavegi 170—172 — Sími 21240 ÓDÝRAR LÓÐIR Til sölu þrjár samliggjandi rað- húsalóðir i nýju hverfi við Heiða- brún Hveragerði. Stórkostlegt tækifæri fyrir ungt fólk. Þér getið byrjað strax i dag að byggja, þvi allar teikningar eru til- búnar og öll gjöld greidd. Innifalið i kaupverði er: Gatnageröargjöld Lóðagjöld Byggingaleyfisgjöld Hoiræsagjöld Arkitektateikningar inögul. A og B Rafmagnsteikningar og verkfræðiteikningar yfir Holræsi, járnabindingar, hita, vatn og þakútfærslu. Gott verð og góðir skilmálar. Upplýsingar i sima 82980 i dag og næstu daga.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.