Tíminn - 16.07.1977, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.07.1977, Blaðsíða 9
Laugardagur 16. júli 1977 wmmm- Otgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Jón Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisiason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindar- götu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aöalstræti 7, simi 26500 —afgreiöslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö i lausasölu kr. 70.00. Askriftargjaid kr. 1.300.00 á mánuöi. Blaöaprent h.f. Næsti áfangi í landhelgismálum Með Oslóarsamningnum sem gerður var i fyrra, náðist fullur sigur i þeirri sókn að færa fiskveiðilögsögu Islands út i 200 milur. íslend- ingar hafa nú tryggt sér full yfirráð yfir fiskstofn- unum á þessu stóra hafsvæði. En þó þetta mikil- væga takmark hafi náðst, væri rangt að ræða um það sem einhvern lokasigur. Miklu fremur er rétt að ræða um það sem þýðingarmikinn áfanga. 1 framhaldi af honum biður annar áfangi, sem er engu þýðingarminni. Hann er fólginn i þvi, að tryggja sem hagkvæmasta nýtingu fiskveiðilög- sögunnar. Stefnan á þvi sviði hefur enn ekki verið mótuð, nema að litlu leyti. Árekstrar þeir, sem nýlega urðu milli sjávarútvegsráðherra og Haf- rannsóknarstofnunarinnar, sýna mikinn ófull- komleika þess skipulags, sem nú er búið við i þeim efnum. Hér skal aðeins vikið að nokkrum atriðum, sem biða fullkomnari stefnumótunar. I fyrsta lagi er þess að gæta, að samkvæmt væntanlegum hafréttarlögum eða hafréttar- venjum, verður strandrikið að ákveða á sem rétt- astan hátt, hve mikill leyfilegur afli megi vera og hve mikið strandrikið getur sjálft hagnýtt af honum Þessar áætlanir þarf að búa þannig úr garði, að þær verði sem minnst véfengdar af er- lendum aðilum, sem telja sig eiga rétt til þess, sem strandrikið getur ekki hagnýtt sér sjálft. Hér þarf að koma á traustu samstarfi milli visinda- manna og stjórnmálamanna. í öðru lagi þarf svo að gera sér sem fyllsta grein fyrir þvi hvernig nauðsynlegri verndun fiskstofnanna verði bezt komið fyrir á þann hátt, sem hagkvæmast er þjóðinni. Nú er reynt að framkvæma þetta með ýmiss konar hólfum, þar sem veiðar eru ýmist bannaðar eða takmarkaðar i ákveðinn tima. Þá er talað um að banna veiðar vissra fiskiskipa i lengri eða skemmri tima. Ýmsir, sem um þessi mál hafa fjallað, eins og Kristján Friðriksson hafa sett fram hugmyndir um annað fyrirkomulag. Allt þetta þarf að taka til gaumgæfilegrar athugunar og leitast við að marka sem hyggilegasta framtiðarstefnu i fisk- verndarmálum. í þriðja lagi verður i sambandi við framan- greind atriði að hafa fiskmarkaðina meira i huga. Framundan biður harðnandi samkeppni á þeim. T.d. hyggja Bandarikjamenn að stórauka fisk- veiðar sinar i framhaldi af útfærslu fiskveiðilög- sögunnar. Þvi þurfa íslendngar að leggja áherzlu á að framleiða fyrst og fremst gæðavöru og tryggja sér þannig hæsta verð. í samræmi við það verður að haga bæði veiðunum og vinnslunni. Gæðin hafa oft meira að segja en magnið. í fjórða lagi þarf að auka eftir megni veiðar þeirra fisktegunda, sem nú eru vannýttar, þvi að eíía geta komið fram kröfur frá erlendum aðilum um nýtingu þeirra. Mörg atriði önnur mætti nefna, þar sem eftir er að móta þau úrræði, sem eru vænlegust til að tryggja hagkvæmust not hinnar stækkuðu fisk- veiðilögsögu. Það er vafalaust eitt stærsta vel- ferðarmál þjóðarinnar að hér verði mótað sem réttust stefna. Annars getur útfærsla fiskveiði- lögsögunnar ekki reynzt sá ávinningur og þjóðin hefur gert sér vonir um. Framar öllu verður þó það sjónarmið að rikja, að ekki verði gengið um of á fiskstofnana. Þá gæti jafnvel svo farið að sig- urinn i Osló glataðist. liiiiíi' 9 ERLENT YFIRLIT Ræður Yeh eins miklu og Hua? Margt bendir til þess að svo sé 1 KINVERSKUM fjölmiölum er haldiö áfram aö tefla Hua Kuo-feng fram viö hliöina á