Tíminn - 13.05.1977, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.05.1977, Blaðsíða 9
Föstudagur 13. maí 1977 9 Um fleipur Ólafs á Oddhól Ég hef talið mig i hópi þeirra sem þola að heyra sitt af hverju sagt i útvarp annað en það sem mér finnst sjálfum að sé satt og rétt. Það fylgir málfrelsinu og heyrir til frjálsri umræðu. En þá er lika viöeigandi að halda umræðunni áfram og svara Vit- leysunum. Ölafur á Oddhól var sýndur i sjónvarpi 30. april. Þá sagðist hann vera á móti öllum stórum sölufélögum bænda og taldi þau slæm. Það þykist ég vita að maðurinn hafi aldrei komizt svo langt að hugsa sér hvernig haga skyldi sölu og vinnslu fram- leiðslunnar. Hitt heyrum við að hann vill hvorki Mjólkurbú Flóamanna né Sláturfélag Suö- urlands. Hann vill að bændur selji sinar vörur sjálfir beint til neytenda. A þá hver bóndi i Rangárvallasýslu að bera sina mjólk i húsin i Reykjavik? Og hvað er meö gerilsneyðingu? Mjólkuriðnaðurinn á auövitaö að verða heimilisiðnaður. Það er tillaga sem hægt er að ræða. Við það myndi þó hvorki öryggi um vöruvöndun né hagkvæmni i þjóðarbúskap vaxa. Það er greinilegt að mann- tetrið i Oddhól vill hafa þá til- högun á sölu sláturafurða sem var áður en afurðasölulögin komu þegar bændur úr Rangár- vallasýslú og Húnavatnssýslu voru samtimis með óselda fjár- hópa i Reykjavik og buðu verðið niður hver fyrir öörum. Ég sagði manntetriö vegna þess að virðulegra orð á ekki við um þá persónu sem lætur út úr sér á almannafæri svona van- hugsaða vitleysu i sambandi við það sem persónan lifir og hrær- ist i. Þar kemur fram nöturlegt sálarlif. Annað mál ef reynslu- laus krakki ætti i hlut. Hitt er mannlegt að Ólaf lang- ar til að fegra minningu föður sins. Annað mál er svo hvað langt verður komizt i þvi. H.Kr. UM „FÁTÆKT FÓLK” Yfirlýsing og greinargerð t bókinni „Fátækt fólk” lýsir hr. Tryggvi Emilsson heimilinu á Draflastöðum I Sölvadal á mjög óhugnanleg- an hátt. Viö undirrituö, sem þekktum vei þetta heimili á þeim árum sem Tryggvi var þar, furðum okkur á þessari frásögn hans og getum ekki trúaö henni. Lýsum viö hér meö yfir andstyggö okkar á þeim þætti bókarinnar sem fjallar um heimilislífiö á fyrrnefnd- um bæ. Ketill S. Guöjónsson Þorvaldur Guðjónsson Hjalti Guömundsson Kristln Siguröardóttir Stefán Benjaminsson Jóhann Sigurösson. Laust fyrir siðustu jól kom út bókin „Fátækt fólk” eftir Tryggva Emilsson. Fáar bækur munu hafa vakið meira umtal viða um land en þessi bók. Þó mun það umtal hafa orðið einna mest hér i eyfirzkum sveitum sem eðlilegt má telja, þar sem þessar frásagnir Tryggva eru mestar úr Eyjafiröi og af Akur- eyri. Nokkrar umsagnir um bókina hafa birzt i blöðum og er henni þar yfirleitt hælt, einkum fyrir ágæta frásagnarhæfileika höfundar og góðan stil. Má það til sanns vegar fær. Allmargir munu þó vera ofan moldar sem muna þá tima er þessar æviminningar Tryggva spanna yfir og áttu heima I fjölda ára I næsta nágrenni við þá staði sem bókin getur um og mesta athygli hafa 'vakið i frá- sögninni. Við, sem vorum i 15 til 20 ár á næstu bæjum við Drafla- staöi I Sölvadal og áttum þess kost að koma þar við og viö og hafa ýmiss konar samskipti við heimilisfólkið á bænum eins og geristá nágrannabæjum i sveit, viljum lýsa megnri andúö okkar á hinum ógnvekjandi frásögn- um Tryggva af fólkinu þar og framkomu þess við hann og full- yrðum að þetta á sér engan stað. Hjónaleysunum á Drafla- stöðum, Sigfúsi