Tíminn - 04.05.1977, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.05.1977, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 4. mai 1977 9 t’tgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Auglýs- ingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, slmar 18300 — 18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — augiýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 70.00. Askriftar- gjald kr. 1.300.00 á mánuði. Blaðaprenth.f. Hvað vilja þeir spara? Eitt af málgögnum Sjálfstæðisflokksins, Visir, gagnrýnir mjög þau ummæli Ólafs Jóhannessonar dómsmálaráðherra i eldhúsdagsumræðunum, að hægara sé að tala um lækkun rikisútgjalda en að framkvæma hana. Ummæli ráðherrans, sem Visir er að vitna til, voru á þessa leið: ,,Sú gagnrýni gerist æ háværari, að draga beri úr útgjöldum rikis og sveitarfélaga. Slik gagnrýni getur kitlað eyru manna. En hún er yfirborðs- kennd og brýtur ekki þessi mál til mergjar. Mikill meiri hluti af útgjöldum hins opinbera rennur til heilbrigðis- og tryggingamála, félagsmála, menntamálaog samgöngumála. Nú spyr ég: Vilja þeir, sem á mál mitt hlýða draga úr útgjöldum til þessara málaflokka? Ætli flestum sé ekki þannig farið, að telja fremur nokkuð skorta á i þessum efnum? A.m.k. hef ég hitt fáa fyrir, sem treysta sér til þess að skera niður útgjaldaliði er nokkru nemi. Og vist er að stjórnarandstæðingar eru ekki i þeim hópi. Úr þeim herbúðum heyrist sjaldnast annað en kröfur á kröfur ofan um aukningu rikis- útgjalda i einni eða annarri mynd. Þeir, sem hafa uppi herópið „Báknið burt” þurfa lika að gera hreint fyrir sinum dyrum. Þeir verða að segja skýrt og skilmerkilega, hvað þeir vilja spara, hverja hlekki rikiskerfisins þeir vilja nema burt. Slagorð, þótt vel hljómi, leysa engan vanda”. Það gildir um skrif Visis eins og margra fleiri, sem ræða þessi mál, að krafizt er samdráttar á rikiskerfinu, en hins vegar forðast að benda á ein- hverjar leiðir til að draga úr þvi. Staðreyndin er lika sú, að rikiskerfið hefur vaxið hvað mest sið- ustu tvo áratugina undir handleiðslu þeirra ráðu- neyta, sem Sjálfstæðismenn hafa stjórnað. Og hvergi er báknið hrikalegra en þar, sem Sjálf- stæðismenn hafa frá upphafi ráðið einir, sbr. Reykjavikurborg. Verklegar framkvæmdir? I áðurnefndri ræðu sinni, vék ólafur Jóhannes- son að verklegum framkvæmdum hins opinbera og sagði m.a.: „Ég get fallizt á það, að rekstrarútgjöld séu e.t.v. of hátt hlutfall af heildarútgjöldum rikisins. Að þvi ber vitaskuldað stefna að draga úr þeim út- gjöldum, eftir þvi sem kostur er. 1 verklegum framkvæmdum verður hið opinbera að sjálfsögðu að sniða sér stakk eftir vexti. En framkvæmdum verður að halda uppi, svo sem frekast er unnt. Verklegar franúcvæmdir þjóna, að minum dómi, margvislegum tilgangi. 