Tíminn - 13.05.1977, Blaðsíða 19
Föstudagur 13. mal 1977
19
Ragnheiður Jónsdóttir
Fyrrverandi forstöðukona Kvennaskólans í Reykjavík
Ragnheiður Jónsdöttir,
Tjarnargötu 49, Reykjavik,
andaðist i Landspitalanum, að
kvöldi laugardagsins 7. mai sl.
eftir þriggja mánaða þunga sjúk-
dómslegu.
Ragnheiður Jónsdóttir var um
hálfraraldar skeið, forystumaður
i skólamálum Reykvfkinga, fyrst
sem kennari og sfðar sem skóla-
stjóri. Hún trúði á Guð sinn og
landið og vann hljóðlát sin störf,
aðalsmerki hennar voru hinar
fornu dyggðir, vinnusemi, spar-
semi og nýtni, og sá aðall andans,
sem hún tók í arf frá forfeðrum
sinum.
Hún var gáfuð hugsandi kona,
sem lifði fyrir það eitt að láta gott
af sér leiða og var þvi óvenju vel
til forystu fallin.
Ragnheiður Jónsdóttir var
fædd að Vestri-Garðsauka i Hvol-
hreppi i Rangárvallasýslu 8.
október 1889. Foreldrar hennar
voru hjónin Sigriður Skúladóttir,
sem var fædd 19. nóvember 1856,
og Jón Arnason bóndi að
Vestri-Garðsauka, fæddur 14.
febrúar 1845.
Sigriður og Jón brugðu búi áriö
1897 og fluttust til Reykjavikur
með fjölskylduna, og bjuggu þar
siðan til æviloka, að Vesturgötu 5
i húsi, sem nefndist Aberdeen og
stóð rétt við Grófina. Sigriður
Skúladóttir móðir Ragnheiðar
lézt 1905, og Jón Arnason faðir
Ragnheiðar lézt 1913.
1 þennan tima var uppsátur
smábáta skammt framundan
húsinu Vesturgötu 5, og loftið
hreina og tæra oft mettað sjávar-
seltu og útgerðarvörum, og oft
var þröng fyrir dyrum á Vestur-
götu 5 af þessum sökum.
Um aldamótin var á þessum
slóðum vagga verzlunar I
Reykjavik og miðstöð útgerðar
var frá Grófinni. Þetta var timi
seglskipanna, talið er að árið
1905, hafi þilskipafjöldinn náð há-
marki f Reykjavik voru gerð úr 39
þilskip, og á landinu öllu munu á
þessum tima hafa verið gerð út
152 þilskip.
Frá þessum tima 1905, tekur
skútum og kútterum aö fækka, og
vélskip og togarar koma i stað-
inn, um þetta leyti eru hjálpar-
vélar settar i flestar skonnortur
og kúttera.
Systkinin heillast af sjónum,
sérstaklega Skúli bróðir Ragn-
heiðar, hann elst uþp á þessum
leikvelli, lifir og hrærist i þessu
umhverfi, hlutskipti hans i lifinu
verður sfðar meir beint framhald
af þessum bátum í uppsátrinu,
hann byrjar ungur aö gera út og
stundar útgerð til dauðadags.
Þau voru þrjú systkinin, sem nú
eru öll látin, án þess að eiga af-
komendur. Elín var elzt fædd
1886, dáin 1915. Þá Ragnheiður
fædd 1889, dáin 7. mai 1977, en
yngstur var Skúli fæddur 1892,
dáinn 1930.
