Tíminn - 17.05.1977, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.05.1977, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 17. mai 1977 3 K III III III II I LXIÍ röru i fjáröflunarskyni fyrir Norrænt brunavarðamót, sem haldið verð- ur I Reykjavik dagana 7. til 10. júni. Var á sýningunni kynnt starfsemi brunavarða og almenn- ingi kennd rétt notkun ýmissa björgunartækja. Dagskráin hófst á laugardags- morgun, þegar þrir slökkvibilar óku vitt og breitt um bæinn, og var þar með i ferð gamli bruna- bill Þjóðminjasafnsins. Var þessi ökuferð einkum farin i kynn- ingarskyni. Sýningin fór að öðru leyti fram við slökkvistöðina I Reykjavik. Um daginn voru siðan tvær kvikmyndasýningar á veg- um Eldvarnaeftirlitsins. önnur fjallaði um möguleg eldsupptök, sem rekja má beint til kæruleys- is, en hin var einkum heimilis- fólki til fyrirmyndar i viðbrögð- um við mögulegum eldsvoða. Fjöldamargt annað var þarna til gamans og fræðslu. M.a. var sögusýning, sýning á ýmsum gömlum björgunartækjum. Hægt Sigið f björgunarklukku. var að skoða slökkvibila og sjúkrabil. Brunaverðir sýndu björgun úr turninum. Stokkið var út um glugga og hafnað i fall- mottu og út af svölum i svo- kallaðri björgunarklukku. Er það sjálfvirkt tæki sem gefur ákveðið eftir og i samræmi við likams- þunga, og er þvi auðvelt og hættu- laust aö láta sig siga niður i róleg- heitum. Kveikt var i pappahúsi og sýnd rétt og röng notkun hand- slökkvitækja. A laugardaginn munu um 3000 manns hafa komið á sýninguna. A sunnudag voru ýmis atriði hennar endurtekin, og var þá enn stöðug- ur straumur fólks. Stokkið úr glugga i failmottu. Jarð- skj álf ta- hrina á Reykja- nesinu i gærdag HV-Reykjavik. — Jarðskálfta- hrina gekk yfir á Reykjanesi siðasta sólarhring og voru stærstu skjálftarnir rúmlega fjögur stig á Richter-kvaröa að styrkleika. Hjá Jarðeölisfræöideild Veðurstofunnar fengust i gær þær upplýsingar, aö hrinan hefði hafizt um klukkan fjögur þrjátiu aöfaranótt mánudags, en lengst framann af heföu skjálftarnir ekki veriö stööug- ir. Frá klukkan um fimmtán i gærdag ágerðust þeir hins vegar og stóðu þá nokkuö samfellt fram eftir deginum. Hrinur af þessu tagi munu vera nokkuð algengar á þessu svæði. Skjálftarnir i gær fundust greinilega i Reykjavlk og einnig á Akranesi, þar sem I munir hristust i hillum. Viðskiptaaðilar okkar munu ekki líða fyrir — segir Marinó Jóhannsson hjá Arnarflugi, en vél félagsins stöðvaðist á i Engiandi á sunnudag HV-Reykjavik. — Þetta er i sjálfu sérekkerttilað gera veð- ur út af. Vélin er stopp eins og er, en það verður ekki lengi og okkar viðskiptaaðilar munu ekki þurfa aö liöa fyrir það. Spurningin er núna hve lengi, þvi viö erum ekki búnir að taka ákvöröun um það hvað við ger- um I sambandi við þá misbresti sem komu i ljós, þetta er mál sem snýst um tima og peninga, sagði Marinó Jóhannsson hjá Arnarflugi i viötali við Timann i gær. Flugvél Arnarflugs stöðvaðist á sunnudag i Englandi þar sem hún var i skoöun. Orsökin til stöövunarinnar mun vera tær- ing i væng á vélinni, og var þota frá Flugleiðum fengin til að sækja þá sem með vélinni voru út. — Það ganga af þessu sögu- sagnir núna, sagði Marlnó enn- fremur