Tíminn - 04.05.1977, Blaðsíða 8
8
Miðvikudagur 4. mai 1977
Ræða Halldórs E. Signrðssonar í eldhúsdagsumræðunum
Kjarkur, bjartsýni og
trú á möguleikana
— duga þjóð-
inni til þess
að sigrast á
vandamál-
unum
Ég vil byrja mál mitt meB þvi
að vikja sérstaklega að efnahags-
legri stöðu landbúnaðarins og
fleiri þáttum er hann varöa.
Að sjálfsögðu hefur landbúnaö-
urinn, eins og aðrir atvinnuvegir
þjóðarinnar, orðiö fyrir áföllum á
siðustu tveim árum. Verðbólgan
hefur sagt til sin þar. Aburðar-
verð hefur nær þvi þrefaldazt á sl.
þremur árum, og miklar hækkan-
ir hafa einnig oröiö á öörum
rekstrarvörum og þjónustu.
Islenzkur landbúnaður mun
aldrei hafa haft betri afkomu
efnahagslega en á árunum 1972 og
1973, og jafnvel 1974. En eftir þvi
sem tölur segja bezt þar um,
hefur afkoma bændastéttarinnar
versnaö álika og annarra stétta
þjóðfélagsins á siöustu tveim ár-
um, þegar almennur samanburö-
ur er geröur. En auk hinna al-
mennu efnahagsáhrifa á kjör
fólks, mun gæta i kjörum bænda
áhrifa óþurrkanna sl. tvö sumur á
mestu framleiðslusvæðum land-
búnaðarins, á Suður- og Vestur-
landi. Þar er um að ræöa tjón, er
nemur hundruðum milljóna
króna F tapaðri framleiðslu og
auknum fóðurbætiskaupum.
Bjargráðasjóöi útvegað
aukið fé
Unnið hefur verið að þvi aö út-
vega fjármagn til þess aö veita
þessum bændum lán úr Bjarg-
ráðasjóði til fóðurbætiskaupa.
Þeim málum er nú svo komið, aö
segja má aö fjármagn hafi veriö
útvegað til sjóðsins til þessara út-
lána, og er stjórn Bjargráðasjóös
nú aö fjalla um hvort unnt sé að
taka þessi lán, sem að hluta eru
aöeins til skamms tima.
Ekki er hægt að halda þeim út-
lánakjörum á þessum lánum sem
Bjargráöasjóður hefur haft. Til
þess er lánsfé sjóðsins of dýrt og
lánstiminn of stuttur. Munu þessi
lán þó forða bændum á óþurrka-
svæöunum frá þvi aö biða enn
meira tjón i búrekstri sinum, en
bætir að sjálfsögðu ekki tjón
þeirra aö fullu, er fyrir þvi urðu,
þar sem lánsfé getur aldrei bætt
afurðatjón.
Sala landbúnaðarafurða
dregst saman
Nokkuð hefur borið á þvi á
þessum vetri, að dregið hafi úr
sölu á landbúnaöarafurðum á
innlendum markaði, sérstaklega
dilkakjöti og smjöri. Astæöan
fyrir þessu er m.a. sú, að niður-
greiðslurnar hafa haldizt óbreytt-
ar að krónutölu um nokkurt skeið
og lækka þvi I hlutfalli við verö-
lag. Jafnframt er kaupgeta fólks-
ins minni, en hvort tveggja hefur
oröiö til þess að draga úr kaupum
fólks á þessum afuröum. Þetta
mál er nú I athugun með úrbætur i
huga.
Dýrmætur gjaldeyrir
Lög hafa veriö sett um mat á ull
og gærum. 1 ullar og gæruiðnaði
er mestur vaxtarbroddur islenzks
iðnaðar. Það er hægt að gera sér
vonir um, að meö auknum gæðum
á gærum og ull sé hægt að auka
þau verðmæti, sem sauðkindin
skilar og jafnframt þurfi ekki I
sama mæli og áður að treysta á
kjötveröiö, svo þeim verðmætum
verði náö.
