Tíminn - 03.07.1977, Síða 32
32
Sunnudagur 3. júU 1977
Anton Mohr:
Árni og Berit
Ævintýraför um Asiu
klukkan þrjú i dag, og
mættu nú nota timann
þangað til, til að skoða
bæinn og fara i búðir.
Einn af varðmönnunum
átti þó að fylgja þeim og
gæta þess, að þær væru
komnar aftur að lestinni
klukkan þrjú.
Þetta leyfi vildu þær
strax nota. Anna, sem
var mjög trúhneigð,
vildi að þær gengju fyrst
til kirkju. Kirkjan var
ný og mjög fögur bygg-
ing. Berit hafði aldrei
komið áður i rússneska
kirkju, og henni fannst
mikið um skautið og
hátiðleikann i kirkjunni.
Af sjálfri guðsþjónust-
unni skildi hún litið. Hún
fór fram eftir rússnesk-
um siðum, á rússnesku
máli, sem hún átti erfitt
með að skilja.
Á eftir fóru þær i búðir
og keyptu ýmsa smá-
hluti, sem þær vanhag-
aði um, svo sem: alls
konar hreinlætisvörur,
upphá leðurstigvél,
skinnhanzka og slæður
til vamar mýflugum.
Varðmaðurinn, sem
aldrei vék eitt skref frá
þeim, var dauðhræddur
um, að þær yrðu of sein-
ar aftur á jámbrautar-
stöðina, og var alltaf að
reka á eftir þeim. Varð
það til þess, að þær voru
komnar þangað aftur
klukkan tvö, eða klukku-
tima fyrir burtfarar-
tima, en svo var ekki
lagt upp fyrr en klukkan
fimm.
Berit hafði áður ekið i
þessum rússnesku hest-
vögnum, og vissi
hvernig þeir vom. En þá
hafði Sörensen, vinur
þeirra systkinanna,
þakið vagninn með dýn-
um og púðum, til að
liggja á, og þó hafði
þeim fundizt að hvert
bein i likama þeirra ætl-
aði að brotna fyrsta
áfangann, en i þessum
vagni var aðeins hálm-
bingur, og vegirnir
þarna voru enn harðari
og ósléttari en i Turke-
stan. Hraðinn var hinn
sami. Hestarnir voru
alltaf látnir valhoppa
fyrir vagninum. Ekki
höfðu konurnar farið
langt, er Berit fór að öf-
unda Áma af þvi, að fá
að ganga i hægðum sin-
um eftir þjóðveginum i
þessu ágæta veðri. Það
hlaut að vera betra en
hristast i þessum vagni,
jafnvel þótt hlekkir
væru um fætuma. Rúss-
nesku konumar sættu
sig möglunarlaust við
hristinginn. Þær voru
þessu vanar.
1 rökkurbyrjun var
komið i næturstað. Það
var um 35 km frá Irk-
utsk. Á þessum þjóðveg-
um þar sem fangaflutn-
ingar fóru fram, hafði
keisarastjórnin látið
reisa eins konar gistihús
fyrir fanga og fanga-
verði. Allir þessir skálar
voru mjög svipaðir. Inn-
an i fjögra metra hárri
plankagirðingu var
byggður sterkur glugga-
laus skáli úr bjálkum.
Um fjögra metra breitt
svæði var innan girðing-
ar i kringum húsið. Rétt
utan við girðinguna var
reist venjulegt bjálka-
hús fyrir fangaverði og
umsjónarmenn. I þessu
húsi var lika venjulega
svefnklefi fyrir konur, ef
þær voru með i hópnum.
Dyrnar út úr planka-
girðingunni lágu út I
gegnum svefnsal fanga-
varðanna.
Inni i þessum bjálka-
húsum vom trébekkir
meðfram veggjunum,
sem fangarnir áttu að
hvílastá. Aðrir húsmun-
ir voru þar ekki. Á
bekkjunum var rúm fyr-
ir 60 menn, en ef fleiri
fangar voru i ferðinni,
eins og i þetta sinn, þá
var þeim ekki séð fyrir
legurúmi. Þeir urðu þá
að liggja á gólfinu eða
undir bekkjunum.
