Tíminn - 03.07.1977, Qupperneq 23
Sunnudagur 3. júli 1977
23
Með kærri kveðju
frá Matta
Mattibróðir tilheyrir þeirri ein-
stöku manngerö, sem getur
breytt kyrkislöngu i elskulegasta
gæludýr með þvi einu að brosa
hinu ómótstæðilega brosi sinu.
Jæja, þetta er fcannski svoíftíð
ýkt, en þó ekki mjög langt frá
sannleikanum.
Þess vegna er ekki svo undar-
legt þó honum hafi alltaf tdcizt að
pranga öllu á mig, sem hann vildi
ekki hafa lengur, allt frá leiðinda-
kaninum niður I rottugrislinga
Núna erum við bæði eldri og höf-
um annan smekk, en samt eru
hlutirnir svipaðir og áður. Ég
þarf alltaf að hlau pa undir
bagga. Annað hvort er um að
ræða leiða vinkonu, sem þarf að
hugga eða svangan vin, sem þarf
að elda ofan i i hvelli.
En ég mótmælti þó, þegar fariö
var að tala um Lindsey
Camp bell. Þaö var þegar ég ók
Matta út á flugvöll. Hann er arki-
tekt og var að fara til starfa i
Þýzkalandi i eitt ár.
— Ég mundi allt i einu eftir
dálitlu, Linda, sagði hann, I sömu
tóntegund og þegar hann talaði
um klukkuna. En ég lét ekki
gabba mig, þvi ég hafði tuttugu
og þriggja ára reynslu i aö túlka
tóntegundir hans. Eitthvaö bjó
undir.
— Þú mannst liklega eftir
bandariska pennavininum min-
um, Lindsay Campbell?
— Nei, svaraði ég stuttlega. Ég
mundi vel að hann hafði eignast
pennavini um allan hnöttinn, þeg-
ar hann fékk frimerkjabakt-
eriuna, en sá áhugi lognaðist út af
eins og s vo ótal m argt annað, sem
hann hafði tekið sér fyrir hendur.
Þess vegna kom mér á óvart, að
heyra að hann skrifaðist ennþá á
við einhvern. Enginn gæti haldið
þvi fram að bréfaskriftir væru
sterka hliðin á bróður minum.
— Ég hélt að þú hefðir hætt við
þá alla fyrir löngu, sagði ég.
Hann hristi höfuöiö. — Við
Lindsay höfum alltaf haldið sam-
bandinu og ég gæti vel hugsað
mér að skreppa einhvemtima til
Bandarikjanna. Það er að
minnska kosti ágætt að eiga vin
þar. Lindsay hefur liklega hugsað
svipað. Égfæ ekki mikinn tíma til
að skrifa þegar ég er kominn til
Þýzkalands, gætir þú ekki tekið
við af mér?
Það mætti ætla að ég hefði ekki
mikið annað að gera en sitja og
fitla við fingurna á mér. En það
er langt í frá Ég vinn mjög at-
hyglisvert og erfitt starf sem inn-
kaupastjóri i tízkufatadeild
stærsta vöruhúss bæjarins. I
fritimanum er ég svo heilmikiö
með Even nokkrum Gregersen.
Þess vegna langaði mig ekki hið
minnsta til að taka að mér
ókunna bandariska stúlku vegna
þess eins að Matti var orðinn leiö-
ur á henni. Ég ætlaði einmitt aö
fara að þverneita þvi, þegar
Matti tók um axlir mér.
*— Vertu nú svolitið almenni-
leg, Linda min. Ykkur mun koma
stórvel saman!
Ég byrjaði að bráöna. Hann
yröi burtu i heilt ár og á meðan
átti ég að fá að hafa fallega, litla
sportbilinn hans. Það var ákaf-
lega fallegt af honum.
— Jæjaþá, svaraði ég og brosti
dauflega. — Láttu mig heyra
hvers konar fyrirbæri þetta er.
— Hvaö?
— Lindsay Campbell auðvitað.
— Ójá. Hávaxið, ljóshært og
laglegt fyrirbæri. Ég á mynd ein-
hvers staðar. Ef ég finn hana,
skal ég senda þér hana. Þú færð
skemmtileg bref, þvi get ég lofaö
þér. Áhugamálin eru siglingar og
beisbolti.
