Tíminn - 17.05.1977, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.05.1977, Blaðsíða 1
SJ ræðir við Svend Aage Nielsen —bls. 12 rÆNGIR" Aætlunarstaðir: Bíldudalur-Blönduóc Búðardalbr IFIateyri-Gjögur-Hólmavík Hvammstangi-Rif-Reykhólar Sigluf'jörður-Stykkishólmur ; Súgandaf jörður Sjúkra- og leiguflug ,um allt land Símar: .2-60-60 oq 2-60-66 tl Slöngur — Barkar — Tengi WMXEwmaEmm SMjÐJUVEGI 66 Kópavogi — Sími 76-600 Atvinnurekendur: JH-Reykjavik. — Vinnumálasamband sam- vinnufélaganna hefur, að ósk sáttanefndar, gert henni grein fyrir þvi, hvaða lciðir það telur einna helzt færar til þess að rétta hlut lág- launastétta i landinu, án þess að því fylgi stórröskun i þjóðfélaginu. Gerðist þetta á laugardaginn. Hér er um að ræða hug- myndir, ætlaðar sáttanefnd til glöggvunar og úrvinnslu, en ekki tillögur, og voru þær látnar i té sem trúnaðarmál. Er þess vegna ekki unnt aö skýra frá efnisatriðum aö svo stöddu, enda væri þaö ekki til þess falliö aö greiöa fyrir sáttum á þessu stigi mála. A hinn bóginn mun Vinnumálasamband sam- vinnufélaganna vilja stuðla að lausn kjaradeilunnar, þegar þar að kemur, á þeim grundvelli, sem það hefur lagt með hugmyndum þeim, sem sáttanefndin hefur fengið i hendur. Segja fallið Sáttanefnd fær hugmynd- ír fra Vinnu- málasambandi legt - ríkisstjórnin heldur fund með sátta nef nd og deiluaðilum i dag gébé Reykjavik — Þetta hefur verið til umræðu hjá hafnar- verkamönnum i marga daga. Þetta eru harðsnúnir menn og mjög samstilltir, sem oftast hafa frumkvæði i vinnudeiium og eru kjarni félagsins á mörgum sviðum, það er varla á nokkurs manns færi að halda svona hópi i skefjum og ég ætla ekki að taka að mér að vernda atvinnurekendur fyrir þeim, sagði Guðmundur J. Guðmundsson, varaformaður Dagsbrúnar i gær. — Okkur finnst þetta skyndiverkfali ha f na r verka m a nn a til skammar verkalýðssam- þykktum i þjóðfélagi sem þessu, þar sem borgarar veröa aö treysta hver öðrum. Venjulega er ys og þys við Reykjavikurhöfn á virkum dögum, enda vinna þarna mörg hundruö manna. Eftir hádegi i gær, var hins vegar mjög rólegt, örfáir menn álferii og allar stórvirkar vinnuvélar stöðvaðar. Tímamynd: G.E. Þetta er til skammar og tvimælalaust ólöglegt verk- fall, sagði Barði Friöriksson, hrl., hjá Vinnuveitendasam- bandi islands Varðandi það, hvort hafnar- verkamenn hefðu haft frum- kvæði um skyndiverkfallið, og hvort hann áliti það löglegt, hafði Guömundur J. Guömundsson þaö að segja, að engin stjórnarsamþykkt væri til i Dagsbrún fyrir verk- fallinu, og þó að verkfall sem þetta væri t.d. löglegt á Norðurlöndum, mætti deila um hvort svo væri hér. Hann kvaðst ekki búast við að hafnarverkamenn legðu niöur vinnu I dag. Hann kvað hafnarverkamennina vera grama yfir þvi að vita af fory stumönnum sitjandi árangurslausa fundi dag eftir dag, en aö þeir væru glugg- andi I lögbækur kvaðst hann efast um. — Þeir eru fyrst og fremst reiðir út i atvinnu- rekendur, en þetta er iika aövörun til Dagsbrúnar og samninganefndar um að þeir vilji