Með láti Ragnheiðar og syst-
kina hennar hefur brotnað grein
af sterkum stofni. 1 kvenlegg var
Ragnheiður komin af Haraldi
hárfagra Noregskonungi, sem
átti drjúgan þátt i hve Island
byggðist hratt, með þvi aö stjaka
all óþyrmilega við löndum sfnum,
sem sáu þann kost vænstan að
flýja land, og flúðu margir þeirra
til fslands og settust hér að, í stað
þess aðþola ofriki hans, er hann
sameinaði Noreg I eitt riki árið
872. Lofur riki Guttormsson
frændi Ragnheiðar var 16. maður
frá Haraldi hárfagra, og Skúli
landfógeti Magnússon 26. ætt-
leggur frá Haraldi hárfagra og
Ragnheiður 31. ættleggur frá
Haraldi hárfagra Hálfdánarsyni
Noregskonungi. Ég rek ekki
registur Ragnheiðar Jónsdóttur
lið fyrir lið, en móðurfrændur
hennar voru ekki ómerkari menn,
en Guðbrandur Þorláksson
biskup á Hólum i Hjaltadal,
Oddný Jónsdóttir Keldunesi,
Bjarni Thorarensen skáld og Jón
Sigurðsson forseti. Að Ragnheiöi
standa i karllegg traustar og
merkar ættir á Suöurlandi, þær
ættir greinast eins og gengur um
allt land og koma heim og saman
við hinn mikla skyldleika allra Is-
lendinga.
Ragnheiður Jónsdóttir var ald-
in að árum er ég kynntist henni
fyrst, og þá var hún að rétta
hjálparhönd. Ragnheiður var
mjög formföst og ákveðin kona,
hún lifði mjög reglusömu lffi i
garði fornrar Islenzkrar menn-
ingar. Ragnheiður var mjög vel
ritfær, þó ekki liggi bókmenntir
eftir hana vegna hlédrægni henn-
ar. Hún hafði hreina og fallega
rithönd, hún var islenzkumaður
mikili og hafði fornsögurnar að
bakhjalli. Að heimili hennar, en
hún bjó mestalla sina tíð einhleyp
i húsi þvf er hún lét reisa að
Tjarnargötu 49, í Reykjavik,
þöktu valdar bækur veggi, hún las
mikið, hún hafði alla sina tfð verið
heilsugóð og las 85 ára gömul
jafnvel smæsta letur gleraugna-
laust við góða birtu.
Kynni og vinátta okkar Ragn-
heiðar hófust með þvi að dóttir
min, Guðfinna Svava, hóf nám I
Kvennaskólanum undir handar-
jaðri Ragnheiðar. Það varö
Svövu mikil gæfa, að hún naut
kennslu og tilsagnar Ragnheiðar,
sem tók hana um tima undir sinn
verndarvæng og hafði hana hjá
sér i nokkur sumur i sumarhúsi
sinu, sem hún lét reisa fyrir 1930 i
Heiðarbæjarlandi á Þingvöllum.
Þetta varð á tvennan hátt lær-
dómsrikt fyrir Svövu, sem lærði
þannig i uppvextinum að um-
gangast landið á réttan hátt og
notfæra sér hina góðu eiginleika
moldarinnar til ræktunar nytja-
jurta.
í þessu hvorutveggja var Ragn-
heiður sérfræðingur, næmi henn-
ar og listrænt mat var óskeikult
þegar hin ósnerta náttúra var
annars vegar, hún umgekkst og
bætti landiö, þannig að ekkert
spilltist, heldur óx allt upp og
gréri i sinni upprunalegu mynd
náttúrunnar sjálfrar hjá henni.
Bæöi ég og Svava dóttir min
eigum margar kærar endurminn-
ingar frá veru okkar á Þingvöll-
um i sumarhúsinu hjá Ragnheiði,
það voru ógleymanlegar stundir
aö sjá hvernig sýna átti náttúr-
unni nærgætni og viröingu, eins
og Ragnheiður gerði og kenndi
öðrum aö gera.
Timinn lfður æ hraöar með
hverjum degi og meö þessum
straumi timans berast samferöa-
mennirnir burt hver á fætur öðr-
um, hjá þvi verður ekki komizt,
þetta hefur Ragnheiður fengið að
finna, er hún hefur á skömmum
tima misst margar af kærustu
vinkonum sinum, og þessu lög-
máli hef ég fengið að kynnast við
fráfall Ragnheiðar, þvi slitnað
hefur þráður traustrar vináttu
okkar i milli, er varað hefur í tvo
tugi ára.
