Tíminn - 17.05.1977, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.05.1977, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 17. mai 1977 Elin t>or- bjarnar- dóttir senn búln til heimfarar Elin Þorbjarnardóttir, nýr skut- togari i eigu Hlaðsvikur h.f. á Suðureyri, smiðaður í skipa- smiöastöðinni Stálvik, fór i reynslusiglingu á föstudaginn var. Ber skip þetta nafn gagn- merkrar ættmóður dugmikils frændahóps, sem fremst stendur um framkvæmdir og atvinnu- rekstur á Suöureyri við Súganda- fjörð. Elin var eiginkona Friö- berts Guðmundssonar, hrepp- stjóra og útgeröarmanns á Suöureyri og sonarso-ur þeirra Einar óiafsson og fleiri niðjar Elinar eiga og reka fyrirtækiö Hlaðsvik. Margt gesta var i reynsluferð- inni, og margir fluttu ávörp. For- stjóri skipasmiðastöövarinnar Stálvikur, Jón Sveinsson, lýsti skipinu i helztu atriöum. Skipstjóri á Elinu Þorbjarnar- dóttur verður Arinbjörn Sigurös- son, kunnur aflamaður. Allar vélar og tæki skipsins hafa reynzt vel við prófanir og getur skipið væntanlega farið heim til Suöureyrar siðari hluta þessarar viku, þegar lokið er stillingu á flóknum rafeinda- búnaði þess. Geta má þess, að i skipinu er fullkominn viövörunarbúnaður i vélarrúmi, smiðaður af Iðntækni, og getur vélarrúmiö verið mann- laust i allt að átta klukkustundir. Heilarýrnun eftir fárra ára áfengisneyzlu Nýjar, athyglisveröar rann- sóknir hafa verið geröar i Svi- þjóð varðandi misnotkun áfeng- is. Heilaskemmdir koma ekki aðeins fram hjá ofdrykkju- mönnum og drykkjusjúkling- um. Svo virðist aö skemmdirnar geti gert vart við sig, þegar eftir fárra ára misnotkun áfengis. Rannsókn á tuttugu sjúklingum, sem framkvæmd var á áfengis- lækningastofnun í Sviþjóð, leiddi i ljós heilarýrnun sem svo er nefnd i daglegu tali, hjá þeim öllum. Þaö er rannsóknadeild við karolinska sjúkrahúsið I Stokkhólmi sem framkvæmt hefur þessar rannsóknir. Hún er ákveðin i að halda þeim áfram með þvi að fá til sin einstaklinga sem ekki eru ofdrykkjumenn, svo að hægt sé með samanburði að komast aö raun um hve ört heilaskemmdirnar breiðast út. Samkvæmt heimildum i ritinu Verdens Gang er það nýrri röntgenaðferð að þakka að hægt er að framkvæma þessar rann- sóknir þannig að þær hafi enga áhættu, skemmdir eða óþægindi i för með sér. Sjúklingarnir, sem rannsak- aðir hafa verið, voru á aldrinum 26 til 60 ára. Sá yngsti hafði neytt áfengis I óhófi i 4 ár. Meö- altalið var neyzla i um það bil 12 ár. 14 þeirra höfðu atvinnu, 5 voru atvinnulausir og einn var á eftirlaunum. Vikuna á undan rannsóknunum höföu þeir að meðaltali drukkið meira en heilflösku af sterkum drykkjum eða um það bil 4 flöskur af létt- um vlnum. Sá þeirra sem drakk minnst hefði ekki drukkið meira en hálfa flösku af sterkum drykkjum. Sá sem drakk mest hafði drukkið meira en tvær heilflöskur af brerinivfni á dag. Við karolinska sjúkrahúsið er sérstök deild fyrir drykkju- sjúka. Tekur hún ekki aðeins til meðferðar hin erfiðustu tilfelli á þessu sviði heldur einnig hin smærri. Þannig er grundvöllur lagður að rannsóknum á drykkjusjúklingum á mismun- andi stigum. Sú rannsókn sem nú er gerð hefur verið fram- kvæmd með aðstoð tölvu sem hefur safnað saman og skil- greint 10 þúsundir skrásetninga um röntgengegnumlýsingar á höfði og heila. Myndirnar voru síðan rann- sakaðar af sérfróöu starfsliði við tauga- og röntgendeild sjúkrahússins og vissi það ekki hvort sjúklingurinn var drykkjusjúklingur eða of- drykkjumaður. Það kom i ljós að allir þessir tuttugu menn, sem undir rannsókn gengu, voru með heilarýrnun. Skemmdirnar komu I