1 fyrsta lagi eru þær snar þáttur i byggðastefnu, þar sem þær leggja i mörg- um tilvikum undirstöðu undir atvinnuuppbygg- ingu, sem aftur er forsenda þess, að hægt sé að auka þjóðarframleiðsluna. En með þvi móti einu, að auka framleiðsluna, getum við Islendingar bætt raunveruleg lifskjör okkar. í öðru lagi tryggja þessar framkvæmdir landsmönnum öllum þá fé- lagslegu þjónustu, er við teljum nú sjálfsagða og hlýtur að fylgja i kjölfar þeirrar miklu atvinnu- uppbyggingar, sem átt hefur sér stað um land allt ,á siðustu árum. Og siðast en ekki sizt tryggja verklegar framkvæmdir það óft, að afstýrt sé tima bundnu atvinnuleysi ’ ’. Núverandi rikisstjórn hælir sér réttilega af þvi, að hafa afstýrt atvinnuleysi, en það hefur ekki sizt verið að þakka verklegum framkvæmdum hins opinbera. Þ.Þ. Joseph C. Harsch: Vestur-Evrópa lætur meira til sín taka Bandaríkin afskiptaminni en áður Giscard bendir á Zaire 1 næstu viku mun haldin I London fundur æðstu manna helztu vestrænu iðn- aöarrikjanna. Þvl er spáð, að sá fundur muni engan veginn vera friðsamlegur, þvi að Helmut Schmidt, kanslari Vestur-Þýzka- lands, hyggst gagnrýna stefnu Carters Bandarfkja- forseta á ýmsum sviöum. Þannig virðist þvi komið, að Vestur-Evrópa teiji sig hafa rétt svo við eftir siðari heimsstyrjöldina, að hún sé ekki jafnháð Bandarikjun- um og hún var um skeiö og þvl geti hún sýnt meira sjálfstæði á ýmsum sviðum en hún gerði um skeiö. Rlki Vestur-Evrópu hafa þvi tek- ið frumkvæöi i ýmsum al- þjóðamálum, sem þau ætl- uöu Bandarikjunum einum áöur. Þetta er oft ekki eins illa séð af Bandarlkjunum og ætla mætti I fyrstu. Bandarikjamenn hafa lært af Vietnam-styrjöldinni að þau ætluöu sér stærra hlut- verk en þau gátu vel sæmi- tega risið undir, þrátt fyrir allan auö sinn, og þvi geta þeir nú sætt sig við frum- kvæði Vestur-Evrópurlkja, sem þeir ætluðu sér einum áður. i eftirfarandi grein nefnir Joseph C. Harsch, hinn kunni bandariski fréttaskýrandi, nokkur dæmi um þetta: FYRIR skemmstu stóðu Frakkland, Belgia, Marokkó og Egyptaland I stórræðum við að bjarga stjórn Móbútós I Zaire, en Bandarikin höfðu sig lltt I frammi. Þetta er aö nokkru einkenn- andi fyrir gang mála slöan Vfetnam-strlðinu lauk. Stjórn- in I Washington hefur tak- markaðan áhuga á, að Banda- rikin blandi sér um of I mál- efni erlendra þjóða eftir þá reynslu, sem strlðið var. En einnig er þetta merki þess, að Vestur-Evrópurikin vilji nú sinna eigin hagsmunum, 1 stað þess að sitja hjá og láta Bandarlkjamenn axla byrð- arnar. Björguriaraðgerðirnar I Zaire eru ekki sprottnar af al- mennri samstöðu allra Vest- ur-Evrópurlkjanna, Frakkar styrktu Móbútó af eigin hvöt- um, bæði vegna þess að þeir eiga verzlunarhagsmuna að gæta I Miö-Afrlku og vegna þess að Zaire er frönskumæl- andi, og Frakkar vildu gjarn- an fá það I hóp viöskiptalanda sinna I Afríku. Aðrar þjóðir Vestur-Evrópu sýndu litla hrifningu vegna tiltækis Frakka. Almennt séð er þó dæmið um Zaire merki þess að helztu rlki Vestur-Evrópu séu nú fús til aö bera ábyrgð á eigin mál- efnum. 79 AF HUNDRAÐI heildarút- flutnings Zaire fer til Vest- ur-Evrópu (48% til Belglu og Lúxemburg, 13% til ttaliu, 7% til Frakklands). 