og Guðrúnu, er lýst sem fullkomnum óþokkum og er þá ekki of sterkt til oröa tekið. Sannleikurinn er hins vegar sá að þetta fólk fékk al- menningsorö fyrir að vera sómafólk, glaölynt i viöræðum og á engan hátt til baka haldið né hafa tilburöi til að einangra sig. Eitt af þvi sem vekur okkur einna mestrar andstyggöar i sambandi viö frásögn Tryggva af Draflastaðaheimilinu, er þaö tillitsleysi sem fram kemur gagnvart afkomendum þessa fólks sem enn er á bezta aldri. Til glöggvunar á þessu skal fram tekið að þau Sigfús og Guörún giftust nokkru eftir að Tryggvi fer alfarinn frá Drafla- stööum. Attu þau eina dóttur barna. Þekkti hún föður sinn ekki neitt þvi hún er aðeins 4 ára þegarhanndeyr. Nú er hún hús- freyja á ágætu heimili hér i firöinum og á uppkomin börn. Þess er vert að geta að hún er rómuð fyrir góövild og myndar- skap. Menn geta gizkaö á hvert áfall þaö hefir veriö fyrir þessa konu að fá allt i einu þessa viðbjóðs- legulýsingu af foreldrum sinum i bók sem seld er um allt land. Manni býður i grun aö þarna sé verið að reyna að kitla eyru les- enda bókarinnar meö skáldleg- um tilþrifum og æsandi sögum. Eitt er enn sem vekur athygli i sambandi við vist Tryggva á Draflastöðum og það er að Emil, faðir hans, hikar ekki við að láta son sinn vera 3 sumurog einn vetur i þessum kvalastaö. Hann sýnist ekki hafa neina til- burði til að taka drenginn þaðan fyrr en seint og um siðir og koma honum i aðra vist. Þó hefði hann eflaust átt að vita, eftirsögusögnTryggva, hvernig að honum var búiö á þessu heimili. Sögusviöið i öxnadal er okkur óviðkomandi en við höfum þó góöar heirpildir fyrir þvi aö þar sé farið rangt meö ýmis atriði og vekur þaö grun um óvandaða heimildaöflun eða oftrú höfundarins á eigið minni. Tryggvi segir að Draflastaðir séu nú i eyði en ekki er þetta rétt hjá honum. Jöröin er byggð og hefði hann þvi getað sparaö sér vangavelturum þaö atriði á bls. 110. Fleiri villur mætti nefna en þær skipta litlu máli. Okkur er það vel ljóst, aö þó að við sendum þessar athuga- semdir viö skrif Tryggva um vist hans á Draflastööum i fjöl- lesnustu blöð landsins I dag, þá mun fljótt fyrnast yfir þær og fólk gleyma þvi að þær hafi nokkurn tima birzt. Hins vegar mun bók- in „Fátækt fólk” áfram vera til og verða lesin I framtiðinni sem einhver sannfræöilegasta lýsing þeirra sagna á þeim tima sem hún fjallar um. Tilboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar, jeppabifreið, vörubifreiðar og sumarferðahús er verða sýnd að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 17. mai kl. 12-3, ennfremur strætisvagn er verður til sýnis á afgreiðslu vorri á Kefla- vikurflugvelli. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5. SALA VARNARLIÐSEIGNA Auqlvssd í Tírrianum Fjölsviðs-mælar Amper-tangir Einangrunar- mælar MV-búðin . Suðurlandsbraut 12 sími 85052. Bænadagur þjóðkirkjunnar: lands og lýðs ÉG minni á, að hinn árlegi BÆNADAGUR (5. sd. e. páska) er að þessu sinni 15. MAl. A bænadegi í fyrra var beöið fyrir „giftu og góðum lyktum I land- helgismálinu". Jafnframt var minnt á, að það mál hafði þá að undanförnu veriö stöðugt bæn- arefni i kirkjum landsins. A þessu ári, 1977. er réttur aldarfjórðungur liðinn síöan landhelgi Islands var færö út i 4 mflur. Þá þróun, sem siðan varð, ber vissulega að þakka og sérstaklega bá bænhevrslu, að háskaleg átök á miðunum ollu aldrei slysum á mönnum né liftjóni. Ég rifja upp