Tíminn - 17.05.1977, Blaðsíða 12

Tíminn - 17.05.1977, Blaðsíða 12
12 Þriðjudagur 17. mai 1977 Þriðjudagur 17. mai 1977 13 — Danska rikiö keypti þetta hús 1918 eöa 1919eftir aö Island fékk sjálfstæði 1918 og þjóöirnar skiptust á sendiherrum. Þessi kaup voru umtöluð i dönskum og islenzkum blöðum, og heima i Danmörku var það nokkuð gagnrýntaö ráðiztskyldi i kaup á þviliku stórhýsi fyrir sendiráð Dana i Reykjavik. 1 þann tið var Þjóðleikhúsið ekki komið og gott útsýni héðan yfir höfnina. Forsætisráöherra Islands, Jón Magnússon, bjó þá i húsinu, sem Hiö islenzka prentarafélag á nú og sendiherrann og hann voru góðir kunningjar og spiluðu bridge saman. Fyrsti sendi- herra Dana hér á landi hét Böggild og var hér aöeins fáein ár en næstur honum kom Fontenay, sem íslendingum er að góöu kunnur. Svo fórust Sven Aage Nielsen ambassador Dana á Islandi orð i viðtali við Timann i reisulegu húsi danska sendiráösins i Reykjavik, þar sem bæði eru skrifstofur þess og aðsetur ambassadorsins og fjölskyldu hans. Sven Aage Nielsen og kona hans Aase hafa dvalizt hér i tæp fjögur ár og eru nú á förum til Danmerkur, þar sem ambassadorinn mun starfa i utanrikisráðuneyti Dana. Þau hjónin komu hingað á- samtdætrum sinum tveim 1973, sumarið eftir gosið i Vest- mannaeyjum Arið eftir fór öll fjölskyldan akandi i hringferð um landið eftir nýja veginum og varð sú ferð þeim ógleymanleg. Dæturnar eru ekki lengur hér á landi. önnur lauk B.A.-prófi við Háskóla Islands og giftist i fyrrasumar Irving, syni fyrr- verandi sendiherrahjóna Bandarikjanna á tslandi. Brúð- kaupið var haldið i Mosfells- kirkju og gestir komu austan og vestan um haf auk íslendinga og útlendinga búsettra hér. Yngri dóttirin er nú við háskólanám i Danmörku. — Ég hef veriö utanlands i 21 ár, sagöi Sven Aage Nieísen ambasssador, og nú þykir mál til komið að sjá hvort ég get gert eitthvert gagn heima. Ég gekk i utanrikisþjónustuna þegar að loknu námi i hagfræði við Árósarháskóla 1947. 1950 fékk ég mitt fyrsta starf erlend- is i Búkarest á erfiðleikatimum eftirstriösáranna. Siðan lá leið- in um Belgrað, Aþenu, Buenos Aires. Pabis og London. En Reykjavik varð siðasti áfang- inn, eina norðlæga landiö, sem ég hef starfað i. Við höfum notið návistar stór- brotinnar náttúru tslands, sem ásamt ómenguðu umhverfi gef- ur mönnum kost á innihaldsriku lifi . ósjaldan höfum við hjónin um helgar tekið til nestispakka og lagt af stað i ökuferð burt úr bænum árla morguns. Annars er daglega lifið hér einnig ólikt lifinu þar sem við höfum áður veriö. 1 Argentinu t.d. eyða margir meirihluta ævinnar utanhúss i görðum og á gangstéttakaffihúsum. Og kjöt- ið gegnir sama mikilvæga hlut- verkinu þar og fiskurinn hér. Þarvorum viðá árunum 1956- 61, en á þeim tima fór megnið af nautakjötsframleiðslu Argen- tinumanna til Englands. I Argentinu merkir kjöt nauta- kjöt. T.d. var því komið á með- an ég var þar, að hafa skyldi kjötlausa daga einu sinni i viku i veitingahúsum svo að hægt væri að flytja meira út. Ef maður spurði á slikum degi i veitinga- húsi hvaö þar væri á boðstólum, þá kom á daginn að gestir gátu ef þeir vildu gætt sér á svina- kjöti eða kjúkling, en það hét ekki kjöt á máli þarlendra. Við spurðum ambassadorinn hvers væri helzt að minnast eft- ir fjögurra ára dvöl á Islandi. — Hátiðin á Þingvöllum vegna 1100 ára afmælis Islands- byggöar er einn þeirra atburða, sem