Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.02.2006, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 20.02.2006, Qupperneq 14
 20. febrúar 2006 MÁNUDAGUR14 nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Ég er þessa dagana að semja tónlist og spila á tónleikum. Við vorum með tónleika úti í Sal um daginn, ég, Magnús Eiríksson og Manna- korn sem tókust alveg frábærlega,“ segir Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður þegar Fréttablaðið ónáðaði hann í gær. Hann segir að mikið standi til því tónleikarnir voru teknir upp og því diskur í farvatninu. Hann veit ekki hvenær það verður en næst á dagskrá hjá honum er að fara í tónleikaferð út á land. En það er ekki allt. „Það stendur líka til hjá okkur að taka upp plötu með nýju efni á þessu ári. Það er alveg hrikalega gaman. Við þögðum nú í tíu ár samfleytt en gáfum svo út disk fyrir tveim- ur árum. Það er ekki annað hægt því það er svo skemmtilegt að spila með góðu fólki.“ Af hverju komuð þið aftur saman á þessum tíma?“ spyr blaðamaður. „Menn á þessum stað í lífinu eru ekki bundnir af tímanum.“ Pálma Gunnarssyni er fleira til lista lagt en að semja og flytja frábæra tónlit. Frá unga aldri hefur hann notið þess umfram flest annað að veiða á stöng. Þeir sem hafa séð Pálma á árbakka vita að þar fer fullnuma flugukastari sem ber mikla virðingu fyrir náttúrunni og þeim sem í henni búa. Skiptir þar engu hvort í hlut á stórt eða smátt, því lónbúanum sem hann leggur mikið á sig til að krækja í, er jafnan sleppt aftur í hylinn og honum þökkuð viðkynnin. „Að labba meðfram góðri á í góðum félagsskap er klassi. Við ætlum að fara nokkrir félagar til Grænlands. Það er alveg brjálæðislega gaman að koma þangað. Það eru gríðarlega margar ár þarna og reyndar vötn líka með sterkum bleikjustofnum. Bleikjan þar er miklu stærri en hérna heima og langt yfir því sem við getum látið okkur dreyma um. Þetta eru að mestu óveidd- ir stofnar og þess vegna ná þeir 16 til 18 pundum. Ég hef fengið stærsta 12 punda bleikju og hún var alveg ofboðslega öflug, mikið öflugri en lax af sömu stærð. Svo er ég kannski á leiðinni til Kanada þar sem þær verða stærstar. Metbleikjan sem hefur komið þar er 32 pund. Ég á mynd af henni og hún er svakaleg, nýgengin.“ Blaðamaður kveður Pálma með myndina af bleikjunni ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. En Pálmi? Kannski er hann farinn til að hnýta flugu eða semja lag um lónbúann sem bíður hans. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? PÁLMI GUNNARSSON TÓNLISTARMAÐUR Þögðum í tíu ár samfleytt Í SÓL OG SUMARYL Íbúar og ferðamenn á Hawai þurfa ekki að klæðast úlpum og húfum eins og Íslendingar þessa dagana enda blíðviðri hið mesta þar um slóðir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Einmitt „Það er alveg ljóst að þeir sem eru óákveðnir munu skipta sköpum þegar kemur að kosningum. Ég er viss um að öflugt innra starf í flokknum mun skipta sköpum.“ MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON FRJÁLSLYNDA FLOKKNUM UM SLAKA ÚTKOMU Í SKOÐANAKÖNN- UN FRÉTTABLAÐSINS. Akkúrat „Framsóknarflokkurinn hefur aldrei mælst neitt sérstaklega vel í könnun- um en í kosningum kemur hann vel út, vegna þess að fólk treystir okkur til góðra verka.“ VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR FRAMSÓKNARFLOKNUM UM SLAKA ÚTKOMU Í SKOÐANAKÖNN- UN FRÉTTABLAÐSINS. Framkvæmdir við nýja brugg- verksmiðju á Árskógssandi í Eyjafirði hefjast á næstu dögum. Í verskmiðjunni verður bruggaður bjór að evrópskri fyrirmynd og er stefnt á að hann komi í hillur vín- búða fyrir næstu verslunarmanna- helgi. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á um 60 milljónir króna en verksmiðjan mun skapa fimm ný störf í byggðarlaginu. Hjónin Agnes Sigurðardótt- ir og Ólafur Þröstur Ólafsson á Árskógssandi standa fyrir fram- kvæmdunum og stefna þau á 200 þúsund lítra ársframleiðslu innan tveggja ára. „Við vonumst til að byrjað verði að grafa fyrir 300 fermetra verksmiðjuhúsi í næstu viku. Búnaður hefur verið pantaður frá Tékklandi og fer hann í skip 19. maí en sjálf framleiðslan hefst í júní,“ segir Agnes. Búið er að ráða tékkneskan bruggmeistara en ekki er komið nafn á ölið. „Við óskum eftir góðum hugmyndum og sá sem kemur með gott nafn verður leystur út með góðum skammti af eyfirsku eðalöli,“ segir Agnes. - kk Eyfirskt öl eins og evrópskt BJÓRFRAMLEIÐANDINN Á ÁRSKÓGSSANDI Agnes hefur rekið matvöru- verslunina á Sandinum undanfarin 15 ár með manni sínum Ólafi Þresti. Þau hyggjast nú breyta versluninni og reka í henni líka litla sveitakrá árið um kring.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.