Fréttablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 44
MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Eggert Þór Aðalsteinsson, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Óli Kristinn Ármannsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Jónína Pálsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@markadurinn.is og auglysingar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeypis með Fréttablaðinu á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í staf- rænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. eggert@markadurinn.is l haflidi@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l olikr@markadurinn.is Sögurnar... tölurnar... fólkið... 1. MARS 2006 MIÐVIKUDAGUR16 S K O Ð U N Fréttir í síðustu viku af því að matsfyrirtækið Fitch hefði efa- semdir um að íslenska ríkið stæði undir núverandi lánshæfis- mati hefðu ekki þurft að koma á óvart. Það var heldur ekkert nýtt í rökunum sem fyrirtækið færði fyrir þessu. Fitch benti einfald- lega á nokkrar tölulegar stað- reyndir sem kunnar voru fyrir. Það er hins vegar ekkert skrítið að útlendingar eigi erfitt með að átta sig á íslenska hagkerfinu − og raunar eiga margir heima- menn í sömu erfiðleikum. Þótt Íslendingar hafi búið við afar góð lífskjör á alþjóðlegan mælikvarða síðari hluta tuttug- ustu aldar þá var efnahagslífið á flesta mælikvarða frumstætt. Útflutningur byggði á fyrst og fremst á náttúruauðlindum, sjáv- arútvegi, raforku, Gullfossi og Geysi. Flestar atvinnugreinar lands- manna voru verndaðar fyrir erlendri samkeppni, iðnaður fram á áttunda áratuginn, fjár- málakerfið fram á þann tíunda, landbúnaður er það enn. Krónan var aumasti gjaldmiðill í Vestur- Evrópu, hrakin úr einni gengis- fellingu í þá næstu. Bankakerfið byggði fyrst og fremst á ríkis- bönkum með pólitískum banka- stjórum og bankaráðum og skömmtun á lánsfé og gjaldeyri. Það hlýtur að teljast eitt af efna- hagsundrum veraldar að þrátt fyrir þetta og ýmsa aðra sérvisku, eins og helmingaskiptareglu í viðskiptum, tókst Íslendingum að halda sér áratugum saman í hópi tíu til tuttugu ríkustu landa í heimi. Það er síðan annað efnahags- undur að upp úr þessu öllu er síðan sprottin á örfáum árum vösk sveit kaupahéðna sem legg- ur undir sig hvert erlent fyrir- tækið á fætur öðru í viðskipt- um sem nema sífellt hærri fjár- hæðum. Allir virðast hagnast á öllum viðskiptum, hvort sem þeir eru kaupendur eða seljendur. Fjármálageirinn skilar á einu ári meiri hagnaði en honum tókst að búa til á mörgum áratugum áður fyrr. Lánsfé sem áður var skammt- að úr hnefa flæðir um allt. Í lok janúar sl. voru útlán inn- lendra innlánsstofnana samtals 1.730 milljarðar króna. Ári áður var sama tala 1.144 milljarðar og hefur því hækkað um 586 milljarða eða vel ríflega helm- ing vergrar landsframleiðslu á sama tímabili. Að uppistöðu til er þetta erlent fé enda er inn- lendur sparnaður sáralítill og nær allur fyrir tilstuðlan lífeyr- iskerfisins. Féð hefur vitaskuld verið notað til ýmissa hluta en stór hluti hefur runnið til að greiða fyrir sífellt aukinn innflutning. Viðskiptahallinn hefur slegið flest met sem menn muna eftir, er nú um eða yfir tíu milljarðar á mánuði. Það leiðir óhjákvæmi- lega til þess að erlendar skuld- ir vaxa enn hraðar en erlendar eignir. Í lok september á síð- asta ári var svokölluð hrein staða þjóðarbúsins fyrir vikið neikvæð um 859 milljarða króna eða nær 90% af vergri landsframleiðslu. Með hreinni stöðu þjóðarbúsins er átt við eignir landsmanna í útlöndum að frádregnum erlend- um skuldum okkar og eignum útlendinga hérlendis. Þetta mikla flóð lánsfjár hefur eins og vænta mátti keyrt upp eignaverð. Á rúmum fjórum árum, frá september 2001, hefur hlutabréfaverð á Íslandi vel ríf- lega sexfaldast. Það hafði raunar nær sjöfaldast áður en verðið tók aðeins að lækka aftur í síðustu viku. Á sama tíma og að hluta til af sömu ástæðu hefur gengi krónunnar styrkst sífellt. Fyrir