Tíminn - 16.07.1977, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.07.1977, Blaðsíða 5
Laugardagur 16. júli 1977 5 á víðavangi Stjórnar- samstarfið Forystugrein Austra nú ný- lega ber heitið „Stjörnarsam- starfið”. Þar segir m.a.: „Það er alkunna og hefur m.a. oft verið rakið hér I þessu blaði hvernig stjórnarsam- starfið bar að. Ekki var þing- fylgi fyrir fyrrverandi stjórnarflokka að starfa saman áfram og ekki tókst að laða fleiri öfl vinstri manna tii samstarfs. Það hlaut þvf að leiða af þessu að Sjálfstæðis- flokkurinn kæmi til samstarfs i rfkisstjórn. Þetta skeði á tima mikilla erfiðleika I efna- hagslifinu og voru viðskipta- kjör þá verri en um langt skeið og aðgerðir til varnar höfðu dregizt vegna þingrofs og kosninga. Tillögur Ólafs Jó- hannessonar um viðnám hlutu ekki fylgi eins og menn muna væntanlega.” Síðar segir um störf rfkis- stjórnarinnar: „i landhelgismáiinu hefur veriö unninn sigur, og eru yfirráð okkar yfir 200 mflum tryggð. Þrátt fyrir erfiðleika I efnahagslffinu hefur verið haldið uppi fullri atvinnu. Það verður að teljast höfuðmark- mið og önnur sjónarmið eru ekki sæmandi. Atvinnuleysi á ekki undir neinum kringum- stæðum að nota sem hag- stjórnartæki, það er grlmu- laus Ihaldsstefna. Þrátt fyrir að okkur landsbyggðarmönn- um virðist oft miða hægt I byggðamálum er þó ekki hægt að segja að snúið hafi verið við á braut byggðastefnu á siöustu þremur árum. Byggðasjóður hefur verið efidur og fyrir hans tilverknað hefur átt sér stað veruleg uppbygging og nægir að benda á frystihúsa- byggingarnar hér viö sjávar- siðuna I þvi sambandi. Byggðasjóður hefur einnig lánað I vinnslustöðvar land- búnaðarins, en þar kreppir skórinn mjög að. Einnig hefur sjóðurinn stutt iönfyrirtæki á landsbyggðinni og marghátt- aða starfsemi aöra. tmug- ustur manna á þéttbýlis- svæðinu á starfsemi þessa sjóðs undirstrikar þýðingu hans. Tilvera hans er nánast það eina sem landsbyggðar- menn hafa til þess að vega upp á móti margháttuðum öðrum aðstöðumun.” Braut sam- hjálpar og félagshyggju Að lokum segir: „Þrátt fyrir að stjórnar- samstarfið hafi gengiö framar vonum eru stjórnarflokkarnir ólikir og speglast það I óllkri afstöðu til ýmissa mála sem upp koma. Upp á siðkastið hefur verið hafinn upp mikill söngur I herbúðum Sjálf- stæðismanna um hvers konar rikisafskipti og hlutverk hins opinbera, undir slagorðinu „báknið burt". Þessir menn verða að gera hreint fyrir sln- um dyrum, hvernig þeir hugsa sér framkvæmd þessarar stefnu. Á að hverfa af braut samhjálpar og kippa þjóð- félaginu áratugi aftur I tim- ann, eða hver er meiningin? Kikisreksturinn þarf að bæta og ef til vill má breyta ein- hverju af þeim rekstri sem rikið hefur með höndum og leita samstarfs um hann við aðra aöila. Þetta er stórt mál og I þvl duga ekki hálfkveðnar vlsur. Framsóknarmenn munu aldrei ljá þvi liö að hverfa af braut samhjálpar og félagshyggju og leiða lög frumskógarins I gildi á ný, forréttindi hins sterkasta." Þetta er kjarni málsins, Framsóknarmenn eru fúsir til þess að ræða með hverjum hættibæta má rikisreksturinn, auka nýtni og ráödeild i störf- um opinberra aðilja. Fram- sóknarmenn vilja einnig að rikisvaldið haldi sig innan eðlilegra takmarka og reyni ekki að teygja sig yfir slfellt fleiri svið þar sem æskilegast og eðlilegast er að einstakling- arnir og félög þeirra sjái um. Framsóknarmenn eru ekki siður fúsir til þess að standa að aðgeröum i þvi skyni að auka sjálfstæði og öryggi ein- staklingsins andspænis rikis- bákni, samtakabákni, fjöl- miðlabákni og stofnanabákni. En framsóknarmenn taka ekki þátt I því að hverfa af braut velferðar, samhjálpar og samvinnu I þjóöfélaginu, og þeir telja engum vafa undir orpið að rikisvaldiö hefur mjög mikilvægum hlutverk- um að gegna I þjóðfélaginu, jafnt á sviði efnahagsmála sem félags- og menningar- mála. JS DC-8 vélarnar í sprunguleit HV-Reykjavik. — Þetta er ekki innköllun, sem um er að ræða, þvl verksmiðjurnar leggja með þessu enga kvöð á flugfélög. Hins vegar mælast þær til þess, að við næstu skoðun hverrar flugvélar fyrir sig, veröi ákveðinn staöur á væng þeirra jafnframt skoðaður með röntgentækjum, með tilliti til þess hvort sprungur kunni að vera til staðar, sagöi Helga Ingólfsdóttir, hjá kynningardeild Flugleiða, i viðtali við Timann i gær. Eins og komið hefur fram i fréttum létu framleiðendur Douglas DC-8 véla Flugleiða ný- lega frá sér ganga tilmæli um að athugað yrði hvort málmþreyta fyndist i vængjum véla af gerð- inni DC-8 63, sem Loftleiðir nota, svo og, að sjálfsögðu, vélar þeirr- ar geröar, sem önnur flugfélög hafa. — Þetta veröur að sjálfsögðu gert hjá okkur, sagði Helga enn- fremur i gær, þvi þótt likurnar til þess að málmþreyta finnist muni hverfandi litlar, þá er öryggis- atriði fólgið i þessu. Ein DC-8 63 vél okkar er nú i skoöun og hinar eru áætlaöar I skoöun innan skamms, þannig aö sú siðasta fer 11. ágúst. Þetta aukaatriöi þýðir að skoöunin tekur þrjá daga i stað tveggja. Þarna er um að ræöa svonefnd- ar fimmtán hundruð klukku- stunda skoðanir, það er skoöanir sem vélarnar fara I, eftir hverja fimmtán' hundruö flugtima. Þetta mun ekki valda neinni röskun á flugi okkar, enda ekki um nema einn dag að ræöa. Stofnfundur 21. ágúst- nefndar haldinn í dag GSal-Reykjavik. — Undanfarnar vikur hefur hópur fólks starfað að undirbúningi aðgerða i tilefni þess að 21. ágúst 1968 réðust hersveitir Varsjár- bandalagsins inn i Tekkóslóvakiu. Var mynduð sérstök nefnd — 21 v ágúst-nefnd 1977 — manna úr öllum póli- tiskum flokkum og þeirra sem hvergi eru i flokksröðum. Stofnfundur 21. ágústs-nefndar- innar 1977 verður haldinn i dag. laugardag, kl. 14 i félagssal prentara að Hverfisgötu 21, Reykjavik. Kjörorð stofnfundar- ins er: Herir Sovétrikjanna burt úr Tékkóslovakiu. Samstaða með baráttu alþýðunnar I Tékkóslóva- kiu. Barátta gegn allri heims- valdastefnu — gegn báðum risa- veldunum, Sovétrikjunum og Bandarikjunum. BREYTINGAR A VAXTAKERFINU Hér fer á eftir fréttatilkynning Seðlabanka tslands sem út var gefin I gær um breytingar á vaxtakerfi íslenzkra banka: A þessu og siðasta ári hafa verið gerðar nokkrar breyting- ar á gildandi vöxtum hér á landi, aðallega I tvennum til- gangi. í fyrsta lagi hefur ávöxt- un sparifjár verið bætt verulega með upptöku hinna svokölluðu vaxtaaukareikninga, en hins vegar hafa veriö gerðar ýmsar innbyrðis breytingar á vöxtum i því skyni að jafna þau lánskjör, sem einstakir atvinnuvegir eiga við að búa hjá innlánsstofnun- um. Með vaxtaaukareikningun- um, sem teknir voru upp i mai 1976, var að þvi stefnt að bæta ávöxtun sparifjár og hamla gegn þeirri rýrnun fjármagns- myndunar innan bankakerfis- ins, sem verðbólga undanfar- inna ára hefur haft I för meö sér. Var þessum nýju reikning- um vel tekið, og eru nú rúmlega 20% af sparifé innlánsstofnana á þeim, og Ijóst er, að þeir hafa átt meginþátt i þvi að stefna þróun sparifjármyndunarinnar aftur til betri vegar. Varö aukning spariinnlána á sl. ári 36%, og I fyrsta skipti siðan 1972 jókst sparifé að raungildi. Vonir um áframhald þessarar þróunar hafa hingað til fyrst og fremst verið bundnar áfram- haldandi hægfara minnkun verðbólgu. Nú er hins vegar hætt við, að verðbólgan muni fara vaxandi á næstu mánuðúm og stefna hag sparifjáreigenda og fjárhagsgetu bankakerfisins á ný i tvisýnu. Að mati banka- stjórnar Seðlabankans er nauð- synlegt, að brugðizt sé viö þess- ari þróun með breytingum á ávöxtunarkjörum innlánsstofn- ana, þar sem öflug, frjáls spari- fjármyndun er ein mikilvæg- asta forsenda jafnvægis I þjóðarbúskapnum. Ella er hætt við, aö sá árangur, sem náðst hefur á þessu og siðasta ári, renni út i sandinn. Einnig verð- ur að gæta þess, að hagsmunir sparifjáreigenda verði ekki bornir fyrir borð, og þeir látnir gjalda verðbólguþróunar, sem þeir hafa sizt allra borið ábyrgö á. Bankastjórn Seðlabankans telur þvi nauðsynlegt, að þegar verði gerðar ráöstafanir til þess aö bæta ávöxtun sparifjármeð hliösjón af núverandi verð- bólgustigi. Vegna þeirrar óvissu, sem rikjandi er varð- andi framvindu verðlags næsta hálft annað ár og fastari visi- tölubindingu launa og verðlags en verið hefur, er einnig orðin brýn þörf á þvi að gefa spari- fjáreigendum meiri tryggingu fyrir ávöxtun innstæðna sinna fram I timann. Bankastjórn Seðlabankans hefur nú, að höfðu samráöi við bankaráð, ákveðið breytingar á vaxtakerfinu með það fyrir aug- um aö ná framangreindum markmiðum. Þessar breytingar eru þriþættar. 1 fyrsta lagi veröur stefnt aö þvi að veita innstæðueigendum verulega tryggingu gegn áhrif- um aukinnar verðbólgu i fram- tiðinni, en það verður gert með þvi að taka inn I vextina ákveð- inn veröbótaþátt, er verði breytt reglulega til hækkunar eða lækkunar með hliösjón af verö- lagsþróuninni. t öðru lagi verða heildarvextir af vaxtaaukainnlánum hækkað- ir um 4%, svo að þessi innlán bera nú 26% vexti. Á móti þess- ari hækkun kemur 1/2% — 1% hækkun almennra útlánsvaxta. t þriðja lagi eru jöfnuð til fulls þau lánskjör, er einstakir at- vinnuvegir njóta að þvi er varð- ar birgða- og rekstrarlán, sem endurkaupanieg eru að Seðla- bankanum. Verður nú vikið nánar að ein- stökum þáttum hins endurskoö- aða vaxtakerfis, en það mun taka gildi 1. ágúst n.k., en form- leg tilkynning um þaö mun væntanlega birtast I Lögbirt- ingablaði hinn 20. þ.m. Meginbreytingin er I þvi fólg- in, að allir innláns- og útláns- vextir, nema af innstæðum i tékkareikningum, munu skipt- ast I tvo þætti, grunnvexti og veröbótaþátt vaxta. Verður verðbótaþættinum breytt reglu- lega, svo aö vextirnir I heild verði hreyfanlegir með tillititil breytilegs verðbólgustigs, en grunnvöxtum veröi ekki breytt nema sérstakt tilefni sé til. Grunnvextir I hinu nýja kerfi hafa verið ákveðnir þannig, að þeir eru i flestum tilvikum um það bil helmingi lægri en núgild- andi vextir og lægri en vextir hafa verið siðan 1960. Grunn- vextir af almennum sparifjár- reikningum veröa 5%, en til við- bótar þeim kemur sfðan verð- bótaþáttur vaxta, er nemur I upphafi 8%, sem svarar til um 30% af núverandi verðbólgu- stigi. Heildarvextir af almennu sparifé munu þvi ekki breytast að sinni. Hins vegar mun Seöla- bankinn fyrst um sinn endur- skoða veröbótaþáttinn aö jafn- aði ekki sjaldnar en á þriggja mánaða fresti með hliðsjón af verðlagsþróuninni, og veröur i upphafi miðað við, aö hann hækki um nálægt 60% af þvi, sem verðbólgan kann að verða umfram 26% á ársgrundvelli. Aherzla skal lögð á það, að hverju sinni verður um að ræða sérstaka vaxtaákvörðun Seðla- bankans, þar sem hliðsjón verð- ur höfð af verölagsbreytingum samkvæmt visitölu framfærslu- kostnaðar. Veröbótaþátturinn verður þvi ekki fast bundinn við auglýsta visitölu samkvæmt ákveönum reiknireglum. Samkvæmt hinum nýju regl- um hækkar heildarávöxtun vaxtaaukainnlána úr 22% i 26%, en þar af verða 18% grunnvextir og 8% verðbótaþáttur. Grunn- vextir vixla verða 9 1/4% og verðbótaþáttur 8% eða alls 17 1/4%. Af vaxtaaukaútlánum reiknast 19% grunnvextir og 8% verðbótaþáttur eða alls 27%. Samkvæmt hinum nýju regl- um bera öll endurseljanleg birgðalán og rekstrarlán at- vinnuveganna framvegis sömu vexti. Eru grunnvextir þeirra 3% og verðbótaþáttur 8% eða alls 11% á ári. Nú eru þessir vextir mjög breytilegir, eða allt frá 8% upp i 15%. Grunnvextir svokallaðra útgerðarlána verða 6% og verðbótaþáttur vaxta 8% eða alls 14% á ári. Bent skal á það, að dráttar- vextir hækka úr 2 1/2% á mán- uði eða fyrir brot úr mánuði I 3%. Einnig skal vakin athygli á þvi, að nú eru felld niður sérstök ákvæðium skuldabréfalán, sem veitt eru til skemmri tima en tveggja ára og skuldabréf, sem gefin voru út fyrir 1. mai 1973. A eftirfarandi töflu eru sýndir helztu inn- og útlánsvextir fyrir og eftir framangreindar breytingar. Vextir eftir breytinguna Núgildandi vextir Grunnvextir Verðbótaþáttur Heildarvextir á ári I % vaxta á ári 1% á ári 1% á ári í% Almennar bækur 5 8 13 13 6 mán. bækur 61/2 8 141/2 141/2 1 árs bækur 8 8 16 16 10 ára bækur 8 8 16 16 Vaxtaaukareikn. 18 8 26 22 Veltiinnlán 3 3 3 Vixilvextir 91/4. 8 17 1/4 16 3/4 Hlr. yfirdr.vextir 6 8 14 14 Hlr. viðskiptagj. 5 5 4 Skuldabréf a 11 8 19 18 Skuldabréf b Endurs. birgða- 12 8 20 19 og rekstrarlán 3 8 11 8-15 Útgerðarlán 6 8 14 13 Vaxtaaukalán 19 8 27 221/2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.