Fréttablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 18
1. mars 2006 MIÐVIKUDAGUR18
og fólk
Á SPJALLI Í MIÐJU RAUÐAVATNI Það hefur viðrað vel til útreiða undanfarna daga. Himinn-
inn er heiðskír og sólin lætur ljós sitt skína eftir dimma vetrardaga. Þessir knáu knapar
gripu daginn og skelltu sér á kaf í Rauðavatn og virtist þeim líka vel, bæði manni og hesti,
að busla í svalandi vatninu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
? „Þetta var mjög skemmtilegt og sterkt mót og gaman að keppa ís því þá fær maður oft fram það besta í hestunum,“ segir Rut Skúladóttir
hestakona sem keppti á mótinu Svellköldum konum sem haldið var í
Skautahöll Reykjavíkur síðustu helgi til styrktar landsliði Íslands í hesta-
íþróttum. Rut varð önnur í öðrum flokki á hryssunni Veru frá Ingólfs-
hvoli. Árangurinn var þeim mun sætari fyrir Rut þar sem hún
vann sig upp úr B-úrslitum og alla leið í annað sæti í
A-úrslitum.
„Ég eiginlega klúðraði forkeppninni og var heppin
að lenda í B úrslitum til að geta riðið mig upp,“ segir
Rut og fannst hryssan sýna sitt rétta andlit í úrslitunum.
Vera frá Ingólfshvoli er átta vetra undan Gusti frá Grund
og Heru frá Gerðum, Ófeigsdóttur. „Þetta er algjör
orkubomba, ofboðslega viljug og þegar fer að vora er
ekkert grín að halda henni,“ segir Rut sem hefur verið
með hryssuna í þjálfun í tvö ár. „Hún er mjög viljug og
skemmtilegt hross og vonandi verður þetta gott ár hjá
henni,“ segir Rut sem stefnir með hryssuna á Landsmót
í sumar.
Rut fannst það skemmtileg tilbreyting að hafa ístöltsmót aðeins
fyrir konur. Hún er sjálf þó ekki óvön því að etja kappi við
aðrar stelpur enda enn í ungmennaflokki þar sem meirihluti
knapa er stelpur.
Rut stundar nám í lyfjafræði við Háskóla Íslands en
íhugar nú að því að söðla um og reyna fyrir sér í læknis-
fræði. Þrátt fyrir krefjandi nám er hestamennskan stór
hluti af hennar lífi enda tilheyrir hún mikilli hestafjöl-
skyldu. Sambýlismaður hennar er Davíð Matthíasson,
bróðir Sigurðar V. Matthíassonar knapa sem hefur látið
mikið að sér kveða á keppnisvellinum.
„Þetta heltekur mann á sumrin og vorin,“ segir Rut
sem vill þó meina að hestamennskan sé ekki eina
umræðuefnið á heimilinu þótt vissulega sé hún stór
hluti þess.
Nokkur tímamót urðu í lífi Rutar síðastliðið haust
þegar hún flutti í bæinn af Suðurnesjum og hóf búskap
með Davíð. Hún er nú einnig orðinn félagi í hesta-
mannafélaginu Fáki en hefur alla tíð verið í Mána.
HESTAMAÐURINN: RUT SKÚLADÓTTIR
Stefnir með orkubombu á landsmót
Guðmundur Björgvinsson
hefur í mörg horn að líta.
Hann er nýbúinn að vinna
Ístölt Austurlands og á
næstu dögum fer hann til
Árósa, þar sem hann kepp-
ir í Ístölti 2006. Svo er hann
með 40 hross á járnum og
stefnir ótrauður á lands-
mót. Hann ræðir um hve
ólíkt það sé að keppa á ís og
malarvelli.
Guðmundur Björgvinsson, hesta-
maðurinn víðkunni, hefur í nógu
að snúast þessa dagana. Hann er
nýkominn úr harðri keppni í Ístölti
Austurlands, þar sem hann hafði
sigur á Takti frá Tjarnarlandi gegn
Hans Kjerúlf og Júpíter frá Egils-
staðabæ. Innan skamms heldur
hann svo til Danmerkur þar sem
hann keppir í Ístölti 2006 í Árós-
um. Svo stefnir hann á Ístöltið hér
heima og síðan á landsmót. Þetta
gerir hann auk þess að vera með
um 40 hross á járnum og sjá um
Kirkjubæjarbúið á Rangárvöllum.
Þar eru honum til halds og trausts
eiginkona hans, Eva Dyröy, og tveir
aðstoðarmenn.
„Ístöltið er að verða æ vinsælla
í öllum löndum,“ segir Guðmundur.
„Eingöngu íslenski hesturinn er
notaður í keppni á ís. Ég efast um að
stór hestur myndi þora inn á ís, hvað
þá að hann gæti fótað sig þar. Þetta
er sérgrein okkar Íslendinga.“
Guðmundur segir það aldagamla
hefð hér á landi að ríða á ís og menn
séu með því að feta í fótspor forfeðr-
anna. Hesturinn þykir hvergi betri
en á ís. Hann auki spyrnu, stækki
og lengi skrefið, auki fótaburð og
það lofti meira undir hann.