við hjónin munum aldrei gleyma. Þá hef ég fylgzt af miklum á- huga meö þvi hve gæfusamlega stefna íslendinga I fiskveiði- málum hefur náð fram að ganga, en heita má aö 200 milna fiskveiðilandhelgi hafi nú hlotið alþjóöa viðurkenningu. — Hvernig er viðskiptum Dana og Islendinga nú háttaö, bæði i menningu og á öörum sviðum? — Ég álit að þau séu stöðugt i þróun, en að þessum málum þarf að sjálfsögðu alltaf að vinna. Verzlunar- og menning- Sven Aage Nilsen ambassador Dana á íslandi hættir störfum hér arleg samskipti þjóöanna eru góð. Við Danir dáumst mjög aö þvi hve Islendingar hafa mikinn á- huga á að viöhalda kunnáttu landsmanna i Norðurlandamál- um og kenna þau i skólum hér. En þar hefur dönsku boriö hæst. Islendingar bera af öðrum Norðurlandabúum hvað kunn- áttu i öðrum Norðurlandamál- um snertir. Þessa viöleitni og þennan áhuga tslendinga viljum við Danir gjarnan styðja eftir megni. Ýmis menningarsamskipti fara fram hér milli þjóöanna bæði i Norræna húsinu, leikhús- unum og i Danmörku gegnir hús Jóns Sigurðssonar mikilvægu hlutverki sem tengiliður milli þjóðanna. — tslendingar sóttu um aldir nær eingöngu æðri menntun Danska sendiráðið við Hverfisgötu Sven Aage Nielsen, ambassador. sina til Kaupmannahafnar, hver hefur þróunin orðið i málum is- lenzkra námsmanna i Dan- mörku siðari ár? — Háskóli Islands menntar nú fjölda námsmanna og auk þess leita íslendingar sér menntunar viöa um heim. Þó eru enn sem fyrr margir is- lenzkir námsmenn i Danmörku, en mér virðist það færast i vöxt að þeir séu þar nú fremur i styttra sérnámi, en til margra ára eins og áður var. Einmitt á þessum árstima leita fjöldamargir námsmenn til sendiráðsins til að afla sér upplýsinga um menntaleiðir. Við höfum mjög fullkomnar upplýsingar um skóla i Dan- mörku og þeir sem leita til okk- ur fá afrit af þeim, þvi oft vill það fljótlega gleymast, sem menn geta aðeins kynnt sér á skömmum tima. Þessar upplýs- ingar hafa stöðug' farið batn- andi á undanfömu.n árum. — Er mikil verzlun milli landanna? — Já,við seljum Islendingum eins mikið af vörum og Argen- tinu- og Brasiliumönnum til samans. Staða Dana á markaði Islendinga er að minu áliti góö, 10% af heildarinnflutningi ykk- ar kemur frá Danmörku og þótt t.d. Bretar og Þjóðverjar séu þar ofar á blaði, er það drjúgur skerfur. Þetta eru margvisleg- ustu vörur allt frá tizkuvörum og upp i eitt og eitt skip, sem hleypa viðskiptunum upp viö og við. Starfsemi Eimskips og Flug- leiða i Danmörku hafa eflt og auðveldað mjög viðskipti milli landanna. Helztu innflutningsvörur Dana frá Islandi eru lambakjöt og ullarvörur, auk sildar, sem landað er i Danmörku. Sala á islenzku lambakjöti i Danmörku hefur farið heldur vaxandiár frá ári, en þó held ég mætti auka hana með meiri kynningarstarfsemi. Ég er ekki viss um að dönskum húsmæðr- um sé almennt ljóst hvert hnossgæti kjötið ykkar er. En hverjum þeim, sem komið hefur út i islenzka náttúru, hlýtur að vera ljóst, að þar er um allt ann- að kjöt að ræða, en það sem framleitt er við aðrar og óeðli- legri aðstæður. Við þökkum Sven Aage Niel- sen fyrir samtalið og óskum þeim hjónunum góðrar ferðar. Þau ætla að eyða sumarleyfi sinu i sumarbústað sinum á vesturströnd Jótlands, en þaðan eru þau bæöi. 1. júli tekur ambassadorinn til við ný verk- efni i Kaupmannahöfn. Greinargerð fisksjúkdómanefndar: Enginn látinn vita um ódöngunina í laxa- seiðunum