Tíminn - 04.05.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 04.05.1977, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 4. mai 1977 15 lesendur segja Þáttaskil í musteri íslenzkrar tungu Koma Howhannes hins brezka hingað til lands, og umtal um hann, virðistætla að kitla lyriskar taugar, þar sem þær eru fyrir hendi. Fyrirskömmu birtist hér í blaðinu ljóð, sem nefndist Fyr- irspurn til þjóðleikhússtjóra, og nú hefur einhver annar ágætur lesandi blaðsins stungið niður penna og sent okkur þetta kvæði, sem við birtum hér, svo að menn sjái, að enn verður til snjalí kveðskapur um það sem er að gerast i landinu frá degi til dags. Þáttaskil í musteri islenzkrar tungu Hér var dimmt, hér var döpur hver sál og drukkin i botn sérhver skál, enginn litur á rósum, enginn leikur i drósum. Og listin var aflvana rjál. Nú er Hovhannes kominn á kreik, Orða- far með mið- alda- svip sá kappi i armenskum leik og rúmenskum lika. Nú logar hver pika eins og ljós á þeim blessaða kveik! Leikhúsgestur Hvað er til ráða? Aö gefnu tilefni sezt ég niður að rita þessar llnur. Hvernig er ástandiö aö verða i áfengis- og ffkniefnamálum hér á landi? Það virðist vera afar auðvelt fyrir börn og unglinga að kom- ast yfir þessi eiturefni viðsveg- ar um landið þó sérstaklega i Reykjavlk. Er ekki eitthvað sem nefnist löggæzla, sem á aö halda uppi lögum og reglu I landinu? Ég er búin að skreppa til Reykjavikur núna tvisvar með stuttu millibili, nánar tiltekið I febrúar og marz. Austurstræti hefur þá verið umsetið fyllibytt- um eöa allavega einkenilegu fólki á ýmsum aldri, sem átt hefur erfitt með að halda höföi af einhverjum orsökum. Eru borgarbúar orönir svona vanir þessu og loka bara augunum fyrir þessu alvarlega ástandi, eöa er ég bara svona sérstak- lega tiltektarsöm og viökvæm fyrir þessum málum? Austur- stræti var á sinum tima breytt heilmikiö, lokað og notaö sem göngugata. Mér finnst það ekki hafa breytzt til batnaöar viö þessa breytingu, sem hefur kostað borgarbúa offjár. Hefði ekki verið betra að nota þessa peninga til aö byggja yfir þessar ráfuvillandi sálir, sem margar hverjar viröast hvergi eiga heima? Drykkjuskapur er sjúk- dómur af verra tagi, sem við verðum aöhorfast í augu viö, og það þyrfti svo sannarlega aö gera eitthvað róttækt I þessum málum áöur en þaö veröur um seinan. Þaö virðist æöi margt afar rotið hér á landi. Ég get nefnt eitt lltiö dæmi af mörgum I kerf- inu. Ég þurfti aö leita til félags- ráðgjafa út af persónu sem ég nefni X. Þessi persóna átti ekk- ert heimili. (Þetta var I febrú- ar). Þaö var að mörgu leyti gott aö tala við félagsráðgjafa. Félagsráðgjafi gat útvegaö X heimili i einn mánuð, eða aö X mátti ráða dvölinni eftir þann tima, þar sem X náöi þá lög- aldri. En það sem X var oröin afar illa farin, þá geröi hún sér engan veginn grein fyrir þeirri þörf að vera þarna áfram og valdi frelsið. Slðan hefur X ver- ið á flækingi og leitaöi ég i>vl aftur til félagsráðgjafa I marz. Félagsráðgjafi vlsaöi mér þá á yfirlækninn á Kleppsspitalanum og sagði einnig að þaö yrði bara að loka X undir lás og slá. En við vitum það vel, að þaö leysir engan vanda að læsa sjúkt fólk inni, svo að mér fannst þetta ekki vera jákvætt. Ég lét tilleiö- ast og hringdi I yfirlækninn á Kleppsspitalanum, sem var hinn elskulegasti I tali ekki slð- ur en félagsráðgjafinn, en eftir okkar samtal visaði hann að lokum á Baldur Möller I dóms- málaráðuneytinu. Sem sagt, mér var vísaö á þriðja aöilann. Ég gafst alveg upp á simhring- ingum að sinni, þvl aö ég sá aö lltið var á þeim að græöa. Mér var bara vísaö úr einum staön- um I annan. Ég vona bara aö þeir sem lesa þessar llnur vakni af vondum draumi og láti til skarar skríöa og taki nú til óspilltra málanna aö vinna aö þessum vandamál- um, þ.e.a.s. þessir aðilar sem landi okkar stjórna. Við, sem megum okkar minna, getum þvi miöur svo litiö beitt okkur fyrir þessum málefnum. Nú standa yfir kjarasamning- ar. t eyrum glymja orö eins og vinnuveitendur og launþegar. Hvers konar miðaldamálfar er þetta? Hverjir veita og hverjir þiggja? Þeir, sem verkstöðvar reka, ættu að skammast sin fyrir það heimskulega yfirlæti, órökrétt og sótt i gamlan og úreltan hugsunarhátt, að þykjast vera veitandi um fram annað fólk I landinu, og verkalýður má drúpa höfði i blygðun fyrir að taka undir þetta, beint og óbeint. Hann þiggur ekkert öðru fólki fremur. Alveg mætti snúa þessu við og segja, að hinir svonefndu vinnu- veitendur þiggi starfsorku ann- ars fólks, þiggi aflafé þeirra, þegar þeir sækja lán i bankana, og þar fram eftir götunum. A sama hátt má segja, að launa- menn leggi til vinnu sina, veiti hana öðrum mönnum eða aðil- um. Þannig getur ýmislegt orð- ið upp á teningnum, ef farið er i saumana á þvi, hver veitir og hver þiggur. Sú málvenja, sem tiðkazt hef- ur, ætti að hverfa. Hún er frá liðinni tið, hún er órökvis og hún er móðgandi. Vinnumaður. Ef ég gæti nokkru ráðið, vildi ég láta loka Áfengisverzlun rlkisins. Afengisböliö er að veröa óbærilegt að minu mati. Þaö er til fyrirmyndar hvað börn hafa unnið mikið á móti reykingum á þessu ári. Ég vona aö þau eigi einnig eftir aö vinna á móti áfenginu. Allmargir ung- lingar, sem eru að vaxa upp núna, viröast vera miklu viti- bornari en fullqröna fólkiö. Þaö er þvl min heitasta ósk aö full- orðna fólkið taki sig á og veröi uppvaxandi kynslóð til fyrir- myndar og hætti áfengis- og tó- baksnotkun, og biö ég góöan Guö að leggja blessun slna vfir land og þjóð. H.Kr.Jak. Viö getum afgreitt bílana STRAX á mjög hagstæðu verði og með ábyrgð' upp í 20.000 km akstur Nýtt súnanúmer: 27766 Afgr.timi Mámid.- Fóstud. 915-12, 13-16 og 17-1830 SPARISJÓÐUR Reykjavikur& nágrennis Skólavörðustíg 11

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.