Tíminn - 13.05.1977, Blaðsíða 10
10
Föstudagur 13. maí 1977
Erling Garðar Jónasson, rafveitustjóri:
Morgunblaðið
Uppbygging þéttbýlis á ts-
landi hefur far;ð fram á ótril-
lega skömmum 'ima, i reynd á
siðustu fjórum áratugum. Þessi
snöggu umskipti á högum og
hefðum hefur eðlilega valdiö
röskun sem landsmenn allir
hafa meira eöa minna fundið
fyrir. Oeölileg þensla á Reykja-
vikursvæðinu svo nefnda er ljóst
dæmi um óheppilega þróun i
by gðarlegu tilliti, sennilega
s\ o að einsdæmi er i veraldar-
söguiini.
Það sem er óheppilegast og
óeðlilegast hér hjá okkur er að
helmingur þjóðarinnar býr á
höfuðborgarsvæöinu. Þaö er i
reynd undan þessu, sem
Morgunblaðið og borgarstjórinn
stynja og hafa sennilega aldrei
stunið meir en siðustu vikur.
Forystugreinar Morgunblaös-
ins undanfarið, svo og viðtal við
borgarstjórann i Reykjavik i
sama blaði, sem efnislega fjalla
um stöðu atvinnumála höfuð-
borgarinnar i hlutföllum viö at-
vinnumál landsbyggðarinnar,
ásamt hugleiðingum um vægi
kosningaréttarins hafa valdiö
áhyggjum viða um land.
1 minum hug væri það ekki
svo ýkja alvarlegt þótt Visir eða
Dagblaöið ástunduðu slika ein-
hliða túlkun á hagtölum, en þeg-
ar Morgunblaöið gerist mál-
svari þeirrar einfeldni, sem aö
baki býr, er alvara á feröum.
Þótt enginn landsmanna efist
um pólitiskan lit Morgunblaös-
ins hefur blaðið haldiö uppi við-
sýnni og frjálslyndri stefnu bæði
i greinum og fréttum. Þá hefur
blaðið löngum sýnt landsbyggð-
inni áhuga, birt greinar og frétt-
ir, sem blaðamenn blaösins
hafa aflaö á feröalögum sinum
um landsbyggðina, þetta er
virðingarvert og ber að þakka.
Það hlýtur þvi að vera eitt-
hvað sérstakt pólitiskt mark-
mið, sem þessum skrifum er
ætlað að þjóna — annað er
óhugsandi.
Vilji Morgunblaöið viöhalda
þeirri blaðamennsku sem áður
er getið, má blaðið einfaldlega
ekki taka til umræðu aðalatriöi
þjóðfélagsmála með slikri hálf-
velgju sem föstudagsleiöarinn
var.
Morgunblaöinu ber skylda til,
sem vfðlesnasta blaöi íslend-
inga, þegar það tekur þjóöfé-
lagsmál til umræöu á þann veg
sem byggðamálin undanfarið,
aö skýra frá skoðunum sinum
undanbragðalaust. Sýndar-
mennska og tepruskapur I skoö-
ana-framsetningu er til þess
eins, að áhrifamikill fjölmiðill
sem Morgunblaðið óhjákvæmi-
lega er, i^rður til meira ógagns
en gagns í þjóöfélagsumræð-
unni.
Vilji Morgunblaðiö verða til
þess að koma á staö harðri og
viðtækri umræðu um byggða-
málin með fyrri innlegg sem
kjölfestu, verður árangurinn
áreiöanlega ekki sá að hags-
munir þjóðarheildarinnar
vænkist.
Það er staðreynd, sem gleym-
ist þó æði oft, að á Islandi býr
ein þjóö i einu landi.
Þessi staðreynd er fyrsta
setning i nýjasta leiðara
Morgunblaösins um málið, og
leiöarinn sjálfur framsetur nú
annan tón i umræöuna, en hinir
fyrri voru. Spurningin er, hvort
hér sé veriö aö gefa landsfund-
artón? Eða eru Morgunblaðs-
menn búnir að átta sig á frum-
hlaupinu? Höfuöatriöin sem
komið hafa fram i skrifum
blaðsins til þessa eru:
1. Aö atvinnutækifærum i fram-
leiðslu-greinum færi fækk-
andi I Reykjavik.
2. Aö meðaltekjur væru lægri i
Reykjavik en annarsstaðar á
landinu (tekjuaukning milli
ára lægri).
3. Að fjárhagsleg fyrirgreiðsla
til fyrirtækja i Rvk, væri
minni en til landsbyggöar fyr-
irtækja.
