Fréttablaðið - 20.02.2006, Side 72

Fréttablaðið - 20.02.2006, Side 72
28 20. febrúar 2006 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Framherjinn Arnar Gunnlaugsson fór á kostum í tveimur leikjum ÍA á Akureyri um helgina en þá mætti liðið KA og Þór í deildarbikarnum. Arnar skoraði þrennu í fyrri hálfleik gegn KA á föstudag þegar ÍA sigraði 4-0 og eitt mark í 3-3 jafn- tefli gegn Þór á laugardaginn og er augljóslega að ná vel saman við Þórð í fremstu víglínu Skagaliðs- ins. „Það er æðislegt að hafa leik- mann eins og Þórð fyrir aftan sig. Hann er ennþá toppleikmaður,“ sagði Arnar við Fréttablaðið í gær og gerði lítið úr eigin frammi- stöðu. „Ég finn mig ágætlega en enn er bara febrúar og það má ekki tapa sér.“ Arnar og Þórður léku síðast saman með félagsliði á Íslandi árið 1992 þegar Skagaliðið varð Íslandsmeistari. Þá voru þeir einnig samherjar í einhverjum sterkasta yngri flokki sem um getur á Íslandi og skoruðu þeir ófá mörkin. En eftir að hafa farið ungir í atvinnumennskuna eru þeir báðir komnir á heimaslóðir á ný og virðist samvinna þeirra í framlínunni ekki hafa beðið neinn hnekki þótt langt sé um liðið. „Þetta er á byrjendastigi hjá okkur en ég er bjartsýnn á fram- haldið,“ segir Þórður, sem hefur spilað rétt aftan við Arnar í fremstu víglínu. „Það er frábært að spila með honum og ég held að hann eigi eftir að njóta sín vel hjá okkur. Honum líður vel og þegar svo er skorar hann alltaf mörk. Hann er í hörkuformi og ef fram heldur sem horfir á hann eftir að skora mörg mörk í sumar,“ segir Þórður. Arnar sneri aftur til ÍA í haust eftir að hafa spilað með KR und- anfarin ár og viðurkennir að gula treyjan muni ávallt skipa sérstak- an sess hjá sér. „Ég ber auðvitað miklar taugar til Skagans en ég held að það muni mestu um að einbeitingin er meiri en áður og skrokkurinn er í fínu standi,“ segir Arnar, sem spilað hefur fjóra leiki með ÍA á undirbúnings- tímabilinu og var leikurinn gegn Þór sá fyrsti sem hann tekur þátt í fram yfir fyrri hálfleik. „Ég spil- aði í 65 mínútur gegn Þór svo að þetta er allt í áttina,“ segir Arnar sem er að sjálfsögðu ánægður með að hafa Þórð til að mata sig á góðum sendingum. „Hann á eftir að setja sitt mark á sumarið. Það er áberandi hversu mikið hungur er í honum eftir að hafa verið úti í kuldanum hjá sínum liðum síðustu ár og ég hef mikla trú á honum. Hann á ekki eftir að bregðast neinum. Annars er ég er orðinn rosalega spennt- ur fyrir sumrinu. Þetta er mjög skemmtilegur hópur, góð blanda yngri og eldri og ég hef góða til- finningu fyrir framhaldinu. Ég viðurkenni það alveg. vig Gömlu félagarnir ná vel saman í fremstu víglínu Fyrir um 15 árum mynduðu Arnar Gunnlaugsson og Þórður Guðjónsson eitt hættulegasta framherjarpar sem sést hefur í yngri flokkunum á Íslandi. Fljót- lega skildu leiðir en nú eru þeir sameinaðir á ný og hafa engu gleymt. Í GÓÐU FORMI Mark Arnars gegn Þór á laugardaginn var einkar glæsilegt. Þá barst boltinn til hans fyrir utan teig og hann hamraði boltan- um í markvinkilinn. Hér sést Arnar vera við það að skora markið og Þórður er ekki