Tíminn - 16.07.1977, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.07.1977, Blaðsíða 3
Laugardagur 16. júli 1977 3 Aukinn inn- flutningur á bifreiðum A myndunum sjáum við Hkan að Vopnafjarðarhöfn. Hjá Straummælingum rlkisins er verið að gera rannsóknir varðandi byggingu hafnarmannvirkja f Vopnafiröi. Timamyndir: Gunnar. ATH-Reykjavik. Frá ársbyrjun til júniloka höfðu alls verið fluttar til landsins 3.851 bifreiö, og eru þá bæði taldar bifreiðir með bensln og disilvélum. Á sama tima I fyrra höfðu verið fluttar inn 2.354 bifreiðir, þannig að innflutn- ingurinn hefur aukizt um 1.597. A þessu sex mánaða timabili hafa komið samtals 338 Skoda bif- reiðir, en sú tegund sem næst kemst er Lada 2103. Af henni komu samtals 199. Tæplega tvö hundruð notaðar fólksbifeiðir komu til landsins á þessum tima, flestar voru af Mercedes-Benz gerðeða 19. í þessu dæmi eru ekki reiknaðar með bifreiðir af Kefla- vikurflugvelli, en þaðan voru keyptar 80 bifreiðir á timabilinu. Af nokkrum tegundum kom að- eins ein bifreið og má þar nefna, GM-GMC Suburban, Lada 2106 og Peugeot 404. Þá komu til landsins 90 nýir vörubilar og 31 notaður. Vopnafjörður: Hafnar- og flugvallar- framkvæmdir í KEJ-Reykjavik — Hér verða verulegar fram- kvæmdir I flugvallar- og hafnarmálum i sumar. t Reykjavik hafa að undanförnu fariö fram likanrannsóknir á hafnarmannvirkjum og siðar I þessum mánuði veröur væntanlega hafizt handa með byggingu mikils hafnargarðs hér með stálþili, sagði Steingrlmur Sæmundsson verzlunarmaður og fréttaritari Timans á Vopnafirði þegar við höfðum samband við hann 1 gær. Sagði Steingrimur að einnig væru miklar framkvæmdir í gangi i flugvallarmálefnum þeirra Vopnfirðinga. Búið er að hækka flug- brautina allverulega, verður svæðið siðan girt af og völlurinn lýstur. Sagði Steingrimur að ekki veitti af enda væri flugið einhver aöalsamgöngu- æðin þar sem viða annars staðar. Aðrar framkvæmdir kvað Steingrimur vera allmiklar á Vopnafirði. Nýbúið er að skipuleggja þar nýtt hverfi og byggingar farnar að risa þar. Einnig eru gatnagerðarframkvæmdir I fullum gangi, verið að undirbyggja og ganga frá lögn- um I götur sem siðan verða oliubornar. Veðurbliða hefur ekki verið sérstök i sumar Yfirleitt hægviðri og hlýtt og kalt til skiptis. Einn dagur hefur komið með 22 stiga hita, var það um siðustu helgi, annars hefur hitastigið veriö þetta 10-12 stig og ekki sólskin að ráði, sagði Stein- grimur. Bændur eru þó sumir farnir að slá en hafa ekki getað þurrkað enn sem komið er. Taldi Steingrimur að I sumar væri feröamanna- straumur til Vopnafjarðar með mesta móti. Togari Vopnfirðinga, Brettingur, hefur aflaö ágætlega að undanförnu. Handfærafiskiri hefur einnig verið mjög gott við Langanes, en þó dreg- ið nokkuð úr þvi I vikunni. A Vopnafirði keppast menn lika við að veiða hákarlinn og þeir sem mest hafa fengið eru búnir að fá um eða yfir 20 hákarla. Rigning næstu 40 daga? MÖL.-Reykjavlk — Þaö hefur fengiztreynsla fyrir þvi, að þegar komið er fram á þennan árstima, þá veröur veðrið þrálátara, þ.e. það helzt oft svipað langtimum saman, sagði Páll Bergþórsson, veðurfi æðingu,', er Timinn spurði hann um þær fornu sagnir um veðrið, sem gjarnan eru settar i sambaud viö þennan árstima. Þannig má ef til vill litillega rétt- læta þessar sagnir. Hundadagar gengu i garð s.l. miðvikudag og eftir gamalli trú ættiþvlveðriðaðvera einsogþað var þá úthundadagana.þ'.e. til 23. ágúst. 1 fyrradag var þá hinn svo- nefndi dagur Swithins dýrðlings, ensamkvæmt fornri kristinni trú, þá rignir hann i 40 daga, rigni hann þann dag. 1 gær var eins og menn muna suö-austan átt og skúrir og þvi eiga menn á höfuö- borgarsvæðinu yfir höfði sér svip- að veöur næstu 40 dagana — sam- kvæmt trúnni. Þá er bara að vona, að eitthvaö hafi trúnni hlekkzt á siðan menn trúðu þessu. Ráðamönnum sagt til KEJ- Reykjavik — „Stjórn Baráttuhreyfingar gegn heims valdastefnu bendir Islenzkum ráðamönnum á að gestur þeirra að þessu sinni er fulltrúi rikis- valds, sem auk þess að traðka á sjálfsögöum mannréttindum heima fyrir styrkir stjórnvöld I Suöur-Afriku og viðar, þar sem þorri manna verður aö búa við kúgun og eymdarkjör.” Þessi klausa er úr fréttatilkynningu frá stjórn Baráttuhreyfingar gegn heimsvaldastefnu sem gefin er út Veita þarf miUjarði árlega tU úrbóta í flugöryggismálum KEJ-Reykjavík — „Við bfðum nú spenntir eftir ákvörðun rikis- stjórnarinnar um