Fréttablaðið - 20.02.2006, Page 8

Fréttablaðið - 20.02.2006, Page 8
8 20. febrúar 2006 MÁNUDAGUR 1 dálkur x 100mm ���������������������������� A-hús Allt til ferðalaga ����������� VERSLUN ,,Ríkisútvarpið reisir sér ekki bautasteina með dönskum hús- gögnum heldur með góðri dagskrá,“ segir Páll Magnússon, útvarpstjóri Ríkisútvarpsins. Skrifstofuhúsgögn sem hafa verið á skrifstofu útvarpsstjóra í um hálfa öld eru nú til sölu á antík- markaði í Perlunni fyrir um eina og hálfa milljón króna. Páll er nýbúinn að skipta um hús- gögn á skrifstofunni vegna þess að honum þótti þessi ekki nógu hentug og af því að þau voru ekki í notkun lengur sá hann ekkert því til fyrir- stöðu að koma þeim í verð. Viðbrögð almennings við sölunni hafa verið góð að sögn Páls. Inntur eftir hvort hann geri ráð fyrir að sala húsgagnanna fari fyrir brjóst- ið á einhverjum sem telji þau hluta af sögu Ríkisútvarpsins sem þjóð- areignar Íslendinga blæs hann á slíkar raddir og segir að menning- ararfur Íslendinga eigi ekki að fel- ast í gömlum dönskum húsgögnum. Páll segir betra að nota upphæðina sem fæst við sölu húsgagnanna í dagskrárefni fyrir Ríkisútvarpið. - sdg DÖNSKU HÚSGÖGNIN Hér gefur að líta hluta húsgagnanna í Perlunni. Þau voru sérsmíðuð fyrir Ríkisútvarpið og keypt af Vilhjálmi Þ. Gíslasyni útvarpsstjóra árið 1959 í Kaupmannahöfn. RÚV selur hálfrar aldar gömul húsgögn af skrifstofu útvarpstjóra: Andvirðið fer í dagskrárgerð SAMGÖNGUR Hvergi á landinu eru fleiri einbreiðar brýr en á Fljóts- dalshéraði eða sextíu talsins en þar á eftir kemur sveitarfélag- ið Dalabyggð með 54 einbreiðar brýr. Einungis ein einbreið brú er í Reykjavík en hún er styttri en 10 metrar og var byggð á fimmta áratug síðustu aldar. Í öllum sveit- arfélögum á landinu utan níu eru fleiri en ein einbreið brú. Þetta kemur fram í svari Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra við fyrirspurn Kristjáns L. Möller alþingismanns. Fimm sveitarfélög eru með á bilinu 30 til 40 einbreiðar brýr: Sveitarfélagið Skagafjörður 38, Vesturbyggð 37, sveitarfélagið Hornafjörður 32, Skaftárhreppur, 32 og Húnaþing vestra 32. Lengsta einbreiða brúin á land- inu er í sveitarfélaginu Horna- firði og er hún tæpir 880 metrar að lengd. Alls eru 802 einbreiðar brýr á landinu og að minnsta kosti 19 þeirra eru byggðar fyrir 1930. Ekki er vitað um byggingartíma á þrjátíu og einni brú. - kk Einbreiðar brýr á landinu eru 802: Flestar eru á Héraði BRÚIN YFIR HORNAFJARÐARFLJÓT Öku- menn hafa oft lent í vandræðum á þessari brú og til dæmis skemmdi flutningabíll brúarhandriðið í mars árið 2003. BELGÍA, AP Peningaáhyggjur koma í veg fyrir að Evrópubúar eignist fleiri börn en þá í raun og veru langar til. Þetta kemur fram í nýlegri skoðanakönnun sem gerð var í fjórtán Evrópulöndum. Rúmlega helmingur þeirra 34 þúsunda sem tóku þátt í könn- uninni sagðist vilja eignast að minnsta kosti tvö börn en átti í raun og veru færri. Ástæðan er sú að fólkið hafði áhyggjur af fram- tíðinni og þeim kostnaði sem fylg- ir því að ala upp barn. Í könnuninni kom fram að munur á milli meðalfjölda barna og þess hve mörg börn fólk vildi eignast hefði fundist á Kýpur og í Póllandi, Finnlandi, Eistlandi, Litháen, Ungverjalandi og Hol- landi. Hvöttu vísindamennirnir sem stóðu að könnuninni stjórn- völd í þessum löndum til að tileinka sér fjölskylduvænna umhverfi. Fólk í þó nokkrum ríkjum í vesturhluta Evrópu var síður en svo áfjáð í að stofna fjölskyldu. Í Þýskalandi, Austurríki, Belgíu, Tékklandi og á Ítalíu vildi fólk eignast færri en tvö börn. Þar af vildu í Þýskalandi 15% kvenna og 22% karla ekki eignast nein börn. Oftast er það þannig að konur vilji eignast fleiri börn en karlar en sú var ekki raunin á Kýpur, í Litháen og í Tékklandi. Þrátt fyrir að skilnuðum hafi fjölgað á undanförnum árum og fleira fólk vilji búa eitt virðist það ekki hafa dregið úr fjölda fæð- inga. Samkvæmt könnuninni hafa fæðingar haldist í stöðugu horfi undanfarin tíu ár en á sama tíma hefur börnum einstæðra mæðra fjölgað um 30 til 40%. Flestir eignast börn eftir að hafa gengið í hjónaband, sérstak- lega í suður- og austurevrópskum löndum. Um 80% Ítala, Litháa og Pólverja töldu að best væri að ganga í hjónaband áður en barn fæddist í heiminn. Engu að síður virðist það vera sífellt viðurkenndara í samfélag- inu að pör búi saman án þess að eignast börn. 26 til 31 prósent voru því fylgjandi í Tékklandi, Þýska- landi og Hollandi. freyr@frettabladid.is Áhyggjur fækka Evrópubúum Ný könnun sýnir að miklar áhyggjur af peninga- málum og kostnaði við uppeldi barna veldur því Evrópubúar eignast færri börn en þá langar til. BARN Á LEIÐINNI Fleiri karlar en konur vildu eignast börn á Kýpur og í Litháen og Tékk- landi samkvæmt könnuninni. DANMÖRK Dönsk fyrirtæki sem stunda útflutning til Mið-Aust- urlanda hafa sett auglýsingar í sádiarabísk dagblöð þar sem þau biðjast afsökunar á myndbirting- um Jótlandspóstsins. Erlendar fréttastofur mis- skildu tilkynningarnar og töldu Jótlandspóstinn standa að baki þeim. Carsten Juste, ritstjóri Jótlandspóstsins, þvertekur fyrir það en segir þær þó í takt við þær afsökunarbeiðnir sem blaðið hefur þegar sent frá sér. Dönsk fyrirtæki telja sig tapa milljónum á dag enda hafa múslímar snið- gengið danskar vörur í kjölfar myndbirtinganna. -hmm Dönsk fyrirtæki auglýsa: Biðja múslima afsökunar VEISTU SVARIÐ 1 Hver er leikhússtjóri leikfélags Akureyrar? 2Hvar eru hinar illræmdu fangabúð-ir Bandaríkjamann á Kúbu? 3Hvar fara vetrarólympíuleikarnir fram um þessar mundir? SVÖRIN ERU Á BLS. 34

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.