— Beisbolti, sagði ég hissa. —
Ég hef bara séð það einu sinni i
sjónvarpinu. Ég helt aö það væri
bara fyrir karlmenn.
Matti hló Æ, þú veist hvernig
þessir Bandarikjamenn eru. Allir
með iþróttadellu. Þeir læra að
synda, áður en þeir geta gengiö.
— Um hvað á ég að skrifa?
spuröi ég ráövillt. — Ég hef ekki
nema tvisvar komið um borð i
seglbát.
— Hvað sem er, svaraði Matti
kæruleysislega. — Skrifaðu bara
það sem þér dettur i hug.
Hann lét mig hafa heimilis-
fangið hennar i Boston og sagði að
hann hefði þegar skrifaö og sagt
að ég tæki við, meðan hann væri I
burtu . Greinilegri sönnun þess
hvað honum finnst um mig, er
varla finnanleg. Hann veit að
hann getur snúið mér um litla
fingurinn á sér.
Hann beið þangað til farþega-
röðin fór af stað að flugvélinni,
*********** .. 11 ^
Matti bróðir minn taldi mig á að
taka á móti bandarisku pennavin*
konunni sinni, sem var að koma i
heimsókn. Sjálfur var hann að
fara burt í heilt ár. Þetta varð
dálitið öðruvísi en ég hafði hugs-
að mér.......
—
áður en hann lét sprengjuna falla.
Ég hefði áttað vita það, svo lengi
haföi ég þekkt hann.
— Já, svo var það eitt enn,
Linda —Lindsay kemur til Oslóar
bráðlega. Ég gleymdi að segja
þér það. Þú lifar að vera notaleg
við hana ekki satt?
Hann brosti, sendi mér fingur-
koss og þaut af stað Ég er allt of
vel upp alin. Hver sem er annar
hefði kallað einhver ókvæöisorð á
eftirhonum, en ég gatekki annað
en grett mig reiðilega. Það var
meira að segja fyrir gýg, þvi
Matti var farinn að kjá framan i
eina flugfreyjuna, langlegg»jaða
stúlku með eirrautt hár.
Kvöldið eftir, þegar Even haföi
tilkynnt forföll, vegna þess aö
hann þurfti út með viðskiptavini
og mér leið heldur laklega settist
ég niður og skrifaði Lindsay,
Reyndarskrifaði ég ekki mikið.
Það eina sem við áttum sam-
eiginlegt var Matti og tilfinningar
minar til hans þessa stundina
voru ekki beinlinis bllðar. En ég
lofaði að gera mitt til að henni liði
sem bezt þessa daga 1 Noregi og i
góðsemiskasti sagði ég meira að
segja, að hún mætti gista hjá mér
ef hún þekkti enga aðra hérna.
Seinna hugsaöi ég ekki mikið um
það. Svarið frá Lindsay hlýtur að
hafa komið um gervihnött svo
fljótt var það á leiðinni. Það var
notalegt bréf. Hún sagðist hlakka
svo til að hitta systur Matta. Leitt
að hún gæti ekki hitt Matta sjálf-
an, en verið gæti að hún skryppi
til Þýskalands, fyrst hún væri
komin til Evrópu.
Það seinasta hafði mest áhrif á
mig. Lindsay vildi gjarnan búa
hjá mér og fannst fallegt af mér
að hafa hugsað um það.
Ég var löngu farin að sjá eftir
þvi. Satt að segja vissi ég ekki
hvernig hún kæmist fyrir i litlu
ibúðinni, sem ég deildi með vhi-
konu minni. Hún var bara tvö ör-
litil svefnherbergi, stór dagstofa
og eldhúsklefi. Ekki einu sinni
mús gæti almennilega snúiö sér
viö þar, hvað þá hávaxin, ljós-
hærð, bandarisk stúlka
með iþróttadellu. Ég yrði að hafa
hana á vindsæng inni i svefnher-
berginu minu.
Hvaða áhrif hefði hún svo á
Even? Ég vissi að hann var veik-
urfyrir þeim ljóshærðu. Það hafði
hann oftar en einu sinni sagt.
Beisbolta þekkti hann lika — sið-
an hann var við nám í Bandarikj-
unum. Þetta var ekki efnilegt. Ég
hafði ekkert á móti þvi að deila
ibúöinni með Lindsay, en Even
vildi ég hafa ein. Hvers vegna
þurfti Matti alltaf að skapa mér
þessa erfiðleika?
