Fréttablaðið - 20.02.2006, Side 43

Fréttablaðið - 20.02.2006, Side 43
MÁNUDAGUR 20. febrúar 2006 25 HVAÐ ER... VERIÐ AÐ BYGGJA? Austurhlið hússins. Suðurhlið hússins. Eftir tæpt ár verður nýbygg- ing við Menntaskólann við Hamrahlíð tekin í gagnið. Þar verða íþróttasalir, raungreina- stofur og fleira til húsa. Nýbygging mun rísa við Mennta- skólann við Hamrahlíð í desem- ber næstkomandi. Eykt ehf. sér um verkið en arkitektastofan Hornsteinar teiknaði bygginguna. Framkvæmdir hófust í september á síðasta ári og er verkið á áætl- un. Húsið verður um 3.300 fer- metrar að stærð og skiptist í meg- indráttum í íþróttahús og kennslu- stofur. Í Íþróttahúsinu verða fjórir salir. Enn fremur verða tólf kennslustofur, þar af átta raun- greinastofur. Í nýbyggingunni verður einnig bókasafn skólans og vinnuaðstaða. Lengi hefur verið beðið eftir íþróttahúsi við Menntaskólann við Hamrahlíð, allt frá því að skólinn var byggður fyrir tæpum fjörtíu árum. Það verður því bæði starfs- mönnum og nemendum skólans til ánægju þegar byggingin kemst í gagnið eftir tæpt ár. Stækkun Menntaskólans við Hamrahlíð Nýbyggingin verður austan við gömlu byggingu Menntaskólans við Hamrahlíð. FRÉTTABLAÐIÐ / PJETUR Nýja byggingin verður um 3.300 fermetra stór. Hér sést norðurhlið hússins. neteign.is • Björn Daníelsson, héraðsdómslögmaður og löggiltur fasteignasali • Sími: 595 9090 • Holtasmára 1 • 201 Kópavogi Ath. fjöldi eigna á söluskrá! Raðpar - Hólmatún á Álftanesi Fallegt 5 herbergja alls 196 fm parhús, ásamt 26 fm bílskúr á góðum stað á Álftanesi. Fallegur byggingarstíll er á húsinu. Mikil lofthæð. Fallegar innréttingar, baðherbergi í flísalagt í hólf og gólf. Sturta og nuddbaðkar eru á baði. Nýlega lagt parket. Rúmgóð svefnherbergi. Húsið er nýlega málað. Afhendist fljótlega. Verð 39,9 millj. Hæð - Heiðarhjalli í Kópavogi Glæsilega vel hönnuð 4 herbergja efri hæð í raðparhúsi á eftirsóttum stað í suðurhlíðum Kópavogs. Eignin er alls 137 fm. Íbúð er alls 110 fm og bílskúr er 27 fm. Þetta er útsýnisíbúð. Fínar innréttingar eru í húsinu. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með fallegum flísum. Herbergi eru rúmgóð. Afhendist mögulega strax. Verð 34,5 millj. NÝTT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.