Tíminn - 24.04.1977, Síða 29

Tíminn - 24.04.1977, Síða 29
Sunnudagur 24. apríl 1977 29 ALLA 1. Ganga þarf frá góöum göngustig meðfram hraun- bruninni og setja upp viö hann trépall milli baðlaugar og leirbaða. 2. A pallinum þarf að vera hægt að reisa skýli til að afklæðast i og af honum tröppur ofan i baðlaug og leirböð. 3. Setja þarf lága göngubrú úr timbri yfir fitina, frá horni hreinlætishússins að laugun- um, fyrir gesti sæluhússins. 4. Girða þarf fitina betur að austanverðu. 5. Baðlaugin og leirbööin þurfa gagngerra endurbóta við svo að þau verði ekki að eðju og ó- nothæf. 6. Rúmgott tjaldsvæði vantar algjörlega i Landmannalaug- um. Flötina við Námskvislar- nef, sem mest hefur verið notuð þarf að friða, eins og fitina alla. Hveravellir Hveravellir á Kjalvegi eru ævaforn áningarstaður á elztu hálendisleið milli landsfjórö- unga. Þeir eru viö norðurjaðar Kjalhrauns, skammt austan nyrzta hluta Langjökuls. Það sem einkum gerir staðinn eftir- sóknarverðan er hið ósnortna hverasvæði, sem hann dregur nafn sitt af, og sæluhús Ferðafé- lagsins sem reist var þar árið 1938. Nokkrnm árnm siöar var hlaöin upp baðlaug sunnan hússins, og jók hún enn á vin- sældir staðarins. Arið 1960 friðlýsti Náttúru- verndarráð Hveravelli. Sú frið- lýsing var siðan endurskoðuð og aukin árið 1975. Undanfarin fjögur ár hafa Ferðafélagið og Náttúruverndarráð haft sam- eiginlega gæzlu á svæðinu, en þar áður höfðu girðingarverðir sauðfjárveikivarna eftirlit sæluhússins með höndum fyrir Ferðafélagið. Umgengni ferðamanna er mjög misjöfn, en hefur þó batn- að verulega meö auknu eftirliti undanfarinna ára. Það er eink- um tvenns konar árátta fólks sem helzt ber á. önnur er sú aö kasta ýmsu lauslegu, svo sem steinum, spýtum og umbúðum i hverina, eflaust til þess að reyna að fá þá til að gjósa, svo og ásókn erlendra feröamanna aö brjóta kisilhrúður úr hvera- börmunum til þess að hafa með sér til minja. Bústaöur gæzlu- manns er þannig staðsettur að illt er að fylgjst þaðan með hverasvæöinu og gripa i taum- ana i tæka tið. Ferðafélag tslands hefur und- anfarin ár haft uppi ráðagerðir um byggingu nýs sæluhúss á Hveravöllum, og er það nú á teikniborðinu. Nýja húsið verður reist norðvestan við gamla húsið, og sést þaðan mun betur yfir hverasvæðið. Ætti gæzla þvi að verða auðveldari. Aðsókn undanfarin ár hefur verið mjög sveiflukennd, en á- stæðureru ekki augljósar. Þó er vist að veðurfar hefur mikil á- hrif, einkum á islenzka ferða- menn. Þá dró það mikið úr að- sókn sumarið 1976, að Sandá var lengi vel ófær jafnvel jeppum. Gróðurlendi er litið á Hvera- völlum og mjög viðkvæmt, bæði vegna bleytu og hæðar yfir sjávarmáli (600 m). Er þvi full þörf á að hlifa þvi svo sem framast er unnt. Ekki er gott tjaldsvæði á Hveravöllum, en ætlunin er að rækta upp stórt tjaldsvæði við nýja sæluhúsið. Vatnsból er ágætt og er renn- andi vatn i krana skammt utan dyra. A staðnum eru bæði sorp- grindur og brennsluofn. Tvö þurrsalerni eru við húsið, en gert er ráð fyrir vatnssalerni með handlaúgúm i nýja sælu- húsinu. Afgirt bilastæði er við sæluhúsið og bensinsala við hús Veöurstofúnnar. Þar sem skipulag er enn i höndum arkitekta er litiö hægt aö segja um væntanlegar fram- kvæmdir á Hveravöllum, en ætla verður aö i tillögum þeirra komi fram úrbætur á öllum helztu vandamálum staðarins, þar á meðal frágangi hitaveitu og flutningi húss Saúðfjárveiki- varna af hverasvæðinu. Siðan er i skýrslunni fjallaö um bæði ökuálóðir og göngu- slóðir i óbyggðum landsins. Meðal ökuslóðanna er til dæmis Kjalvegur, Fjallabaksvegur, nyöri og syöri, Arnarvatnsheiði. Þeistareykir, Fláajökull, Laka- gigar og Fimmvörðuháls. Með- al gönguleiðanna eru Emstru- leiö, Odáðahraun, Lónsöræfi og fleiri. Meö fylgja kort bæði af ökuleiöum og gönguleiöum, en hér verður aðeins fjallað um til- lögur um úrbætur varðandi öku- slóðir og gönguleiöir, sem eru i lokakafla skýrslunnar. 