Fréttablaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 18
20. febrúar 2006 MÁNUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI:
Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006
NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf.
dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið
áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
ALLT SEM fiIG VANTAR
ER Á VISIR.IS/ALLT
n‡ vöru- & fljónustu-
skrá á visir.is
Þeir sem ráða í Bandaríkjunum
standa fyrir illa undirbúnum inn-
rásum í önnur lönd og handahófs-
kenndum pyntingum á mönnum
sem þeir telja nóg að saka um
herfilegar fyrirætlanir. Nú vitum
við hvað þessir ráðamenn gera sér
til skemmtunar þegar þeir eiga
frí.
Þeir fara í byssó. Erfitt er að
ímynda sér átakanlegri útmálun
á stefnu og framferði Bandaríkja-
stjórnar en skothríð varaforseta
Bandaríkjanna á vin sinn sem
hann mun hafa ruglast á og akur-
hænu í rökkrinu. Sú stefna ein-
kennist öll af voðaskotum í myrkri
– nema þar eru á ferðinni viljandi
voðaskot. Það er sama hvar borið
er niður í stefnumörkun þessarar
ríkisstjórnar: það er bara skot-
ið eitthvað út í lofti í fullkomnu
trausti þess að geta ekki brugðist
bogalistin, enda hafa þessir menn
aldrei farið dult með að þeir telja
sig starfa í sértöku umboði Drott-
ins á jörðinni. Skothríð Dicks
Cheney lýsir sem sé vissu hugar-
fari sem gegnsýrir þessa ríkis-
stjórn – fullkomnu sjálfstrausti
hins fullkomlega vanhæfa manns
sem hlustar ekki á neinn, horfir
ekki í kringum sig, dregur engar
ályktanir, en anar út í ófærurnar
í blindri trú á mátt sinn og megin.
Og vinirnir súpa seyðið: eða halda
menn að Danir hefðu gengið í
gegnum þær hremmingar sem
hin frámunalegu mótmæli gegn
skrípamyndum af Múhameð hafa
framkallað ef þeir hefðu ekki
bundið trúss sitt við Bandaríkja-
menn í feigðarflani þeirra í Mið-
Austurlöndum? Farið með þeim í
byssó.
Þessum byssudólgum vill ríkis-
stjórn Íslands treysta fyrir vörn-
um og öryggi landsins; þeim vill
ríkisstjórn Íslands tengja ímynd
Íslands í heiminum. Gengur meira
að segja með grasið í skónum á
eftir þeim til að fá þá nauðuga
til starfrækja áfram herstöð hér,
sem þó mun víst eingöngu þjóna
táknrænum tilgangi en ver engan
fyrir neinum, enda vandfund-
ið fólk sem vill ráðast á Ísland,
nema ef væru menn í byssó við
Bandaríkjamenn. Svo langt hefur
ríkisstjórn Íslands meira að segja
gengið í skýlausum hollustueiðum
sínum við Bandaríkjastjórn að
forsætisráðherra landsins – sem
samkvæmt nýjustu könnunum
nýtur fylgis 7% landsmanna – dró
íslensku þjóðina inn í ófrið Banda-
ríkjamanna í Írak, án þess að það
kæmi til kasta alþingis eða væri
svo mikið sem rætt í þingflokki
ráðherrans – og hvað þá að þjóðin
væri spurð – og var þó um að ræða
gjörtækustu grundvallarbreyt-
ingu á íslenskri utanríkisstefnu
frá því að Íslendingar fengu þau
mál í sínar hendur. Uppáskrift
Íslendinga í þessum hernaði var
eins og við munum ýmist kennd
við „staðfestu“ eða „viljugheit“
en alla tíð hefur verið óljóst hvað
í þessu felst nákvæmlega og þess
jafnan gætt að hylja aðild Íslands
að hernaðinum í myrkum orða-
vaðli, en þegar Geir Haarde tók
við sem utanríkisráðherra virðist
hann þó hafa haft vit á að uppræta
þann vísi að íslenskum her sem
Halldór Ásgrímsson og Davíð
Oddsson höfðu reynt að koma á
fót og hafði að því er manni skild-
ist það verkefni með höndum að
koma á friði í Afganistan þar sem
ófriður hefur ríkt frá því að Alex-
ander mikli reyndi að brjóta undir
sig landið um 329 fyrir Krist en
varð frá að hverfa um síðir; eins
og Halldór Ásgrímsson með sinn
her.
