Tíminn - 17.05.1977, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.05.1977, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 17. maí 1977 11 ERLENT YFIRLIT Fjórir flokkar keppa á Spáni Otgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Auglýs- ingastjóri: Steingrfmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur í Aðalstræti 7, sfmi 26S00 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasími 19523. Verö i lausasölu kr. 70.00. Askriftar- gjald kr. 1.300.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Lækkun verðlags Rikisstjórnin hefur nú til athugunar hvaða ráð- stafanir séu vænlegastar til að auka kaupmátt lág- launa, án beinna kjarabóta. t þvi sambandi koma menn fyrst auga á skattana. Það er hins vegar að segja um tekjuskattinn, að hann leggst ekki á lægstu launin, og lækkun hans kæmi þvi ekki lág- launafólki til bóta. öðru máli gegnir um útsvörin, en erfiðleikinn við lækkun þeirra er sá, að þá verður að sjá sveitarfélögunum fyrir tekjum i staðinn. Þess vegna er lækkun beinu skattanna ekki eins auðveld leið til að bæta hag láglaunafólks og margur hyggur. öðru máli gegnir um lækkun eða afnám sölu- skattsins á brýnustu lifsnauðsynjum. Afnám sölu- skatts á þeim kemur láglaunafólki til fullra hags- bóta og þvi meira, sem um stórar fjölskyldur er að ræða, en það eru einmitt þær, sem standa höllust- um fæti. Þvi er afnám söluskatts tvimælalitið far- sælasta skattalækkunarleiðin til að tryggja hag láglaunafólks. Hér i blaðinu hefur oft verið bent á, að það væri næsta óeðlilegt að kjötvörur skyldu ekki undan- þegnar söluskattinum, eins og fiskur og mjólkur- vörur. Afnám söluskatts á kjötvörum, myndi ekki aðeins verða neytendum mikil hagsbót, heldur auka sölu á þeim innanlands, draga þannig úr út- flutningi og lækka útflutningsbæturnar. Tekju- rýrnun rikissjóðs af niðurfellingu söluskattsins myndi þvi verða minni en ella, eða sem svaraði lækkun útflutningsbótanna. Á sama hátt virðist óeðlilegt að leggja söluskatt á rafmagn, sem enginn getur án verið, eða á þjón- ustugjöld likt og simagjöld og póstgjöld. Það myndi verða mikil búbót fyrir þá, sem lakast eru settir, ef söluskattur á umræddri þjónustu yrði felldur niður. Það yrði einnig ávinningur fyrir at- vinnureksturinn og styrkti stöðu hans. Almenningur hefur áreiðanlega beðið lengi eftir þvi, að rikisvaldið gerði ráðstafanir til lækkunar á vöruverði og þjónustu. í staðinn hefur alltaf verið sótt i hækkunaráttina. Er ekki orðið timabært að breyta til og reyna heldur að halda i hina áttina? Þvi má að sjálfsögðu ekki gleyma, að geta rikis- sjóðs er takmörkuð og má þvi segja, að hann sé ekki fær um að lækka skattana verulega. En þess má einnig minnast, að verðbólgan hefur einnig ó- hagstæð áhrif á rekstur rikissjóðs. Þess vegna hefur núv. rikisstjórn orðið að innheimta meiri skatta en vinstri stjórnin, þrátt fyrir minnkandi framlög til verklegra framkvæmda Eftirvinnan Það hefur komið i ljós siðan eftirvinnubannið kom til sögunnar, að það veldur miklu minni trufl- un á ýmsum sviðum en ætlað var fyrirfram. Vinnuveitendur hafa nýtt dagvinnutimann betur. Af þessu og ýmsu öðru má ætla, að hægt sé að draga verulega úr eftirvinnunni og koma þannig á eðlilegum vinnutima. Það, sem sparast við þetta, ætti að nota til að hækka dagvinnukaupið. Áreið- anlega er hér um að ræða leið til hækkunar á dag- vinnukaupinu, sem atvinnurekendur þurfa að ihuga vel, enda mun fólk ekki sætta sig við hinn langa vinnutima til langframa. Þ.Þ. Auk þess eru smáflokkar og óháðir fái minnst fylgi hinna fjögurra aðalflokka e&a bandalaga. Flest bendir til, a& það hafi verið hyggilega ráðiö að leyfa honum þátttöku í kosningum, þvi að bann hefði orðið vatn á myllu hans. Af hálfu Carillo er reynt að skapa flokknum breiðari grundvöll með þvi að hampa sem minnst byltingar- stefnu hans, heldur telja hann geta orðið þátttakanda i sam- starfi umbótaflokka. Þvi geti flokkurinn bæöi sætt sig við aðild aö Atlantshafsbandalag- inu og Efnahagsbandalaginu, ef það stæði til boða. Carillo gagnrýnir einnig Sovétrikin, en þar getur hann lent i deilum við hina frægu