Tíminn - 13.05.1977, Blaðsíða 11
Föstudagur 13. mal 1977
11
Wmwm
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Auglýs-
ingastjóri: Steingrfmur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur f
Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif-
stofur í Aðalstræti 7, sfmi 26500 — afgreiöslusfmi 12323 —
auglýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 70.00. Askriftar-
gjald kr. 1.300.00 á mánuöi.
Blaðaprenth.f.
Sérkröfurnar valda
mestum töfum
Mörgum finnst að vonum að hægt gangi i
viðræðunum um kjaramálin, og að ekki þoki nóg
áleiðis i málum láglaunafólksins. Þeir aðilar, sem
taka þátt i viðræðunum, eiga hins vegar ýmsar
gildar afsakanir, en þær mestar, að miklar og
margvislegar sérkröfur standa i vegiþess, að hægt
sé að snúa sér að málum láglaunastéttanna.
Vegna fyrri reynslu, hlýtur það að vera sameigin-
legt hagsmunamál jafnt atvinnurekenda og lág-
launafólks, að sérkröfurnar séu ræddar fyrst og
afgreiddar áður en farið er að einbeita sér að hin-
um almennu launakröfum. Reynslan hefur nefni-
lega orðið sú, að séu mál láglaunastéttanna af-
greidd fyrst, nota sérkröfuhóparnir sér það til að
knýja sinar kröfur fram á eftir og það hefur svo
sett allt úr böndunum. Þetta varð t.d. reynslan við
gerð kjarasamninganna 1974 og verður eftir megni
að sporna gegn þvi að sú saga endurtaki sig.
Við gerð kjarasamninganna i fyrra náðist sam-
komulag um það milli aðila vinnumarkaðarins, að
upphæð, sem svaraði til 1% almennrar
kauphækkunar hjá viðkomandi starfsgrein, yrði
ráðstafað til að mæta sérkröfunum og yrði það á
valdi viðkomandi félags eða sambands, hvernig
þvi fé yrði skipt. Þetta gaf þá góðu raun, að sér-
kröfurnar töfðu ekki viðræðurnar i fyrra. Nú hafa
atvinnurekendur boðið, að áfram verði fylgt
þessari svokölluðu sameiginlegu aðferð og myndi
þá ekki þurfa að ræða um annað i sambandi við
sérkröfumar en það, hvort til ráðstöfunar i þessu
skyni væri 1 % kauphækkun eða eitthvað meira.
Mörg sambönd eða félög láglaunámanna hafa
fyrir sitt leyti fallizt á, að þessari starfsaðferð
verði fylgt áfram, en önnur hafnað þvi og mun þar
einkum vera að ræða um félög iðnaðarmanna. Af
þessum sökum bendir allt til þess, að sérkröfumar
standi i vegi þess, að nægilegur hraði komist á
samningagerðina.
Forustumenn sambanda eða félaga þeirra
stétta, sem eru betur settar, verða að gera sér
ljóst, að nú er það höfuðatriðið að bæta hlut þeirra,
sem mest hafa orðið útundan. Þetta verður þvi að-
eins gert, ef ekki á að stofna til nýrrar stórfelldrar
verðbólguskriðu, að þeir, sem betur mega, dragi
úr kröfum sinum. Almennt stórfelld kauphækkun,
sem bætti hlutfallslega mest aðstöðu þeirra, sem
betur mega sin, yrði ekki neinum til góðs og þó sizt
láglaunastéttunum. Þess vegna er það réttlætis-
mál, að sérkröfunum verði vikið að mestu til hlið-
ar að þessu sinni, en öll áherzla lögð á að bæta hlut
láglaunafólksins.
Undarleg afstaða
Undarleg er sú afstaða atvinnurekenda að vilja
ekki láta verðlagsbætur vera hinar sömu á öll
laun, heldur láta þær fylgja grunnkaupinu með
þeim afleiðingum, að hálaunamaðurinn fær þre-
falt til fjórfalt meiri bætur en láglaunamaðurinn.
Hér eru þeir bersýnilega ekki að hugsa um hag at-
vinnuveganna eða launajöfnuð. Breyti þeir ekki
þessari afstöðu sinni, verður ekki hægt að rétta
hlut láglaunafólksins jafnmikið og ella. Minna má
á, að viðreisnarstjórnin felldi alveg niður um
skeið verðlagsbætur á hærri laun. Þar reyndist að
visu of langt gengið. Hér á vissulega að vera hægt
að finna milliveg. þ.þ.
ERLENT YFIRLIT
Assad tryggir
sér lykilstöðu
Hefur bæði samband við Carter og Brésnjef
Carter og Assad f Genf
ÞÓTT Jimmy Carter ætti
annrikt í fyrstu Evrópuferö
sinni sem forseti Bandarikj-
anna, þar sem hann þurfti
bæöi að sitja fund æöstu
manna helztu vestrænu
iönaöarríkjanna og fund æöstu
manna Atlantshafsbandalags-
ríkjanna, gaf hann sér samt
tima til þess aö fara frá Lon-
don, þar sem þessir fundir
voru haldnir, til Genfar til
fundar viö forseta Sýrlands,
Hafez al-Assad, og ræöa viö
hann um lausn deilumála
Araba og Israelsmanna. Af
ýmsu viröist mega marka, aö
þetta hafi sennilega oröiö
árangursrikasti þátturinn I
Evrópuför Carters, m.a.
vegna þess, aö það haföi veriö
undirbúiö og aö mestu ráöiö
fyrirfram, hvaö myndi gerast
á áöurnefndum fundum æöstu
manna, en hitt var óvissara
hvernig viöræöum þeirra
Carters og Assad kynni aö
lykta.