meiri aðgerðir, sagði hann. Vinnuveitendasamband ís lands mótmælti harðlega skyndiverkfalli hafnarverka- manna á fundi með sáttanefnd i gær. Vinnuveitenda- sambandið hefur áskilið sér allan rétt til skaðabóta frá Dagsbrún eða einstökum verkamönnum fyrir það tjón sem þaö kann að veröa fyrir vegna verkfallsins. Samningafundum lauk á Hótel Loftleiðum um kl. 18 i gær, en þá höfðu þeir staðiö frá kl. 16. Sáttanefnd ræddi viö bæði samninganefnd ASl og samninganefnd Atvinnurek- enda, hvora I sinu lagi I gær, en lltið miðaði i samkomu- lagsátt. Hins vegar virðist sem einhver hreyfing gæti komist á samningamálin i dag, en rikisstjórnin hefur boðaö fulltrúa ASI á fund kl. 11 fyrir hádegi, og atvinnurekendur stuttu siöar. Rikisstjórnin mun þó fyrst, áður en hún ræðir við fulltrúa deiluaöila, halda fund með sáttasemjara rikisins og sáttanefndinni I Sundahöfn var þó unnið við 'eitt skip cftir hádegi i gærdag, Göafoss, eins og sést á þessari mynd. Þar sögðust menn ekki hafa fengið nein boð um að leggja niður vinnu. — Timamynd ,G.E. fyrir hádegi. Almennur sáttafundur deiluaðila hefur verið boðaður hjá sáttanefnd kl. 16 i dag. 1 < Hafrannsóknastofnun lokar tveim hafsvæðum — vegna of mikils smáfisks og seiða i afla skipa gébé Reykjavik — Tveim svæðum var iokað I gær, annars vegar talsverðu hafsvæði á miðju Vopna- fjarðargrunni, þar sem vart varð mikils smáfisks i afla togara á þeim sióðum, og hins vegar var rækju- veiöisvæðinu á Axarfirði lok- að, þar sem mikiö reyndist af ýsuseiðum i afla báta þar. Axarfjarðarsvæöinu verður lokað um óákveðinn tima, en fylgzt verður með þvi á næstu dögum. Að sögn Ólafs Karvels Pálssonar, fiski- fræðings hjá Hafrannsókn- arstofnun verður svæðinu á Vopnafjarðargrunni hins vegar lokaö i sjö sólar- hringa. Lögunum um fyrir- varalausa lokun hafsvæða hefur verið breytt i þessu til- viki, en áður hafði Hafrannsóknastofnunin að- eins leyfi til að loka hafsvæð- um fyrir veiðum I þrjá sóiar- hringa. baö var skv. upplýsingum frá Markúsi Guömundssyni, eftirlitsmanni Haf rannsóknastofnunar, að svæöinu á Vopnafjaröar- grunni var lokað. Markús var um borð i skuttogaran- um ólafi Bekk frá Ólafsfirði, en þar reyndist meðaltal afl- ans úr fimm togurum vera 56% undir 58 cm. Mörkin eru þau, að ekki séu meira en 40% aflans undir 58 cm. Um fimmtán togarar voru aö veiðum á þessum slóðum þegar bannið var sett. Ekki mun eftirlitsmaöur hafa fariö um borð i hina togar- ana, en beinast liggur við að álita aö afli þeirra hafi veriö svipaður og hjá Ólafi Bekk. Rækjuvertiöinni á Axar- firði lýkur i enda maimánað- ar, og eru Húsavikurbátarn- ir svo til búnir að fylla kvóta sinn, en Kópaskersbátarnir munu enn eiga talsvert eftir af sinum kvóta. Mjög hefur gætt þess á þessari rækju- vertið á Axarfirði, aö mikið seiöamagn hefur komið i rækjutrollin og hefur svæö- inu hvaö eftir annaö verið lokað á vertiöinni um skemmri eöa lengri tima. “ - • Jón Sigurðsson um Grundartangaverksmiðjuna bls. 10

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.