Ætið var niðamyrk-
ur inni i þessum
gluggalausum bjálka-
húsum, svo að venjulega
fengu fangarnir að hvil-
barnatíminn
ast úti i garðinum, þar
til háttatimi var kom-
inn. En ef seint var kom-
ið i náttstað, eða ef for-
inginn var i vondu skapi,
þá voru fangarnir strax
reknir inn i niðdimma
skálana og lokaðir þar
inni. Þannig var einmitt
farið að, þetta kvöld.
Foringi fararinnar var
reiður yfir þvi að hann
varð að leggja upp frá
Irkutsk degi fyrr en á-
kveðið var, og hann lét
reiði sina bitna á föng-
unum. Allan daginn
hefði hann látið skamm-
imar dynja á þeim og
lamið þá með svipunni,
eins og hann væri að
reka stóð. öðru hverju
hafði hann þeyst inn i
raðir þessara hlekkjuðu
göngumanna og látið
svipuhöggin dynja á
þeim, án nokkurra saka.
Og nú , þegar loks var
komið i náttstað, skipaði
hann að loka þá strax
inni. Lykilinn að ytri
dyrunum i virkisveggn-
um tók hann með sér inn
i sina svefnstofu. Gat þvi
enginn komizt inn eða út
úr þessum traustbyggða
skála.
Þetta kvöld lá Árna
við örvilnun. I margar
vikur og mánuði hafði
hann verið lokaður inni i
misjöfnum fangelsum.
Þessi langa ganga með
'0, ftLMÍRTTVGrJM HeFUR D0ff\ k/Ú.EíUU 5;jJj/í Eaj/j.vcRW fíÐ HoRFR 'r
FofiJDUtokTTlNAJ ‘I 5jóN\//mPÍNU.
hlekki um hendur og
fætur hafði verið honum
mikil þolraun og oft
hafði hann fengið að
kenna á svipunni. Á
hálsinum vinstra megin,
og langt niður á bakið,
var blóðhlaupin rák eftir
svipuólina. Fætur hans
voru sárir og hann var
rétt að örmagnast af
þreytu er hann kom i
náttstað.
En sárast af öllu var
þó það, að ferðafélag-
arnir — útlagahópurinn
— var gjörbreyttur.
Flestir fangarnir, sem
bætzt höfðu i hópinn,
voru reglulegir glæpa-
menn, þjófar og morð-
ingjar, en ekki pólitiskir
afbrotamenn eins og
þessir sautjánsem lögðu
upp frá Tomsk. Glæpa-
mennirnir voru þvi i
miklum meirihluta og
þeir settu svip sinn á
hópinn. öll framkoma
þeirra var sóðaleg og ó-
svifin.
Allan daginn hafði
Árni hlakkað til hvildar-
innar úti, áður en gengið
yrði til náða. Nokkrir
fanganna höfðu áður
verið dæmdir i útlegð og
þekktu þessa venju. Þeir
höfðu lika sagt Árna
það, að i garðinum væri
vatn. Þar gætu fagnarn-
ir setið, hallað bakinu
upp að plankagirðing-
unni og fengið sér fóta-
bað. Árni hlakkaði til
þess allan daginn, að
geta þvegið auma og
særða fætur sina, en nú
var þeim neitað um það.
Þeir voru reknir inn i
niðdimman skálann
strax. Árni var ungur og
óreyndur i þessum mis-
leita hópi og gætti þess
ekki að velja sér hvíld-
arstað fyrir nóttina, og
þegar hann fór loks að
leita fyrir sér, voru allir
bekkir fullir. Hann varð
þvi að skriða undir bekk
og leggjast þar flatur i
gólfið. Þarna lá hann
einmana i myrkrinu og
grét hljóðlega. Hvilikt ó-
lán að hafa lent i þessu!
líkkert hafði hann af sér
gert, og þó var hann
dæmdur sakamaður.
Árni sofnaði með sárum
ekka.
3.
Snemma næsta morg-
un voru fangarnir reknir
á fætur. En nú ætlaði