Fréttablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 69
MIÐVIKUDAGUR 1. mars 2006 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Á laugardaginn kemur standa Félag þjóðfræðinga á Íslandi, Sagnfræð- ingafélag Íslands og Byggðasafn Reykjanesbæjar að fræðaráðstefnu í Keflavík þar sem sjónum verður einkum beint að dægur- og rokk- menningu, auk sagnamenningar á Suðurnesjum. Frá árinu 1999 hafa sagn- og þjóðfræðingar staðið árlega að ráðstefnu utan höfuð- borgarsvæðisins þar sem fjöl- breyttir fyrirlestrar hafa verið í boði um ákveðin meginþemu. Markmiðið hefur jafnan verið að auka tengsl háskóla- og fræða- samfélagsins við almenning „úti á landi“. Sú er líka raunin í ár. Sam- vinna mismunandi fræðigreina hefur gefist vel á fyrri ráðstefnum og að því hefur einnig verið stefnt núna, að sögn Aðalheiðar Guð- mundsdóttur, formanns þjóðfræð- inga: „Það eru uppi raddir í fræða- samfélaginu um að fræðigreinar eigi að tala meira saman og kynna sér aðferðir og viðhorf sem ríkja í öðrum greinum; það er einmitt þetta sem gerist á landsbyggðar- ráðstefnunum.“ Sigrún Ásta Jónsdóttir, safn- stjóri Byggðasafns Reykjanesbæj- ar, kveðst einnig fagna því að fá fjölda fyrirlestra um dægurmenn- ingu á Suðurnesjum: „Saga svæðis- ins er um margt sérstök og ólík þeim meginlínum sem við erum vön að greina í landssögunni. Allt frá miðöldum hefur streymt hingað fjöldi fólks á vertíð og þannig orðið mikil félagsleg blöndun. Á 20. öld heldur sama mynstrið áfram, fólk streymdi hingað til að vinna upp á Velli, sumir stoppuðu stutt við en aðrir eignuðust hér heimili.“ Ráð- stefnan er opin öllum en þeir sem vilja sitja hana þurfa að skrá sig í dag 1. mars, annaðhvort hjá Guðna Th. Jóhannessyni í síma 895 2340 eða Aðalheiði Guðmundsdóttur í síma 868 0306. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á www. akademia.is/saga og www.akadem- ia.is/thjodfraedingar. ■ Ræða um rokk og bítl í Keflavík UNDIRBÚNINGSNEFND LANDSBYGGÐAR- RÁÐSTEFNUNNAR Guðni Th. Jóhannesson, Sigrún Ásta Jónsdóttir, Rósa Þorsteinsdóttir og Aðalheiður Guðmundsdóttir. Á myndina vantar Svavar Hávarðsson og Kristján Páls- son. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Djassklúbburinn Múlinn er að fara af stað með vordagskrá sína. Múlinn verður áfram til húsa í Þjóðleikhúskjallaranum eins og verið hefur í vetur. Tónleikaröð hefst á tónleikum með Tríói Agnars Más Magnús- sonar, en alls eru tólf tónleikar á dagskránni fram í miðjan maí. Dagskráin er bæði metnaðarfull og fjölbreytt, afar lýsandi fyrir þá miklu grósku sem einkennir íslenskt djasslíf um þessar mundir. Tríó píanóleikarans góðkunna Agnars Más ríður á vaðið í kvöld. Með Agnari spila þeir Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson bassa- leikari og Scott McLemore á trommur. Tríóið mun leitast við að finna ókannaða og ferska fleti á sínum uppáhaldstónsmíðum. Þess má geta að bæði Agnar og Valdimar voru tilnefndir til Íslensku tónlistarverðlaunanna á síðasta ári. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og aðgangseyrir er þúsund krónur. ■ Agnar Már í Múlanum TRÍÓ AGNARS MÁS MAGNÚSSONAR Þeir ríða á vaðið á vordagskrá Múlans í Þjóð- leikhúskjallaranum í kvöld. E N N E M M / S ÍA / N M 2 0 6 2 8 Fyrstu skrefin - NÝTT! mið kl.20.30 Í fyrsta skipti á Íslandi: Nýr þáttur um allt sem viðkemur foreldrahlutverkinu á fyrstu æviskeiðum barnsins í umsjón Guðrúnar Gunnarsdóttur. Hefst í kvöld! HVAÐ? HVENÆR? HVAR? MARS 26 27 28 1 2 3 4 Miðvikudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Þórir heldur tónleika í Hellinum. Þeir sem koma fram eru Johnny Sexual, Fighting Shit (Þórir á gítar), My Summer as a Salvation Soldier og óvæntir gestir. Ekkert ald- urstakmark.  22.30 Hljómsveitirnar Jeff Who og Ég spila á miðvikudagstónleikum Dillon þessa vikuna. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.00 Ásta Þorleifsdóttir fjallar um íbúalýðræði og þátttökustjórnun í erindi sínu á Félagsvísindatorgi Háskólans á Akureyri, stofu L201 á Sólborg við Norðurslóð.  12.15 Lovísa Ásbjörnsdóttir, jarð- fræðingur NÍ, flytur fræðsluerindi: „Plöntuvefsjá Náttúrufræðistofnunar opnar nýja sýn”, á Hrafnaþingi Náttúrufræðistofnunar, í sal Möguleikhússins við Hlemmtorg í Reykjavík. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. ��������������������������������� ��������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� �������������������������� ���������������������������������������� ������������������� ������������ �������������� ����������������� �������������������������������� ������������� ����������������� ������������������������������� ����������������������� ������������ �������������� �� ����������� ����������������������������� ��������������� ��������� ������������� �� ������������ ������������������� ���� �������� ���������� ����������������������������������� ��������������������� �������������������� ����������������������� ����������� ����������� ���������������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.