Tíminn - 04.05.1977, Blaðsíða 13

Tíminn - 04.05.1977, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 4. mai 1977 13 sundraður eða samrsmdur Séra Guðmuncur Sveinsson skólameistari flytur þriðja og siðasta erindi sitt: For- sendur samræmds fram- haldsskóla. 20.00 Kvöldvaka a. Ein- söngur: Sigurður Skagfield syngur islensk lög Fritz Wiesshappel leikur á pianó. b. 1 slægjunni heima bórar- inn Þórarinsson fyrrum skólastjóri fjallar um sláttumenn áöur fyrri og bitsæld i ljáum. c. Skóhljóð Baldur Pálmason les visur og kvæöi eftir Sigurbjörn Stefánsson frá Geröum I Ós- landshliö. d. Sungiö og kveöiö Þáttur um þjóölög og alþýðutónlist i umsjá Njáls Sigurðssonar. e. Frá Hjálmari Guðmundssyni presti Rósa Gisladóttir frá Krossgeröi les ór þjóö- sagnasafni Sigfúsar Sigfús- sonar. f. Kórsöngur: Þjóö- leikhússkórinn syngur lög eftir Jón LaxdalSöngstjóri: Dr. Hallgrimur Helgason. 21.30 (Jtvarpssagan: ,,Jóm- frú Þórdis” eftir Jón Björnsson Herdis Þorvalds- dóttir leikkona les (14). 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir Kvöld- sagan: „Vor I verum” eftir Jón Rafnsson Stefán Og- mundsson les (4). 22.40 Djassþátturi umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.25 Fréttir. Dagksrárlok sjónvarp Miðvikudagur 4. mai 18.00 Bangsinn Paddington Breskur myndaflokkur. Þýöandi Stefán Jökulsson. Sögumaöur Þórhallur Sigurösson. 18.10 Gluggar Breskur fræöslumyndaflokkur fyrir börn og unglinga. 1. Flug- móöurskip. 2. Silungsveiöar i sundlaug. 3. Flokkun bögglapósts. 4. Sólarorka nýtt til vatnsöflunar. Þýö- andi og þulur Jón O. Edwald. 18.35 Rokkveita rlkisins Hljómsveitin Arblik Stjórn upptöku Egill Eövarösson Hlé 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Vaka Þáttur um bók- menntir og listir á liöandi stund. Stjórn upptöku And- rés Indriöason. 21.15 Tálmynd fyrir tieyring (L) Breskur framhalds- myndaflokkur, byggöur á sögu eftir F. Tennyson Jesse. 2. þáttur. Sagan ger- ist á þriöja tug aldarinnar, Júlla, sem er einkabarn, hefur lokiö skólagöngu og fær vinnu I tiskuverslun. Faöir hennar deyr og móöurbróöir hennar flytur til þeirra mæögnanna ásamt fjölskyldu sinni. Júlia er einmana og giftist gömlum fjölskylduvini, Herbert Starling, sem er 20 árum eldri en hún. Aöal- hlutverk Francesca Annis, Bernard Hepton og John Duttine. Þýöandi Dóra Haf- steinsdóttir. 22.05 Stjórnmálin frá strfðs- lokum Franskur frétta- og fræöslumyndaflokkur. 7. þáttur. Franskt AlsIr.AlsIr- strlöiö hófst áriö 1956. Fjall- aö er um stuöning araba- rikjanna viö þjóöfrelsisfylk- inguna I Alslr og Súezmáliö. De Gaulle kemst til valda I Frakklandi. Lýst er tilraun andstæöinga hans og nokk- urra herforingja til valda- ráns i Alsir 1960 og frá sam- komulaginu sem náöist aö lokum. Þýöandi og þulur' Siguröur Pálsson. 23.05 Dagskráriok framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan Frú Harris fer til Parísar © eftir Paul Gallico 4. kafli Sumarkvöld eitt hringdi frú Harris dyrabjöllunni hjá frú Butterfield og var ekki lítið æst. Eplakinn- arnar voru rauðari en ella og litlu augun Ijómuðu. Hún var haldin einhverju sem hún réði ekki við, „tilf inningu" kallaði hún það. Tilfinning þessi bauð henni að fara á hundaveðhlaup í White City, og nú kom hún til að fá f rú Butterf ield með sér. — Ætlarðu að freista gæfunnar, vina min? spurði frú Butterfield. — Já, ég hef ekkert á móti því að fara út i kvöld, svona til tilbreytingar. Hvernig gengur með sparnaðinn? — Frú Harris var hás af æsingi þeim, sem hafði gripið hana. Ég er búin að öngla saman tvö hundruð og fimmtíu pundum. Ef ég gæti tvöfaldað það, fengi ég kjólinn í næstu viku. — Tvöfaldað þau eða tapað þeim, sagði frú Butt- erf ield, sem var fædd svartsýnismanneskja og naut þess að virða fyrir sér skuggahliðar lífsins. — Ég hef það á tilfinningunni, hvíslaði frú Harr- is. — Við skulum koma okkar af stað, ég býð. En í augum frú Harris var þetta meira en tilf inn- ing — það var boðskapur af himnum. Hún hafði vaknað þennan morgun með þá tilf inningu, að vik- an færði henni eitthvað gott og að guð liti til hennar með vingjarnleika og greiðvikni. Frú Harris hafði fundið guð sinn í sunnudaga- skólanum á unga aldri, og í vitund hennar hafði guðdómurinn jafnan verið vera, sem hafði til að bera alla eiginleika lögreglu, dómara, jólasveins, barnfóstru og duttlungafulls