Tíminn - 13.08.1977, Qupperneq 17

Tíminn - 13.08.1977, Qupperneq 17
Laugardagur 13. ágúst 1977 90 ára 17 Ingvar Árnason Ingvar Arnason bóndi á Bjalla i Landsveit andaðist að heimili sinu miðvikudaginn 3. ágúst siöastliðinn. Hann var orðinn.87 ára að aldri, fæddur að Látalæti i Landsveit, þar sem nú heitir Múli, 7 marz 1890. Foreldrar hans voru hjónin Þórunn Guölaugs- dóttir og Árni Kollin Jónsson sem þar bjuggu. bau eignuðust fimm börn og komust af þeim fjórir synir til fullorðinsára auk Ingvars þeir Jón, lengi bóndi á Lækjarbotnum i Landsveit, Guð- mundur hreppstjóri i Múla og Guðni, sem lengi var verzlunar- stjóri hjá Sláturfélagi Suður- lands, en þeir Ingvar og Guðni voru tviburar. Móðir Ingvars dó 1894, faöir hans tveim árum siðar og fór Ingvar þá i fóstur til föðurbróður sins, Guðna Jónssonar bónda i Skarði og Guðnýjar Vigfúsdóttur konu hans. Þar dvaldist Ingvar óslitiö til vorsins 1914 að hann fluttist að Bjalla i Landsveit, reisti þar bú og kvæntist Málfriði Amadóttur Arnasonar i Látalæti og Þórunnar Magnúsdóttur konu hans. Heimili þeirra Ingvars hef- ur siöan verið á Bjallanum. Frumbýlingum var óhægt um vik á þeim árum eins og oftar, og hafði bærinn á Bjallanum verið fluttur undan sandfoki 1908, hag- ar litlir og heyskapur rýr heima fyrir. Harðindaárin komu með stuttu millibili, skepnuhöld með lakasta móti vorið 1914 og vetur- inn 1917-1918 mesti frostavetur sem komið hafði siðan 1882. Sumarið 1918 var mikiö grasleysi um uppsveitir Suðurlands, enda heyjuðust ekki nema fjórir hest- burðir af túninu á Bjalla. Einu kýrfóðri náði Ingvar suður i Safa- mýri um sumarið og einhverjum reytingi á engjum undir haust. Þeir vita sem til þekkja hvernig er að berjast við heyskap á illa sprottnu og óvörðu engi með handverkfærum og eiga auk þess sifelldan ’sandágang yfir höfði sér. Þau Bjallahjón voru að kunn- ugra sögn samhent i þvi að efla og bæta jörðina, búa þannig að bú- stofninum að skepnunum liði vel og þærgæfu góðan arð enda tókst þaö. Eftir tæplega tveggja ára- tuga búskap var Ingvar búinn að rækta og girða tún fyrir meðalbú endurbyggja og stækka nær öll hús á jörðinni, hlaða öll gripahús og hlööur úr hraungrjóti, einnig hluta af túngarði og matjurta- garða. Ekki var Ingvar þó einnað verki. Hann hafði stundum vinnu- á Bjalla mann hluta úr ári og i þessari sveit hefur tiökazt að nágrannar hjálpuðu hveröðrum eftir þörfum þegar endurnýja þurfti húsakost eða standa i öðrum mannfrekum framkvæmdum, þar sem hver gat endurgoldið öðrum i vinnu. Og ekki mun hafa staðið á Bjalla- heimilinu að taka sinnþátti þessu fremur en öðru samstarfi, enda nágrennið gott. Til að hlaða úr hraungrjóti svo vel fari, þarf lagni og útsjónarsemi, enda vek- ur vel hlaðinn hraungrýtisveggur aðdáun. bekkt dæmi um það er kirkjugarðsveggurinn i Skarði á Landi, en Ingvar á Bjalla var einn af aðalhleðslumönnum hans ásamt fleiri Landmönnum sem löngum hafa kunnað til slikra verka. Þau Bjallahjón eignuðust fimm börn, og eru fjögur á lifi. Arnþór ókvæntur, hefur alla tið veriö á Bjallanum og unnið foreldra- heimilisinu. bórunn er látin fyrir um þremur áratugum, fyrri kona Magnúsar Magnússonar frá Galtalæk, barnlaus. Ragnheiður, ógift, forstöðukona i Reykjavik. Guðriður, siðari kona Magnúsar Magnússonar frá Galtalæk búsett i Reykjavik og eiga einn son. Svanfriður, gift Sæmundi Jóns- syni bankamanni, búsett i Reykjavik og eiga fjórar dætur. Þá ólu þau Bjallahjón upp