Nú hafa meira að segja bresk
yfirvöld játað að fangaflutninga-
vélar CIA hafi fengið að milli-
lenda á enskum flugvöllum, en
þegar málið kom til umræðu á
alþingi í kjölfar sterkra vísbend-
inga um að slíkar vélar hefðu notið
fyrirgreiðslu íslenskra flugmála-
yfirvalda svaraði Geir Haarde
því einungis með vífilengjum og
útúrsnúningi, taldi enga þörf á að
kanna málið því engar „sannanir“
lægju fyrir – sem er ámóta gáfu-
legt og að segja að maður ætli ekki
að komast að einhverju því maður
hafi ekki þegar komist að því.
Fangaflug Bandaríkjamanna
snýst annars vegar um pyntingar
í hálfloftunum og hins vegar um
að flytja menn til Guantanamo í
fangabúðir sem sérstök rannsókn-
arnefnd á vegum Sameinuðu þjóð-
anna hefur hvatt Bandaríkjamenn
til að loka. Þeir menn sem sloppið
hafa úr þessu víti segja hroða-
legar sögur af vistinni þar, og
upplýst hefur verið að menn hafa
lent í þessum fangabúðum fyrir
þær sakir meðal annars að rugl-
ast hefur verið á nöfnum þeirra
og nöfnum terrorista. Með þessu
framferði er Bandaríkjastjórn
ekki bara að rústa líf einstaklinga
sem enginn veit nákvæmlega um
hvað eru sekir – en Bush segir
vera „vonda menn“ – heldur er
hún að kalla reiði og ógn yfir þjóð
sína.–
Og vini sína. Sérstaklega
þá vini sem hún heldur að séu
hænsni. ■
Vopnaburður varaforsetans
Í DAG
Í BYSSÓ
GUÐMUNDUR
ANDRI THORSSON
Erfitt er að ímynda sér átak-
anlegri útmálun á stefnu og
framferði Bandaríkjastjórnar
en skothríð varaforseta Banda-
ríkjanna á vin sinn sem hann
mun hafa ruglast á og akur-
hænu í rökkrinu.
Mest lesna viðskiptablaðið
AUGLÝSINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA
Sa
m
kv
æ
m
t
fj
ö
lm
ið
la
kö
n
n
u
n
G
al
lu
p
o
kt
ó
b
er
2
00
5.
Allir segja satt
Fyrir helgi fengu allir fjölmiðlarnir í
hendur sömu talnagögnin frá Gallup
um lestur dagblaða dagana 20. til 26
janúar síðasltiðinn. Með áherslu á
„sömu talnagögnin“ er áhugavert ef ekki
beinlínis skemmtilegt að skoða hvernig
dagblöðin matreiða upplýsingarnar á
mismunandi hátt.
Lítum aðeins á Morgunblaðið og
Fréttablaðið. Frétt Morgunblaðsins á
blaðsíðu fjögur á laugardaginn var hefst
svona: „Meðallestur Morgunblaðsins
jókst um rúm fjögur prósentustig í
janúar frá því sem var í október
síðastliðnum og mældist 50,2
prósent...“
Á blaðsíðu átta í Frétta-
blaðinu sama dag er frétt
sem byrjar svona: „Ekki
hefur mikið breyting orðið
á lestri dagblaðanna hér á
landi frá því fjölmiðlakönnun
var gerð í október.“
Fréttablaðið birtir súlurit og ber saman
lestur dagblaðanna fjögurra í janúar og
sem áður er súla Fréttablaðsins hæst.
Morgunblaðið birtir línurit yfir lestur
blaðanna allar götur frá ársbyrjun 2003
sem sýnir að lestur Morgunblaðsins
og Blaðsins eru á uppleið í nýjustu
könnuninni en lestur Fréttablaðsins og
DV á niðurleið.
70 prósent er fínt
Þarna er eðli sannleikans ef til vill rétt
lýst. Allir leggja sömu gögn
til grundvallar
en draga upp
mismunandi
sjónarhorn.
Allir hafa
rétt fyrir
sér með
einhverjum
hætti en geta
aldrei fært fram eina rétta sjónarhornið.
En lestur Blaðsins og Morgunblaðsins er
sem sagt á uppleið en lestur Frétta-
blaðsins og DV á niðurleið. Einnig er rétt
að Fréttablaðið er enn sem fyrr mest
lesna blað landsins og breytingarnar
ekkert ýkja miklar. Meira að segja hefði
mátt búast við meira hruni í lestri DV
en raunin er eftir reiðiofsann sem greip
um sig vegna forsíðufréttar blaðsins af
manni sem síðar stytti sér aldur.