langt undan. FRÉTTABLAÐIÐ/PETROMYNDIR Dagur Sigurðsson, spilandi þjálfari hjá Bregenz í Austurríki, varð í gær bikarmeistari með liði sínu. Bregenz sigraði AON Fivers í úrslitaleiknum í gær, 33-27, eftir mikla törn um helgina en bikarfyrirkomulagið í Austurríki er á þann veg að 8-liða úrslit eru spiluð á föstudegi, undanúrslit á laugardegi og úrslit á sunnudegi. „Þetta var mjög sætt,“ sagði Dagur skömmu eftir leik, í skýjunum með að hafa unnið sinn fyrsta bikarmeistaratitil í Austurríki. Röddin í Degi var ekki með besta móti þegar Fréttablaðið ræddi við Dag í gær og sagði hann aðspurður að fagn- aðarlætin ættu þar vissulega einhvern hlut að máli. „En svo er ég líka búinn að vera veikur í næstum tvær vikur og er ekki enn búinn að jafna mig fullkomn- lega eftir það. Ég virðist hafa fengið þessa heiftarlegu flensu en það var gott að vera búinn að ná sér fyrir helgina og eiga möguleika á að taka þátt í þessum leikjum um helgina,“ sagði Dagur, sem skoraði fimm mörk í leiknum. „Mér gekk mjög vel í leiknum,“ sagði hann. Dagur hefur orðið austur- ískur meistari með Bregenz síðustu tvö ár en aldrei unnið bikarkeppnina eins og áður segir. „Við vorum mjög óheppnir með drátt í þessari keppni í fyrra, fengum erfiða leiki alla dagana og svo fór að leikmenn voru of þreyttir í úrslit- unum. Nú fengum við auðveldan leik á föstudaginn og laug- ardag og gátum fyrir vikið leyft liðinu að rúlla nokkuð jafnt. Annars er þetta svona í það mesta - að spila þrjá leiki á þremur dögum,“ sagði Dagur. Úrslitakeppnin er við það að hefast í Austurríki og segur Dagur að stefnan sé að sjálfsögðu sett á titilinn. „Við erum meistarar og nú orðnir bikarmeistarar svo að við getum ekkert falið okkur á bakvið einhverjar afsakanir. Við ætlum okkur að vinna deildina líka.“ DAGUR SIGURÐSSON HJÁ BREGENZ: VARÐ BIKARMEISTARI MEÐ LIÐI SÍNU Í GÆR Hristi af sér flensuna og vann bikarinn Kolbeinn til HK Framherjinn Kolbeinn Sigþórsson, einn allra efnilegasti knattspyrnumaður landsins, hefur ákveðið að söðla um og ganga í raðir HK í Kópavogi. Kolbeinn hefur leikið með Víkingi alla sína tíð en mun nú njóta handleiðslu hins færa yngri flokka þjálfara Zeljko Sankovic. > Bradford mætti á klakann Margir körfuboltaáhugamenn ráku upp stór augu á laugardaginn þegar þeir sáu bandaríska leikmanninn Nick Bradford á áhorfendapöllunum í bikarúrslitaleik Grindavíkur og Keflavíkur á laugardag- inn. Bradford mætti til landsins gagngert til að styðja við bakið á sínum gömlu félögum en hann lék með Keflavík síðustu tvö ár áður en hann gekk til liðs við lið Reims í frönsku úrvalsdeildinni yfir núverandi tímabil. Bradford fer af landi brott í dag en að sögn kunnugra skemmti hann sér konunglega í Bítlabænum yfir helgina, þrátt fyrir tap Keflavíkur í úrslitaleikn- um. FRJÁLSAR Engin íslandsmet féllu á Meistaramóti Íslands í frjáls- um íþróttum sem fram fór í nýju frjálsíþróttahöllinni í Laugardal um helgina en þó náðist ágætis árangur í mörgum greinum og fjölmörg aldursflokkamet voru slegin. Maður mótsins að öðrum ólöstuðum var hinn 16 ára gamli spretthlaupari Sveinn