Fréttablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 20
 1. mars 2006 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Fyrir skömmu fjallaði Egill Helga- son um loftslagsbreytingar í þætti sínum Silfri Egils og gestir hans voru Hjörleifur Guttormsson og Illugi Gunnarsson, fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Illugi gerði lítið úr ábyrgð mannkyns á þessari náttúruvá og lét eins og það væri ástæðulaust að minnka notkun olíu og kola. Vegna mikilvægis umræðuefnis- ins langar mig til að gera nokkrar athugasemdir við málflutning Illuga. Náttúrulegar breytingar? Illugi benti réttilega á að hitastig hefði sveiflast til á undanförnum þúsund árum þrátt fyrir að kol- tvísýringur í lofti hefði verið stöðugur allt fram að upphafi iðn- byltingar. Þess vegna þyrftu þeir sem nú töluðu um loftslagsbreyt- ingar af manna völdum að svara því hvernig stæði á hitabreyting- um fyrir iðnbyltingu, áður en mannkynið hóf að losa mikið magn gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið. Illugi hefur á réttu að standa þegar hann segir að sveiflur í hitastigi séu engin nýjung. Það sem er hins vegar alveg nýtt er hversu hröð hlýnunin er. Það er nú ljóst að á engu tímabili á und- anförnum þúsund árum hefur orðið jafn ör breyting og á 20. öld- inni, um 0,6 gráður. Rannsóknir sýna líka að magn koltvísýrings í andrúmsloftinu var stöðugt síðustu nokkur hund- ruð þúsund ár en eftir að mann- kynið hóf að brenna olíu og kol hefur það aukist um 30 prósent. Helmingur þessarar aukningar hefur átt sér stað síðan á miðjum áttunda áratugnum og síðan þá hefur loftslagið hlýnað um 0,4 gráður. Þetta sýnir að hækkun hitastigs núna fellur ekki innan náttúrulegra sveiflna sem Illugi vísaði til. Vísindaleg óvissa Illugi vitnaði í danskar rannsóknir sem bentu til þess að eðlilegra væri að útskýra hækkun hitastigs með aukinni geislun sólar. Líklega átti Illugi þar við rannsóknir Knuds Lassen og Peters Thejll sem viðurkenndu árið 2000 veik- leika í eigin niðurstöðum. Aukin geislun sólar gæti ekki útskýrt mikla hækkun hitastigs eftir 1980. Ef Illugi kýs að nefna fleiri svipaðar vísindalegar niðurstöður máli sínu til stuðnings þá verður hann samt að viðurkenna þá stað- reynd að það eru ekki fleiri en tíu starfandi vísindamenn sem eru ósammála því að núverandi hlýn- un loftslags sé að öllum líkindum af manna völdum. Vísindamenn sem telja hins vegar að svo sé skipta hundruðum. Engu að síður kjósa sumir að fullyrða að um þessi mál sé ágreiningur innan vísindasamfélagsins. Tóbaksfyrir- tæki beittu sömu aðferðum á sínum tíma þegar þau vísuðu til vísindalegrar óvissu um það hvort tóbak ylli krabbameini. Auðvitað er ekki hægt að úti- loka að geislun sólar eigi eftir að minnka á næstu áratugum og þá dragi úr hlýnuninni. En spurning- in er hvort við viljum spila rúss- neska rúllettu og treysta á að eitt- hvað slíkt komi okkur til bjargar. Pólitík og vísindi Illugi sagði að það mætti ekki tengja saman pólitík og vísindi eins og stundum væri gert. Illugi ætti að hafa í huga þegar hann segir þetta að forystumenn Sjálf- stæðisflokksins fóru fremstir í flokki í síðustu landhelgisdeilunni og tengdu þá saman pólitík og vís- indi. Fiskifræðingar höfðu varað þá við að þorskstofninn væri að hruni kominn, ekki ósvipað viðvör- unum vísindamanna núna um hlýn- un loftslagsins. Ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins hefðu getað tekið í sama streng og Illugi og sagt að vísindin væru ekki nægilega langt á veg komin til að grípa þyrfti til aðgerða. Málið þyrfti að rannsaka betur. Sem betur fer voru sjálf- stæðismenn þá nægilega framsýn- ir til að trúa niðurstöðum vísinda- manna og breski flotinn var rekinn af miðunum, landhelgin færð út í 200 mílur og umhverfisvænni fisk- veiðistjórn tekin upp. Ég vil ekki hugsa til þess hvaða afleiðingar það hefði haft ef ekki hefði verið gripið til þessara aðgerða. Ég vil heldur ekki hugsa til þess hvað gerist ef ekki verður gripið strax til aðgerða í loftslagsmálum. Hræðsluáróður og hagvöxtur Síðar í þættinum sagði Illugi að það væri