Verðugt er að hafa í huga gamalt
máltæki Gyðinga sem pólska nóbel-
skáldið Czeslaw Milosz setti í inngang
bókar sinnar um Fjötra hugans: Það er
ljómandi gott ef einhver kveðst hafa
70 prósent rétt fyrir sér. Enn betra er ef
einhver góður maður kveðst hafa 90
prósent rétt fyrir sér og ber að fagna því
ákaft. En sá sem segist hafa 100 prósent
rétt fyrir sér er þorpari og illmenni og
engin ástæða til að taka mark á slíkum
fanti.
Talsverður urgur er meðal margra þeirra sem sóttu um ein-býlishúsalóðir við Úlfarsfell. Hugmyndin með útboðinu var að gefa annars vegar byggingafyrirtækjum og hins vegar
einstaklingum tækifæri til að bjóða í lóðir í útboðinu.
Niðurstaðan er hins vegar sú að einn aðili er með
hæsta boð í nánast allar lóðir í nýju hverfi. Niðurstað-
an er klaufaleg í ljósi þeirra markmiða sem menn settu
sér og ekki skrýtið þótt kurr sé í þeim sem ekki fengu.
Gagnrýnin á að því leyti rétt á sér að úr því að markmiðið var að
einstaklingar fengju tækifæri til að byggja einbýlishús, þá hefði
með skýrum hætti þurft að tryggja að sami einstaklingur gæti
ekki keypt nema eina lóð.
Vandinn er að allar tilraunir til þess að takmarka aðgang í slík-
um útboðum bjóða heim hættu á að menn finni leiðir í kringum
reglurnar. Minnihluti sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur gagn-
rýnt þessa úthlutun, en gagnrýnin er einkum á tveimur forsend-
um. Annars vegar að Reykjavík hafi ekki staðið sig í stykkinu með
að tryggja nægt framboð lóða. Hin virðist af þeirri rót að uppboðin
séu á einhvern hátt óeðlileg. Sú gagnrýni er illskiljanleg, sérstak-
lega úr þeim flokki sem lengst hefur gengið í markaðshyggju.
Uppboð á takmörkuðum gæðum eru sanngjarnasta leið sem
hægt er að fara. Með þeirri aðferð eru lóðir seldar á því verði
sem kaupendur eru tilbúnir til að borga. Ein röksemd sem hefur
heyrst í því sambandi er að uppboð á lóðum valdi hærra fasteigna-
verði. Þetta er rangt. Hátt lóðaverð endurspeglar fyrst og fremst
væntingar kaupandans um fasteignaverð, þegar búið er að byggja.
Þannig reiknar sá sem kaupir með því að hann fái inn bæði fyrir
lóðaverði og byggingakostnaði, auk framlegðar af starfseminni
þegar upp er staðið. Það hversu hátt verð menn eru til í að borga
fyrir lóðir sýnir fyrst og fremst að þeir hafa trú á að fasteigna-
verðið muni haldast hátt.
Helstu áhrifaþættir í fasteignaverði eru fjármagnskostnaður
og kaupmáttur. Lægri vextir og aukinn kaupmáttur hafa verið
drifkraftar hækkunar íbúðarhúsnæðis síðustu misserin. Uppboð
á lóðum hefur lítið með það að gera.
Þeir sem gagnrýna harðast þetta kerfi verða að koma með lausn-
ir sem eru sanngjarnari en að selja hæstbjóðanda lóðir. Úthlutun
þar sem menn eru dregnir út er ekkert annað en happdrætti á
vegum hins opinbera. Þannig fá þeir sem eru heppnir afhent verð-
mæti sem þeir græða á, þegar við afhendingu.
Íslendingar voru lengi heimsmeistarar í að gera allt sjálfir.
Venjulegt fólk byggði húsin sín sjálft að mestu leyti og heilu fjöl-
skyldurnar eyddu megninu af frítíma sínum í að skafa timbur og
binda járn. Sumum kann að finnast eftirsjá að þessu, en þeim fer
sennilega fækkandi. Sérhæfing samfélagsins fer vaxandi og fag-
menn og sérhæfð fyrirtæki byggja nú heilu hverfin og sjá um þau
allt frá hönnun til afhendingar. Nágrannaþjóðir okkar hafa haft
þennan hátt á um áratuga skeið.
Auðvitað á ekki að útiloka fólk frá því að standa sjálft í bygg-
ingu húsa sinna. Það er hins vegar vafamál hvort eigi að sérgreina
einstaklinga og fyrirtæki þegar lóðir eru boðnar upp. Sennilega er
best að láta verðið eitt ráða.
Taki menn hins vegar þá afstöðu að hafa slíkan aðskilnað, þá
verða menn að standa betur að málum, en gert var við Úlfarsfell.
SJÓNARMIÐ
HAFLIÐI HELGASON
Lóðaúthlutun við Úlfarsfell tókst
ekki sem skyldi.
Uppboð eru
sanngjörn leið