Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.02.2006, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 20.02.2006, Qupperneq 8
8 20. febrúar 2006 MÁNUDAGUR 1 dálkur x 100mm ���������������������������� A-hús Allt til ferðalaga ����������� VERSLUN ,,Ríkisútvarpið reisir sér ekki bautasteina með dönskum hús- gögnum heldur með góðri dagskrá,“ segir Páll Magnússon, útvarpstjóri Ríkisútvarpsins. Skrifstofuhúsgögn sem hafa verið á skrifstofu útvarpsstjóra í um hálfa öld eru nú til sölu á antík- markaði í Perlunni fyrir um eina og hálfa milljón króna. Páll er nýbúinn að skipta um hús- gögn á skrifstofunni vegna þess að honum þótti þessi ekki nógu hentug og af því að þau voru ekki í notkun lengur sá hann ekkert því til fyrir- stöðu að koma þeim í verð. Viðbrögð almennings við sölunni hafa verið góð að sögn Páls. Inntur eftir hvort hann geri ráð fyrir að sala húsgagnanna fari fyrir brjóst- ið á einhverjum sem telji þau hluta af sögu Ríkisútvarpsins sem þjóð- areignar Íslendinga blæs hann á slíkar raddir og segir að menning- ararfur Íslendinga eigi ekki að fel- ast í gömlum dönskum húsgögnum. Páll segir betra að nota upphæðina sem fæst við sölu húsgagnanna í dagskrárefni fyrir Ríkisútvarpið. - sdg DÖNSKU HÚSGÖGNIN Hér gefur að líta hluta húsgagnanna í Perlunni. Þau voru sérsmíðuð fyrir Ríkisútvarpið og keypt af Vilhjálmi Þ. Gíslasyni útvarpsstjóra árið 1959 í Kaupmannahöfn. RÚV selur hálfrar aldar gömul húsgögn af skrifstofu útvarpstjóra: Andvirðið fer í dagskrárgerð SAMGÖNGUR Hvergi á landinu eru fleiri einbreiðar brýr en á Fljóts- dalshéraði eða sextíu talsins en þar á eftir kemur sveitarfélag- ið Dalabyggð með 54 einbreiðar brýr. Einungis ein einbreið brú er í Reykjavík en hún er styttri en 10 metrar og var byggð á fimmta áratug síðustu aldar. Í öllum sveit- arfélögum á landinu utan níu eru fleiri en ein einbreið brú. Þetta kemur fram í svari Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra við fyrirspurn Kristjáns L. Möller alþingismanns. Fimm sveitarfélög eru með á bilinu 30 til 40 einbreiðar brýr: Sveitarfélagið Skagafjörður 38, Vesturbyggð 37, sveitarfélagið Hornafjörður 32, Skaftárhreppur, 32 og Húnaþing vestra 32. Lengsta einbreiða brúin á land- inu er í sveitarfélaginu Horna- firði og er hún tæpir 880 metrar að lengd. Alls eru 802 einbreiðar brýr á landinu og að minnsta kosti 19 þeirra eru byggðar fyrir 1930. Ekki er vitað um byggingartíma á þrjátíu og einni brú. - kk Einbreiðar brýr á landinu eru 802: Flestar eru á Héraði BRÚIN YFIR HORNAFJARÐARFLJÓT Öku- menn hafa oft lent í vandræðum á þessari brú og til dæmis skemmdi flutningabíll brúarhandriðið í mars árið 2003. BELGÍA, AP Peningaáhyggjur koma í veg fyrir að Evrópubúar eignist fleiri börn en þá í raun og veru langar til. Þetta kemur fram í nýlegri skoðanakönnun sem gerð var í fjórtán Evrópulöndum. Rúmlega helmingur þeirra 34 þúsunda sem tóku þátt í könn- uninni sagðist vilja eignast að minnsta kosti tvö börn en átti í raun og veru færri. Ástæðan er sú að fólkið hafði áhyggjur af fram- tíðinni og þeim kostnaði sem fylg- ir því að ala upp barn. Í könnuninni kom fram að munur á milli meðalfjölda barna og þess hve mörg börn fólk vildi eignast hefði fundist á Kýpur og í Póllandi, Finnlandi, Eistlandi, Litháen, Ungverjalandi og Hol- landi. Hvöttu vísindamennirnir sem stóðu að könnuninni stjórn- völd í þessum löndum til að tileinka sér fjölskylduvænna umhverfi. Fólk í þó nokkrum ríkjum í vesturhluta Evrópu var síður en svo áfjáð í að stofna fjölskyldu. Í Þýskalandi, Austurríki, Belgíu, Tékklandi og á Ítalíu vildi fólk eignast færri en tvö börn. Þar af vildu í Þýskalandi 15% kvenna og 22% karla ekki eignast nein börn. Oftast er það þannig að konur vilji eignast fleiri börn en karlar en sú var ekki raunin á Kýpur, í Litháen og í Tékklandi. Þrátt fyrir að skilnuðum hafi fjölgað á undanförnum árum og fleira fólk vilji búa eitt virðist það ekki hafa dregið úr fjölda fæð- inga. Samkvæmt könnuninni hafa fæðingar haldist í stöðugu horfi undanfarin tíu ár en á sama tíma hefur börnum einstæðra mæðra fjölgað um 30 til 40%. Flestir eignast börn eftir að hafa gengið í hjónaband, sérstak- lega í suður- og austurevrópskum löndum. Um 80% Ítala, Litháa og Pólverja töldu að best væri að ganga í hjónaband áður en barn fæddist í heiminn. Engu að síður virðist það vera sífellt viðurkenndara í samfélag- inu að pör búi saman án þess að eignast börn. 26 til 31 prósent voru því fylgjandi í Tékklandi, Þýska- landi og Hollandi. freyr@frettabladid.is Áhyggjur fækka Evrópubúum Ný könnun sýnir að miklar áhyggjur af peninga- málum og kostnaði við uppeldi barna veldur því Evrópubúar eignast færri börn en þá langar til. BARN Á LEIÐINNI Fleiri karlar en konur vildu eignast börn á Kýpur og í Litháen og Tékk- landi samkvæmt könnuninni. DANMÖRK Dönsk fyrirtæki sem stunda útflutning til Mið-Aust- urlanda hafa sett auglýsingar í sádiarabísk dagblöð þar sem þau biðjast afsökunar á myndbirting- um Jótlandspóstsins. Erlendar fréttastofur mis- skildu tilkynningarnar og töldu Jótlandspóstinn standa að baki þeim. Carsten Juste, ritstjóri Jótlandspóstsins, þvertekur fyrir það en segir þær þó í takt við þær afsökunarbeiðnir sem blaðið hefur þegar sent frá sér. Dönsk fyrirtæki telja sig tapa milljónum á dag enda hafa múslímar snið- gengið danskar vörur í kjölfar myndbirtinganna. -hmm Dönsk fyrirtæki auglýsa: Biðja múslima afsökunar VEISTU SVARIÐ 1 Hver er leikhússtjóri leikfélags Akureyrar? 2Hvar eru hinar illræmdu fangabúð-ir Bandaríkjamann á Kúbu? 3Hvar fara vetrarólympíuleikarnir fram um þessar mundir? SVÖRIN ERU Á BLS. 34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.