4. Eldgjá. Lagfæringar við enda ökuslóðar. 5. Lakagigar. Bilastæði og leið- beiningar um akstur. 6. Þeistareykir. Leiðbeiningar um umgengni og hreinsun svæðisins. 7. Kiðagilshnjúkur. Leggja slóð og gera bilastæði. 8. Sprengisandsleið. Leiðbein- ingarskilti og litið bilastæði við Kistuöldu og Þveröldu. 9. Hveragil i Kverkfjallarana. Leiðbeiningar og afmörkun endalegs bilastæðis. Ökuslóðir 1. Þjófadalir á Kili. Lagfæra slóð á Þröskuldi og Stélbratti. 2. Markarfljót, Lagfæra slóð á austurbakka. 3. Sandá. Brúargerð (4,5). 4. Fjallabaksvegur nyrðri. Lagfæra veg um Dómadals- háls og Klukkugilskvisl (4,7). 5. Norðan Hofsjökuls. Merkja varanlega slóð (4,6). 6. Hlööuvellir. Lagfæra slóð (4,9). 7. Sprengisandur. Lagfæra slóð við Skrokköldu (4,1). Gönguleiðir 1. Emstruleið. Ljúka fyrsta á- fanga með sæluhúsi viö Hrafntinnusker og göngubrú á Syðri Emstru. 2. Hornvik og Veiðileysufjörð- ur. Byggja skála, 3. Viðidalsleið, Lónsöræfi. Reisa litið skýli á Hraununum og fjölga vörðum suður Leið- artungur. 4. Kverkfjallaleiö. Reisa skála við Hveradal (áfangi á hring- leið á móti Sigurðarskála.) 5. Ódáöahraun. Reisa nokkra gönguskála. Þessar leiðir þarf allar að merkja inn á kort, t.d. atlasblöð i mælikvarða 1:100.000, en i vissum tilvikum á nákvæmari kort. Leiðarlýsingar þarf að gera og gefa út i svipuðú formi og árbækur ferðafélaganna, á- samt tilheyrandi sérkortum. Loks er lagt til að skráðar verði og kortlagðar allar gamlar leið- ir, þar sem umferöaréttur nýtur heföar. Þá þarf að fylgjast meö þvi að vörðum sé haldið við og koma i veg fyrir aö þessum leiö- um verði lokaö. a aðgerðir vegna átroðnings mannfólks og umgengnis- o o mengunar, sem er að verða alvarlegt vandamál á helztu ferða- mannastöðum á landi okkar Úrbótatillögurnar ná til alls þess er skýrslan fjallar um, og birtast þær hér i heild. Tillögur um úrbætur Hér á eftir verður gert yfirlit um þær framkvæmdir sem telja má brýnastar til stuðnings við útivist og ferðamál utan byggða. Verður reynt að halda sig við þau verkefni, sem eðli- legt má telja að leyst verði á 3. Umhverfi Tungnafellsjökuls. 4. Kverkfjöll og Krepputunga (stækkun friðlands i Hvanna- lindum). 5. Askja i Dyngjufjöllum. 6. Veiðivötn. 7. Eldgjá. 8. Kerlingarfjöll. Fjölsóttir feröamannastaðir 1. Nýidalur. Snyrtihús meö næstu þrem til fimm árum. Hér er aðeins um lauslegar ábend- ingar að ræða og þvi ekki reynt að gera grein fyrir þeim kostn- aði, sem þessum framkvæmd- um er samfara. Ljóst er þó, að fjármögnun mun falla i hlut sömu aðila og hingað til hafa komið mest við sögu, þ.e. yfir- valda ferðamáía, Náttúru- verndaráðs og almennra ferða- félaga. Friðlýsingar Með tilliti til útivistar er æski- legt að eftirtalin svæði verði friðlýst og þannig greitt fyrir aukinni vernd og betra skipu- lagi: 1. Friðland að Fjallabaki, sbr. tillögu Náttúruverndarráðs. 2. Þórsmörk, Goðaland og ná- grenni. vatnssalernum, þvottaskál- um og tilheyrandi vatnslögn. 2. Landmannalaugar. Gang- stigar og gróðurvernd við baðlaugar, ræktun tjaldsvæð- is og göngubrýr. 3. Hveravellir, Snyrtihús með vatnssalernum og þvottaskál- um i tengslum við byggingu nýs sæluhúss. 4. Þórsmörk. Snyrtihús ásamt aðsetri fyrir gæzlumann i Húsadal (siöar einnig i Bás- úm). Aðrir viðkomustaðir i óbyggðum 1. Eyvindarkofaver. Bilastæði og leiðbeiningar. 2. Gæsavötn. Gróðurvernd. 3. Askja, Bilastæði og leiðbein- ingar, lokafrágangur. Eystra-Horn I Lóni.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.