Ullar- og gæruframleiðslan er
nú oröin þýðingarmikill grund-
völlur atvinnuuppbyggingar og
gjaldeyrisöflunar fyrir þjóðarbú-
ið. Þvi má ekki gleyma, aö út-
flutningur landbúnaðarafurða
skapár þjóðinni dýrmætan gjald-
eyri, svo að andvirði gjaideyris af
útfluttum landbúnaðarafurðum á
sl. ári hefur skapað rikissjóði á
annan milijarð króna i beinar
tekjur umfram þær útflutnings-
bætur, sem rikissjóöur greiddi.
Auk þess má minna á gjaldeyris-
sparnað og að landbúnaöurinn
veitir atvinnu til annarra en
bænda.
Stofnlán tryggö
A siðast liðnum árum hefur
orðið veruleg aukning á fram-
kvæmdum i sveitum landsins, og i
vinnslustöðvum landbúnaðarins,
þrátt fyrir þá fjárhagserfiðleika,
sem bændur hafa átt viö aö striöa.
Nokkrir erfiðleikar hafa verið
hjá Stofnlánadeild landbúnaðar-
ins, aö geta sinnt eftirspurn á þvi
lánsfé, sem sótt hefur verið um,
en það tókst þó sæmilega á si. ári,
og á þessu ári geri ég ráð fyrir, að
það muni takast að fullu. Þeir
erfiöleikar eru skiljanlegir, þegar
haft er I huga, að verðgildi útlána
frá Stofnlánadeild landbúnaðar-
ins haföi nær þrefaldazt frá árinu
1970 fram til ársins 1975. Þá er
einnig frá þvi að segja, að staða
stofnlánadeildarinnar hefur ekki
batnað svo sem gert var ráð fyrir
meö lögunum frá 1973, þó sú laga-
setning hafi nær tvöfaldað fasta
tekjustofna deildarinnar.
Unnið er aö endurskoöun laga
um stofnlán i landbúnaöi með það
fyrir augum, að deildinni veröi
séö fyrir fjármagni svo hún geti
sinnt hlutverki sinu.
Rikisstjórnin mun halda áfram
aö skoða þetta mál og leggja sér-
staka áherzlu á lánamál til frum-
býlinganna.
Þar sem verið er aö vinna að
endurskoöun á lögum um aðra
stofnlánasjóði, þykir eölilegast að
framlagning breytinga á lögum
þeirra fylgist að, sem mun verða
á næsta hausti.
Unnið að f jölmörgum
málum
Samið hefur veriö frumvarp
um fóðurframleiðslu i landinu.
Stefnt er að aukinni innlendri
fóðuröflun með þvi aö gera hey-
verkun öruggari og byggja upp
grænfóðurverksmiðjur. Einníg er
unniö að undirbúningi fyrir
stækkun Aburðarverksmiöjunn-
ar.
Skipuð hefur verið nefnd til að
gera tillögur um nýtingu á slátur-
úrgangi, en þar eru talin fara for-
görðum allveruleg verömæti.
A sl. ári og þessu ári hafa orðið
miklar umræöur vegna fjárhags-
stöðu viðskiptafyrirtækja, eink-
um þeirra sem sláturleyfi hafa,
og möguleika á þvi, að bændur fái
sem mesta útborgun á afurðum
sinum viö innlegg, en i þvi dæmi
skipta rekstrar- og afurðalán til
landbúnaðarins miklu máli.
A aðalfundi Kaupfélags Borg-
firöinga 1977, kom fram i árs-
skýrslu kaupféiagsstjórans, fyrir
alþingi
árið 1976, að skuldir bænda við fé-
iagið jukust á sl. ári að krónutölu
um 1/2% umfram aukningu inn-
eigna. Á árinu 1975 jukust skuld-
irnar hins vegar um 42 1/2% um-
fram aukningu inneigna. Þarna
er um jákvæöa þróun að ræöa,
þar sem dregið hefur úr skulda-
söfnun i hlutfalli við aukningu á
inneignum um 42%. Stjórn félags-
ins hefur ákveöið, að við útborgun
uppgjörslána I mai nk. verði
greitt fullt haust-grundvallarverð
fyrir sauðfjárafurðirnar, það ber
að gera, til þess eru uppgjörslán-
in veitt.