í Laxalóni Fisksjúkdómanefnd ber það á Skúla Pálsson i Laxalóni, að hann hafi leynt þvi siðan voriö 1976, að ódöngun var I laxaseiö- um i stöð hans, og siðan ekki svarað bréfum nefndarinnar i nær tvo mánuði, er hún haföi komizt á snoöir um rannsókn þá sem gerö var á seiöum þaðan l Noregi. Þetta kemur fram i langri greinargerð, sem fisksjúk- dómanefnd hefur sent fjölmiöl- um. Þar segir enn fremur að þeg- ar svö fengust frá Skúla hafi hann gengizt við þvi, að 2000-3000 laxaseiði hafi drepizt I fimm eða sex eldiskerjum, en hann heföi taliðorsökina gamalt og vont fóður. I bréfi frá hinni norsku rannsóknarstofnun kem- ur einnig fram, að menn þar voru i uphafi i vafa um, hvaö að seiöunum amaði — hvort heldur hægfara sýking eða skaðleg efni i fóðri heföu orðið þeim að ald- urtila. Seiöi þau, sem drápust kveðst Skúli hafa sent sorpeyö- ingarstöð Reykjavikurborgar, og skrár um sölu og afhendingu hrogna og seiða frá stöðinni i Laxalóni hefði hann ekki tiltæk- ar. Þá segir, aö 6. april hafi hér- aðsdýralæknir tekið tuttugu iaxaseiði og tvo regnbogasil- unga i Laxalóni til rannsóknar á Keldum, og hefðu sex seiöi úr efra eldishúsi og öll úr hinu neðra reynzt hafa nýrnaveiki, samkvæmt skýrslu Guðmundar Georgssonar, sérfræðings i meinafræði. Við framhalds- rannsókn fundust ekki sjúk- dómaeinkenni á bleikju og regnbogasilungi, en aftur á móti i öllum laxaseiöum úr útikerj- um og þremur af átta úr efra eldishúsi. 20. april bannaði fisksjúk- dómanefnd allan flutning á fiski og hrognum frá Laxalóni meöan betur væri rannsakað hvernig háttað væri vatnskerfi stöövar- innar þar og dreifingu sjúk- dómsins innan hennar, og at- hugað hvaða aðgeröum yrði við komið til þess aö hefta út- breiðslu sjúkdómsins hér á landi. Samsetning lita, andstæður og kraftur Yfirlitssýning á verkum Jóhanns Briem í Listasafni íslands SJ-Reykjavik. — Þjórsá undan Þrándarholti „þykir mér sem blóð” er heitið á nýjasta málverki Jó- h'anns Briem listmálara, en á laugardag kl. 2 verður opnuð sýning á verkum hans i Lista- safni Islands, Elztu myndirnar á sýningunni málaði Jóhann 1932 þegar hann var við nám i Dresden i Þýzkalandi en þær yngstu eru frá þessu ári. Á ofan- nefndu málverki Jóhanns, sem kennt er viö tilvitnun úr-Sturl- ungu, horfa grænar verur á grænum hestum út á rautt fljót og gulur himinn og jörö sveipa þær annarlegri birtu. Menn og dýr hafa verið viðfangsefni Jó- hanns Briem frá upphafi listfer- ils hans og eru það enn. I for- mála fyrir sýningarskrá segir Selma Jónsdóttir listfræðingur: Jóhann málar af traustri þekk- ingu og heitri tilfinningu. Litur- inn og gildi hans er mikilvæg- asti þátturinn i málverki Jó- hanns mun mikilvægari en lina eða form. Má segja að á siö- ari árum byggi hann myndir sinar nær eingöngu á lit, sam- setningu hans andstæðum og kraftiog er alls óhræddur viö að tefla samanólikum litum, djarft en þó hnitmiöað. Formin, sem byggö eru upp af lit, veröa æ stærri og einfaldari. A sýningu Jóhanns eru 125 málverk, flest frá siðustu tveim áratugum, en einnig mörg yngri. Hann á sjálfur ekkert af málverkunum, Listasafniö á nokkur þeirra, en fjölmargir hafa sýnt lipurð og lánaö mál- verk á sýninguna. Jóhann Briem er fæddur að Stóra-Núpi i Arnessýslu 17. júli 1907. Hann stundaöi myndlistar- nám á árinu 1922 hjá Jóni Jóns- syni og hjá Rikarði Jónssyni og Jóhann Briem við eitt málverka sinna, ásamt Selmu Jónsdóttur. —Timamynd: GE Eyjólfi Eyfells 1927-1929. Jó- hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum i Reykjavik 1927. Aárunum 1929-1931 stund- aði hann nám við Akademie Simonsson-Castelli i Dresden og var kennari hans Woldemar Winkler. 