— Ég lofaði vist að taka aðmér
bandariska pennavinkonu Matta
þegar hún kemur hingaö I sumar-
leyfi, sagði ég við Even. — Hún er
afar lagleg og leikur beisbolta
Hann gretti sig. — Þá er hún
áreiðanlega karate-meistari lika,
sagði hann og kyssti mig á nef-
broddinn. Ég vonaði bara að
þetta áhugaleysi hans héldist eft-
ir að hún væri komin. — Þær i
Bandarikjunum kunna lagið á þvi
að stinga upp i karlmenn, bætti
hann við.
— Agætt, sagði ég og reyndi
meö hálfum huga að ýta honum
frá mér. .
Ef hann var með þessu að gefa i
skyn, að ég kynni ekki að stinga
upp i karlmenn eða væri ekki
karate-meistari, þá hafði hann al-
veg á réttu að standa. Ég var jafn
veik fyrir honum og Matta. Þess
vegna þóttist ég ekki heyra, þeg-
ar Mari sagði, að Even væri
glaumgosi. Matta hafði reyndar
ekki heldur likað við Even.
— Þú sóar bara timanum með
þessari figúru hafði hann sagt, en
ég fyrirgaf honum þaö strax og
brosti dularfullu brosi til hans.
Matti þekkti Even ekki. Hann
hafði aðeins hitt hann nokkrum
sinnum með mér. Ég haföi gert
ráð fyrir að þeim kæmi vel sam-
an, en þar hafði mér skjátlast. En
mér geðjaðist vel að Even. Hann
var skemmtilegur og ég naut þess
að sjá hvernig augnafað aðrar
stúlkur sendu honum. Hvaða máli
skipti þó hann væri svolitið laus i
rásinni? Ég ætlaði heldur ekki aö
binda mig strax. Ég hafði góða
stöðu, góð laun og möguleika á
stöðuhækkun. Þetta tæki allt enda
ef ég gifti mig og stofnaði fjöl-
skyldu. Ég var ánægö með lifiö
eins og það var — eða þaö sagði
ég sjálfri mér aö minnsta kosti.
Ég trúði þvi varla sjálf, en ég
naut þess að skrifast á við Lind-
say. Þaðgekk meira að segja svo
langt að ég fór að biða eftir bréf-
unum. Matti hafði haft á rettu aö
standa — hún skrifaöi skemmti-
leg bréf En hann hafði ekki
minnzt á að hún skrifaði svona
oft.
Lindsay var efnafræðingur og
starfaöi I rannsóknarstöð og lifði
um þessar mundirá hnetum til að
hafa efni á Evrópuferðinni. Hún
hélt meira að segja fyrirlestra á
kvöldin og mér fannst störkost-
legt aö hún skyldi hafa tima til að
skrifa mér lika.
Ekki leið á löngu unz mér
fannst ofur eölilegt að seg ja henni
frá öllu, sem ég aðhafðist. Ég
trúði þvi varla sjálf. Fyrir aðeins
fáum mánuðum hafði Lindsay
veriö bláókunnug manneskja,
sem ég vissi ekkert um — og nú
leit ég á hana sem trúnaðarvin-
konu mina.
Auðvitað sagði ég frá Even, en
hins vegar skrifaði hún ekki orð
um pilta sem hún fór út með. Ef
til vill var hún svo önnum kafin,
aö hún hafði ekki tima til að vera
með hneinum. Eða þá að hún var
hrifin af Matta. Ég var svo altek-
in tilfinningum minum til Evens,
að ég hugsaöi litiö um þá hliö
málsins.
Svo gerCást þaö. Dag einn sem
við Even höföum ákveöið að hitt-
ast, hringdi hann til mln I vinnuna
og sagöist ekki geta komið. Það
hafði svo oft gerzt að ég hugsaði
ekki mikið um það, en auðvitaö
varö ég þó fyrir vonbrigðum.
Þegar ég kom heim og sagði vin-
konu minni þaö, Mari, leit hún
fast á mig og sagði: — Þaö er
eiginlega ágætt. Ulrik ætlar aö
halda samskotaveizlu i kvöld og
það vantar nokkrar stúlkur. Það
koma alltaf of margir strákar.
Hvað segirðu um þaö?
Auðvitað sagði ég nei. Mig