Tíminn - 16.07.1977, Blaðsíða 4
4
Laugardagur 16. júli 1977
Rigningin heilsaði kanslaranum
MÓL-Reykjavik. Opinber heimsókn Helmuts
Schmidths, kanslara Sambandslýðveldisins Þýzka-
lands, til íslands hófst um kvöldmatarleytið i gær,
er Boeing 707-vél þýzka flugfélagsins Lufthansa,
lenti á Keflavikurflugveliinum. í för með kanslar-
anum er kona hans, Hannelore Schmidt og fjöl-
mennt föruneyti.
Kanslarinn og föruneyti hans
komu meö Lufthansa-vélinni Otto
Lilienthal, sem skírö er I höfuöiö
á þekktum þýzkum uppfinninga-
manni á 19. öldinni. Sá var mest i
þvi aö búa til svifflugur, en aö
lokum lézt hann i einu reynslu-
fluginu. Þegar vélin lenti, var til-
kynnt i hátalaranum, aö þýzki
flugherinn væri lentur!
A morgun
A flugvellinum töku á möti
kanslaranum, forsætisráöherra
tslands, Geir Hallgrimsson og
kona hans ásamt fjölmörgum
háttsettum embættismönnum úr
forsætis- og utanrikisráöuneytun-
um.
Það eina sem fréttamenn gátu
haft út úr kanslaranum viö kom-
unavar: A morgun, á morgun, en
i dag mun kanslarinn halda fund
með blaðamönnum.
Eftir hinar stuttu möttökur I
rigningunni á Keflavikurflugvell-
inum, var sezt upp i svartar bif-
reiðar og voru kanslarinn og for-
sætisráðherrann i þeim fremsta,
ef undanskildir eru tveir lög-
reglubilarog nokkur mótorhjól er
fyrir fóru. 1 allt voru 10 bifreiðar i
lestinni og niu af sömu tegund.
Frá Hamborg
Helmut Sxhmidt er fæddur á
Þorláksmessu árið 1918 i Ham-
borg og eftir strið lagöi hann
stund á stjórnmálafræði og hag-
fræði viö háskólann I heimaborg
sinni, þar sem hann lauk prófi
1949. A þeim árum var hann for-
maöur samtaka Vestur-þýzkra
sósialiskra stúdenta, en hann
gerðist meölimur I flokk
Sósial-demókrata 1946.
Arið 1953-61 sat hann í neöri
deild þýzka þingsins og svo aftur
frá árinu 1965. 1968 var hann
varaleiðtogi Sósialdemókrata og
áriö eftir fékk hann fyrsta ráö-
herraembætti sitt.
Tók við af Brandt
Ariö 1974 tók hann viö af Willy
Brandt sem kanslari, eftir
njósnarahneykslismáliö fræga.
Þá haföi Schmidt setiö I stjórn
undir forsæti Brandts sem
varnarmálaráöherra, efnahags-
ráöherra og siðast sem fjármála-
ráðherra og efnahagsráöherra.
Sem kanslari hefur Schmidt
veriö einna helzt þekktur fyrir
kunnáttu sina á stjórnun efna-
hagsmála. Hann hefur einnig
þótt vera talsmaður efnahags-
legrar samvinnu milli rikja
Evrópu og viljað hafa góö sam-
skipti viö Bandarikin, en þaöan er
hann einmitt aö koma úr opin-
berri heimsókn.
2 atkvæði skildu milli
Ariö 1975 var erfitt ár I Þýzka-
landi, eins og reyndar annars
staðar i heiminum. Endur-
reisnaraögeröir Schmidts þóttu
ekkert sérstaklega vinsælar og
likurnar minnkuðu fyrir þvi aö
hann yröi endurkjörinn kanslari i
kosningunum 3. október 1 fyrra.
Þrátt fyrir hrakspárnar vann
Schmidt, þótt mjótt heföi veriö á
mununum. Flokkur hans og
stuðningsflokkurinn, Frjálsir
demókratar fengu til samans 253
þingsæti, en andstööuflokkarnir
Kristilegir demókratar og Kristi-
legir sósialistar, 243.
Kristilegir demókratar, undir
forystu Helmuts Kohls, fengu 190
þingsæti og kröföust þeir aö fá aö
mynda stjórn, þar sem flokkur
þeirra væri stærsti einstaki
flokkurinn á þingi. Walter Scheel,
forseti V-Þýzkalands, lét þó Hel-
mut Schmidt um stjórnarmynd-
unina, enda höfðu Frjálsir demó-
kratar lýst þvi yfir, aö þeir
myndu halda áfram að styðja
Sósial-demókrata.
15. desember s.l. var svo Hel-
mut Schmidt kjörinn kanslari á
þingi, en með aöeins 2 atkvæöa
meirihluta. Það munar þvi ekki
miklu, að Helmutinn, sem hér er i
heimsókn sé Kohl en ekki
Schmidt.
y ^ Eftir aö leiðtogarnir
höföu heilsuzt, stilltu þeir
sér upp fyrir Ijósmynda-
töku: Taliö frá vinstri,
Geir Hallgrimsson, Hel-
mut Schmidt, Erna
Finnsdóttir og Ilanneiore
Schmidt. Bak viö leiötog-
ana og konur þeirra má
sjá f hluta þess lögreglu-
liðs, sem stóö heiöursvörö
við komu kanslarans.
II
I
Þjóöarleiötogarnir tveir
takast í hendur. Viö hliö
Geirs Hallgrfmssonar
stendur kona hans, Erna
Finnsdóttir. Kona
kanslarans, Hannelore
Schmidt, er að stiga fæti
. . sinum á islenzka grund f
' ' fyrsta sinn.