Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.02.2006, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 20.02.2006, Qupperneq 13
13 20. febrúar 2006 MÁNUDAGUR LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Ísafirði hefur nú í haldi tvo menn sem grunaðir eru um að hafa ætlað að selja fíkniefni á Ísafirði. Mennirnir voru handteknir um klukkan tíu á laugardagsmorgun í Ísafjarðardjúpi en þeir voru þá að koma akandi til Ísafjarðarbæjar frá Reykjavík. Lögreglan hafði rökstudd- an grun um að för mannanna tengdist fíkniefnamisferli og var bifreið mannanna því stöðvuð og leitað í bílnum. Þar fundust fíkniefni í sölueiningum en lög- reglan á Ísafirði neitaði að gefa upp hversu mikið magn af efnum var um að ræða. Báðir mennirnir hafa komið við sögu lögreglu áður vegna fíkniefnamála. Lögreglan á Ísafirði hefur lagt fram kröfu um gæsluvarðhald beggja mannanna fyrir Héraðs- dóm Vestfjarða. -mh Teknir með fíkniefni: Grunaðir um sölu á Ísafirði Bílslys í Hvalfjarðargöngum Ölvaður ökumaður ók utan í vegg í Hvalfjarðargöngum seint í fyrrakvöld. Lögreglan á Akranesi kom fljótt á vett- vang og færði manninn á lögreglustöð þar sem tekin var af honum skýrsla. Bíllinn skemmdist mikið og var dreginn burtu úr göngunum. LÖGREGLUFRÉTT Árekstur á Breiðholtsbraut Tveir bílar skullu saman á Breiðholtsbraut og hálftvö leytið í fyrri nótt. Engin alvarleg slys urðu á fólki en bílarnir skemmdust töluvert. Lögreglan og sjúkrabíll komu fljótt á vettvang og voru ökumenn beggja bílanna fluttir á slysadeild. VÍSINDI, AP Ein af afleiðingum gróðurhúsaáhrifanna er líklega útrýming fjölmargra froska- tegunda víðs vegar um heim- inn, meðal annars fjallafroska í Yosemite-þjóðgarðinum í Banda- ríkjunum. Froskur þessi, sem nefndur er eftir gulum löppunum, liggur í dvala undir snjó og ís í allt að níu mánuði á ári hverju í heimkynn- um sínum í Sierra-fjöllunum. Eitt sinn voru þeir svo margir að þeir þöktu tjarnarbakka, en á seinustu fimm árum hafa um 10 prósent þeirra drepist á ári hverju. Ástæð- an er sveppur sem sest á húð þeirra svo þeir fá ekki það vatn sem þeir þarfnast inn í kropp- inn. Hlýnandi loftslag hefur gert svepp þessum kleift að dreifa sér afar hratt um víða veröld, og er hann meðal annars talinn ástæða útrýmingar 112 froskategunda í Kosta Ríka. Einnig stafar froskunum hætta af aðfluttum silungi. Menn hafa áratugum saman flutt silung í vötn og ár Yosemite-garðsins svo fólk geti veitt þá sér til skemmt- unar, en silungarnir éta froskana. Yfirvöld í þjóðgarðinum eru því nú í óða önn að útrýma silungun- um í von um að bæta heimkynni froskanna. Þó óttast líffræðingar að það sé um seinan. - smk Froskar í útrýmingarhættu í Bandaríkjunum: Hækkandi hitastig banvænt FROSKURINN Einn af froskunum sem eru í útrýmingarhættu sést hér synda í rólegheit- um. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LONDON, AP Rúmlega tíu þúsund manns söfnuðust saman í miðborg Lundúna um helgina til að mót- mæla teikningunum af Múhameð sem hafa vakið hörð viðbrögð út um allan heim að undanförnu. „Málfrelsi og móðganir“ stóð á sumum mótmælaspjöldunum. „Hvernig dirfist þið að móðga hinn blessaða spámann Múha- með?“, stóð á öðrum. Engar fregnir bárust af ofbeldi eða handtökum á Trafalgartorgi þar sem mótmælin fóru fram. -fb Teikningar af Múhameð: Tíu þúsund mótmæltu MÓTMÆLI Rúmlega tíu þúsund manns mótmæltu teikningunum af Múhameð. FRÉTTABLAÐIÐ/AP INDLAND, AP Frægð og frami eru ekki nóg fyrir suma. Ein helsta Bollívúdd-stjarna Indlands, Salm- an Khan, hefur verið dæmdur í árs fangelsi fyrir veiðiþjófnað og gert að greiða 70.000 króna sekt. Kahn var ákærður fyrir að veiða fágæta antílópu innan eyðimerkur- friðlands árið 1998, en skepnan er talin heilög af frumbyggjum. Khan er sagður hafa ekið inn á friðland- ið í tökuhléi kvikmyndar sem hann var að leika í, og hafist handa við að skjóta antílópurnar. Framleiðendur kvikmyndanna sem hann leikur í eru ákaflega ugg- andi yfir árinu sem Khan mun dúsa í steininum - smk Bollívúdd á Indlandi: Stjarna reynist veiðiþjófur ÚTSKRIFT Palestínskur öryggisvörður gefur skipanir á útskriftarathöfn í Rafah, suður af Gazasvæðinu á sunnudag. Í baksýn sést mynd af Yasser Arafat. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.