Tíminn - 13.05.1977, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.05.1977, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 13. mal 1977 TH-40 S OG TH-3 D heytætlur Prófaðar af Bútæknideild og þaulreyndar af hundruðum bænda um land allt á undanförnum órum. heytætlurnar hafa reynzt afkastamikiar, velvirkar og þurfa lítið viðhald — en þetta eru þau atriði, sem skipta meginmdli — þegar velja skal góða heyvinnuvél. Stjórn Samtaka sveitarfélaga: Mótmælir samaðild að rekstri framhaldsskóla gébé Reykjavik. — í frumvarpi til laga um framhaldsskóla, sem lagt var fyrir Alþingi skömmu fyrir þingslit, kemur fram sú stefna, aö lögákveðin verði samaðild rikis og sveitar- félaga að byggingu og rekstri allra framhaldsskóla I landinu að háskóiastigi. Frumvarpið var samið án nokkurs samráðs við samtök sveitarfélaganna. Stjórn Sambands isl. sveitarfé- laga telur að þessi stefna, að sveitarféiög verði skylduð til þátttöku i kostnaði við fram- haldsskólakerf ið, samræmist ekki stefnu sambandsins um verkaskiptingu rikis og sveitar- félaga. Þau telja það á allan hátt mun eðlilegra, að fram- haldskólakerfiö verði alger- lega kostaö af rikissjóöi. A stjórnarfundi Sambands isl. sveitarfélaga nýlega, var fyrr- nefnd áiyktun gerð um mál þetta og skoðun sinni til stuðn- ings bendir stjórnin á eftirfar- andi: Við uppbyggingu framhatds- skólakerfisins má ná mikilli að- stöðujöfnun milli byggðarlaga, en slika aðstöðujöfnun telur stjórnin verkefni rikisvaldsins. Ljóst er, að framhaldsskólarnir munu veita misjafnlega viðtæka þjónustu vegna mismunandi staðhátta og ibúafjölda, svo og að i ýmsum tilvikum verður að ræða fáar námsbrautir i öllu landinu eða jafnvel aðeins eina. Einnigaf þessari ástæðu er eöli- legt, að rikið haf i þessi mál með höndum. öll meðferð þessara mála hlýtur að verða auðveldari og hagkvæmari i höndum eins aðila en i höndum 224 sveitarfé- laga, sem hafa mjög lausleg stjórnsýslutengslsin i milli, þótt i sama landshluta séu. Stjórnsýsluhættir frumvarps- ins, að þvi er tekur til aðildar sveitarfélaga i þessu máli, virð- ast ýmsir óljósir og tæpiega raun'hæfir, og gefa til kynna mjög takmarkaðan ihlutun- arrétt sveitarfélaganna urrf málefni framhaldsskólanna. Af kostnaðarþátttöku sveitarfé- laga leiddi það, að Utvega þyrfti sveitarfélögunum auknar tekjur til að mæta ófyrirsjáanlegum kostnaði. Ennfremur myndi af þvi rekstrarfyrirkomulagi leiða aukna skriffinnsku sem sizt er á bætandi. Væntanlegar á næstunni Hagkvæmir greiðsluskilmálar verð kr. 331 þúsund Gtobusa LÁGMÚLI 5. SIMI 81555 | | || m Sveitodvöl Óska eftir 10 ára telpa óskar eftir ad komast i sveit. Simi (91 ) 1-82-69. heybindivél Inter- national B-47. Upplýs- ingar i sima (95) 19-05. A. B'-y'. m L J W w 1H0 v y v ■‘n. i ■Myífí V ■ Vvvvvvw H wdm WKiBm - fjallað er um leiðir til að auka arðsemi atvinnurekstrar - byggt er á reynslu af ráðgjöf í íslensku athafnalífi - notuð er einföld og skýr framsetning - efnið kemur hvers konar atvinnurekstri að gagni dags. staður í samráði við 14.-15. maí 1977 20.-21. maí 1977 4.- 5. júní 1977 Hvolsvöllur Akureyri Selfoss ísafjörður Stjórnunarfél. Norðurlands JC Selfossi Þátttaka tilkynnist samstarfsaðila á hverjúm stað eða til Hagvangs hf, sími 2 85'66 Hagvangur hf. hefur um árabil annast rekstrarráðgjöf fyrir fjölmörg íslensk atvinnufyrirtæki og unnið að hagrannsóknum fyrir samtök, fyrirtæki og opinbera aðiia. Hnitmiðuð tveggja daga námskeið um arðsemi og áætlanagerð þar sem: REKSTRAR". OQ ÞJÓÐHAG FRÆÐIWÓNUSTA .»■ KLAPPARSTÍG 26, REYKJAVÍK. S. 2 85 66 Kór Raufarhafnarkirkju í söngferdalag KVI-Raufarhöfn — Kór Raufarhafnarkirkju heldur tónleika I félagsheimilinu Hnitbjörg á Raufarhöfn föstu- daginn 13. mai kl. 20.30. A efn- isskránni eru m.a. verk eftir J.S. Bach, Mozart, Hugo Gill- er, negrasálmar ,og þjóðlög. Einsöng með kórnum syngja Svava Stefánsdóttir, Guðrún Stefánsdóttir og Magnús Stefánsson. Undirleik annast Orthulf Trunner og sjórnandi er Margrét Bóasdóttir. Dagana 14. og 15. maíheldur kórinn i söngför til Þórshafnar og Vopnafjaröar. Veröa tón- leikar i félagsheimilinu á Þórshöfn laugardaginn 14. mai' kl. 20.30 en i félagsheimili Vopnafjarðar sd. 15. mai kl. 16. Einnig syngur kórinn við guðsþjónustu I Vopnafjarðar- kirkju kl. 14. Nemendatónleikar og skóla- slit Tónlistarskóla Raufar- hafnar verða I félagsheimili Raufarhafnar laugardaginn 14. mai kl. 14. Á þessu fyrsta starfs ári skólans stunduðu 47 nemendur nám við skólann. Kennt var á pianó, harmon- ikku og blokkflautu svo og ein- söngur. Kennarar við skólann eru Orthulf Trunner, og Jóhann Jósefsson. Skólastjóri er Mar- grét Bóasdóttir. Sl. laugardagskvöld 7. mai héldu kennar ar Tónlistarskól- ans tónleika i félagsheimilinu og var þar sungið og leikið á hljóðfæri þau, sem kennt er á i skólanum. Aðsókn var góð og skemmtu menn sér hið bezta. Dráttarvélanámskeið fyrir unglinga Á vegum ökukennarafélags tslands i samráði við bifreiða- eftirlit rikisins og umferðar- ráö verður haldið námskeið i akstri og meðferö dráttarvéla. Námskeiöið er tviskipt: a) fornámskeið fyrir 14-15 ára nemendur (f. 1962 og 1963), og hefst það föstudaginn 20. mai kl. 18 að Dugguvogi 2. b) dráttarvélanámskeið fyrir 16 ára (fædd 1961) og eldri. Það hefst miðvikudaginn 18. mai kl. 18 á sama stað. Námskeiði b) lýkur með prófi I dráttar- vélaakstri. Innritun mun fara fram i skólum á höfuöborgarsvæðinu fyrri hluta næstu viku. Nánari upplýsingar veröa veittar mánudag og þriðjudag frá ki. 17-19 i síma 85866 eða 83505.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.