Tíminn - 24.04.1977, Page 31

Tíminn - 24.04.1977, Page 31
Sunnudagur 24. aprfl 1977 31 flokksstarfið Hafnarfjörður, Garðabær, Bessastaðahreppur Hörpukonur halda aðalfund að Lækjargötu 32 Hafnarfirði þriðju- daginn 26. april kl. 20.30. Stjórnin. Framsóknarfélag Húsavíkur Aðalfundur verður haldinn i Félagsheimili Húsavikur sunnu- daginn 24. april n.k. kl. 20:30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Bæjarmálefni 3. önnur mál. Stjórnin Mosfellingar Haukur Nielsson ræðir um hreppsmálin i veitingahúsinu Aning 1. mai kl. 20.00. Funearboðendur. Hafnarfjörður Skrifstofa Framsóknarfélaganna i Hafnarfirði Lækjargötu 32 er opin alla mánudaga kl. 18.00-19.00. A sama tima er viðtalstimi bæjarfulltrúa og nefndarmanna flokksins. Siminn er 51819. Akureyri Norðurlandskjördæmi eystra Skrifstófa Framsóknarflokksins að Hafnarstræti 90 verður op- sem hér segir: Mánudaga kl. 13.00-15.00. Þriðjudaga og miðvikudaga kl. 17.00-19.00. Fimmtudaga kl. 14.00-17.00. Föstudaga kl. 15.00-19.00. Laugardaga kl. 14.00-17.00. Simi skrifstofunnar er 21180. Kjördæmissambandið. FUF, Árnessýslu Fundur verður haldinn i Arnesi sunnudaginn 24. aprll kl. 21.00. Trúnaðarmenn eru sérstaklega hvattir til að mæta. Gestur Kristinsson erindrekiog Eirikur Tómasson ritari S.U.F. koma á fundinn. Allt ungt framsóknarfólk velkomið. F.U.F. SUF, Reykjavík Enginn hádegisverðarfundur á mánudag. Næsti fundur verður auglýstur á sama hátt og venjulega. S.U.F. |-^n Húsnæðismálastofnun a AUGLÝSIR Útboð Húsnæðismálastofnun rikisins efnir til út- boðs meðal islenskra húseiningaverk- smiðja, á framleiðslu allt að 30 ibúða i ein- býlis-, rab- eða parhúsum, viðs vegar um land. Útboðsgögn verða afhent hjá Tæknideild Húsnæðismálastofnunar rikisins Lauga- vegi77, Reykjavik, gegn 10 þús. kr. skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað kl. 11 f.h. mánudaginn 16. mai 1977. [-$3 Húsnæðisniálastofnun ó ríkisins Laugavegi 77 sími 28500 RÍKISSPÍTALARNIR iausar stöður LANDSPÍTALINN: SÉRFRÆÐINGUR óskast til starfa á svæfingar- og gjörgæzludeild spitalans frá 1. september n.k. Umsóknir er greini aldur, námsferil og fyrri störf ber að senda stjórnar- nefnd rikisspitalanna Eiriksgötu 5 fyrir 22. mai n.k. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir deildarinnar. FÓSTRA: Tvær fóstrur óskast til starfa á Bamaspitala Hringsins frá 1. júni n.k. Umsóknir, er greini aldur, námsferil og fyrri störf, ásamt meðmælum óskast sendar skrifstofu rikisspitalanna fyrir 20. mai n.k. Nánari upplýsingar veitir yfirhjúkrunarkonan. KLEPPSSPÍTALINN: HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRAR óskast nú þegar eða eftir samkomu- lagi til starfa á deild II og III. KENNSLUSTJÓRI óskast til starfa frá 1. júli n.k. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf ber að senda skrifstofu rikisspitalanna fyrir 1. júni n.k. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast nú þegar eða eftir samkomulagi á hinar ýmsu deildir svo og á nætur- vaktir. Vinna hluta úr fullu starfi kemur til greina. Upplýsingar um stöður þessar veitir hjúkrunarframkvæmdastjórinn, simi 38160. Reykjavik 22. april 1977. SKRIFSTOFA * RlKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5,SÍM111765 O Lifið er... bagar höfrungana ekki hið minnsta. Þeir fara allra sinna ferða og afla sér fæðu, þrátt fyrir sjónleysið. Þeir framleiða hljóð, láta þau skella