beinlínis hættulegt að venja mannkynið af notkun olíu og kola vegna þess að það myndi draga úr hagvexti. Þessi rök hafa verið notuð af stórfyrirtækjum sem sjá fram á að tapa peningum ef gripið er til aðgerða til að vernda umhverfið. Fólki er talið trú um að það standi frammi fyrir fátækt og vesöld ef strangari reglur eru settar á iðn- fyrirtæki. En reynslan hefur hins vegar sýnt okkur að það er innan- tómur áróður. Honum var beitt þegar George Bush eldri setti regl- ur um að dregið yrði úr notkun ósoneyðandi efna og losun brenni- steinsdíoxíðs sem veldur súru regni. Árangurinn af reglunum hefur verið framar vonum og hræðsluáróður um minnkandi hag- vöxt reyndist tilhæfulaus. Illugi ætti frekar að hafa áhyggjur af ríkisstyrkjum sem olíu- og kolaiðnaðurinn fær, lík- lega um 200 milljarðar dala á ári. Ætli við Illugi getum ekki sam- mælst um að því fé yrði betur varið í skattalækkanir en til að brengla samkeppni í orkufram- leiðslu. Önnur stórfyrirtæki, t.d. DuPont og Whirlpool, hafa beitt sér fyrir því að bandarísk stjórn- völd dragi úr losun koltvísýrings. Á sama tíma hefur eftirspurn eftir hlutabréfum í fyrirtækjum sem framleiða raforku með endurnýt- anlegum orkugjöfum aukist mikið í bandarísku kauphöllinni. Ekki dregur það úr hagvexti. Höfundur stundar meistaranám í umhverfisfræðum við Edinborg- arháskóla. Illugi í rússneskri rúllettu Í DAG HLÝNUN LOFTSLAGS GUÐMUNDUR HÖRÐUR GUÐMUNDSSON Fólki er talið trú um að það standi frammi fyrir fátækt og vesöld ef strangari reglur eru settar á iðnfyrirtæki. En reynsl- an hefur hins vegar sýnt okkur að það er innantómur áróður. Vinsælt og hagnýtt 3ja kvölda námskeið um öll helstu grundavallaratriði stafrænna myndavéla og meðferð stafrænna mynda í tölvu. • Stillingar stafrænna myndavéla • Stærðir og upplausn mynda • Myndir færðar yfir í tölvu • Skipulag myndasafns í tölvu • Heimaprentun / framköllun • Myndir skrifaðar á CD/DVD • Frágangur mynda í tölvupósti • Grundvallarlagfæringar • Vinsælt, ókeypis myndvinnslu- forrit á Netinu tekið fyrir Verð: kr. 15.000, (Innifalin er ný kennslubók á íslensku). Næsta kvöldnámskeið hefst 8. mars og lýkur 15. mars. Kennt er mánudags- og miðvikudagskvöld kl. 18 - 21. S T A F R Æ N A R M Y N D A V É L A R Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími: 544 2210 • www.tsk.is • skoli@tsk.is Þrátt fyrir opnun hagkerfisins eru erlendar fjárfestingar í sjávarútvegi enn nokkrum takmörkunum háðar. Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, hefur nú kynnt áform um að taka lítið skref til opnunar fyrir erlenda fjár- festingu á þessu sviði með því að heimila útlendingum að eiga og reka fiskmarkaði hér á landi. Í sjálfu sér er hér ekki um mikla breytingu að ræða og ólík- legt að hún hafi teljandi áhrif. Ráðherrann stígur því afar var- lega til jarðar í þessum efnum. Hvað sem því mati líður er hér um skynsamlega ráðstöfun að ræða. Það voru fyrst og fremst varfærnissjónarmið, sem réðu því á sínum tíma, að þessi afmark- aði þáttur var skilinn frá almennum breytingum, er urðu við inn- gönguna í evrópska efnahagssvæðið. Sú smávægilega breyting, sem nú er boðuð að því er varðar fiskmarkaðina, vekur hins vegar upp þá spurningu hvers vegna ekki er gengið lengra. Augu manna beinast þá að útgerðinni. Þar gilda enn verulegar takmarkanir á erlendri fjárfestingu. Hún lýtur þannig hámarks takmörkun og getur aðeins átt sér stað með óbeinum hætti í gegnum önnur íslensk fyrirtæki. Hvers vegna eiga önnur sjónarmið að ráða varðandi erlenda fjárfestingu í útgerð en á öðrum sviðum atvinnulífsins? Það er að sjálfsögðu ekki náttúrulögmál, og þau rök, sem að baki liggja, þurfa stöðugt að vera til endurskoðunar í ljósi breyttra tíma og nýrra aðstæðna. En á sinni tíð voru höfuðrökin skýr og einföld. Veiðirétturinn er markaðsvara, sem felur í sér takmörkuð eigna- réttindi. Rétt þótti að girða fyrir það, að útlendingar kæmust eftir þeim leiðum eins og inn um bakdyrnar í landhelgina. Eitt af mörgum álitaefnum í þessu máli er, hvort þessi rök eru enn góð og gild. Segja má, að minnkandi vægi sjávarútvegsins