Kröfur veröa menn
að gera til
sjálfra sin
Mér er það aö fullu ljóst, að
erfiðleikar eru i landbúnaöinum,
svo sem opinberar umræður þar
um hafa boriö með sér. Ég vil þó
benda á þetta dæmi frá Kaupfé-
iagi Borgfirðinga til áminningar
um, aö þeir sem gera miklar
kröfur til stjórnvalda um úrbæt-
ur, þurfa einnig að gera kröfur til
sjálfra sin um stjórn sinna fyrir-
tækja, ef sigrast skal á erfiðleik-
unum, eins og Kaupfélagi Borg-
firðinga hefur tekizt.
Þótt þeir málaflokkar, sem ég
hef nefnt hér aö framan, séu þýö-
ingarmiklir fyrir landbúnaðinn,
skiptir þó höfuðmáli hvernig tekst
til viö sölu afuröa innanlands og
utan. Þar eru óþrjótandi verkefni
framundan sem hingað til, en aö
þvi máli veröur að vinna af alhug
og dugnaði.
Miklar
hafnarframkvæmdir
Verulegar framkvæmdir hafa
veriö i hafnarmálum á siöustu ár-
um og eru ennþá, og stefnt er að
þvi að draga ekki úr þeim fram-
kvæmdahraða sem veriö hefur.
Um vegamálin er það að segja,
að vegasjóöur hefur oröið fyrir
verulegu áfalli, þar sem bensin-
skatturinn hefur ekki reynzt hon-
um svo drjúgur nú, svo sem áður
var, sökum þess aö dregið hefur
úr bensinsölu frá þvi sem áætlað
var. Auk þessa er þaö, að áður
var skatturinn 50% af verði hvers
bensinlitra, en er nú aðeins 25%.
Stafar þetta af þeim hækkunum,
sem orðið hafa á bensininu i inn-.
kaupum og fl. Reynt hefur verið
að bæta úr þessu með margvis-
legum hætti og hefur þaö tekizt
allsæmilega. Hins vegar vil ég
vekja athygli á þvi, að með vega-
áætlun þeirri sem samþykkt
hefur verið á Alþingi nú, var
mörkuð stefna um það, að vega-
viðhaldinu skyldi betur sinnt en
áður, en fyrir nýbyggingum var
ekki séð sem skyldi. Þess vegna
var við afgreiðslu vegaáætlunar-
innar gefin út sérstök yfirlýsing
af hálfu rikisstjórnarinnar um, að
úr yröi bætt á komandi hausti um
fjárveitingar til vegafram-
kvæmda.
Stórframkvæmdir eins og
Keflavikurvegurinn, hraðbrautin
austur og einnig vegurinn yfir
Skeiðarársand voru á sinum tima
skildar frá öðrum vegafram-
kvæmdum og fjármagnaöar sér-
staklega. Nauðsyn bæri til að
halda þessu áfram.
Markmið okkar á að vera það,
að á hverju ári sé unniö aö stóru
verkefni i vegagerö, sem sé fjár-
magnað sérstaklega.
Með þeim hætti er einnig hægt
aö sinna af verulegum krafti
hinni almennu vegagerö, svo sem
brýna nauðsyn ber til.
Flugmál og f jarskipti
Um flugmálin er þaö aö segja,
að úttekt hefur verið gerð á flug-
völlum og ástandi þeirra hér á
landi, og mun sú skýrsla, sem
fyrir liggur þar um, verða lögö til
grundvallar þeim fjárveitingum,
sem til flugvalla verða ætlaðar á
næstu árum, enda þótt mér sé
ljóst, að hraðinn verður minni en
þar er gert ráð fyrir.
I skipulagi og fjármálum Pósts
og landsimans hefur veriö gert á-
tak á siðustu árum, sem á eftir að
marka varanleg spor i starfi
stofnunarinnar i framtiðinni og
hraða framkvæmd hennar. Jafn-
framt er mörkuð stefna um að
jafna afnotagjöld um landið með
nýjum lögum um stofnunina.
Bygging jarðstöövar er einn
merkasti áfangi i fjarskipta-
tengslum þjóöarinnar og einn af
lokaþáttunum i sjálfstæðisbar-
áttu hennar. Yfirráð yfir fjar-
skiptum er stórt atriði fyrir ör-
yggi og sjálfstæði hverrar þjóðar.