„Það er fjöðrun í ísnum. Hestur-
inn vandar skrefið meira og þarf að
leggja í það meiri spyrnu og meiri
kraft. Hesturinn er einbeittari og
fasmeiri. Það er meira adrenalín-
flæði í honum á ísnum. Hann þreyt-
ist fyrr og það er ekki hægt að ríða
honum eins lengi og á malarvelli.
Það fer meiri orka og einbeiting í
keppni á ísnum. Maður verður því
að passa sig að hita ekki of mikið
upp fyrir keppnina, því hesturinn
getur ekki gengið lengi með þessum
hætti.“
Guðmundur segir að hestar séu
yfirleitt betri og vígalegri í keppni
á ís heldur en á malarvelli. Þó geti
verið undantekningar þar á. Sumir
þeirra séu skíthræddir við ísinn
og hreyfi sig á honum með varúð,
rétt eins og mannfólkið. Þá þurfi
knapinn að varast að fara of hratt
og hafa vit fyrir hestinum svo að
hann detti ekki. Undirbúningurinn
fyrir keppnina sé svipaður og fyrir
mót á malarvelli.
Hestarnir eru járnaðir sérstak-
lega fyrir keppni á ís. Þeir eru á
venjulegum sköflum, en síðan er
tveimur ísfjöðrum bætt í tána á
fram- og afturfótum.
„Þetta er rosagaman,“ segir
Guðmundur, „en maður verður að
passa sig að fara ekki yfir strikið.“
jss@frettabladid.is
Í SIGURVÍMU Guðmundur og Taktur frá Tjarnarlandi fögnuðu sigri á Ístölti Austurlands.
FRÉTTABLAÐIÐ/HESTAR AXEL
Gömul hefð að ríða á ís
Tölt er fjórtakta gangtegund og sú sem
hvað mestu skiptir fyrir gæði íslenska
hestsins. Oft og tíðum fer fram keppni
í tölti einu og sér þar sem keppt er í
hægu tölti og hröðu auk hraðabreyt-
inga þar sem sýnt er til skiptis hægt og
hratt tölt á sömu langhlið hringvallar.
Halldór Gunnar Victorsson dómari
hefur dæmt í ófáum íþróttakeppnum
hesta. Hann segir almenning ekki alltaf
gera sér grein fyrir aðaláherslum dóm-
ara þegar þeir horfi á keppni í tölti.
„Við erum fyrst og fremst að leita
eftir hreinleika gangtegunda og mýkt
en þar á eftir kemur fas, fótaburður
og hraði,“ segir Halldór og bendir á þá
meginreglu að hestur verði að líta út
fyrir að vera sáttur á vellinum. „Hann
þarf að vera mjúkur í gegnum sig, með
dillandi tagl og brotinn höfuðburð,“
segir Halldór og útskýrir að þrátt fyrir
að fótalyfta skipi máli sé hún langt í frá
höfuðatriði. „Ef þú ert með mýktina,
taktinn og ríður prógrammið rétt þá ert
þú að komast mun hærra en sá sem
hefur einungis fótalyftu og minna af
hinu, og þetta er held ég staðreynd í
dag,“ segir Halldór sem dæmdi síðast
ístöltskeppni um helgina síðustu. Þar
vakti athygli hans hve mikið vantar
upp á að fólk ríði prógrammið rétt.
„Það er til dæmis áberandi að fólk
sé að ríða hraðabreytingar vitlaust,“
segir hann og áréttir að dómarar
vilji sjá hraða uppkeyrslu og
hraða niðurhægingu. „Við
viljum ekki þessar gömlu
þýsku hraðabreytingar
þar sem þú keyrir upp í
rólegheitum upp að miðri
langhlið og hægir niður
í rólegheitum og kemur
þannig inn í beygjuna. Við
viljum sjá meiri snerpu og
kraft,“ útskýrir Halldór en um
leið og hesturinn er orðinn
beinn út úr beygju segir hann
að auka eigi hraðann
og hesturinn þurfi að að vera kominn
niður á hægt tölt þegar knapi sveigir
honum aftur inn í beygjuna hinum
megin. Halldór bendir einnig á að fólk
flaski allt of oft á því að ríða hæga
töltið of hratt.
„Við dómarar förum eftir ákveðnum
leiðara og það er sá leiðari sem fólk
þarf að ríða eftir líka,“ útskýrir Halldór
sem finnst allt of oft að fólk athugi
ekki hvað dómarinn sé að gera
og fari sínar eigin leiðir í að
ríða prógrammið. „Fólk
verður að fara eftir því
sem verið er að biðja
um,“ áréttir Halldór með
áherslu.
Þess má geta að
dómskalinn í íþróttakeppni
er frá núll upp í tíu. Bestu
topphestarnir sem eru að
keppa á vellinum í dag
eru að fá frá átta upp í
8,5 í einkunn.
SÉRFRÆÐINGURINN: HALLDÓR GUNNAR VICTORSSON DÓMARI
Leitað eftir hreinleika og mýkt í töltkeppnum
Vissir þú að
íslenski hesturinn hefur verið fluttur
út til landa á borð við Nýja-Sjáland,
Litháen, Ungverjaland, Litháen,
Slóveníu og Grænland.
Heimild: www.worldfengur.com