ÞAÐ ER allgott dæmi um þá
lykilstööu, sem Assad hefur
skapað sér meöal leiötoga
þeirra Arabarlkja, sem eiga I
aöaldeilunni viö Israel, aö
Sadat forseti Egyptalands og
Hussein Jórdanlukonungur
hafa báöir sótt Carter heim og
rætt viö hann I Washington, en
Assad lætur.Carter mæta sér á
miöri leiö. Hann lætur ekki
kveöja sig til Washington, eins
og þá Sadat og Hussein, heldur
verður Carter að koma til
fundar viö hann I hlutlausu
landi. Skömmu áöur var Ass-
'ad búinn aö beygja valdamenn
Sovétrikjanna á ekki ósvipaö-
an hátt. Þeir höföu fordæmt
innrás Sýrlendinga i Libanon
og dregið úr aöstoð sinni viö
Sýrland vegna þess, en áöur
haföi hún verið veruleg. Assad
brástekki við þessari fordæm-
ingu Rússa á sama Tiátt og
Sadat, þ.e. aö rjúfa nær öll
tengsl viö þá og ákæra þá fyrir
Ihlutun um málefni Sýr-
lendinga. Hann geröi sér ljóst,
aö Rússar töldu sér nauðsyn-
legt af pólitiskum ástæöum aö
taka afstööu meö Pales-
tinu-Aröbum f Lfbanon. Hann
lét Rússa aðeins vita, aö hon-
um misllkaöi þessi afstaöa
þeirra og hún gæti neytt hann
til Sö afla sér vopna frá
Bandarikjunum eöa öörum
vestrænum löndum. Þessi
möguleiki haföi opnazt vegna
þess, aö Bandarikin létu sér
vel llka, aö Sýrlendingar héldu
,Palestinu-Aröbum I skefjum I
Libanon. Rússar töldu þvi
hyggilegast aö taka Assad I
sátt aftur og buöu honum til
Moskvu I siöasta mánuöi, þar
sem honum var tekiö meö
kostum og kynjum. Eftir viö-
ræöur Assads og rússneskra
ráöamanna var svo ákveöiö,
aö þeir Assad og Carter hittust
I Genf i sambandi viö fyrir-
hugaöa Evrópuför Carters.
Viöræöur þeirra fóru fram
slöastl. mánudag, og tókust
vel aö þvl fréttamenn telja.
Assad hefur þannig skapaö sér
þá aöstööu, aö hann er eini
leiötogi Arabarlkjanna, sem
hefur náin tengsl bæöi viö
Sovétrikin og Bandarikin og
viröist njóta tiltrúar beggja.
Stefna hans hefur llka veriö
sú, aö Palestlnudeilan veröi
ekki leyst, nema bæöi risa-
veldin eigi aöild aö lausninni
og hjálpist að viö aö tryggja
hana. Þess vegna veröi
Arabarikin aö hafa góö tengsl
viö þau bæöi, eöa tefla þeim
hvoru gegn ööru, ef illa fer.
ÞEIR Carter og Assad
skiptust á mjög vinsamlegum
oröum eftir fund þeirra. Cart-
er endurtók þá fyrri yfirlýs-
ingu slna, aö lausn Palestlnu-
málsins yröi aö byggjast á þvl
m.a., aö Palestlnu-Arabar
fengju eigiö land til aö búa I
(homeland). Hann lofsamaöi
Assad fyrir velvilja, reynslu
og þekkingu og kvaöst treysta
á leiösögn hans og holl ráö viö
lausn þessarar erfiöu deilu.
Assad þakkaöi hins vegar
Carter fyrir þrotlausa viö-
leitni hans til aö finna lausn á
deilunni og kvaö hann hafa
skapað nýtt og betra and-
rúmsloft, sem yki bjartsýni
varðandi lausn deilunnar.
Assad kvaöst vera bjartsýnni
eftir en áður, en varaöi jafn-
framt viö þvl aö hægt væri aö
finna einhverja töfralausn.
Báöir létu þá von I ljós, aö viö-
ræöur þeirra heföu aukiö
möguleika á þvl, aö Genfar-
ráðstefnan um Palestlnudeil-
una yröi kölluö saman aö nýju,
án þess aö tímasetja þaö nán-
ara. Brzezinski, ráögjafi Cart-
ers, lét hafa eftir sér, aö viö-
ræöurnar heföu veriö sérstak-
lega gagnlegar. Um einstök
efnisatriöi hefur Carter sagt
það eitt, að báðir heföu þeir
Assad veriö sammála um, aö
nauösynlegt væri aö hafa hlut-
laust belti viö landamærin, en
Assad lét það fylgja, aö þaö
yröi aö vera beggja megin
þeirra, en hingað til hafa
tsraelsmenn hafnaö, aö þaö
væri sin megin landamær-
anna.
Orörómur hefur komizt á
kreik um þaö, aö Assad hafi
flutt Carter sérstök skilaboö
frá Arafat, leiötoga frelsis-
hreyfingar Palestinu-Araba,
þess efnis, aö hreyfingin væri
tilbúin aö viöurkenna sjálf-
stæöi Israels, ef Israel viöur-
kenndi sjáifstætt rfki Pales-
tlnu-Araba. Þetta hefur þó
ekki fengizt staöfest, enda
myndi allt umtal um þaö geta
haft óheppileg áhrif á þing-
kosningarnar I Israel, sem
fara fram I næstu viku.
Þ.Þ.
Frá komu Assads til Moskvu I sföasta mánuöi