ályktun kirkju- þings 1976, sem samþykkt var á fullveldisdegi, 1. desember: „A fullveldisdegi islenzku þjóðar- innar fagnar kirkjuþing þeim lyktum, sem orðnar eru i land- helgismálinu, þakkar þá hlifð og giftu, sem þjóðin hefur notiö i baráttu sinni til sigurs i þessu máli og biður þess, að þessi mikilvægu þáttaskil i islenzkri sögu veki og glæði kristna vit- und um helgi lands og lifs”. Ég óska þess að niðurlagsorð þessarar ályktunar veröi yfir- skrift bænadagsins að þessu sinni: HELGI LANDS OG LIFS. Unnum sigrum fylgir aukin ábyrgð. Islendingar bera nú meiri ábyrgð en áður á lifinu i sjónum umhverfis landið. Mörgum stendur ógn af mengun hafsins, ekki sizt vegna oliuleit- ar og oliuvinnslu. En Islending- ar bera fyrst og fremst ábyrgð á eigin geröum i sambandi við sókn á miðin. Þar þarf vit að ráða, hófstilling og þegnskapur. En það þarf lika að muna, aö umsvif og tækni og gróöahyggja eru hæffuleg lifi landsins, ekki siður en sjávarins, ef menn sjást ekki fyrir I sókn sinni á hendur þeirri náttúru, sem lifs- afkoman i nútið og framtið byggist á. Þvi mátti maðurinn taka viö þvi boöorði frá skapara sinum að gera sér jörðina undir- gefna, að hann átti að skilja og virða þá staðreynd, að hann er sjálfur undirgefinn skapara himins og jarðar og ábyrgur fyrir föður alls lifs. Mættum vér læra að umgang- ast landið, auðlindir láðs og lag- ar, og þau gæði einnig, sem verða ekki metin til fjár, i ábyrgri vitund um helgi þeirrar náttúru, sem Guö skapar, nærir og prýðir. Þvi aðeins skiptir maðurinn við náttúruna á þegn- legan, ábyrgan og farsælan hátt, að hann kunni aö meta þau verðmæti, sem eru ekki af þess- um heimi. Þvi aðeins skiptir hann bróöurlega við meðbræö- ur, aö hann hafi heilbrigð, and- leg viöhorf, heila samvizku. Hér er fólgið hið ómetanlega hlut- verk kristinnar kirkju I þjóölif- inu. Köllun hennar er helgun mannlifsins fyrir áhrif Jesú Krists. Islenzk náttúra getur veriö harðleikin. Tjón og voða af hennar völdum hefur þjóðin mátt reyna og reynir enn. Biðj- um þess, að byggðum, mann- virkjum og mannslifum veröi hlift við háska vegna eldsum- brota. Þökkum augljósa vernd og ytri farsæld. Greiðum Islandi drengileg heit. Megi það eiga biðjandi börn, þakklát i gengi, þolgóð i þraut, samhent systkin 1 bliðu og strlðu, sem helgi sitt land og líf viö lindir Guðs orðs. Svo skal veröa beöiö I anda og sannleika i hverri kirkju lands- ins á komandi bænadegi. Sigurbjörn Einarsson J KANADAFERÐ Samvinnuferðir og þjóðræknisfélögin efna til þriggja vikna Kanadaferðar i sumar. Flogið til Winnipeg 15. júli og heim aftur 4. ágúst. Gisli Guðmundson verður aðalfararstjóri. Honum til aðstoðar fróðir heimamenn er þurfa þykir. Skipulögð ferð til Kyrrahafsstrandar hefst þann 16. júli. Fyrsti .næturstaður Vatna- byggðir. Þá3 dagari Alberta (Edmonton, Markerville, Calgary). Ógleymanleg ökuferð vestur um Kletta- fjöll til Vancouver, vikudvöl á hinni fögru vesturströnd, ferðirtil Seattle og Victoria. Flogiðþann 29. til Winnipeg og siðan dval- ið i Manitoba. Þátttaka i Islendingadegin- um á Gimli. Gist á hótelum. Skoðunarferðir um Manitoba fyrir þá sem þar dvelja allan timann, eru i boði á veg- um Viking Travel Ltd. Winnipeg. Leitið upplýsinga hjá Samvinnuferðum, Austurstræti 12, Reykjavik, simi 27077 eða á Hótel KEA, Akureyri, simi 22200. Samvinnuferðir Austurstræti 12 Rvk. simi 27077 I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.