dóttur nágranna sins, þar sem heimilis- ástæður voru mjög erfiðar, Þuriði Jónsdóttur frá Lunansholti. Hún er gift Björgvini Kjartanssyni viðskiptafræðingi og eiga þau fjögur börn. Fram yfir hálfáttrætt gekk Ingvarhiklaust að allri vinnu eins og hann hafðialltaf gert, en raun- ar má segja að siðustu áratugina hafi búskapurinn hvflt á herðum Arnþórs sonar þeirra. Hafa þá dæturnar og fósturdóttirin og þeirra fjölskyldur löngum lagt heimilinu liö, hver eftir sinum ástæöum þegar tóm hefur gefizt frá öðrum störfum til að skreppa austur í Landsveit, stundum i þurrhey stundum til annarra bú- starfa. Ingvar á Bjalla var öðrum mönnum fróöari um sveit sina og sögu hennar, og á Landmannaaf- réttiogi Fiskivötnum (Veiðivötn- um) innan Tungnaár var hann hverjum manni kunnugri. Þetta ásamt traustleika og öryggi i ferðum varð til þess að hann var, eins og Jón og Guðmundur bræð- urhans, eftirsóttur fylgdarmaður ferðamanna, innlendra og er- lendra, um þær slóöir, allt austur i Skaftafellssýslu meðan einkum var ferðazt á hestum. I einni ferðinni inn á afrétt, inn i Snjóöldufjallgarð haustið 1936, fundu þeir Ingvar og félagi hans i smalamennsku minjar um bústað manns sem auðsjáanlega hafði flúið mannabyggð og leitað sér skjóls og lifsviðurværis i faðmi öræfanna þar sem sizt var manna von. Frá þeirri ferð segir i bók- inni Útilegumenn og auðar tóttir eftir Ólaf Briem. Ingvar hafði mikla ánægju af að rifja upp og segja frá ferðum af þessu tagi, en ekki hefur mikið verið skrásett af þeim fróðleik sem hann bjó yfir. Mér er þvi fagnaðarefni að hafa nú i vor komið þvi i verk að hitta hann að máli og fengið hann til að segja svolitiðfrá afréttinum. Þótthann væri þá orðinn farinn að heilsu, varð þess ekki vart i frásögnum hans af afréttum og smala- mennsku. Þeirri andlegri heilsu hélt hann þrátt fyrir likamlegan hrörleika að hann vissi nákvæm- lega hvað hann var áður búinn að segja mér og hvaö ekki. ,,Ég er ekkert að endurtaka þetta, ég sagði þér þetta um daginn.” Þessar frásagnir hafa ekki verið hreinritaðar og biða þvi birtingar enn um sinn. Hér hefur verið stiklaö á stóru, en þessi kveöjuorð skulu ekki höfö fleiri og er þó margt ósagt enn sem hæfði að telja meðal annars um störf Ingvarsaðfélagsmálum. En að leiðarlokum skal aðeins þakkað með orðum fyrir hlýju sem alltaf hefur mættokkur hjón- um á Bjallanum, ekki sízt þegar þess hefur helzt þurft, og munu fleiri hafa slika sögu að segja. Það er gott að eiga minningar um gott fólk. Ami Böövarsson Hvergi tilvísun um tjald- svæðin JH-Reykjavik — ókunnugur maður, sem kemur til Reykjavik- ur og ætlar að reisa tjald á tjald- búðasvæði borgarinnar, sér hvergi nokkurs staðar, hvar þessa svæðis er aö leita. Hann finnur það ekki heldur á kortum. Sömu sögu er að segja um tjald- búðasvæðið á Akureyri. Ef til vill er Seyðisfjörður eini kaupstaður landsins, þar sem greinileg merki visa á tjaldstæði viö þjóðveginn til bæjarins. Merkingum af þessu tagi er áfátt og finna eðlilega útlending- ar einkum til þess. 90 ára Guðrún K. Halldórsdóttir Miðvikudaginn 11. mai siðast- liðinn varð merkiskonan Guðrún Kristbjörg Halldórsdóttir frá Víðivöllum i Staðardal við Stein- grimsfjörð niutiu ára. Hún mun vera fædd i Vatnshorni i Þiðriks- valladal, þar sem foreldrar henn- ar bjuggu þá en þeir voru Halldór Einarsson og kona hans Þórdis Snæbjarnardóttir, bónda i Vatns- horni, Isaks- sonar. Fáum árum siðar fluttu foreldrar Guðrúnar