húsbónda, og alltaf hefði gætur á málum frú Harris. Hún gat jafnan getið sér til um, í hvaða hlutverki almættið var í það og það skiptið, eftir því hvað henti hana. Hún tók þegjandi við refsingu himnanna, þegar hún hafði verið óþæg, rétt eins og um dómsúrskurð væri að ræða. Á svipaðan hátt ætlaðist hún til hróss, þegar hún hafði gert eitthvað gott. Þegar hún va í nauðum, bað hún um h jálp og ætlaðist til aðstoðar. Þegar henni gekk allt í haginn, var hún jafnan reiðubúinn að deila öllu með góðum guði. Jehóva var einkavinur og verndari, en samt var hún svolít- ið hrædd við hann, eins og roskinn mann, sem stundum fékk reiðiköst án sýnilegrar ástæðu. AAorguninn góða, sem hún vaknaði með tilfinn- inguna um að. eitthvað dásamlegt myndi henda hana, var hún sannfærð um að það gæti aðeins stað- ið í sambandi við þrá hennar eftir kjólnum og að hún færðist nær takmarkinu við það tækifæri. Allan daginn, meðan hún var að vinna, hafði hún gætt þess að taka vel eftir öllu, svo hún gæti strax gert sér grein fyrir, í hvaða'formi heppnin kæmi til hennar. Þegar hún opnaði íbúð ungfrú Pamelu Primrose til að koma lagi á óreiðuna, sem þessi framagjarna leikkona skildi jaf nan eftir sig, lá ein- tak af Evening Standard á gólf inu, og þegar hún leit á það, sá hún að um kvöldið átti að vera hundaveð- hlaup í White City. Þarna var það! Boðskapurinn hafði verið sendur og móttekinn. Síðan var ekki annað að gera, en finna rétta hundinn, réttu upp- hæðina, hirða vinninginn og fara til Parísar. Hvorki frú Harris né frú Butterfield voru ókunn- ar í Paradís þeirri, sem nefnd er White City, en þetta kvöld var umhverfið, sem venjulega hefði hrifið þær— hlaupabrautin, upplýst með raflömp- um, hávaðinn i rafmagnshéranum og hundahópur- inn á hælum honum — aðeins leið að markinu. Frú Butterfield var nú einnig gripin spilafíkninni og rölti fúslega á hæla frú Harris frá brautinni, að pallinum og aftur til baka. Þær gáf u sér ekki einu sinni tima til að fá sér tebolla og pylsu i veitinga- húsinu, svo ákafar voru þær eftir að byrja. Þær grandskoðuðu leikskrána til að kynna sér málin, athuguðu hundana vandlega, löng, mögur dýr, hlustuðu á athugasemdir, sem gætu frætt þær, og það var það síðastnefnda, sem bar að lokum árangur — árangur, sem var svo greinileg bending, aðþaðgatekki leikið nokkur vafi á mikilvægi henn- ar. Þær stóðu í þvögunni við skotið, þar sem þátttak- endur i f jórða hlaupi voru sýndir, þegar frú Harris heyrði á tal tveggja sportklæddra herramanna, sem stóðu rétt hjá þeim. Annar þeirra stóð og boraði í eyrað á sér með litlafingri, meðan hann skoðaði leikskrána. — Haute Couture — það er hann! Hinn herramaðurinn, sem var önnum kafinn við að bora í nefið á sér, renndi augunum yfir hunda- hópinn og sagði: — Númer sex. Hvern fjandann þýðir Haute Couture? Sá fyrri var fróður. — Þetta er frönsk tík, sagði hann og leit niður i leikskrána aftur. — Eigandi AAarcel Duval. Ég veit það ekki - er það ekki eitt- hvað í sambandi við saumaskap á tízkukjólum. Frú Harris og frú Butterfield fundu til fiðrings niður bakið, þegar þær sneru sér hvor að annarri. Hér var enginn vafi. Þær störðu niður i leikskrána og það reyndist rétt, hundurinn hét Haute Couture, og þarna var skýrt frá nokkrum hlaupum, sem hann hafði sigrað i. Átöf lunni mátti sjá, að veðmál- in stóðu fimm gegn einum. — Komdu! hrópaði frú Harris og þaut að skúr, þar sem veðmálin voru skráð. Eins og lítill tundur- spillir, sem fylgir geysilegu flugmóðurskipi, sem hét frú Butterfield, klauf hún þvöguna og kom sér lafmóð i biðröðinni. — Hvað ætlarðu að leggja undir? Fimm pund? spurði frú Butterfield með andköfum. — Fimm pund! endurtók frú Harris. — Eftir slíka bendingu? Nei, fimmtíu! Frú Butterfield virtist helzt ætla að hniga niður. Fölvinn breiddist úr frá höku til höku, unz allar þrjár voru nábleikar. Hún skalf af æsingi. — Fimmtíu pund! hvíslaði hún eins og hún væri hrædd um að einhver hlustaði á þessa vitleysi. — Fimmtíu pund! — Fimmtiu pund! — AAeð f imm á móti einum, yrðu það tvö hundruð og fimmtíu pund, tilkynnti frú Harris rólega. Svartsýni frú Butterfield gerði vart við sig á ný. — En ef hann tapar? — Hann getur það ekki, sagði f rú Harris ákveðin. — Hvernig ætti hann að geta það? Nú voru þær komnar að gatinu á skúrnum. Augu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.