4. Að vægi kosningaréttarins
væri óréttlátt.
5. Að Reykvikingar hafi með
skattgreiðslum sinum staöið
undir uppbyggingu á lands-
byggöinni undanfarin ár.
Ef þetta væri allt staðreyndir
mundi ég taka þátt i áhyggjum
Morgunblaðsins og borgarstjór-
ans fyrir Reykjavik og hags-
muni þeirra sem þar búa, en svo
er ekki og I reynd viðsfjarri aö
svo sé.
Staðreyndin bak við staðhæf-
ingu 1. er sú — einfaldlega — aö
með tilkomu skuttogaranna á
næstum hvern fisk.vinr^lustaö
hringinn I krincum landiö, hefði
hundraöshluti landsbýggðar
aflans af heildaraflanum,
aukizt.
Þá er tilkoma þessara öflugu
atvinnufyrirtækja 1 reynd svar
viö staöhæfingu 2. Tæknileg
staða fiskvinnslunnar með tilliti
til margföldunar hráefnis, er
mjög bágborin, þar af leiðir aö
vinnubyrði fólksins hefur
einfaldlega aukizt samhliða þvi
er tekjuaukningin, að sjálf-
sögðu. Þá skulu mennlika hafa I
huga að afla nótaskipanna t.d.
bræösluaflanum (loöna) er fyrst
og fremst landaö annars staðar
en i Reykjavik.
Fyrirgreiösla til uppbygging-
ar skipaflotans hefur i reynd
ekki veriðlakari i Reykjavik, en
annars staöar.
Hvaö snertir fjárhagslega
fyrirgreiðslu, hefur hún veriö
alltof litil. Endurbygging hrað-
frystihúsanna er i reynd ekki
hafin enn.
I Reykjavik og næsta ná-
grenni er obbinn af islenzkum
iðnaöi, og sú stóriðja, sem til er i
landinu.
Staðhæfing 3. er þvi mjög létt-
væg og i reynd ekki svaraverð.
Vægi kosningaréttarins er
mjög mismunandi I landinu.
Þaö er staöreynd en hvort hér er
á ferð það óréttlæti, sem
Morgunblaðiö kveður á um, er
hins vegar ekki augljóst.
Það sem er meginatriði i
þessu máli, er aö kosningafyr-
irkomulag hérlendis, er gengiö
sér til húðar og þarfnast gagn-
gerðar endurskoðunar.
Staöhæfing 5 er og hefur
aldrei verið svaraverð, þvi
grunnhyggnin aö baki hennar er
meö endemum.
Þó svo væri, að skattgreiðslur
Reykvikinga rynnu I fram-
kvæmdir út um land, þá er meö
þeim framkvæmdum, sem
hingað til hafa veriö megin
verkefni, aðeins veriö að auka
framleiöni þeirrar grundvallar-
framleiðslu, sem öll verzlun og
opinber stjórnsýsla sem stað-
sett er I Reykjavik lifir af.
Svo spurningin er: Hver borg-
ar með hverjum? Þessa spurn-
ingu væri reynandi að fá hag-
rannsóknastjóra til að svara,
a.m.k. geri ég fastlega ráö fyrir
að landshlutasamtök sveitafé-
laga rannsaki eða óski eftir út-
tekt á hagrænni stöðu landshlut-
anna ef harðnar mjög i þessari
umræðu.
Eg tel það fyllilega timabært
aö landshlutarnir hafi auga með
hagrænni stöðu sinni m.a. til
þess aö til staðar séu gögn til
pólitiskar umræöu, á við þá sem
hér á sér stað. Það er einfald-
lega þjóöhagslega stórhættu-
legt, ef menn ætla að stýra þjóö-
félaginu, eftir þeirri einhíiða
túlkun, sem fram hefur komiö i
skrifum Morgunblaðsins og I
viötalinu við borgarstjóra.
Eða t.d. úttekt hagrannsókna-
stofnunar á framfærslukostnaöi
I Reykjavik og á landsbyggö-
inni, þar sem visitalan út á landi
lækkaði af þvi aö þar voru til
gömul föt i kaupfélaginu! Staða
landsbyggðarinnar bæöi I
félagslegu og hagrænu tilliti er
áratug á eftir höfuöborgarsvæö-
inu — það er staðreynd, sem
blasir við þeim sem nennir að
hugsa þessi mál.