62 af hundraði innflutnings Zaire er frá Vest- ur-Evrópu, (20% frá Belglu og Lúxemburg, 13% frá Itallu, 18% frá Frakklandi, V-Þýzka- landi og Bretlandi). Við- skiptaaðilar Zaire I Vest- ur-Evrópu eiga mikið undir stjórnmálaástandinu þar I landi. Bandaríkin leggja til 17% af heildarinnflutningi Zaire, en flytja einungis inn 6% af heildarútflutningnum. Þannig eru verzlunarhags- munir þeirra ekki mikilvægir, þótt nokkrir séu. Enn er þó með öllu óvist, hvort vopn frá Belgiu, liðs- sveitir frá Marokkó, loftbrú frá Frakklandi með „hernað- arráðgjafa”, og almennur stuöningur Bandaríkjanna, megnar að tryggja stjórn Móbútós yfirráð yfir kopar- námunum I hinu umsetna Shabahéraði. Móbútó hershöfðingi hefur variö meiri tlma og kröfum til að fegra höfuðborg slna I Kinshasa, heldur en til að koma upp her, sem geti varið koparnámurnar I Shaba. En nú ríöur honum meira á vel- þjálfuðum hermönnum en breiðgötum fyrir skrúðgöngur sínar og skrautsýningar. Engu aö síöur er furöulegt að fylgjast meö þvi, hve margar þjóðir eru fúsar til aö hjálpa Múbútó. Stjórnin I Washington hefði þegar veitt meiri hjálp, ef utanrikisráðu- neytiö hefði haft frjálsar hendur. Stjórnmálajafnvægi I Mið-Afrlku telst mjög mikil- vægt. Ef liðssveitir frá Ang- óla, þjálfaðar á Kúbu, ynnu annan skyndisigur, mundi það reynast alvarlegt hagsmunum Vesturveldanna, og Castro gæti bætt enn einni afrlskri skrautfjöður I hatt sinn. Stiórnin I Washington vill aö Móbútó haldi velli og landa- mæri Zaire haldist óbreytt. Ekki er óliklegt aö svo fari, og þá fyrst og fremst vegna að- stoðar Marokkóhers, sem dómbærir aðilar telja mjög hæfan. Á MEÐAN Frakkar voru önn- um kafnir I Zaire flaug David Owen, utanrikisráðherra Breta, til S-Afrlku. Ferð hans var enn ein tilraun V-Evrópu til þess aö koma á jafnvægi I Afrlku. Þaö sem fyrst liggur fyrir er að telja stjórnir S-Af- ríku og Rhodeslu á að stiga nauðsynleg skref til undirbún- ings valdatöku svertingja, en þá þróun telja bæði Banda- rlkjamenn og Bretar óhjá- kvæmilega, ef friður á að haldast I sunnanverðri Afrlku. Sendiför Owens verður að llkindum árangursminni en baráttan um Zaire. En hún sýnir ótvirætt aö V-Evrópu- þjóðirnar vilja nú taka að sér forystuhlutverkið I málefnum Afrlku, sem vissulega skipta Evrópubúa’ meira máli en Bandarlkjamenn. En það sem hér er um að ræöa fyrst og fremst er breytt afstaöa þjóðanna til hlutverks Bandarikjamanna I alþjóða- málum. Þar til Vietnamstrlö- inu lauk voru Bandaríkja- menn ætlö fúsir til að taka að sér forystuna, meðan banda- menn þeirra höföust ekki að. Jafnvel eftir aö Víetnamstríð- inu lauk hélt Kissinger áfram að vera e.k. töfralæknir, sem hvarvetna var tilbúinn að leysa öll heimsins vandamál með samninga-elexir sinum. Cyrus Vance, eftirmaður Kissingers i utanrlkisráðu- neytinu, telur hiutverk sitt ekki vera hlutverk töfralækn- is, og flestir eru sömu skoöun- ar. U tanrikism álas tef na Bandarlkjanna er öll aö veröa manneskjulegri á ný. (H.Þ. þýddi) Ian Smith og David Owen

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.