vikið er ávöxtun hlutabréfanna mæld í erlendri mynt enn fjar- stæðukenndari. Gengi íslenskra hlutabréfa hefur á þann mæli- kvarða meira en áttfaldast á þessum stutta tíma. Íslensku fyrirtækin þurfa að skila allt að því ævintýranleg- um hagnaði á næstu árum til að standa undir þeim miklu vænt- ingum sem verð þeirra endur- speglar. Því eru takmörk sett hve mikið af þeim hagnaði getur orðið til með eignaumbreyting- um, þótt þær geri mönnum hugs- anlega kleift að auka arðsemi og innleysa hagnaðinn af því löngu áður en reksturinn skil- ar honum. Fyrr eða síðar þarf daglegur rekstur að skila þeim hagnaði sem þarf til að réttlæta hlutabréfaverðið, ef ekki hlýtur verðið að lækka. Það er ekkert skrýtið að útlendingar skilji þetta ekki alveg. Þeir sjá t.d. ekki í hendi sér hvernig hægt er að snúa ofan af viðskiptahallanum og fara að greiða niður erlendu lánin, nú eða hvernig hægt er að búa til allan þann hagnað sem hluta- bréfaverðið lofar. Það virðist sér- lega erfitt fyrir nágranna okkar á hinum Norðurlöndunum að sjá þetta. Við verðum bara að sýna þeim það. Ótroðnar slóðir Gylfi Magnússon, dósent við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. O R Ð Í B E L G Það er síðan annað efnahagsundur að upp úr þessu öllu er sprottin á örfáum árum vösk sveit kaupahéðna sem leggur undir sig hvert erlent fyrirtækið á fætur öðru í viðskiptum sem nema sífellt hærri fjárhæðum. Allir virðast hagnast á öllum viðskiptum, hvort sem þeir eru kaupendur eða seljendur. Rektor Háskóla Íslands, Kristín Ingólfsdóttir, lýsti við útskrift stúdenta því markmiði að Háskóli Íslands kæmist í hóp hundrað bestu háskóla heims. Þetta er verðugt verkefni, en miðað við stöðu dagsins býsna fjarlægt. Háskóli Íslands nær ekki enn sem komið er í hóp 500 bestu háskóla heims. Það kemst enginn lengra en hann ætlar sér og því er yfirlýsing háskólarektors mikilvæg. Háskólinn getur ekki einn ráðið því hvar hann lendir, þrátt fyrir hæft starfsfólk og mikinn metnað. Til þess þarf fleira að koma til. Ástæða þess að Háskóli Íslands er ekki í hópi 500 bestu háskóla heims er ekki að innan skólans starfi ekki fólk með mikla þekkingu á fræðum sínum og vísindum. Ástæðan er fyrst og fremst sú að við sinnum ekki grunnrannsóknum og birtingu fræðigreina í virtum vísindatímaritum. Slíkt rannsóknarstarf er forsenda alls annars, vilji menn koma íslenskum háskóla í fremstu röð. Háskóli sem ekki uppfyllir slíkt útskrifar enga doktorsnema með viti. Háskóli Íslands hefur mannskap sem leggur góðan grunn að því að markmið sem þetta náist. Hins vegar þarf að verða grundvall- arbreyting á afstöðu stjórnvalda til að svo megi verða. Áhersla stjórnvalda hefur verið að koma upp litlum háskólaeiningum víða um land. Þessir háskólar eru fyrst og fremst starfsgreinaháskólar, en ekki akademía. Þeir eru allra góðra gjalda verðir, en koma ekki í stað alvöru rannsóknarháskóla. En hvers vegna eigum við að stefna að háskóla sem er í hópi hinna bestu. Jú, þekkingarstig samfélags hvílir á grunni frumrannsókna. Það eru þær stoðir sem þekkingasamfélag hvílir á. Spurningin um að byggja upp öfluga akademíu er því spurn- ingin um hvers konar samfélag við viljum byggja til framtíðar. Ætlum við að verða verksmiðjusamfélag eða þekkingar- og þjónustu samfélag. Svarið er augljóst þeim sem hugsa á annað borð. Leitin að þekkingu er markmið í sjálfu sér. Notagildið kemur síðar. Þannig voru uppgötvanir Gottliebs Frege og Bertrands Russel í setningarökfræði og smíði táknmáls hugsaðar til að leysa flókin heimspekileg vandamál. Hvorugum þeirra datt í hug að með vísindastarfi sínu legðu þeir grunn að kerfi sem stýrir rafmagni og rökrásum í tölvum. Hagsaukinn af sérviskulegri leit þeirra að lausn í rökfræði er stjarnfræðilegur og á hverjum degi njótum við þæginda af þessari uppgötvun. Enda þótt draumur rektors Háskóla Íslands sé fjarlægur miðað við núverandi forsendur, þá er hann brýning um hvert beri að stefna. Til þess þarf stefnu og