ljós sökum þess að hol- rúmið I heilanum var stærra en eðlilegt er. Skemmdirnar voru i heilaberkinum sem stjórnar starfsemi hugans og minnis- hæfileikanum. En skemmdirnar voru ekki á sama staö i heilaberkinum á öll- um sjúklingunum. Þeir sjúkl- ingar sem rannsakaðir voru gengu undir greindarpróf. Aug- ljóst var að greind fimm þeirra hafði minnkað. Allir voru þeir með rýrnun i fremsta hluta heil- ans. Rannsóknirnar við karolinska sjúkrahúsið eru áreiðanlega þær fyrstu þessarar tegundar i heiminum. Aður voru nær ein- göngu rannsakaðar heila- skemmdir sjúklinga sem voru algjör reköld sökum áfengis- neyzlu. Sú spurning sem nú leitar á hugann er þessi: Er hægt að styrkja heilastarfsemina á ný ef menn hætta að neyta áfengis? Rannsóknir sem geröar hafa verið i þessum efnum I Amer- Iku, benda i þá átt. Menn hafa komizt að raun um aö sú heila- starfsemi sem er óeðlileg hjá drykkjusjúklingum, leitar til réttrar áttar hjá þeim sem lagt hafa niður áfengisneyzlu I nokk- ur ^r' Afengisvarnaráð Gamii slökkvibillinn á rúntinum niöri i bæ Sýning brunavardc I gam og ali KJ-Reykjavik — Um helgina fór fram sýning á vegum Bruna- varðafélags Reykjavikur að við- stöddu miklu fjölmenni. Var sýn- ingin bæði með léttum og aivar- legum undirtón og einkum haldin Minna selt af kinda- kjötinu en meira af nautakj ötinu FB-Reykjavik. Sala dilkakjöts hér innanlands frá slátrun siðastliðið haust og fram til 1. aprilhefur reynzt 18% minni en á sama tima árið á undan, sam- kvæmt upplýsingum Jóns Kagnars Björnssonar hjá Framleiðsluráði landbúnaöar- ins. 1. aprii höfðu verið seld hér innanlands 4200 tonn af fram- leiöslunni 1976. Jón sagði, aö þess bæri að gæta, viö samanburð þessara talna, að mjög mikil sala varð i marz i fyrra. Þá hafði k jöt átt að hækka 1. marz, en hækkunin kom ekki fyrr en 20. marz. Fram til þess tima hamstraöi fólk kjöt á eldra verðinu. Er sal- an þvi óvenjumikil i fyrra, og ekki að öllu leytisambærileg við söluna i ár. Kindakjötsbirgöir i landinu 1. april siðastliðinn námu 6759 tonnum, en voru 5847 tonn 1. april i fyrra. Enn er verið að flytja út kindakjöt af siðustu framleiðslu. Samfara samdrætti i kinda- kjötssölunni hefur orðið tölu- verð aukning i sölu nautakjöts. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs voru seld 453 tonn af nautakjöti, en i fyrra voru seld 405 tonn. Er aukningin þvi 12%. 1 ár hefur veriö slátrað 169 tonnum af nautakjöti, en fyrstu þrjá mánuði ársins 1976 var slátrað 213 tonnum, er slátrunin þvi 21% minni nú en þá. Þegar litið er á nautakjöts- birgðirnar nú og i fyrra er um miklar breytingar að ræða. Nú voru birgöir nautakjöts 1. april 709 tonn, en voru 1376 tonn l fyrra. Ekkert er flutt út af nautaköti, enda erum við vart aflögufær á þvi sviði. N autgripum fækkar, en fé og hrossum f jölgar var 3.584,889 rúmmetrar þurr- heys, um 250 þúsund rúmmetr- um meira en 1975, og 155.218 rúmmetrar votheys, um átján hundruö rúmmetrum meira en 1975. Kartöfluuppskera er talin hafa verið 69.182 tunnur, rúm- lega sex þúsund tunnum meiri en 1975 og rófnauppskera 7.922 tunnur, langt til þrefalt meiri en 1975. Þessar tölur um garöupp- skeru munu þó ekki alls kostar traustar. JH-Reykjavik. — Samkvæmt hagskýrslum voru 60.783 naut- gripir á fóðrum i landinu um slðustu áramót, og hafði fækkað um 1.002 frá árinu. Sauðkindur á fóðrum voru 870.848 — 10.472 fleiri en árið áður. Hross voru 48.205 og hafði fjölgað um 1.280. Svin voru síöustu áramótin talin vera 1.013 og alifuglar 296.252. Fóður handa búpeningnum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.