í þjóðarbúskapnum hafi dregið úr þeirri almennu áhættu, sem erlendar fjárfestingar í útgerðarrekstri gætu haft í för með sér. Að því leyti er þessi röksemd meira matsatriði nú en fyrir ára- tug, en hún er eigi að síður ekki orðin gildislaus. En hér hljóta fleiri röksemdir að koma til skoðunar. Sjávarút- vegur samkeppnislandanna nýtur verulegra styrkja bæði að því er varðar veiðar og vinnslu. Þetta á ekki síst við innan Evrópu- sambandsins, og þar eru mikilvægustu keppinautarnir. Að þessu leyti er samkeppnisstaðan afar ójöfn. Í því ljósi eru skýr rök fyrir því að viðhalda að svo stöddu þeim takmörkunum, sem hér hafa gilt. Erlendar fjárfestingar innan Evrópusambandsins leiddu til þess, að aðildarríkjunum var heimilað að setja ýmiss konar átt- hagatakmarkanir á útgerðina. Það á til að mynda við um hvar aflanum má landa, hvaðan aðföng eru keypt og hvaðan ráða má áhafnir. Í markaðsreknum sjávarútvegi eins og við búum við hefur engum dottið í hug að hneppa útgerðarreksturinn í fjötra af þessu tagi. Óhagræði af slíkum takmörkunum gæti vegið upp hagræðið af því að opna þessa fjárfestingarmöguleika. Þessi atriði þarf því að hafa í huga þegar staðan er metin. Fram til þessa hafa möguleikar til óbeinna fjárfestinga verið notaðir í óverulegum mæli. Það bendir ekki til þess að verulegur þrýstingur hafi verið á breytingar. Að öllu athuguðu sýnast því ekki vera gildar ástæður til þess að gera hér á breytingar eins og sakir standa. SJÓNARMIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON Erlendar fjárfestingar í sjávarútvegi. Lítið skref vekur upp spurningu AUGL†SINGASÍMI 550 5000Sögurnar, tölurnar, fólki›. Hagsmunaárekstrar Fjölmiðlar hafa sagt fréttir af miklum gengishagnaði bankanna. Varla hafi hann verið undir 100 milljörðum króna á síðasta ári. - Það var nú gott hugsaði hugsandi útvegsbóndi norður í landi sem selur fiskafurðir og fær tekjur sínar í evrum og dollurum. Honum varð í leiðinni hugsað til vinar síns sem verið hefur í góðu plássi á frystitogara í tólf ár. Sá er upp á hlut og tekjur hans eru háðar afla- verðmæti sem rýrnað hafa um 30 prósent á fáeinum árum vegna þess hversu fáar krónur fást fyrir hvern dollar eða hverja evru. Það er nú svo. Á móti gengishagnaði bankanna er gengistap útflutnings- og samkeppnisgreinanna hugsaði útvegs- bóndinn með sér. Og spurði: Eru ekki hagsmunaárekstrar hér einhvers staðar? Hverra hagsmuna gæta bankarnir í þessu sambandi? Hafa þeir kannski fórnað hagsmunum útflutnings- og samkeppnis- greinanna á altari eigin skammtímagróða? Hafa bankarnir nokkuð tekið þátt í að spila gengi krónunnar upp með því að dæla inn erlendu lánsfé, ýta þar með undir kaup á hlutabréfum og verðhækkun þeirra? Hafa bankarnir slegið tvær flugur í einu höggi; spennt upp gengi krónunnar og hlutabréfanna um leið? Hver skyldi vera höfundurinn að skuldabréfaútgáfu í íslenskum krónum erlendis? Spyrjum ætíð um aðstöðuna og hagsmunina, sagði útvegsbóndinn við sjálfan sig. Enn um skattbyrðina „Skattar hafa hækkað hjá öllum nema hinum best efnuðu síðan núverandi ríkisstjórn tók við völd- um. Aðeins þeir allra tekjuhæstu borga minna í skatta í dag en þegar Sjálfstæðisflokkurinn tók við fjármálaráðuneytinu.“ Þessar setningar, sem hér er vitnað til, segir Össur Skarphéðinsson ekki vera sína eigin niðurstöðu heldur kjarnann í því sem hann kallar hlutlausa umfjöll- un Jóhönnu Vilhjálmsdóttur í Kastljósi Ríkisútvarpsins. Össur heldur áfram á vefsíðu sinni: „Hún hefur á skýran og einfaldan hátt flysjað utan af flókinni umræðu um skattamál og sett kjarnann fram á diski þar sem allir geta skoðað hann – og skilið. Umfjöllun hennar síðustu vikur er mjög fagleg, og þannig að fólk skilur hana. Hún hlýtur að koma til álita þegar fjölmiðla- verðlaunin verða veitt á næsta ári. Í kvöld sýndi Jóhanna fram á með einföldum hæti að engir nema þeir tekjuhæstu greiða minni skatta en árið 1995 – þegar núverandi ríkis- stjórn tók við.“ Menn bíða í ofvæni efir viðbrögðum við þessum útleggingum þingmannsins. johannh@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.