Fréttablaðið - 18.04.2006, Side 32
18. apríl 2006 ÞRIÐJUDAGUR32
Gildi - lífeyrissjóður
Sætúni 1
105 Reykjavík
Sími 515 4700
www.gildi.is
gildi@gildi.is
Á R S F U N D U R
Ársfundur Gildis-lífeyrissjóðs verður haldinn á Grand Hótel,
Reykjavík miðvikudaginn 26. apríl 2006 kl. 17.00.
Dagskrá fundarins:
1. Venjuleg ársfundarstörf.
2. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins.
3. Tillaga um hækkun réttinda.
4. Önnur mál, löglega upp borin.
Tillögurnar liggja frammi á skrifstofu sjóðsins og er einnig
að finna á heimasíðunni, www.gildi.is
Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum með málfrelsi
og tillögurétti. Sérstakt fulltrúaráð, að jöfnu skipað fulltrúum
stéttarfélaga og samtaka atvinnurekenda sem að sjóðnum
standa, fer með atkvæði á ársfundinum.
Reykjavík 10. apríl 2006,
lífeyrissjóður
Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs.
2 0 0 6
DANÓL
GERIR ÖRSTUTT HLÉ!
FÓTBOLTI Sóknarmaðurinn Hörður
Sveinsson skoraði fyrra mark
Silkeborg sem sigraði AC Horsens
í dönsku úrvalsdeildinni á sunnu-
dag 2-1. Hörður skoraði fallegt
mark úr hjólhestaspyrnu en þetta
var hans fyrsta mark á heimavelli
félagsins. Hörður fór af stað af
miklum krafti hjá Silkeborg og
skoraði fjögur mörk í fyrstu
tveimur leikjum sínum fyrir félag-
ið, þar á eftir fylgdu fimm leikir í
röð þar sem hann náði ekki að
skora áður en kom að leiknum um
helgina.
Hörður er á lánssamningi frá
Keflavík en hann og bakvörðurinn
Bjarni Ólafur Eiríksson hafa verið
að spila vel með Silkeborg. Báðir
voru þeir með frá upphafi til enda
í leiknum gegn AC Horsens. - egm
Silkeborg vann góðan sigur í dönsku úrvalsdeildinni:
Glæsilegt mark hjá Herði
FIMM MÖRK Hörður Sveinsson hefur skor-
að fimm mörk í átta leikjum fyrir Silkeborg.
FRÉTTABLAÐIÐ/JACOB STIGSSEN
FÓTBOLTI Tæplega 48 prósent
stuðningsmannaStoke City vilja
hina íslensku stjórn burt frá
félaginu og fá nýjan eignarmeiri-
hluta í félagið en tæplega 45 pró-
sent vilja að íslenska stjórnin
verði áfram með yfirráð hjá
félaginu. Þetta er meðal þess sem
kemur fram í niðurstöðum skoð-
anakönnunar sem gerð var af
stuðningsmannafélagi Stoke.
Eins og Fréttablaðið hefur
greint frá hefur auðkýfingurinn
Peter Coates gert yfirtökutilboð
í félagið sem íslensku eigend-
urnir eru enn að velta fyrir sér.
Framtíð knattspyrnustjórans
Johans Boskamp er ennþá óráð-
in, en hún veltur að öllu leyti á
því hvort félagið verði áfram í
meirihlutaeigu Íslendinga.
41 prósent þeirra sem tóku
þátt í könnuninni vildi að Íslensku
eigendurnir og Boskamp yrðu
áfram hjá félaginu en 29 prósent
vildu íslensku stjórnina burt en
að Boskamp myndi halda áfram
sem stjóri, þó að sá kostur sé
afar ólíklegu. Rúm átján prósent
stuðningsmannana vilja að að
bæði stjórninni og knattspyrnu-
stjóranum verði skipt út. - vig
Könnun á meðal stuðningsmanna Stoke:
Fleiri vilja Íslendingana út
KÖRFUBOLTI Kobe Bryant og félag-
ar hans í LA Lakers tryggðu sér á
sunnudaginn sæti í úrslitakeppni
NBA-deildarinnar þegar liðið sigr-
aði Phoenix sannfærandi 109-89.