byltingarkonu, Dolores Ibarruri (La Pasion- aria), sem hélt heim frá Sovétrikjunum siðastl. föstu- dag eftir 38 ára útlegð þar. Hún vill ógjarnan deila á Sovétrikin, Hún mun verða i framboði, þótt hún sé áttræð að aldri, og þykir likleg til að ná kosningu. ÞEIR flokkar, sem verða TÆPUR mánuður er nú þang- að til að þingkosningar fara fram á Spáni og verða þá liðin 41 ár frá næstu þingkosningum á undan. Frambjóðendur verða margir, eins og ráða má af þvf, að i Madrid einni keppa 588 frambjóöendur um 32 þingsæti i neðri deildinni. Bæöi eru flokkarnir margir og auk þess er mikið um óháða frambjóöendur. Margir flokk- anna eru bundnir við einstök fylki og einbeita sér að mestu aðsérmálum þeirra, t.d. i hér- uðum Baska. Þótt hinar póli- tisku linur eigi vafalitið eftir að skýrast á þeim vikum, sem erueftirtil kosninganna, virð- ast þó megindrættirnir komnir i ljós. Eftir þvi, sem nú verður séð verður aöalkeppnin milli fjögurra flokka eöa flokka- bandalaga, sem hafa fram- bjóðendur um land allt. Þessir flokkar eru miðflokkabanda- lagið (UCD) undir forustu Adolfo Suarez forsætisráö- herra, flokkur hægri manna (AP) undir forustu Manuel Fraga Iribarne, Jafnaðar- mannaflokkurinn (PSOE) undir forustu Felipe Gonzalez og loks Kommúnistaflokkur- inn (PCE) undir forustu Santi- ago Carillo. YFIRLEITT virðist þvi spáð, að Miðflokkabandalagið undir forustu Suarez forsætisráð- herra hljóti mest fylgi. Banda- lagið er myndað af einum fimmtán flokkum eða flokks- brotum, sem töldu sig tilheyra miðjunni, en það helzta þeirra var undir forustu Jose Maria Arielza, sem var utanrikisráð- herra i fyrstu stjórninni sem Jóhann Karl konungur mynd- aði. Suarez beittisér fyrir þvi, aðþessi flokkur eöa flokksbrot mynduðu eina fylkingu.Sjálfur gekk hann ekki i neitt þeirra, heldur telur sig óflokksbund- innm þótt hann sé i framboði fyrir bandalagið, Suarez er búinn að vinna sér miklar vin- sældir og eru þær taldar meginstyrkur bandalagsins. Það virðist lika falla vel i eyru á Spáni að hafna öfgum til hægri og vinstri og reyna að þræða hinn gullna meðalveg. Flestar spár viröast benda til, að Kommúnistaflokkurinn Felipe Gonzalez skæðustu keppinautar Miö- flokkabandalagsins eru Jafn- aðarmannaflokkurinn undir forustu Gonzales og Hægri flokkurinn undir forustu Fraga. Aður en Miðflokka- bandalagið kom til sögunnar undir forustu Suarez, hefðu þessir tveir flokkar sennilega keppzt um það að verða stærsti flokkurinn. Jafnaðar- mannaflokkurinn nýtur þess aðstanda á gömlum merg, þvi að hann var öflugur fyrir borgarastyrjöldina, og hann nýtur þess einnig að vera i nánum tengslum við jafnaðar- mannaflokkana i Vestur- Evrópu. Nýlega mættu þeir Mitterand, leiðtogi franskra jafnaðarmanna, og Bettino Craxi, leiðtogi italskra jafnað- armanna á útifundi i Madrid, ásamt Gonzalez, og mættu þar um 120 þús. manns. Gonzalez er innan við fertugt og þykir álitlegur foringi. Hægri flokk- urinn undir forustu Fraga nýtur þess, að margir af göml- um fylgjendum Francos munu fylkja sér um hann, þvi að þeir telja það vænlegra en að skipa sér um smáflokka, sem eru enn lengra til hægri. Málflutn- ingur Fraga hefur lika ein- kennzt af þvi i seinni tið, aö hann sækist eftir fylgi þessara kjósenda. Fraga var um skeið talinn einn af frjálslyndari fylgismönnum Francos og lét Franco hann þvi vikja sem upplýsingamálaráðherra og gerði hann að sendiherra i London. Fraga varð svo innan rikisráðherra i fyrstu stjórn- inni, sem Jóhann Karl kon- ungur myndaði, en neitaði sið- ar að vera i stjórn undir for- sæti Suarez, þar sem hann væri of ihaldssamur. önnur hefur orðið raunin. Fraga beitti sér gegn þvi, aö komm- únistar fengu að taka þátt i kosningunum. Nú segist hann vilja bjarga þvi bezta úr Francoismanum og vinna gegn sósialismanum. Eitt helzta vi'gorð hans er: Ef þú villt eiga sjónvarpstæki eða- bil, kjóstu þá ekki sósialista. Það er aö sjálfsögöu ekki fullljóst hvert fylgi hinna mörgu smáflokka veröur, t.d. flokka, sem telja sig kristi- lega. Svo getur farið, að þeir nái meira fylgi en spáð er nú. Þ.Þ. Manuel Fraga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.