Maó og ekkert tækifæri látiö ónotaö til aö segja frá honum og störfum hans. 1 hvert sinn, sem erlend sendinefnd kemur til Kina, eru birtar af honum myndir, þar sem hann er aö taka á móti nefndarmönnum eöa er aö ræöa viö þá. Þá eru birtar myndir af heimsóknum hans á vinnustaöi, og viö margvisleg tækifæri önnur. Aö sjálfsögöu er vitnaö óspart til þess, sem hann hefur sagt viö umrædd tækifæri. Öhætt er aö fullyröa, aö enginn þjóöarleiö- togi fær nú meira rúm I fjöl- miölum lands sins en Hua Kuo-feng. Þrátt fyrir þetta draga margir fréttaskýrendur i efa, aö Hua sé oröinn eins traustur I sessi og ráöa mætti af fjöl- miölunum. Þvert á móti telja ýmsir þeirra, aö þessi mikli áróöur rekji rætur til þess, aö nauösynlegt þyki aö reyna aö styrkja stööu hans á þennan hátt. Þá þykir þaö koma betur og betur i ljós, aö viö hliö Hua, eöa á bak viö hann, standi maöur, sem sé álika valda- mikill eöa jafnvel valdameiri. Þetta er Jeh Chien-Ying varnarmálaráöherra, sem er varaformaöur flokksins og herráösins. Yeh var áöur einn af fimm varaformönnum flokksins, en hinir fjórir eru ýmist látnir eöa hafa lent I ónáö. Aö nafni til gengur Yeh þannignæsturHua aö völdum, en hann hefur þaö umfram aö gegna embætti varnarmála- ráöherrans, en ekki er ólik- legt, aö þaö sé nú valdamesta embætti landsins. Fleira og fleira er aö koma i ljós, sem bendir til þess, aö herinn hafi ráöiö mestu um þaö eftir frá- fall Maos, aö völdin lentu hjá Hua en ekki fjórmenningunum svonefndu, sem falliö hafa I ónáö. ALYKTUNIN um vaxandi völd og áhrif Yeh er m.a. dregin af þvi, aö hann kemur nú meira og meira fram og er þá jafnan sýndur sem jafnoki Hua. T.d. ræddu þeir nýlega viö sendinefnd frá Vftnam, sem var undir forsæti Giaps hershöföingja. A myndum, sem voru birtar frá þessum viöræöum, var þeim stillt upp nákvæmlega eins, en rööun á leiötogum Kinverja viö slfk tækifæri þykir yfirleitt vis- Yeh Ching-Ying bending um hvar þeir standa I valdastiganum. Annaö dæmi, sem þykir sýna vaxandi áhrif Yehs er þaö, aö kínverskir fjölmiölar hefja nú Chu En-lai oröið næstum eins mikiö til skýj- anna og Maó sjálfan. Þeir Yeh og Chou voru mjög nánir sam- verkamenn. Yeh hefur aldrei veriö mikiö fyrir þaö aö koma fram opin- berlega og þvi getur hann vafalaust unnt Hua þess aö láta meira á sér bera, enda virðist flest benda til, að Yeh hafi ráöiö mestu um, aö Hua var valinn formaöur flokksins, ogaö hann ætli Hua forustuna I framtiöinni. Yeh mun vafa- litib ekki sækjast eftir henni, enda er hann oröinn 78 ára. Sennilega lltur hann nú á þaö sem eitt helzta hlutverk sitt aö styrkja Hua. Fyrir Hua er þaö lika vafalaust mikill styrkur aö hafa Yeh viö hliö sér, en hann nýtur mikils trausts hjá hernum, enda veriö aöalleiö- togi hans um langt skeiö. At- hygli hefur vakiö aö undan- förnu, aö verulegar breyting- ar hafa orbið á yfirmönnum i hernum.einkum þó I flughern- um og sjóhernum. Ekki þykir ósennilegt, aö Yeh sé þar aö fjarlægja menn, sem hafa þótt standa of nærri fjórmenning- unum svonefndu. YEH er ættaöur frá Kanton. Ýmsar fréttir frá Kina þykja benda til, aö Kanton sé aö veröa ein mikilvægasta miö- stöö hersins og raunar sé hemum I Suöur-Kina alveg stjórnaö þaðan. Ýmsir frétta- skýrendur telja, aö hér sé Yeh aö verki og þyki honum þetta nauösynlegt til aö treysta stööu sina. Þá hefur nýlega veriö til- kynnt, aö geröar hafi veriö nýjar áætlanirum aö efla her- inn og búa hann fullkomnustu vopnum, svoaö hann veröi fær um aö mæta hvaöa andstæö- ingi, sem er. Enn er þvi haldið fram, aö hér hafi Yeh verið aö verki, en hann er talinn sér- staklega tortrygginn I garö Rússa, enda má ráöa þaö af rússneskum fjölmiðlum, aö þeir hafi talið, aö framan- greindum ummælum væri stefnt gegn Sovétrlkjunum. Þ.Þ. Yeh (lengst til vinstri) og Hua (lengst til hægri) tala viö Giap Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.