1931-1934 var hann nemandi við Staatliche Kunst- akademie i Dresden og voru kennarar hans Max Feldbauer og Ferdinand Dorsch. Jóhann hélt sina fyrstu einka- sýningu i Reykjavik 1934 og hefur siðan haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt i mörgum samsýningum bæði hér heima og erlendis. Jóhann rak myndlistarskóla i Reykjavik ásamt Finni Jóns- syni á árunum 1934-1940 og var teiknikennari viö Gagnfræða- skóla Vesturbæjar 1936-1971. Jóhann hefur myndskreytt fjölda bóka og samið þrjár myndskreyttar ferðabækur, Landið helga, Rvk. 1958, Milli Grænlands köldu kletta, Rvk. 1962 og Til Austurheims, Rvk. 1967. Jóhann Briem hefur tekið virkan þátt i félagssamtökum myndlistarmanna. Hann var formaður Bandalags islenzkra listamanna 1941-1943 og einn af stofnendum Nýja myndlistarfé- lagsins 1952. Sýningin verður opin daglega frá kl. 13.30-22 næstu þrjár vik- ur: Sigurgrfmur Grímsson. Pá lyf tu menn tonni með handafli "V4 nú þarf lyftara fyrir 50 kg. SJ-Reykjavik — Ég tók á móti fyrstu pokunum i húsið, og sennilega sé ég á eftir þeim sið- ustu út héðan, sagði Sigurgrim- ur Grfmsson verkstjóri i Inn- flutningsdeild StS, þegar við liittum hann að máli í birgða- stöðinni við Geirsgötu, en hún er nú flutt i ný húsakynni i Holta- görðum svo sem frá heftir verif skýrt i Tímanum. Verið var aö reka endahnútinn á að tæma húsið og bjóst Sigurgrimur viö, að þvi verki yrði lokið á föstu- dag. Sigurgrimur mun starfa áfram við nýju birgðastöðina. Sigurgrfmur hefur starfað i birgðastöðinni við Geirsgötu í 46 ár eða frá 1931, en húsið var byggt á árinu 1930. Á þessum árum hefur húsið verið stækkað og starfsemi margfaldazt. Þá hefur starfsfólki fjölgaö, og samstarfsmenn Sigurgríms fyrr og siðar eru orðnir margir. Fyrstu vörurnar, sem komu i húsið voru áburður og siðar ýmis áhöld fyrir bændur. — Það hefur veriö ánægjulegt að starfa hér við höfnina, alltaf lif og fjör, sagði Sigurgrímur. Þó er orðið rólegra eftir að starfsemin hefur dreifzt á fleiri staði. A timabili var orðið hreint öngþveiti hér. Við áttum okkar hlut að þvi en oft hefur orðið að hafa vörurnar titi á götunni. T.d. var hér einu sinni fóðurblöndun, og var framleiðslan 50tonná dag. Ekki var annar staður fyrir hráefnið en úti, og það var siðan tekið inn, þegar við lokuðum á kvöld- in. — Margt hefur breytzt a þess- um tima. Fyrstu sextán árin var allt unnið með handafli, en 1947 fékk birgöastöðin fyrsta lyftar- ann. Aður fyrr voru heldur eng- in vandræöi með að koma eins tonns kassa upp á vörubilspall með handafli einu, en nú er ekki einu sinni hægt að gera það við 50 kg, nema hafa lyftara. Auglýsið í Tímanum Aðalfundur Aðalfundur Hagtryggingar hf. árið 1977 verður haldinn i Tjarnarbúð i Reykjavik laugardaginn 21. mai og hefst kl. 14.00. Dagskrá: Aðalfundarstörf skv. 15. gr. samþykkta félagsins. Aðgöngumiðar að fundinum og atkvæða- seðlar verða afhentir hluthöfum eða öðr- um með skriflegt umboð frá þeim i skrif- stofu félagsins að Suðurlandsbraut 10, Reykjavik, dagana 17. til 21. mai á venju- legum skrifstofutima. Stjórn HAGTRYGGINGAR HF.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.