Elías Hall- dórsson, sem bætti drengjametið í 400 metra hlaupi og setti einnig met í 60 metra hlaupi í flokki 16-17 ára og 18-19 ára þegar hann hljóp á 6,97 sekúndum. Ásdís Hjálmsdóttir setti met í flokki 21-22 ára þegar hún kastaði kúlu 13,70 metra og þá bætti Þor- steinn Ingvarsson met í þremur aldursflokkum en hann stök 14,66 metra í þrístökki. Silja Úlfarsdóttir var sigursæl á mótinu en hún kom gagngert til landsins frá Bandaríkjunum til að taka þátt í meistaramótinu. Silja tók þátt í 60 metra hlaupi, 60 metra grindahlaupi og 400 metra hlaupi og sigraði nokkuð örugg- lega í öllum greinum þrátt fyrir að hafa verið eðlilega nokkuð frá sínu besta vegna veikinda. „Ég er ekki búin að halda neinum mat niðri síðan á föstudag og síðan vaknaði ég fárveik í morgun [í gær]. Ég var nálægt því að hætta keppni en mig langaði bara svo mikið að vinna þessi hlaup í nýju höllinni að ég lét mig hafa það,“ sagði Silja. Meistaramót Íslands í frjálsum fór fram í Laugardal um helgina: Silja sigraði í þremur greinum fárveik SILJA ÚLFARSDÓTTIR Hljóp fárveik í tveimur keppnisgreinum í gær en sigraði þrátt fyrir það nokkuð örugglega. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DHL-deild kvenna: HAUKAR-FRAM 31-30 STAÐA EFSTU LIÐA VALUR 13 11 0 2 358-298 22 HAUKAR 13 11 0 2 405-343 22 ÍBV 13 10 1 2 343-290 21 STJARNAN 13 9 1 3 342-293 19 Enska bikarkeppnin: PRESTON-MIDDLESBROUGH 0-2 0-1 Yakubu Aiyegbeni (52.), 0-2 Yakubu Aiyegbeni (77.) STOKE-BRIMINGHAM 0-1 0-1 Mikael Forsell (47.). CHELSEA-COLCHESTER 3-1 0-1 Richardo Carvalho, sjálfsm. (28.), 1-1 Paulo Fer- reira (37.), 2-1 Joe Cole (79.), 3-1 Joe Cole (91.). ASTON VILLA-MAN. CITY 1-1 1-0 Milan Baros (72.), 1-1 Michael Richards (94.). Enska úrvalsdeildin: TOTTENHAM-WIGAN 2-2 0-1 Andreas Johansson (10.), 1-1 Hossam Mido (23.), 1-2 Andreas Johansson (67.), 2-2 Jermain Defoe (68.) ÚRSLIT GÆRDAGSINS FÓTBOLTI Meistaralið Chelsea slapp með skrekkinn gegn 2. deildar-liði Colchester í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninar í gær. Chelsea sigraði 3-1 eftir að hafa lent undir í upphafi leiks og átt á brattann að sækja framan af. Í síðari hálfleik tóku meist- ararnir hins vegar öll völd og skoraði Joe Cole tvö góð mörk. „Við vorum í draumaheimi þegar við komumst yfir en þeir voru aðeins of góðir í síðari hálfleik,“ sagði Wayne Brown, varnarmað- ur Colchester og brosti í leikslok en leikmenn Colchester uppskáru dynjandi lófaklapp frá stuðnings- mönnum Chelsea í leikslok fyrir hetjulega frammistöðu. Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í hópnum hjá Chelsea. Íslendingaliðið Stoke féll úr leik með 1-0 tapi á heimavelli gegn Birmingham og þá vann Middles- brough öruggan sigur á Preston, 2-0, þar sem Yakubu Aiyegbeni skoraði bæði mörkin. Þá skildu Aston Villa og Man. City jöfn 1-1 í leik þar sem Michael Richards skoraði fyrir Man. City á 94. mín- útu og tryggði liðinu annan leik. Í ensku úrvalsdeildinni fór fram einn leikur í gær þar sem Tottenham og Wigan skildu jöfn, 2-2, í fjörugum leik. - vig 16-liða úrslit ensku bikarkeppninnar í gær: Chelsea