Ég ætla mér ekki þá dul, að
fara hér að rita um stórbrotinn og
stórmerkan starfsferil Ragn-
heiðar i meira en hálfa öld, þó
kemst ég ekki hjá að drepa hér á
nokkur atriði, sem sérstaklega
hafa vakið athygli mina, það er
hve lif og örlög Ragnheiðar og
fjölskyldu hennar voru samofin
Kvennaskólanum, móðir' hennar
nemur þar, og siðan systurnar
báðar, fyrst Elin og þá Ragn-
heiður. Ragnheiður gekk i 3. bekk
Kvennaskólans 1905, á siðasta
skólastjórnarári Þóru Melsted,
og áfram 1906 á fyrsta skóla-
stjórnarári Ingibjargar H.
Bjarnason, ,og útskrifast úr 4.
bekk vorið 1907.
Frá árinu 1908 til 1911, jafnhliða
annarri vinnu, leikur Ragnheiður
á hverjum morgni á oregl undir
morgunsöng i Kvennaskólanum,
þetta gerði Jiún i sjálfboðsvinnu
fyrir Ingibjörgu H. Bjarnason,
sem lét sér alla tið mjög annt um
Ragnheiði og kom henni aö
nokkru leyti i móöurstað eftir
sáran missi. I löngu og farsælu
samstarfi þessara tveggja
mikilsvirtu kvenna hnýttust
traust vináttubönd, sem héldust
til æviloka Ingibjargar H.
Bjarnason árið 1941, og áfram
fram yfir lif og dauða.
Eftir tveggja ára námsdvöl
Ragnheiðar árin 1911 og 1912, við
Statens Lærerhöjskole i Kaup-
mannahöfn, réöst hún I vetrar-
byrjun árið 1913 sem kennari við
Kvennaskólann i Reykjavlk, allt i
samráði við Ingibjörgu H.
Bjarnason. í erfðaskrá sinni arf-
leiddi Ingibjörg H. Bjarnason
Kvennaskólann að öllum eignum
sinum, að undanskildum þeim,
sem hún ánafnaði Ragnheiði
Jónsdóttur vinkonu sinni og fl.
Eftir 30 ára samstarf Ingi-
bjargarog Ragnheiöar tók Ragn-
heiður við rekstri skólans af Ingi-
björgu haustið 1941. Ragnheiður
var forstöðukona Kvennaskólans
á árunum 1941-1959 og kennari
óslitið frá árinu 1913, til vorsins
1960, er hún lét af störfum eftir
langt og farsælt starf i hálfa öld.
Nú á timum er menntunin, sem
fræðslan veitir, tvenns konar, al-
menn menntun og sérmenntun.
Hin almenna alhliða menntun
gerir mannfólkið fært um aö efla
og þroska alla andlega hæfileika
, sina á breiðum grunni, og fá
þannig heildarsjónarmið reynsl-
unnar hjá lifsreyndum kennurum
til að styðjast við, er mæta skal
erfiðleikum og vandamálum lifs-
ins. Þeir sem þannig kennslu fá,
eru þvi vel undirbúnir til aö vega
og meta, þegar út i heiminn kem-
ur. Þessi lifræna kennsla var
aðalsmerki hinna þriggja miklu
stjórnenda Kvennaskólans, sem
nú eru gengnar, þeirra Þóru Mel-
sted, Ingibjargar H. Bjarnason og
Ragnheiðar Jónsdóttur. Þóra
Melsted var forstööukona
Kvennaskólans frá 1874-1906.