En gleymum þvi aldrei i þess-
ari umræðu, að á tslandi býr ein
þjóð i einu landi, og við ibúar
landsbyggðarinnar erum stoltir
af okkar höfuðborg. Hana eiga
allir landsmenn, og aö sjálf-
sögöu viljum við stuðla að hag
ibúa hennar.
En ef menn gera sér grein
fyrir sögulegum staðreyndum
og hafa i sér einhverja framsýni
komast þeir fyrr eða sföar að
þeirri niðurstööu, að megin-
verkefni Islendinga næstu ára-
tugi er að skapa byggöajafn-
vægi I landinu.
Erling Garðar Jónasson
UM þessar mundir stendur yfir i
Galleri Sólon lslandus sýning á
graffk ug keramik eftir fjórar
ungar stúlkur, sem heita Inga S.
Ragnarsdóttir, Jenný E. Guö-
mundsdóttir, Jónina L. Einars-
dóttir og Sigrún Eldjárn.
Þær hafa allar stundað nám
við Myndlista- og handiðaskól-
ann og eru milli tvitugs og þri-
tugs aö aldri.
Það er Inga S. Ragnarsdóttir,
sem sýnir keramik, hinar eru
með graflk, ætingu, dúkskurð og
silkiþrykk.
Fer vel að sýna leirmuni með
graffkinni, en þessi samleikur
gefur sýningu þeirra góðan
svip.
Eftir að hafa átt öröugt upp-
dráttar, hefur nú tekizt að hefja
grafikina til vegs á Islandi, jafn-
vel um of finnst vist sumum, þvi
þetta er litiö land, eða fámenn
þjóð öllu heldur. Þær stöllur
hafa notið góðs af þessari þróun
grafiklistarinnar. Myndir
þeirra allra eru betri en byrj-
endaverk voru fyrir hálfum
áratug eða svo.og við teljum, aö
t.d. Jenný E. Guðmundsdóttir
hafi þegar náð það langt i hand-
verkinu að hún geti tekizt á við
hin margvíslegustu viðfangs-
efni.
Til vitnis um það eru myndir
af sokkum og barnavagni og hin
indæla mynd Eg.
Sigrún Eldjárn fer aðra leið.
Myndir hennar eru ef til vill nær
bóklýsingum en annarri mynd-
list. Þær eru lika sumar dálitil
saga, eöa hugleiðing, og má þar
nefna myndirnar .....hljóp og
datt..... sem er óvenjulega
frumleg, og Neyttu meðan á
nefinu stendur?
Silkiþrykkið er meira á
myndlistarlinunni, bjartar og
hressilegar myndir.
Jónlna L. Einarsdóttir velur
sér margvisleg myndefni, en
viröist þó einhvern veginn ó-
ráðnust i stefnunni. Hún tekur
undir meö Ingimari Erlendi og
Grasið hefur grænar hendur.
Dúkskuröur hennar er athyglis-
verðastur aö voru mati.
fólk í listum
skara hvert yfir annað, nytjalist
er vont orð, þvi menn meina að
öll list sé i raun og veru til nytja.
A hinn bóginn er þetta of litið
úrtak til þess að menn geti i
raun og veru metið gildi verk-
anna, eða ætlað listamanninum
stað, hvort hér er efnilegur leir-
kerasmiöur eða myndhöggvari
á ferðinni. Við vitum það aðeins,
að Inga S. Ragnarsdóttir skilar
fallegri, geðfelldri vinnu. Vilj-
um við þar til nefna Skurn no 46
og mynd, sem stendur á miöjum
palli.
Þetta mun vera fyrsta sýning
hinna nýju myndlistarmanna,
þótt verkum þeirra sumra hafi
áöur brugðið fyrir almennings-
sjónir. Nýtt fólk er komið til
starfa og mikil verkefni eru
framundan. Þær ganga út i vor-
iö vel i' stakk búnar úr skóla sin-
um, og við þökkum fyrir boð á
indæla sýningu.
Galleri Sólon Islandus er nýtt.
Menn hafa ekki enn kunnað á
það, vita ekki með vissu til
hvers það hentar bezt. Þó er þaö
ljóst, aö húsnæöiö er afar hent-
ugt fyrir grafiskar myndir, þvi
yfir sýningunni var skemmti-
legur, listrænn blær.
Sýningunni lýkur um helgina.
Jónas Guðmundsson.
Ungir listamenn
hefia störf
Myndverk Ingu S. Ragnars-
dóttur eru áhugaverð. Þaö er
dálitil leið úr leirmunagerö i
myndlistina sjálfa. Hugtökin