Tíminn - 17.05.1977, Blaðsíða 21

Tíminn - 17.05.1977, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 17. mal 1977 21 — skoraði 2 mörk fyrir FH-inga, sem lögðu Eyjamenn að velli (2:0) á Kaplakrika ólafur Danivalsson lék aðal- lutverkiö hjá FH-ingum sem lögðu Eyjamenn að velli (2:0) á Kaplakrikavellinum á sunnudag- inn i 1. deildarkeppninni I knatt- spyrnu. Ólafur sem sýndi nú sinn bezta leik i langan tima, gerði varnarmönnum Eyjamanna lifið leittmeð leikni sinni — og skoraði hann bæöi mörk FH-inga. FH-ingar mættu ákveðnir til leiks og sýndu þeir oft skemmti- legar sóknarfléttur. Þeir voru nær þvi búnir að skora strax i byrjun, þegar Helgi Ragnarsson komst einn inn fyrir vörn Eyja- manna á 5. minútu, en honum brást bogalistin — skaut fram hjá Páli Pálmasyni, markverði en skot hans hafnaöi i stöng. Eyjamenn beittu rangstöðu- leikaöferð i byrjun — en það býð- ur hættunni heim, ef allir varnar- leikmenn eru ekki vel á verði. Þeir voru þaö ekki á 19. minútu, þegar ólafur Danivalsson stakk sér fram hjá þeim, lék á Pál markvörö og renndi knettinum i netiö. Þetta mark hafði góð áhrif á FH-inga sem réðu gangi leiks- ins að mestu leyti. Þjálfari og fyrirliði þeirra Þórir Jónsson, geröi Óskar Valtýsson hinn bar- áttuglaða miðvallarspilara Eyja- manna óvirkan, með þvi aö elta hann eins og skuggi um allan völl- inn — og fékk Óskar þvi ekki að leika lausum hala. Þetta haföi slæm áhrif á sóknarleik Eyja- manna sem varö fálmkenndur. — Þeir hugsuðu mest um aö kýla knöttinn fram og treysta á hinn eldfljóta miðherja sinn, Tómas Pálsson. Þótt Tómas sé góður leikmaöur, þá réöi hann ekki einn við varnarmenn FH-inga. Eyjamenn náðu þó að gera usla við mark FH-inga og var það þá eftir hornspyrnur. Magnús Þor- steinsson miðvöröur þeirra, átti t.d. skalla i stöng — knötturinn hoppaði á linu FH-inga áður en Viðar Halldórssonnáöi að spyrna honum frá marki. Eyjamenn lifn- uöu nokkuö viö i siðari hálfleik — og sóttu en FH-ingar náðu stór- hættulegum hraðupphlaupum þess á milli. Úr einu þeirra skor- aöi Olafur Danivalsson aftur og var nokkur rangstöðulykt af þvi marki. Janus Guðlaugsson brauzt upp hægri kantinn inn fyrir varn- arvegg Eyjamanna, þar sem Ólafur kom á fullri ferö og sendi knöttinn örugglega i netiö. Ólafur var greinilega fyrir innan varn- arvegg Eyjamanna, þegar hann fékk knöttinn — og þvi augljós- lega rangstæöur. Þeir Janus og Ólafur endurtóku áöurnefndan leik stuttu siðar, en þá átti Ólafur skot i slá. Helgi Ragnarsson fékk einnig tvö gullin tækifæri til að skora fyrir FH-inga. — Hann stóð tvisvar sinnum fyrir opnu marki en brást bogalistin. Þaö er eins og töframátturinn sé horfinn úr skónum hjá þessum fyrrum mikla markaskorara FH. Eyja- menn voru einnig nærri þvi búnir lífið að skora undir lokin Valþór urþórsson átti þá skot i stönj Eins og fyrr segir þá voru ingar betri aðilinn I leiknun þeir voru ákveðnir og léku oft skinandi knattspyrnu. Janus Guðlaugsson og Ólafur Danivals- son voru mjög ógnandi I sóknar- leiknum — geröu marga skemmtilega hluti. Þá var Viðar Halldórsson traustur i vörn og Hörður Sigmarsson varöi vel i markinu, þegar á hann reyndi. Eyjamenn voru ekki eins á- kveðnir og gegn Fram d dögun- um. Varnarmenn liðsins voru ó- öruggir og miövallarspilið i mol- um. Tómas Pálsson var spræk- astur Eyjamanna en hánn gat llt- ið gert einn gegn FH-ingum. MAÐIIR LEIKSINS: Ólafur Danivalsson. — SOS VIÐAR HALLDÓRSSON.átti mjög góðan ieik I vörn FH gegn Vestmannaeyingum — hér á myndinni sést hann (t.v.) kljást við Eyjamanninn, Snorra Rútsson. DÓMARINN MÆTTI 30 MÍN. OF SEINT ÞEIR áhorfendur sem mættir voru á Kaplakrikavöilinn i Hafnarfirði á sunnudaginn til að sjá FH og Vestmannaey- inga mætast i 1. deildarkeppn- inni i knattspyrnu, þurftu að biða i 30 minútur, þar til leik- urinn gæti hafíst Astæðan fyrir þessari löngu bið var, að dómari lciksins — Arnar Einarsson frá Akureyri, komst ekki suður i tæka tiö. Flugvélin, sem hann kom með að norðan lenti ekki á Reykja- víkurflugvelli fyrr en 5 min. áður en leikurinn átti að hefj- ast — kl. 14.00. — en samt unnu þeir auðveldan sigur (3:1) gegn Þórsurum á Melavellinum Fram vann auðveldan sigur á liöi Þórs, þegar liðin