á þvi sem i kring- um þá er, og siðan nema þeir hljóðbylgjurnar, þegar þær endurkastast til þeirra. Og slik er hárnákvæm skynjum þeirra, að þeir finna það á hljóðbylgjunni, hvort hún hefur skollið á steini, fiski eða einhverju öðru. Hafi bylgjan lent á fiski, finna þeir hversu langt hann var i burtu frá þeim, hvort hann var kyrr eða á hreyfingu og þá i hvaða átt hann hreyfðisÞ Og enn fremur segir hljóðbylgjan þeim hvort það var stór skepna eöa litil, sem fyrir henni varð. — Þessi ótrúlega næma skynjun höfrunga hefur margoft verið rannsökuð með ó- tal tilraunum, þar fer ekkert á milli mála. Eitt er enn I fari hvala, næsta undarlegt. Það er hversu djúpt þeir geta kafað, og hve mikinn þrysting þeir þola. Búrhvalurinn, sem er veiddur hér við land á sumrin, getur kafað niöur á tólf hundruð metra dýpi, með þvi að stinga sér beint niður, án þess að stanza. A þessu dypi er þrýsting- urinn þó svo gifurlegur, að maö- ur, sem væri þar, hlyti að klessast saman, eins og valtari hefði farið yfir hann. Hann myndi fletjast út eins og pönnukaka. En þetta gerir búrhvelinu ekkerttil. Það fer aft- ur upp á yfirborðið að köfun lok- inni, ánþessaö stanza, þráttfyrir hinn mikla þrýstingsmun, sem verður á leið þess. — Ef maður ætlaði að kafa niður á fjörutiu metra dýpi, (að ekki sé minnzt á tólf hundruð metra, sem væri ó- hugsandi), — ef hann ætlaði niður á fjörutiu metra dýpi, tæki það hann margar klukkustundir, vegna þess að hann þarf svo lang- an tima til þess að aðlaga sig hin- um mikla þrýstingsmun. En hvalurinn þarf ekki að stanza til þessaðhvila sig og smá-venja sig við breytinguna. Hann kafar nið- ur og kemur aftur upp á yfirborð- ið, og fer hvora leið á fáum min- útum. En hann þarf ekki að flýta sér svo mjög vegna öndunarinn- ar, þvi honum blöskrar ekki að halda niðri i sér andanum á ann- an klukkutima. Svo mjög hefur þetta fyrrverandi landdýr aðlag- azt hafinu. Undrun og lotning — En ekki eru hvalir einu dýr- in, sem þú hefur veitt nána at- hygli? — Nei, rétt er það. Ég minntist á fugla fyrr i þessu spjalli. Þeir eru, eins og ibúar hafsins, frá- bærlega vel sérhæfðir fyrir það hlutverk, sem þeim er ætlað hér á jörðinni. Hvers vegna hafa fugl- arnir fiður, en ekki hár, til þess að halda likamshita sinum jöfnum? Auðvitað af þvi að fiðriö er svo miklu léttara i sér en háriö. Það er ekki svo litið vandamál að halda skrokki sinum i lausu lofti, og knýja hann áfram þar að auki, —jafnvel þótt vængirnir séu ágæt hjálpartæki. Beinagrind fulganna erlika gerð meö þetta sjónarmiö i huga. Þeir eru „léttbyggðir”. Þarna lærði maöurinn af nátt- úrunni, eins og oft endranær. Menn byggja flugvélar úr létt- málmum, en skip og bila úr járni og stáli, sem er miklu þyngra. Enn eru til dýr, sem hvorki hafa hár né fiður. Það eru skrið- dýr, froskdýr og fiskar. Likams- hiti þeirra er ekki alltaf jafn, heldur fer hann eftir umhverfinu hverju sinni. Umhverfið stjórnar likamshita þeirra, og þannig hafa þau aðlagazt umhverfi sinu. Þorskur, sem er að synda hérna fyrir Suðurlandi, i um það bil átta stiga heitu umhverfi, — likams- hiti hans fer ekki mikið yfir átta stig. En ef hann tekurupp á þvi að færa sig i annað umhverfi, þar sem sjávarhitinn er annar, breyt- ist likamshiti hans sjálfkrafa i samræmi við það. Þvi minni munur sem er á likamshita dýra og hitanum i kringum þau, þeim mun minni næringu þurfa þau. (Flestir