f gær, en það er ails ekki rétt með máliö fariö. Það voru okkar eigin verkfræðingur og flugvirkjar sem fundu þessa vankanta og gáfu þann úrskurð, aö þeir væru þess eölis, að við ættum ekki að reka vélina eins og sakirstanda. Viö erum nú aö vinna úrmálinu, tæknilega og á annan hátt, og þegar við höfum allar staðreyndir i höndunum veröur tekin ákvörðun um það hvernig verður snúizt við mál- Ég vil leyfa mér aö fullyröa, að við verðum ekki stopp lengi, þvi þetta er ekki afdrifarlk bil- un, þóttég geti ekki sagt til um i dag hvenær vélin kemst aftur I loftið. — Marinó sagði Timanum einnig I gær, að rekstur Arnarflugs gengi vel og betur en aðstand- endur félagsins heföu þorað aö vona. Félagið biður enn eftir svari samgöngumálaráöuneytis viö beiöni um heimild til áætlunar- flugs. Beiðnin hefur verið lögö fyrir Flugleiðir h.f. og Flugráð, sem gefið hafa neikvæðar um- sagnir, en ráöuneyti tekur end- anlega afstöðu til afgreiðslu málsins. Nauðlenti á ókyrrum sjó KJ-Reykjavik — KI. 8:32 á laug- ardagsmorguninn fékk flug- stjórn á Reykjavikurflugvelli tilkynningu i gegnum Loftleiða- vél á ieiö til Luxemborgar um eins hreyfils land- og sjóflugvél, sem væri með dauðan mótor, og undirbyggi flugmaöur nauð- lendingu á sjónum i stefnu um 280 gr. frá Keflavík. Þegar voru gerðar ráðstafan- ir um björgun, flugvél Flug- málastjórnar send út til leitar og siðan björgunarliöið á Kefla- vikurflugvelli. Kl. 9:45 var flug- vél Flugmálastjórnar komin á vettvang og sveimaði yfir nauð- lentu vélinni. Haföi nauðlending tekizt framar vonumi nokkuð ókyrrum sjó, vélin óskemmd og hafðist flugmaður við inni I henni heill heilsu aö öðru leyti en þvi aö kenna til sjóveiki. Flugmaöurinn var raunar finnsk kona, Kuortti Orvokki, ferjuflugmaöur að atvinnu. Hún var i sinni 10. ferjuflugsferö yfir Atlantshaf þegar óhappið varö. Vélin er af geröinni Lake Buccaneer og . átti að hafa bensin til 15 tima flugs en haföi aðeins verið á lofti I 13 tima, þegar vélin drap á sér vegna eldsneytisleysis. Rannsóknar- skipið Arni Friöriksson tók vél- ina I tog, en siðan varð að taka hana um borð þar sem komin var veruleg slagsiöa á hana. Skemmdist vélin nokkuð viö þessar aðgerðir og aftur þegar henni var skipaö á land. Flugmanni var i upphafi bjargað um borð i gúmmibát frá Arna Friðrikssyni en áiöan hifö upp i björgunarþyrlu frá Kefla- vikurflugvelli, sem flutti hana til Reykjavikur. Verður ekki annað sagt en allar björgunar- aðgeröir hafi tekizt með miklum ágætum og forsjónin verið mjög hliöholl flugkonunni finnsku. Eins og fyrr sagöi var þaö bensinleysi sem olli þvi að flug- maður varð aö nauölenda, en tvo tima vantaði upp á áætiað. flugþol. Þegar bensin var sett á mótorinn, fór hann þegar I gang, svo ekki er um vélarbilun að ræða. Vélin mun þó hafa ver- ið eitthvað á eftir áætlun og lent i isingu og þurft að n.ota eitthvaö sterkari bensinblöndu. Loft- ferðaeftirlitið mun hafa sent fyrirspurn til framleiðanda vél- arinnar um hvað gæti orsakað óeölilega bensineyðslu. — Finnskri flugkonu bjargað á hafi úti Finnska flugkonan aö skoöa skemmdir á véi sinni. I------------------------—--------

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.