mættust I 1. deildinni á Melavellinum á laugardaginn. Lokatölur leiksins urðu 3-1, en yfirburðir Fram I lciknum voru slikir, að munurinn hefði getað orðið miklu meiri ef leikmenn Fram heföu verið á skotskónum. Ef lið Þórs gctur ekki leikið betri knattspyrnu en það lék á laugardaginn, þá er einsýnt aö dvöl þeirra i 1. deild verður ekki nema eitt keppnis- timabil i þetta sinn. Framarar tóku leikinn i sinar hendur þegari upphafi og á fyrstu fimm minútunum fékk liðið fimm hornspyrnur, sem þó varö ekkert úr. Framarar héldu pressunni áfram og markið hlaut að koma fyrr en siðar. Og fyrsta markiö kom á 17. minútu leiksins. I eitt af þeim fáu skiptum, sem lið Þórs komst fram yfir miðju i fyrri hálfleik var boltinn unninn af þeim við vitateig Fram, knöttur- inn barst fram að miöju, og þaöan var gefin há sending til Sumar- liða, sem var staðsettur um 25 metra frá marki Þórs. Hann drap knöttinn skemmtilega á brjóstinu og sendi siðan viðstööulaust þrumuskot, sem hafnaöi i blá- horninu, og átti markvörður Þórs enga möguleika á að verja þetta mikla skot. Og pressa Fram hélt áfram, og liðu ekki nema 7 minút- ur, þar til næsta mark varð stað- reynd. Rafn Rafnsson tók langt innkast við vitateig Þórs, og Kristinn Jörundsson „nikkaði” knettinum skemmtilega yfir varnarmenn og markvörö Þórs, sem stóöu á marklinu, og þeir gátu ekki annað en hjálpað kentt- inum inn i eigiö mark. Þriðja mark Fram kom svo þegar fimm minútur voru til leikhlés. Sumar- liði komst einn inn fyrir vörn Þórs, en þegar hann er i þann mund að skjóta, var ýtt allharka- lega á bakið á honum og vita- spyrna dæmd. Úr henni skoraði Eggert Steingrimsson af öryggi. Seinni hálfleikurinn var aðeins skárri af hálfu Þórsara og tókst þeim þá að minnka muninn i 1-3, eftir um 16 minútna leik. Tekin var hornspyrna og skallað vel að marki Fram, en Arni varö vel, en EGGERT STEINGRIMSSON — hefur átt góða leiki með Fram að undanförnu. Sigurður Lárusson kom að og tókst að skalla knöttinn inn, áöur en Arna tækist að handsama knöttinn aftur. Onnur hættuleg tæliifæri sköpuðu þeir Norðan- menn sér ekki, en Framliðið fékk hvert tækifærið af öðru til að auka við markatölu sina, en leikmenn voru ekki á skotskónum þennan hálfleikinn. Ekki bætti þaö heldur úr skák að leikmenn Fram ætluöu sér margir að skora sjálfir, þegar aörir voru i mun betra færi, og fóru mörg tækifærin þannig for- görðum. Lið Fram er nú aðeins að koma til eftir slæman leik á móti tBV. Trausti Haraldsson vex meö hverjum leik og er að komast i tölu okkar beztu bakvaröa. Eggert berst vel og skilar knett- inum yfirleitt vel frá sér, og Sumarliöi Guðbjartsson er að verða einn af okkar hættulegustu sóknarmönnum. Einnig átti Rafn Rafnsson góðan leik sem hægri bakvöröur. Liö Þórs er skipað jöfnum leikmönnum, þar sem má segja að enginn skari fram úr. Þaö sem Þór vantar greinilega i lið sitt er drifandi leikmaður, leikmaður sem getur skipulagt sókn og vörn, en mikiö bar á þvi hjá leikmönnum Þórs, aö þeir reyndu að koma knettinum eins langt og þeir gátu i burtu þegar þeir fengu hann, i stað þess að reyna spil. Maöur leiksins: Sumarliöi Guöbjartsson. Góður dómari leiksins var Þorvarður Björnsson. Haukar unnu Reynismenn frá Arskógsströnd (3:0) á Kapla- krikavellinum I 2. dei.ldar- keppninni. SiguröurAöaisteins- son skoraöi fyrsta mark Hauka, en siöan bætti ólafur Jóhannes- son tveimur mörkum viö — báöum úr vitaspyrnu. Haukar heföu hæglega getaö unniö stærri sigur yfir „sjómönnun- um”, en þeir voru ekki á skot- skónum. Létt hjá Völsungi Hermann Jónasson tryggöi Völsungum sigur (1:0) yfir Þrótti frá Neskaupstaö i 2. deildarkeppninni i knattspyrnu, þegar liöin mættust á Húsavik á laugardaginn. Bayern kaupir Bayern Munchen hefur fest kaup á sænska landsliösmann- inum Benny Went, sem hefur veriö aöalm arkaskorari Berlinarliösins Tennis Borussia i vetur. Þessi kaup Bayern-liös- ins verða til þess, aö nú eru litlar ef ekki engar likur á þvi, aö Bayern kaupi Kevin Keegan frá Liverpool — og er þvi draumur Keegans um aö fara til Real Madrid eöa Bayern Mun- chen úr sögunni. Framarar ekki á skotskónum Góður sigur Hauka Ólafur Eyja- mönnu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.