Ingibjörg H. Bjarnason frá
1906-1941 og Ragnheiður Jóns-
dóttir frá 1941-1959. Af þessum
þrem merku konum átti Ragn-
heiður lang lengstan starfsferil
við Kvennaskólann i Reykjavik,
hún starfaði þar i hálfa öld. Þess-
ar 3 konur lýsa eins og þristirni
yfir vegferð skólans, yfir hyldýpi
skilningsleysis og fáfræði, sem
jafnan herjar á mannfólkið.
Er Ragnheiður Jónsdóttir lét af
forstöðukonustarfinu árið 1959,
verða að margra dómi þáttaskil I
sögu skólans, andrúmsloftið
breytist og Kvennaskólinn fær
annan svip. Gamli hljóðláti
kröfuharði timinn með morgun-
söng og bæn er að hverfa og nýi
timinn með öllum sinum hávaða
er að halsla sér völl. Ekki veit ég
hvað þessi breyting, þessi nýju
áhrif, kunna að hafa i för með sér
fyrir farsæld Kvennaskólans, en
hitt veit ég, að það er og var
ómetanlegt i vaxandi byggð
Reykjavikur, að hafa átt slika
hornsteina, sem þessar þrjár
konur.eraf óendanlegri fórnfýsi I
anda hinnar gömlu sálfræði, að
gera mestar kröfur til sin sjálfs,
inntu af hendi giftudrjúgt starf
um áraraðir fyrir litil laun.
Ingibjörg H. Bjarnason stóð á
sinni tið fyrir stofnun Minningar-
gjafasjóðs Landspitalans, til
styrktar efnalitlu fólki, er þurfti á
sjúkrahússvist að halda. Ragn-
heiður Jónsdóttir var i stjórn
sjóðsins frá stofnun hans áriö
1916, og þar til hún lét af störfum
sem gjaldkeri sjóðsins árið 1972.
Ævistarf Ragnheiðar Jónsdóttur
verður jafnan tengt skólamálum
og hefði þvi verið mikils virði, að
hún, sem lifað hefur öll helztu
timamót i langri sögu Kvenna-
skólans i Reykjavík, hefði sagt
áður en tímaglas hennar var út-
runnið með eigin oröum frá eigin
brjósti af reynslu sinni um menn
og málefní í sambandi viö skóla-
málin og þá alveg sérstaklega I
bók þeirri, sem nýlega var skráð I
sambandi við 100 ára sögu
Kvennaskólans I Reykjavik og út
var gefin af Almenna bókafélag-
inu árið 1974.
Eftir aö Ragnheiður lét af störf-
um og settist i heigan stein, var
hún mjög ern, allt til ársins 1977,
er heilsan tók að bila og hún
andaðist i Landspitalanum.
Þessi fátæklegu kveðjuorð min
verða ekki fleiri, ég minnist með
þakklæti kynna minna af Ragn-
heiði Jónsdóttur, og bið þann sem
alla dregur til sin, hann sem vakir
á hverjum stað, að varöveita og
blessa hana I heimum hins
himneska rikis.
S.Sigurösson.
Sólaóir
hjólbarðar
Allar stærðir á fólksbíla
Fyrsta flokks dekkjaþjónustc
Sendum gegn póstkröfu
BARÐINN
Ármúla 7 — Sími 30-501
H
Plastklæðning
á hús
Sono plastklæðningin
— þ.e. tvöfalt plast.
Skoðið og kynnist gæð-
unum. Þetta plast er
búið að fá góða reynslu
á íslandi. Gefið upp
mál á húsi og gluggum.
Við gefum tilboð.
Thermor rafmagns-
hitavatnskútar
Mjög vandaðir í stærð-
um 15 til 300 litra.
Sjálfur vatnskúturinn
er með 10 ára ábyrgð-
arskilmálum.
Loftstigar
Húsrýmið er dýrt.
Gjörnýtið því plássið
undir súð. Fyrirliggj-
andi stigar fyrir loftop
60x100 sm.
Keflavík: Símar (92)
2121 og 2041
Reykjavik: Vestúrgötu
10 (uppi). Simi (91) 2-
14-90.