Tíminn - 24.04.1977, Side 28

Tíminn - 24.04.1977, Side 28
28 Sunnudagur 24. aprll 1977 ÓBYGGÐIRNAR K Stuttur úrdráttur úr skýrslu umhverfis- nefndar ferðamála- ráðs Þaft er oft margt um manninn i Landmannalaugum, en þvi miftur stundum of margt, þvl landift hefur þar látiö allnokkuð á sjá. HV-Reykjavik. — Umhverfis- nefnd ferðamálaráðs tslands hefur nú sent trá sér skýrslu um óbyggðir íslands. í skýrslu þessari er fjallað nokkuð um fjölsótta ferðamannastaði i ó- byggðum, lýst er könnun öku- slóða i óbyggðum, ökuslóðum er lýst og gönguleiðum. I lok skýrslunnar eru svo lagðar fram tillögur um það sem bæta þarf úr á þessum stöðum. t inngangi skýrslunnar segir meðal annars: „Rúm hálf öld er nú liðin frá þvi að menn hófu að ráði ferðir um óbyggðir tslands sér til skemmtunar. Ekki er vitað til þess að skipulagðar hópferðir manna til gagns eða gamans hafi skilið eftir sig alvarleg um- merki á landi fyrstu áratugina, enda ferðir heldur strjálar, miö- að við það sem siðar var. I upp- hafi sjöunda áratugsins fór þvi miður að koma fram, að all- verulega skorti á góða um- gengnishætti ferðafólks. Reynd- ir ferðamenn sögðu frá miður æskilegum breytingum, sem ættu sér stað á áningarstöðum, Um likt leyti og nýtt náttúru- verndarráð var fyrst skipað eftir núgildandi lögum 1972, birtust harðorðaðar greinar i blöðum um ljóta aðkomu I Þórs- mörk og Landmannalaugum, og aðrir höfðu þá sögu að segja, að ástandið væri litlu betra á öðr- um helztu áningarstöðum. Enn- fremur, að enn annars staðar rikti alvarlegt hættuástand vegna vaxandi átroðnings”. 1 skýrslunni kemur fram, að helztu vandamál, sem við blasa á fjölsóttum stöðum, séu skemmdir á gróðri og landslagi, af völdum troðnings, svo sem bilaslóðir, flög á tjaldstæðum, illa valdir göngustigar og svöð á bökkum lækja og lauga, meng- un af matarleifum, umbúðum og sliku, ásamt skorti á almenn- um hreinlætistækjum, skemmd- ir á náttúruminjum af völdum safnara og skortur á eftirliti og umhirðu. A blaðamannafundi, sem haldinn var til þess að kynna skýrslu þessa, kom fram, að á mörgum þeim stöðum, sem mikið eru sóttir af ferðamönn- um, bæði innlendum og erlend- um, væri ástandið nú mjög slæmt, umhverfislýti áberandi og hvimleið. Þvi væri ekki seinna vænna að gripa til að- gerða, ef við ættum að hafa eitt- hvað að sýna ferðamönnum i framtiðinni. I skýrslunni er svo fjallað um aðdraganda og fyrstu aðgerðir i samstarfi um náttúruvernd og stuðning við útivist á slóðum ferðamanna, og siðan segir: ,,En fleira þarf að koma til. Leita þarf orsaka vandamál- anna og koma i veg fyrir þau með fyrirbyggjandi aðgerðum. Hér verður að lokum bent á nokkur atriöi, sem ihuga þarf i umræðum um þann þátt mál- anna, að draga úr óæskilegum áhrifum á umhverfið: 1. Skipulag. í skýrslunni er bent á kosti friðlýsingar til að halda uppi stjórn á umferð og dvöl ferða- fólks. Friðlýsing sem stjórntæki getur lika tryggt, ef vel er á haldið, gott skipulag i gerð mannvirkja (skala, tjaldsvæða, vega, merktra ökuslóða, bila- stæða, göngustiga og brúa) til að greiða fyrir útilifi, innan hóf- legra marka. Lagasetning um landslagsvernd gæti einnig tryggt sams konar umboð til handa yfirvöldum náttúru- verndarmála. 2. Skýrari ákvæði um vegi og ökuslóftir. Nauðsynleg eru mun fastari tök Vegagerðarinnar á lögn, viðhaldi og merkingu slóða, sem ætlaðar eru ferðamönnum. 3. Smærri viftkomustaftir. A stöðum sem ekki njóta reglulegrar gæzlu, þarf að setja upp leiðbeiningar um rétta um- gengni. 4. Efling gönguleiða Mestur hluti álags á umhverf- ið, sem ferðamennskan veldur, fylgir bilaferðum. Landið þolir margfalt meiri umferð gang- andi manna og þeim fylgir minni mengun. Fleiri aðilar þurfa að taka saman höndum um skipulega uppbyggingu lengri gönguleiða um óbyggðir og styttri leiðir i nágrenni kaup- staða. 5. Samvinna vift almannasam- tök. Aðeins hluta af umhverfis- vandamálum ferðafólks má leysa með valdboði, skipulagi og tækjum. Uppeldinu má aldrei gleyma. Forysta um eflingu ferðamenningar með ungu fólki er bezt komin i höndum ferðafé- laga landsmanna og skyldra á- hugamannasamtaka, i nánum tengslum við skólana. 