Þannig er ljóst að Lakers mun
aldrei lenda neðar en í 7. sæti
Vesturdeildarinnar.
Í 1. umferðinni mun liðið ein-
mitt taka á móti Phoenix, sem
gerir án vafa allt til að ná fram
hefndum eftir útreiðina um helg-
ina. Kobe Bryant skoraði 43 stig í
leiknum.
Sacramento tryggði sig einnig í
úrslitakeppnina með sigri á New
Orleans og það sama gerðu Chi-
cago og Washingoton í Austur-
deildinni með því að vinna sína
leiki um helgina. - vig
NBA-deildin:
Lakers áfram
KOBE BRYANT Fær að láta ljós sitt skína í
úrslitakeppninni. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Páskahelgin var góð fyrir
Chelsea í ensku úrvalsdeildinni en
liðið vann Bolton 2-0 á laugardag
og sigraði síðan Everton örugg-
lega 3-0 í gær. Eiður Smári Guð-
johnsen var utan hóps í báðum
þessum leikjum. Frank Lampard
skoraði eina markið í fyrri hálf-
leiknum í gær eftir undirbúning
Didier Drogba. Snemma í seinni
hálfleik fékk Lee Carsley rauða
spjaldið og eftirleikurinn varð
auðveldur fyrir Englandsmeistar-
ana, Drogba og Michael Essien
bættu við mörkum.
„Þetta er nánast komið í hús
hjá okkur. Kraftaverkin gerast
ekki oft í fótboltanum en United
þarf á einu þannig að halda til að
verða meistari. Við höfum nánast
landað bikarnum. Mér er sama
hvar við vinnum titlana, á heima-
velli eða útivelli, ég vona bara að
við náum að gera það í næsta leik,“
sagði Jose Mourinho, knattspyrnu-
stjóri Chelsea.
Manchester United á enn örlitla
von um að ná Chelsea eftir að liðið
vann Tottenham 2-1 á útivelli með
tveimur mörkum frá hinum magn-
aða Wayne Rooney. Sú von er þó
mjög veik fyrst liðið gerði einung-
is markalaust jafntefli gegn Sund-
erland á föstudagskvöld en við
þau úrslit féll Sunderland endan-
lega.
Ferli Alans Shearer gæti verið
lokið en hann fór meiddur af velli
þegar Newcastle burstaði Sunder-
land 4-1 og er óttast að liðband í
hné sé slitið. „Ég krosslegg fing-
urna en þetta lítur ekki vel út. Ég
er svartsýnn,“ sagði Shearer, sem
var búinn að ákveða að leggja
skóna á hilluna eftir tímabilið en
þarf jafnvel að gera það þremur
leikjum fyrr en áætlað var.
Robbie Fowler heldur áfram að
vera Liverpool mikilvægur en
hann skoraði sitt fjórða mark í
fimm leikjum þegar hann skoraði
sigurmarkið í 1-0 útisigri á Black-
burn á sunnudag. Liverpool hefur
tryggt sér þriðja sætið í deildinni
og þar með þátttökurétt í Meist-
aradeild Evrópu. Það kom í ljós í
gær þegar Manchester United
vann Tottenham, eina liðið sem
gat náð Liverpool. - egm
Chelsea komið með níu
fingur á meistarabikarinn
Englandsmeistarar Chelsea eru aðeins einu stigi frá því að verja enska meistara-
titilinn en þeir unnu báða leiki sína um páskahelgina sannfærandi.
KÓNGURINN Robbie Fowler heldur áfram
að þrýsta á nýjan samning hjá Liverpool
með markaskorun.
NORDICPHOPTOS/GETTY IMAGES
SKORAR OG SKORAR Frank Lampard braut ísinn fyrir Chelsea gegn Everton í gær og sést
hann hér fagna marki sínu ásamt Hernan Crespo. Á litlu myndinni sést sjúkraþjálfari New-
castle hlúa að Alan Shearer en hann fékk högg á hnéð og er jafnvel óttast að liðbönd séu
slitin. Það myndi marka endalok ferils hans. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES