Tíminn - 16.07.1977, Blaðsíða 13
Laugardagur 16. júli 1977
13
hljóðvarp
framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan
LÍKI OFAUKIÐ
Laugardagur
16. júli
7.00 Morgunútvarp Veöur-
fregnirkl. 7.00, 8.15og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.00: Kristján Jónsson held-
ur áfram að lesa ævintýrið
um „ívan Tsar og villiúlf-
inn”, Magnea Matthiasdótt-
ir Islenskaði (2). Tilkynn-
ingar kl. 9.30. Létt lög milli
atriöa. óskalög sjúklingakl.
9.15: Kristin Sveinbjörns-
dóttir kynnir. Barnatimi kl.
11.10: Þetta vil ég heyra.
Börn velja efni til flutnings i
samráði við stjórnandann,
Guðrúnu Birnu Hannesdótt-
ur.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Tónleikar.
12.30 Laugardagur til lukku
Svavar Gests sér um þátt I
tali og tónum. (Fréttir kl.
16.00, veðurfregnir kl.
16.15).
17.00 Létt tónlist „Fjöll og
firnindi” eftir Ama Óla
Tómas Einarsson kennari
les um ferðalög og hrakn-
inga Stefáns Filippussonar
(4).
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Allt i grænum sjó Stolið
stælt og skrumskælt af
Hrafni Pálssyni og Jörundi
Guðmundssyni.
19.55 Vor i Vestur-Evrópu
Jónás Guömundsson sér um
annan slikan þátt I tali og
tónum.
20.30 Atriði úr óperettunni
„Ævintýrum Hoffmanns”
eftir Jacques Offenbach
Flytjendur: Rita Streich,
Rudolf Schock og fl. ásamt
kór og hljómsveit Rikis-
óperunnar i Berlin, Wilhelm
Schuchter stj.
21.10 „Friöjón kemur i heim-
sókn”, smásaga eftir Hrafn
Gunnlaugsson Höfundurinn
les.
21.30 Hljómskálamúsik Guð-
mundur Gilsson kynnir.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir Danslög
23.55 Fréttir. Dagskrárlok.
Heimilis
ánægjan
eykst
með
Tímanum
--------c
12. kafli
Klukkan var ekki enn orðin átta, en Milan fann Silone á
skrifstof u sinni. Nat brosti sínu daufasta brosi og benti i
áttina að stól.
Milan settist og laut áfram. — Hún fór út að ganga í
dag, sagði hann bálreiður. — Og þegar hún kom aftur,
var Whiting þar fyrir.
— Það hljómar óhugnanlega, sagði Silone. Það virtist
þó ekki hafa sérstaklega mikil áhrif á hann.
— Ég skal sjá um hann, svaraði Milan. — Hún var með
skilaboð frá þér.
Silone kinkaði kolli. Hann brosti aftur til Milans.
— Fran hringdi til mín.
— Hún sagði mér það.
— Og, hélt Silone áf ram. — Strákarnir hans Max Kane
náðu henni og óku með hana þangað út í heimsókn.
— Hún sagði ekki orð um það, hvæsti Milan reiðilega.
— Ég býst við að hún haf i vitað að ég mundi segja þér
það, ef ég kærði mig um að þú vissir það, sagði Silone
hægt. — Og ég vildi það.
Milan hallaði sér aftur á bak og reyndi að slaka á. Það
þýddi ekkert að reyna að berjast gegn Silone vegna
slíkra hluta. Silone mundi segja honum það sem hann
vildi að hann vissi, þegar honum fyndist tími til kominn.
Allt annað varð hann að grafa upp sjálfur.
— Hvað gerði Kane?
— Hann sýndi lit, svaraði Silone. — Hann sagði það
ekki, en greinilegt er að hann hef ur haft auga með íbúð-
inni þinni.
— Ég efast um að menn hans hafi séð hana í bænum
bara af tilviljun, samþykkti Milan.
— Einhver hefur kannski stungið upp á því að hann
sendi mann yfir til þín til að athuga hvort hún væri þar,
sagði Silone.
— Hvers vegna? spurði Milan. — Hvaða máli skiptir
það hann?
— Kane er lítt hrif inn af mér, minnti Silone hann á. —
Það er önnur ástæðan. Hin er sú, að hann langar til að ná
sér niðri á mér. Hann heldur að ég sé í klípu núna. Hann
þagnaði og barði f ingrunum í borðið.— Hann hef ur verið
á eftir mér lengi. Ef honum tekst að brjóta mig niður,
getur hann líka hreinsað út úr hinum klúbbunum og
tryggt sjálfan sig. Hann langar til að vera stóri maður-
inn á staðnum.
— Ég þekki Max Kane, sagði Milan.
— Fram að þessu, hélt Silone áf ram., eins og hann hefði
ekki heyrt innskot Milans, — hef ég getað haldið honum í
hæfilegri fjarlægð. En morðið á Neilson rétti honum
tækifæri upp í hendurnar og hann ætlar að nota það til
hins ítrasta.
— Hvað á ég að gera við því?
Silone opnaði skúffu og tók upp peningabúnt. —
Komstu að, hvað hann hef ur í hyggju. Ég hef mínar hug-
myndir um það, en mig vantar traustar upplýsingar.
Milan horfði á peningana. Það voru stórir seðlar. —
Haltu aurunum þínum, sagði hann. — Ég skal senda þér
skýrslu. Hann stóð upp, en röddin var bitur. — Hvenær
fæ ég sjálfur einhver svör, Nat?
— Ég hef sagt þér allt, sem ég veit, sagði Silone ofur
rólegur.
— Þú hefur ekkertsagt mér, svaraði Milan. Hann lagði
hendurnar á skrifborðsbrúnina og laut áfram.
— Rick, sagði Silone. — Ég get ekki meira. Ég vildi
heldur að þú létir málið niður falla, en að þú tækir það
þannig.
Milan bölvaði. Silone brosti sínu blíðasta á meðan. En
svo hélt Milan áfram: — Þú veizt að ég gæti ekki hætt
núna þótt ég feginn vildi.
— Gerðu bara það sem í þínu valdi stendur, hélt Silone
áfram. — En þú verður að flýta þér. Ogle er farinn að
snuðra og hefur áreiðanlega fljótlega uppi á þér.
— Ég á von á honum á hverri stundu, svaraði Milan. —
Og ef Fran vill vera kyrr í felum, er mögulegt að ég geti
gert eitthvað.
Ef Fran héldi sig í felum. Hann mátti ekki vera að því
að gæta hennar lengur. Honum var alveg sama þó að lög-
reglan næði henni, nema hvað þeir kæmust ef til vill á
slóð hans gegnum hana. Hann langaði ekki hið minnsta
til að eyða tímanum í fangelsi. Ekki með þá hugmynd,
sem hann hafði fengið af því sem Silone hafði sagt um
Max Kane.
— Fyrst ég er hérna, sagði Milan, — þá get ég alveg
eins talað við Emile. Hvenær kemur hann?
— Hann kemur ekki, svaraði Silone. — Hann hringdi og
sagðist vera veikur. Ég sé um rúllettuna hans i kvöld.
Milan hnussaði. — Veikur? Þessir stóru menn verða
aldrei veikir.
Silone brosti. — Hann er taugaóstyrkur, Rick. Þegar
hann verður æstur, kemur það niður á maganum í hon-
um. Hann sagði að lögreglan hefði kallað sig á stöðina og
yfirheyrt sig aftur í dag. Mér heyrðist hann vera alveg
bugaður.
Milan spurði ismeygilega: — Það er víst ekki vegana
þess að hann var vitni að morðinu á Neilson, sem hann er
veikur?
Silone leit ekki undan. — Ég get ekki séð hvers vegna
það ætti að vera. Hiller var líka vitni og hann er í f ullu
f jöri.
— Allt í lagi, svaraði Milan. — Ef hann kemur ekki,
ætla ég ekki að bíða. Hann gekk yf ir að dyrunum. — Ég
skal láta þig vita um Kane, bætti hann við um leið og
hann gekk út.
Milan stöðvaði bíl sinn í þröngri götu. Hann fann lykt-
ina af sjónum nokkru f jær, þegar hann gekk niður göt-
una. Milan hafði komið hingað áður og hann opnaði
dyrnar á tveggja hæða húsi og gekk inn í illa upplýst and-
dyri.
Tvær íbúðir voru á neðri hæðinni og breiður stigi lá upp
að þremur á efri hæðinni. Milan gekk upp, beygði til
vinstri og gekk ganginn á enda. Hann barði að dyrum á
herbergi númer þrjú og beið. Það var Ijósrák undir
hurðinni og hann heyrði hreyfingu að innan.
Hann barði aftur fastog þá heyrðist gengið yfir gólfið.
Dyrnar voru opnaðar nægilega mikið til að Milan sá
karlmann gægjast hikandi fram fyrir.
Hann sagði nánast undrandi: — Gott kvöld, Fritz! Er
Emile hérna?
Maðurinn var kringluleitur, ekki ólíkur Emile, en
varla jaf n feitur. Yf irskegg hans var svart og gerði hann
fremur skuggalegan á svipinn.
— Emile er fluttur, svaraði Fritz.
Milan sá að hann var bæði óstyrkur og óvinveittur hon-
um.
— Allt í lagi, sagði Milan. — Svo Emile er fluttur.
Hvert?
— Veit það ekki, svaraði Fritz.
Milan svaraði reiðilega: — Hann er bróðir þinn og þú
ert í hans íbúð.
— Ég veit það ekki, endurtók Fritz. Hann talaði með
daufum erlendum hreim. — Hann fór í dag. Hann ætlaði
að loka dyrunum.
Milan stakk fætinum á milli starfs og hurðar og setti
öxlina í hurðina um leið. Fritz reyndi að ýta á móti, en
Milan hafði opnað nógu mikið til að hann gat smeygt
hendinni inn fyrir og gripið í skyrtu Fritz. Fritz sleppti