6. Dreifing. Stundum er um þaö rætt, hvort ekki þurfi að „beita itölu”, þ.e. takmarka með vald- boði aösókn að fjölsóttustu ferðamannastöðunum. Er það einkum ört vaxandi aðsókn er- lendra ferðamanna, sem fylla sæluhús og þekja með tjöldum sinum nauma bletli hálendis- vinjanna. Þykir mörgum sem gaukseggi hafi verið laumað i hreiður vort, ekki sizt eftir að útlendingar hófu að gera út á ís- landsfjöll á eigin spýtur. Þetta mál, svo viðkvæmt sem það er, krefst opinberra afskipti hið bráðasta og horfa menn i þeim efnum vonaraugum til nýskip- aðs ferðamálaráðs. Virðist hér þurfa til að koma einhver stjórn á þvi hversu stóran hluta af frjálsum, en takmörkuðum gæðum hálendisins ferðaút- vegsmönnum leyfist að „selja” og hvað skuli skilið eftir hinum almenna og þá einkum hinum islenzka ferðamanni. 7. Landkynning. Landkynning getur ráðið miklu um það, hvernig til tekst um skipulag ferðamennskunn- ar. Tilviljun má ekki ráða þvi hvernig landið er kynnt, það verður að haldast i hendur við almenna stefnu i þessum mál- um. 8. Athuganir og rannsóknir. Nauðsynlegt er að náið sé fylgzt með áhrifum ferða- mennskunnará fjölsótta staði”. Siðan er i skýrslunni fjallað um málefni fjölsóttra ferða- mannastaða á hálendinu. Lýst er staðháttum og gistiaðstöðu, drepið á ýmsa þætti, er snúa að náttúruvernd og bent á þau atr- iði, sem miður fara og nauðsyn- legt er að bætt verði úr sem fyrst. Vegna plássleysis verða hér aðeins birtir úrdrættir úr um- fjöllun um tvo staði: Landmannalaugar Landmannalaugar er gróður- vin á Landmannaafrétti, milli Laugahrauns, Jökulgilskvislar og Suðurnáms, í um 600 m hæð, Þar spretta fram undan hraun- brúninni heitar og kaldar lindir sem mynda laugarnar og halda við litilli grasfit. Lindirnar á- samt Jökulgilskvislinni valda þvi að grunnvatnsborð er þar hátt, einkum fyrri hluta sum- ars. Landmannalaugar og um- hverfi er mjög ákjósanlegur úti- vistarstaöur, m.a. vegna fagurs og litrlks landslags, gönguleiða við allra hæfi og baða I leir og volgu vatni. Hefur aðsókn ferðamanna þangað margfald- azt siðustu ár. Þau atriði sem stærstan þátt eiga i þessari aukningu eru einkum tvö: Stór- bætt gistiaðstaða, ásamt fólks- bilafærum vegi á svæðið, en áður var þangað aðeins fært á stærstu og traustustu fjallabil- um. Arið 1951 byggði Ferðafélag tslands . litið sæluhús i Land- mannalaugum og gátu gist þar um 30 manns. Rúmum áratug siðar var alloft farið að bera á þrengslum i húsinu og ákvað þvi stjórn F.t. að reisa þar stærra hús. Var það gert árið 1969 og er gistirými þess fyrir um 150 manns. Árið eftir var vegna þrýstings frá ýmsum aðilum, lagður vegur yfir Námshraunið og i skriðum Suðurnáms að Landmannalaugum. Jökulgils- kvislin, sem löngum hafði verið skeinuhætt bilum á leið i Laug- ar, hafði fram að þessu séð um vernd Laugasvæðisins, en var nú úr sögunni sem farartálmi. Þvi er nú svo komið að þeir aðilar sem flytja erlenda ferðamenn um hálendið hafa flestir viðkomu i Laugum og gista þar. Þetta mikla álag krafðist sér- stakra framkvæmda svæðinu til verndar. Þvi lagði samstarfs- nefndin rika áherzlu á skjótar úrbætur og voru þær fólgnar i eftirfarandi: 1. Náttúruverndarráð beitti sér fyrir stofnun nefndar til þess að vinna að friðlýsingu Landmannalauga og ná- grennis. 2. Ferðafélag tslands reisti með stuðningi samgöngu- ráðuúeytisins stórt hreinlæt- ishús, með sex vatnssalern- um og handlaugum og bætti það úr mjög brýnni þörf. 3. Samstarfsnefndin lét setja upp fjórar nipur við Náms- kvislina og á tjaldsvæði við Námshraunið. 4. Settur var upp sorpbrennslu- ofn og hefur notkun hans dregið mjög úr þvi magni sorps sem grafa þarf. Aður voru við sæluhúsið tvær níp- ur sem hvergi nærri önnuðu aösókninni og gengu menn þvi örna sinna i siauknum mæli viðs vegar I hraun- brúninni. Má nærri geta um útlit staðarins af þeim or- sökum. Nauðsynlegt er að vernda Laugafitina fyrir öllum ágangi. Það má m.a. gera með eftirtöld- um aðgerðum: A Þeistareykjum hefur mannskepnan skilift eftir sig leiftinleg um- merki. Staöurinn er sérstakur og dregur til sln ferftamenn, en ákveft- inna aðgeröa er þörf, ef umgengnismengun á ekki aft eyftileggja hann.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.