Á slík stjórn að
segja af sér?
í ræðum stjórnarandstööunnar
hefur það komið fram sem fyrr,
aö rikisstjórnin ætti að segja af
sér, af þvi að hún ráði ekki við
málefni þjóöárinnar.
Ég spyr, á rikisstjórn að segja
af sér, sem hefur tekizt að koma
islenzkri fiskveiöilögsögu út I tvö
hundruð milur, i sátt við aðrar
þjóöir?
A rikisstjórnin, sem hefur gert
meira i dóms- og réttarfarsmál-
um en nokkur önnur rikisstjórn
um langt árabil, að segja af sér?
A rikisstjórnin, sem hefur kom-
iði veg fyrir atvinnuleysi, á sama
tima og fjöimennari og rikari
þjóðir i námunda við okkur búa
við verulegt atvinnuleysi, að
segja af sér?
A rikisstjórnin, sem hefur snúið
vörn i sókn i gjaldeyrismálum, að
segja af sér?
Rikisstjórninni hefur tekizt að
draga úr veröbólgunni, þótt hún
hefði aö visu óskað að ná þar
meiri árangri.
Rikisstjórnin hefur haldiö fast
við þróttmikla byggöastefnu, sem
nú þegar er farin að bera árang-
ur.
Rikisstjórninni hefur tekizt að
koma i veg fyrir, aö áföll þau,
sem landbúnaðurinn hefur orðið
fyrir, hafi orðið honum að tilfinn-
anlegu tjóni og rikisstjórnin hefur
stutt hann i aukinni uppbyggingu.
A rikisstjórnin að segja af sér,
af þvi að henni hefur tekizt þrátt
fyrir fjárhagserfiðleika, að halda
áfram verulegum framkvæmd-
um i samgöngu-, mennta- og heil-
brigðismálum?
Eins og vitaö er, er rikisstjórn-
in reiðubúin til að leggja sitt fram
til lausnar á kjaramálunum, og
mun þá sizt gleyma þeim, sem
lægst eru launaðir og verst settir.
Rikisstjórnin, sem hefur haldið
á málum, eins og þessi rikisstjórn
hefur gert, hefur enga ástæðu til
að segja af sér.
Henni er þó ljóst, aö margt er ó-
gert og mætti betur fara. Hún er
reiðubúin til að takast á við þann
vanda, en hún treystir jafnframt
þjóðinni, til að gera sér grein
fyrir, að einungis kjarkur, bjart-
sýni og trú á möguleika dugar
þjóðinni til að sigrast á vanda-
málunum.
Rikisstjórnin veit, að islenzka
þjóöin býr yfir þessum eiginleik-
um, og þess vegna mun hún
leggja sig fram um að duga þjóð
sinni til farsællar lausnar i mál-
efnum hennar.
Veiðar færagj ald afnumið
MÓ-Reykjavik. — Iönaðarráö-
herra mælti nýlega fyrir frum-
varpi til laga um iðnlánasjóö. Þar
er um tvær breytingar að ræða
frá gildandi lögum. Annars vegar
að sjóðnum sé heimilt aö taka
ótakmörkuö lán aö fengnu sam-
þykki rikisstjórnarinnar, ef ár-
legt ráðstöfunarfé sjóðsins nægir
ekki. 1 giidandi lögum er ákvæöi
um að lántaka megi ekki vera
meiri en 300 milljónir kr.
Hin breytingin er um, aö niður
falli ákvæði um aö lagt skuli 1%
gjald á tiltekin veiöarfæri við inn-
flutning. Tekjur af þessu gjaldi
námu á siöasta ári 10,9 millj. kr.
og leggja útgeröarmenn mikla á-
herzlu á að þetta gjald veröi fellt
niður. Einnig hefur Hampiöjan
h.f. ritað iönaðarráöuneytinu
bréf, þar sem mælt er meö þvl að
þetta veiðarfæragjald veröi fellt
niður.
Sjúkrahótal RauAa kroasina
aru á Akureyri
og i Reykjavik.
RAUOI KROSS ISLANOS
3^12523 [ C-íwijgJ
40 sidur
sunnu«xaga