menn hafa tekið eftirþvi, að þeir verða lystarminni, þegar þeir eru i miklum hita). Af þessu leiðir, að fiskar þurfa til dæmis margfaltminni næringu en fuglar- til þess að halda likama sinum við, enda éta margir fiskar ekki neitt langtimum saman. Vegna lifnaðarhátta fugla, og þess erfið- is, sem flugið er, þurfa þeir ákaf- lega mikla orku. Þess vegna þurfa þeir að éta mikið, og efna- skiptin þurfa að vera mjög ör. Likamshiti þeirra er lika talsvert hærri en i flestum spendýrum, eða rúm fjörutiu stig að jafnaði. Niðurstaðan af þessu öllu hlýtur að verða sú, að ekki er hægt annað en að fyllast undrun og lotningu yfir sköpunarverkinu. Þarernákvæmninsvo ótrúleg, að maðurinn, með alla sina tækni, kemst ekki með tærnar þar sem nattúran hefur hælana. Og þvi lengra sem við skyggnumst inn i undraheima náttúrunnar, þeim mun augljósara er, hve litið við vitum. Gleymum ekki ábyrgð okkar — Á þeirri stundu, sem við er- um að taka þetta samtal upp, er að hefjast náttúruverndarvika l Norræna húsinu i Iteykjavik. Og þótt henni verði sjálfsagt lokið, þegar þetta blað kemur fyrir augu lesenda sinna, þá langar mig að við Ijúkum þessu samtali með þvi að spjalla um það sem þar er á dagskrá: náttúruvernd. — Já, náttúruvernd. Hvað er það? Satt að segja er erfitt að skilgreina hugtakið náttúruvernd i mjög stuttu máli, en vitur maður hefur sagt, að náttúruvernd sé það að hagnýta sér auðlindir jarðarinnará skynsamlegan hátt. En hvað eru auðlindir? Og hvað erskynsamleg nýting? Við getum byrjað á að segja, að auðlindir séu olia, kol og ýmiss konar nám- ur. Fallvötneruað sjálfsögðu lika auðlindir, gróin tún sömuleiðis. Þetta eru dýrmætar auðlindir, og fagrar að auki. Þegar talað er um gróin tún og ræktun, er kannskiekkiúr vegi að minnast litillega á framræslu mýrlendis hér á landi. Ég tel að hún hafi verið gegndarlaus og skipulagslitil, enda hlýtur hún að raska jafnvægi i náttúru lands okkar. Ég veit ekki, hvort menn gera sér fulla grein fyrir öllu sem gerist, þegar skurður er grafinn. Jarðvatnið lækkar, en um leið hverfa þær lifverur, sem voru orðnar aðlagaðar þessu ákveðna umhverfi; og þær koma aldrei aftur. Nú er svo komið, að lág- lendismýrar, eins og þær voru fyrir nokkrum áratugum, eru varla orðnar til á landinu. Það er aðeins á afmörkuðum svæðum, eins og til dæmis i Meðallandi, ölfusforum og á nokkrum öðrum stöðum, sem mýrlendi hefur fengið að vera i friði, einungis vegna þess,að landiö var svo flatt oglásvolágt, að framræsla mátti heita óframkvæmanleg. Sumum fuglategundum, eins og til dæmis keldusvini, hefur fækk- að mjög mikið hér á landi vegna framræslu mýrlendis, og mjög liklegt er að jaörakan og fleiri fuglategundir liði baga af sömu á- stæðum. Og gróðurinn, sem var i mýrunum, hverfursmám saman. — Ég tel, að nú þegar ætti að gera gangskör að þvi að taka frá mýr- ar i sem flestum byggðarlögum á landinu og geyma þær handa ó- bornum kynslóðum, til sýnis, svo að afkomendur okkar geti séö, hvernig mýrarnar á Islandi voru áöur fyrr. Við mennirnir megum ekki gleyma þeirri ábyrgð sem á okk- ur hvilir. Við erum aðeins ein af mörg hundruð þúsundum, já milljónum lifvera á jörðinni. Vegna sérstöðu okkar berum viö ábyrgð á hinum lifverunum og verðum að taka fullt tillit til þeirra. Ef við gerum þaö ekki, erum við að grafa okkar eigin gröf. —VS.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.