hvað hún hyggst verja miklu fé á næsta ári til flugvalla- og öryggismála,” sagði Agnar Kofoed Hansen I samtali við Tímann. Sagði Agnar að ráðherra hefði á sinum tima skipaðflugvallanefnd til að kanna ástand flugvallamála á tslandi og hve miklu fé þyrfti að veita til þeirra mála á næstu árum ef vel ætti að vera. Hefur nefndin nú skilað samhljóða áliti við skýrsl- ur Flugráðs og flugmálastjóra, þ.e.a.s. að á næstu fimm árum þurfi að veita a.m.k. milljarði ár- lega til að bæta úr stærstu glopp- unum I flugöryggismálum á ts- landi. Nefndi Agnar sem dæmi um bágborið ástand öryggismála flugvalla á tslandi, að t.d. Vest- mannaeyjaflugvöllur, sem hefur þriðju mestu flugumferö is- lenzkra flugvalla, sé ógirtur og ósjaldan séu börn að leik á svæð- inu. Þarf þarmikillar aðgæzlu við I slæmu skyggni og endranær að gæta þess að börn séu ekki að leik á brautinni þegar vélar eru að lenda þar. Sagði Agnar að flug- málin hafi lengi verið I fjárhags- legu svelti og úr þvi verði að bæta hið bráðasta. Flugmálastjóri gaf okkur eftir- farandi upplýsingar um fram- kvæmdir I flugvallamálum i sum- ar: Stykkishólmur: Gengið verður frá smábrautarlenginguog flug- vélastæði austan við brautina. Vonazt til að geta lýst brautina á þessu ári. Til framkvæmdanna verður varið 11 millj. kr. tsafjarðardjúp: Komið verður upp að Ogri blindflugsaðbúnaði, þannig að hægt sé að koma niður til lendingar i slæmu skyggni. Fer mestur hluti fjárveitingar til Vestfjarða I þetta eða 43 millj. kr. Blönduós: Þar verður komið upp brautarljósum. Aætluð fjár- veiting 16,9 millj. kr. Sauðárkrókur: Komið upp stefnusendi sem keyptur var fyrir fé af fjárveitingu fyrra árs. Einn- ig verður komið upp fjarmæli, en með hjálp hans getur flugmaður séö nákvæmlega hve langt er I völlinn. Raufarhöfn: Tekiö af fram- kvæmdafé til að endurbæta brautina sem orðin er mjög léleg og litið eftir af efni I henni. Vopnaf jörður: Sett upp brautarljós af fullkomnustu gerö. Búið er að leggja i brautina efni, hækka hana og lengja. 21 millj. kr. varið til framkvæmdanna. Egilsstaðir: Búið að koma þar upp merkum öryggisbúnaði og að auki verða þar ýmsar fram- kvæmdir við vallarstæðið sjálft. 32 millj. kr. varið til framkvæmd- anna. Vestmannaeyjar: Hafin bygg- ing fyrsta áfanga flugskýlis fyrir farþega og hafizt handa um bygg- ingu flugturns. Komið verður upp aðflugshallaljósum sem gera flugmönnum kleift að koma inn til lendingar undir nákvæmlega • réttu horni. 52 millj. kr. verður varið til framkvæmdanna sem er langmesta fjárveitingin utan Reykjavikur. Reykjavik: Meginhluta fjár- veitingar varið til kaupa á nýrri slökkvibifreið. Einnig veröur komið upp nýjum flugbrautar- ljósum, en þau sem fyrir eru eru orðin úrelt, enda ca. 30 ára gömul. Til framkvæmdanna verður varið 61 millj. kr. i tilefni komu Helmut Schmidt kanslara Vestur-Þýzkalands til tslands. Einnig hefur Timanum borizt ályktun stjórnar SHl I sambandi viö komu Helmut Sehmidt til landsins. Segir þar m.a.: „Stjórn Stúdentaráðs H.l. vill... lýsa yfir andúð sinni á átroðslu v-þýzkra stjórnvalda á almennu lýðræði og mannréttindum. Ofsóknir v-þýzkra stjórnvalda á hendur vinstri mönnum og sósialistum þar i landi, sem felast m.a. I atvinnuofsóknum, pólitiskum réttarhöldum og fangelsunum, persónunjósnum, húsrann- sóknum og sifellt harðari rit- skoðun, svo eitthvað sé nefnt, hljóta hvarv. að sæta ámælum hugsandi fólks... 1 nafni lýðræðis er nú verið að útrýma lýöræði i V-Þýzkalandi. Sagan sýnir okkur að slik þróun getur haft skelfilegar afleiðingar fyrir þjóðir heimsins. Við lýsum þvi yfir andúð okkar á þessari þróun og á þvi rikisvaldi, sem undir forystu Helmut Schmidt ber ábyrgö á þessari skerðingu mannréttinda.” í heimsókn á Tímanum ATTA unglingar úr Vinnuskóla Kópavogs komu I heimsókn á rit- stjórnarskrifstofur Tfmans I vik- unni og fræddust um það hvernig blað verður til. Starfskynningar sem þessar eru einn liður I starf- semi Vinnuskólans og var ekki annað að heyra á krökkunum en þau kynnu vel við að meta kynn- ingar sem þessar. Krakkarnir sem til okkar komu heita Birgir Sigurðsson, Guðbjörg Guðmunds- dóttir, óskar Friðbjörnsson, Vil- hjálmur Sigurðsson, Einar Bjarnason, Sigurður Halldórsson, Jón H. Þórisson, Laufey Þorgeirs- dóttir — og flokksstjórinn sem með þeimkom heitir Guðrún Þor- kelsdóttir. Myndina tókG.E. fyrir utan Edduhúsið af hópnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.