marði Colchester Sænska úrvalsdeildarliðið Halmstad hefur keypt Magnus Arvidsson, sænskan framherja sem leikið hefur með Hansa Rostock undanfarin ár. Arvidsson þessi er mikill markaskorari og hafa sænskir fjölmiðlar verið að gera sér mat úr því að með kaupunum séu forráðamenn Halmstad að tryggja sér verðugan arftaka Gunnar Heiðars Þorvaldssonar, sem verður að öllum líkindum seldur frá félaginu í sumar. Í talska lögreglan ruddist inn á híbýli austurrískra skíðagöngumanna á laug- ardag og gerði leit að ólöglegum lyfjum. Það var alþjóðlega ólympíunefndin sem stóð fyrir húsleitinni vegna gruns um að Walter Mayer, sem úrskurðaður var í ævilangt bann vegna lyfjaskandals á síðustu vetrarólympíuleikum, hefði aðstoðað austuríska liðið fyrir ÓL í Tór- ínó. Engin lyf eru talin hafa fundist og eru forsvarsmenn austuríska liðsins æfir vegna uppákomunnar. Argentínska knattspyrnugoðið Diege Maradona skoraði tvö mörk fyrir Argentínu í sýningar- og góðgerðarleik gegn Brasilíu á laugardag. Leik- urinn var á milli gamalla landsliðs- manna þjóðanna og í leiknum mátti sjá leikmenn eins og Dunga, Bebeto, Careca og Aldair hjá Brasilíu og Jose Basualdo, Sergio Goycochea og Jorge Burruchaga hjá Argentínu.Leikurinn endaði 8-4 fyrir Arg- entínu en um tíu þúsund manns mættu á völlinn til að berja gömlu hetjurnar augum. Vignir Svavarsson skoraði þrjú mörk og Vilhjálmur Halldórsson eitt þegar lið þeirra Skjern sigraði Ringsted í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. Daníel Ragnarsson skoraði tvö mörk fyrir Helsinge sem tapaði fyrir Álaborg, Sturla Ásgeirsson skoraði tvö mörk fyrir Árósa í jafntefli gegn Silkiborg og það gerði Gísli Kristjánsson einnig í tapleik Ajax gegn Viborg. Guðmundur E. Stephensen hafði betur gegn bróður sínum, Matthíasi Stephensen, í úrslitum Grand-Prix móts Rafkaups sem fram fór um helgina. Guðmundur sigraði örugglega, 4-0. Guðrún Björnsdóttir bar sigur úr býtum í kvennaflokki. ÚR SPORTINU Tryggvi Guðmundsson skoraði þrennu og Sigurvin Ólafsson setti tvö þegar FH burstaði Þrótt, 6-0, í deildabikarnum í gærkvöldi. Hvorki Logi Geirsson né Ásgeir Örn Hallgrímsson komust á blað hjá Lemgo þegar liðið bar sigurorð af Nordhorn í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Magdeburg burstaði Dusseldorf 36-20 þar sem Arnór Atlason skoraði eitt mark en Sigfús Sigurðsson skoraði ekki fyrir Magdeburg. Þá skoraði Snorri Steinn Guðjónsson sex mörk fyrir Minden sem náði óvænt jafntefli gegn Flensburg, 27- 27. Fjögur marka Snorra komu úr vítum. Samuel Eto´o, sóknarmaður Bar-celona, segir ekkert hæft í þeim orðrómi sem segir hann á leið til Chelsea eftir leiktíðina fyrir fimm millj- arða króna. Alan Smith hjá Man. Utd hefur þakkað leikmönnum, sjúkraþjálfurum og stuðningsmönnum Liverpool fyrir hlýleg viðbrögð í kjölfar fótbrotsins sem hann varð fyrir í leik liðanna á laugardag. Að sögn umboðsmanns Smiths ber hann sig nokkuð vel miðað við aðstæður en hann fór í aðgerð í gær og er búist við því að hann verði frá keppni í níu mánuði. ÚR SPORTINU

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.