Tíminn - 13.05.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 13.05.1977, Blaðsíða 15
Föstudagur 13. mal 1977 15 Morgunstund barnanna kl. 8.00: Siguröur Gunnarsson heldur áfram aö lesa söguna „Sumar á fjöllum” eftir Knut Hauge (17). Tilkynn- ingar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Spjallaö viö bændur kl. 10.05. Létt alþýöulögkl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Radu Lupu leikur planóverk eftir Johannes Brahms / Flæmski píanó- kvartettinn leikur Kvartett I D-dúr op. 23. eftir Antonín Dvorák. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: „Nana” eftir Emile Zola I þýðingu Karls Isfelds. Kristln Magnús Guöbjartsdóttir les (5). 15.00 Miödegistónleikar Pierre Pierlot og Antiqua Musica kammersveitin leika Konsert fyrir óbó og strengi I d-moll op. 9 nr. 2 eftir Toniaso Albinoni, Annie Jodry og Fontaine- bleau kammersveitin leika Fiölukonsert i C-dúr op. 7 nr. 3 eftir Jean-Marie Leclair, Jean-Jacques Werner stj. Wurttemberg kammersveitin i Heilbronn leikur Sinfóniu nr. 8 I d-moll eftir William Boyce, Jörg Faerber stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Popphorn. Vignir Sveinsson kynnir. 17.30 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Aö yrkja garöinn sinn Jón H. Björnsson garöarki- tekt talar um gróöur og skipulag i göröum. 20.00 „Haraldur á itallu”, hljómsveitarverk eftir Hector Berlioz Yehudi Menuhin og hljómsveitin Filharmonia leika, Colin Davis stj. 20.45 Leiklistarþáttur I umsjá Siguröur Pálssonar. 21.15 Shirley Verret syngur ariur úr frönskum óperum Italska RCA-óperuhljóm- sveitin leikur með, Georges Prétré stjórnar. 21.30 (Jtvarpssagan: „Jómfrú Þórdls” eftir Jón Björnsson. Herdís Þorvaldsdóttir leik- kona les (18). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Ljóöa- þáttur Umsjónarmaður: Oskar Halldórsson. 22.50 Afangar Tónlistarþátt- ur sem Asmundur Jónsson og Guöni Rúnar Agnarsson stjórna. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. sjonvarp Föstudagur 13. mai 20.00 Fréttir 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Prúöu leikararnir (L) Gestur leikbrúöanna er Valerie Harper. Þýöandi Þrándur Thoroddsen. 20.55 Kastljós Þáttur um inn- lend málefni. Umsjónar- maöur Sigrún Stefánsdóttir. 21.55 Króginn (Janken) Sænsk bfómynd. Aðalhlutverk Anita Ekström og Lars Green. L.eikstjóri Lars Forsberg. Ung, ógift stúlka á von á barni. Gamall kær- asti hennar flytur til hennar og býöst til að rétta henni hjálparhönd. Þýöandi Dóra Hafsteinsdóttir. 23.25 Dagskráriok. framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan Frú Harris fer til Parísar @ hrifamanna hafði minnsfa áhuga á henni eða manni hennar. Vissan um þetta haf ði f yllt f rú Colbert örvæntingu, því hún elskaði manninn sinn og þoldi ekki að sjá hann fara í hundana, en hún gat heldur ekki gert neitt til að koma í veg fyrir að honum yrði ýtt til hliðar vegna einhvers, sem hafði réttu samböndin peninga eða pólitísk völd. Hún lá andivaka á næturnar og reyndi að f inna einhverja leið. En á daginn varð hún æ sannfærðari um árangurs- leysi erf iðis síns og beizkjan var farin að koma niður á daglegum störfum hennar og umhverf i. Hún vissi sjálf, hvað var að gerast, en það var eins og hún væri stödd i miðri martröð og kæmist ekki burt. Nú sat f rú Colbert við skrifborð sitt á annarri hæð og reyndi að einbeita sér að niðurröðun gestanna við sýn- inguna siðdegis, þegar hún leit upp og sá á stigabrúninni fyrirbæri sem olli því að hún hrökk við og strauk hend- inni yf ir ennið og augun eins og til að losna við ofsjónir, ef þetta var það. Én svo var ekki þessi kvenpersóna var Ijóslifandi. Einn af kostum frú Colbert var ósvikul dómgreind, þegar um var að ræða að meta viðskiptavin eða tilvon- andi viðskiptavin. Hún gat greint milli þeirra, sem að- einseyddu tima hennar, og hinna, sem eyddu peningun- um sínum. Hún gat séð gegnum yfirborðið og inn i bankabækurnar, En hún varð gjörsamlega ráðvillt þegar hún sá þessa konu, sem kom upp stigann, í slitinni og snjáðri kápu, með hanzka í röngum lit og í skóm sem komuallt og greinilega upp um þjóðerni hennar, hræði- legusta gervileðurveski, sem hugsast getur og stórhlægi- legur hattur með gerviblómi. Frú Colbert fór hratt yf ir alla þá f lokka viðskiptavina sem hún hafði þekkt og séð. Ef þessi kona var það sem hún leit út f yrir að vera, hreingerningakona (f rú Colbert var mannþekkjari eins og áður er sagt), hefði hún átt að