búferlum inn að Gilsstöðum i Selárdal. Á þriðja búskaparári þeirra þar, þegar Guörún var tæpra sjöára gömul, drukknaði Halldór faðir hennar i hákarlaróðri frá Gjögri i Arnes- hreppi, er svonefnt Helluskip fórstmeð allri áhöfn, hinn 5. april árið 1894. Tvitug giftist Guðrún föður- bróður minum, Jóni Jóhannssyni frá Viðivöllum.sem þá varekkju- maöur og hafði misst konu sina fyrir um það bil sex árum, frá barnungum syni þeirra. Næstu þrjú árin eftir giftingu sina bjuggu þau Guðrún og Jón i Kálfanesi.i tvibýliá móti foreldr- um minum.en siðan lengst af á Viðivöllum eða i nærfellt þrjátiu ár, unz Jón andaðist haustið 1940 á sextugasta og sjöunda aldurs- ári. Þau eignuðust fimm börn, þrjár dætur og tvo syni, sem öll eru á lifi og búsett hér i borginni. Karli.syni Jóns af fyrra hjóna- bandi veitti Guðrún umhyggju sina og móðurhlýju allt til hans fullorðinsára eigi siður en si'num eigin börnum. Einnig ólu þau hjón upp frá bernsku frænda Guðrúnar, eftir að faðir hans hafði látizt á bezta aldri, frá mörgum og ungum börnum. Þótt Guðrún hafi nú náð hærri aldri en almennt gerist þrátt fyrir verulega hækkun meðalaldursins hina siðustu ára- tugi og sé ennþá tiltölulega ern og hafioftast ferlivist, þá hefur hún aldrei verið heilsuhraust og þvi stundum þurft að liggja langar sjúkralegur er eðlilega verða æ þungbærari eftir þvi sem þrek og likamskraftar minnka með aukn- um árafjölda. Guðrún er ágætlega greind kona, margspök og óljúgfróð eins og Ari sagði forðum um Þuriði Snorradóttur goða. Ef verið hefðu nútimaskilyrði til skólanáms á uppvaxtarárum Guðrúnar mundu þau hafa komið i góðan stað niður þar sem hún er. Að svo mæltu er það ósk minog von, að allir henn- ar óförnu ævidagar megi verða henni bjartir og hlýir. 26.5.1977 J.Hj. Bílasýning verður haldin á Blla- og búvelasöluuni Arnbergi við Sel- foss. Sérstök kynning á Skoda og Alfa Romeo laugardaginn 13. ágúst. Bíla og búvélasalan Arnbergi V Selfoss simi 99-1888. Opið alla daga. Sýnishorn úr söluskrá: Dráttarvélar. Massey Ferguson 135 árg 1968 Massey Ferguson árg 1959 Massey Ferguson árg 1959 DjonDirland árgl960 45hö Douds árgl976 35hö Douds árg 1960 Ursus árg 1960 minni gerð Ursus Zetor 4718 árg 1973 Ursus Zetor 5611- 1974 Farmall 354 árg 1973 Ford 3000 árg 1970 með ámoksturstækjum Tæki: Baggafæriband (Hart) 12 metra 220.000,- Heyvagn 2 hásinga, tekur 300 bagga. (beygjuhásing að framan) 200.000.- Heyblásari — 7 rör, beygja, stél og klemmur 90.000.- Hliðartengd sláttuvél á gamalan Ferguson 50.000,-Aburðardr. tekur 12 poka 50.000.-J.F.; Sláttuþyrla 1974 120.000,- Jarðtætari fyrir Ferguson 5.000,- Súgþurrk- unarblásari nýupptekinn, 300.000,- Stór sturtuvagn, lyftir 6.t. v. 350.000.- 2 stjörnu Heyþyrla (Fella) 80.000.- Amoksturstæki á Farmall 120.000. Mykjusnigill 7m langur m. girkassa Tilboð. (Fella) Heyhleðsluvagn nýr. 28 rúm. hefur verið fermdur 10 sinnum. v. ein milljón. Margt fleira. Höfum kaupendur að þessum tækjum: Heybidnivél. Heyhleðsluvagn. Kartöfluupptökuvél. Aburðardreifari. Skitadreifari. Múgavel 6 stjörnu, Hey- þyrlu. Heyvagn. Allavega greiðsluskilmálar. Staðgr., lánskjör, skifti. Komið, látið tækin standa hjá okkur. Fljót og góð afgr. Gjörið svo vel og reynið viðskiftin. Bila og búvélasalan Arnbergi v/ Selfoss simi 99188. 650.000,- 350.000,- 250.000,- 300.000,- 1.100.000,- 250.000.- 600.000.- 750.000,- 750.000,- 800.000,- 950.000,-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.