fjármuni. Hvorugt er nægjanlegt enn sem komið er. Stjórnvöld þurfa að velta fyrir sér í fullri alvöru hvort kennslu í ákveðnum greinum sé ekki betur komið hjá starfs- greinaháskólunum og að sjónum Háskóla Íslands verði fremur beint að svæðum þar sem fræða- og vísindastarf er markmiðið, fremur en starfsréttindi. Þetta markmið krefst þess líka að Háskóli íslands geti laðað að sér vísindamenn í fremstu röð. Til þess að svo megi verða þarf skól- inn að vera samkeppnishæfur í launum og starfsaðstöðu. Það er hægt að ná slíku markmiði, en til þess að það gerist þarf að verða grundvallarbreyting á viðhorfum til vísinda og háskóla- menntunar, auk þess sem efndir þurfa að fylgja orðum. Háskóli í hópi hundrað bestu er fjarlægt markmið: Hvers konar samfé- lag viljum við? Hafliði Helgason Enda þótt draumur rektors Háskóla Íslands sé fjarlægur miðað við núver- andi forsendur, þá er hann brýn- ing um hvert beri að stefna. Góðmennska ríka fólksins The Economist | The Economist fjallar um fjárveit- ingar ríka fólksins í Bandaríkjunum til líknar- og góðgerðarmála í nýjasta tölublaði sínu. Er bent á að þau Bill og Melinda Gates hafi veitt 31 milljarði Bandaríkjadala til heilbrigðismála á síðastliðnum árum. Sömu sögu sé að segja af öðrum ríkum ein- staklingum sem hafa hagnast á nýrri tækni, s.s. hafi stofnendur ebay og Google sett á laggirnar svip- aða styrktarsjóði. Bandaríski auðmaðurinn Warren Buffet stendur utan við hópinn líkt og oft áður en sérstaklega er tekið fram í umfjöllun Economist að hann hafi ekkert látið renna til líknarmála. Hefur tímaritið eftir Buffet að breyting verði á að honum látnum. Tímaritið velti því upp hverju sæti að auð- menn heimsins hafi í auknum mæli látið fé rakna til líknar- og góðgerðarmála og veltir því upp að breikkandi bil á milli ríkra og fátækra sé um að kenna og hafi þeir orð Andews Carnegie frá 1889 á bak við eyrað um að hinir ríku eigi að styðja við bakið á þeim sem minna hafa á milli handanna til að bæta heiminn. Góð staða GE Fortune | Bandaríska stórfyrirtækið General Electrics er í fyrsta sæti á lista bandaríska við- skiptatímaritsins Fortune yfir virðingarverðustu fyrirtæki í Bandaríkjunum. Þetta er í sjötta skipti á síðastliðnum áratug sem fyrirtækið lendir á listanum. Þessi árangur fyrirtækisins þykir að sjálfsögðu góður en undarlegur, sér í lagi þar sem fyrirtækið er hvorki eitt af stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna né skilar meiri hagnaði en önnur. Þá hafi hlutafé GE staðið í stað síðastliðin ár og virðist lítil breyting í sjónmáli. En hvað veldur? Fortune hefur eftir mikilsverðum stjórnendum í bandarísku fjármálalífi, þ.m.t. fyrrnefndum Warren Buffet, að góðar verklagsreglur fyrir stjórnendur fyrirtæk- isins skipti þar miklu og hafi það bætt ímynd GE mikið út á við. Bendir tímaritið sérstaklega á fimm binda rit sem fyrirtækið lét gera um verklagsregl- ur fyrir framkvæmdastjóra GE á sjötta áratug síðustu aldar og hafi það verið öðrum fyrirtækjum fyrirmynd. U M V Í Ð A V E R Ö L D Ætlar þú að grípa tækifærið? Meiri tími – Aukið forskot – Sterkari sérstaða Hvað segja nemendur okkar um námskeiðið: Frábært, markvisst, hnitmiðað, krefjandi, skemmtilegt, góð skipulagning, einbeiting, jákvæðni, mikil aðstoð, spennandi, árangursríkt, hvetjandi, góð þjónusta. Þriggja vikna fyrirtækjanámskeið Hraðlestrarskólans eru sérsniðin að þörfum atvinnulífsins. Aukinn lestrarhraði, markvissari upplýsingaöfl- un og fleiri klukkustundir gætu opnað þér og þínu fyrirtæki aðgang að stórkostlegu tækifæri. Ert þú tilbúinn að grípa það? Hafðu samband í síma 586-9400, sendu póst á jovvi@h.is eða kíktu á www.h.is „...á námskeiðinu fékk ég svörin og ábendingarnar sem mig vantaði.“ Fylkir Sævarsson, 39 ára Iðnfræðingur. „Í þessu er fólginn mikill tímasparnaður.“ Ester Ýr Jónsdóttir, kennari. VR og fleiri stéttarfélög styrkja þátttöku félagsmanna sinna á námskeiðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.