koma bakdyramegin. En það gat ekki verið, því allar hreingerningakonur komu eftir lokunartíma. En hvað um það, þessi kona gat að minnsta kosti ekki verið einn af viðskiptavinum hússins. En f rú Colbert beið þess að konan tæki til máls, því hún gerði sér grein fyrir, að persónuleg vandamál hennar voru búin að f á svo á hana, að hún þorði ekki að treysta sinni eigin domgreind lengur. Hún þurfti ekki að bíða lengi. — Jæja, þar hittir maður loksins einhvernsagði konan. — Þér getið kannski sagt mér, hvar kjólarnir eru? Frú Colbert efaðist ekki lengur um dómgreind sína. Svona rödd og svona hreimur hafði aldrei áður heyrzt innan veggja Diorhússins. — Kjólarnir? Hvaða kjóla eigið þér við? spurði f rú Col- bert á lýtalausri ensku, eilítið kuldalegri röddu. — Almáttugur kona, sagði frú Harris ásakandi. — Er- uð þér ekki almennilega vaknaðar ennþá? Hvar hanga kjólarnir, sem eru seldir hér? Andartak hélt frú Colbert, að þessi einkennilega mannvera hefði villzt upp, þegar hún var að leita að litlu búðinni niðri. — Ef þér eigið við búðina sem selur smá- hluti.... Frú Harris starði á hana. — Smáhluti... ég var ekki að spyrja um smáhluti. Það eru kjólarnir sem ég vil sjá, þessir dýru. Reynið nú að hressa yður upp kona, ég er komin alla leið frá London til að kaupa einn af kjólunum ykkar og ég get ekki staðið hér og sóað tímanum. Nú rann upp Ijós fyrir frú Colbert. Það kom oft fyrir, að einhver villtist upp fína stigann af misskilningi, en hér var greinilega manneskja á ferðinni, sem alls ekki átti neitt erindi upp. Þegar svo var, þurf ti að vera ákveð- inn. Og vegna erfiðra einkamála sinna var frú Colbert enn kaldari og harðari en venja hennar var undir slíkum kringumstæðum. — Ég er hrædd um að þér séuð á röng- um stað. Við höf um ekki kjóla til sýnis hérna. Það sem til er, er aðeins sýnt samkvæmt boði síðdegis. Ef til vill, ef þér færuð í Galeries Lafayette... Frú Harris vissi hvorki upp né niður. — Hvaða gallerí? spurði hún. — Mig varðar ekkert um neitt gallerí. Er þetta hér Dior eða ekki? Svo fðr hún að hugsa um hvað hin hafði sagt og áður en frú Colbert náði að svara hélt hún áf ram: — Ef til vill þarf ég að fara á þessa sýningu. Hvernig er með það? Frú Colbert sem þráði að fá að verða ein með dapur- legum hugsunum sínum aftur, varð óþolinmóð. — Mér þykir það leitt, sagði hún kuldalega, — en salurinn er fullur í dag og alla daga þessa viku. Og til að losna við hana, byrjaði hún á venjulegu þulunni: — Ef þér viljið skilja eftir heimilisfang, getum við ef til vill sent yður boískort í nætu viku. Réttlát reiði gaus upp i frú Harris. Hún gekk einu skref i nær f rú Colbert, og bleika rósin á hattinum hopp- aði uppog niður, þegar hún næstum hrópaði: — Já, það var eftir yður, þér ætlið kannski að senda boð í næstuviku svo að ég fái allra náðarsamlegast leyfi til að nota pen- ingana mína, sem ég hef safnað með því að strita við að þurrka af, sópa og eyðileggja hendurnar í skítugu upp- þvottavatni. En ég þarf að vera komin aftur til Londoní kvöld! Hvað segið þér um það? Rósin dansaði ógnandi framan við augun á frú Col- bert. — Nú skal ég segja yður dálitið, ungf rú Merkikerti, ef þér haldið að ég haf i ekki peninga til að borga það sem ég vil, þá lítið á þetta! Og þar með opnaði frú Harris gervileðurveskið og hvolfdi úr því. Teygjan utan um seðlabúntið slitnaði einmitt á sama andartaki og grænir dollaraseðlarnir flutu yfir skrifborðsplötuna. — Litið á þetta! Frú Harris hækkaði gremjuröddina svo hún varð gjallandi. — Hvað er athugavert við þetta? Eru mínir peningar ekki jafn góðir og annarra? Frú Colbert starði forviða á þessa satt að segja upp- byggilegu sjón og tautaði með sjálfri sér: — Guð minn góður! Betri en flestra annarra! Hún mundi allt í einu eftir rifrildinu milli þeirra Fauvels, er hann hafði verið að kvarta yfir falli frankans og viðskiptavinum, sem ekki greiddu reikninga sína, og hún hugsaði kaldhæðnis- lega með sér, að hér væri þó einn, sem vildi staðgreiða, og það var enginn vafi á, að dollararnir á skrifborðinu voru raunverulegir peningar. En nú var f rú Colbert vantrúuð og hún var forviða yf ir útliti og framkomu þessa undarlega viðskiptavinar. Hvernig hafði hún, sem viðurkenndi að vera hreingern- ingakona, komizt yfir svona mikla peninga og þar að auki í dollurum? Og hvað í ósköpunum ætlaði hún að gera við Dior-kjól? Það var óreglukeimur af þessu, og slikt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.