Tíminn - 07.09.1977, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.09.1977, Blaðsíða 1
Fyrir Cs vörubíla Sturtu- grindur Sturtu dælur Sturtu- drif Það fór vel á með þeim ólafi Jóhannessyni og Fálldin, forsætis- ráðherra Svia er hann leit inn á skrifstofur Fr a msóknarf lokksins við Rauðarárstig i gær. —Timamynd: Gunnar — SJA FRASÖGN OG MYNDIRA BAKSÍÐU. ------------- Verða egg seld fer- köntuð ogí metratali? — Sjá bls. 2 l ___________y Fjórðungsþing Norðlendinga: Fræðsluyfirvöld 1 Reykjavík studd- ust við tíu ára gamalt lagaákvæði — sem jafnan hefur vakið almenna andúð áþ/mó-Varmahlið — Það er ákaf- lega hæpið að sveitarfélög, þar sem skóli er krefji utansveitar- nemendur eða sveitarfélög þeirra um grelðslu á skólavist, segir m.a. I ályktun Fjórðungsþings Norðlendinga um endurkröfur fræðsluyfirvalda i Keykjavik á skólakostnaði landsbyggðarnem- enda. Ennfremur segir I ályktun- inni að þær hafi stuðning í tiu ára gömlu lagaákvæði og sýni það bezt almenna andúð sveitar- stjórnarmanna að það skuli ekki hafa verið notað fyrr en nú. Fjölmargar ályktanir voru samþykktar á fjórðungsþinginu sem lauk i gærkvöldi i Varmahlið i Skagafirði. Þvi lauk með stjórnarkjöri og var Jóhann Sal- berg Guðmundsson sýslumaður á Sauðárkróki kjörinn formaður á næsta kjörtimabili. Hér á eftir verður drepið á nokkrar ályktanir fjórðungs- þingsins. I þeirri fyrstu beinir fjórðungsþingið þvi til Fram- kvæmdastofnunar rikisins, Stéttarsambands bænda, Búnaðarfélags tslands, Land- náms rikisins og framleiðslusam- taka landbúnaðarins að þessir aðilar taki upp samstarf um könnun á gildi landbúnaðarins i atvinnulifi þéttbýlis, bæði i fram- leiðsluiðnaði úr hráefnum land- búnaðarins og i þjónustugreinum við hann. Þá var i ályktun um land- búnaðarmál lögð á það áherzla að gerð verði viðtæk könnun á hvernig hægt sé að auka atvinnu- val i sveitum. I ályktun um iðnaðarmál var vakin athygli á þeirri staðreynd, að útvega þurfi 400 til 500 atvinnu- tækifæri árlega á næstu tiu árum á Norðurlandi ef landshlutinn á að halda hluta sinum. Gert er ráð fyrir að helmingur þessa fólks verði að leita að atvinnu i iðnaði. Fjórðungsþingið taldi að upp- bygging iðnaðar sé þvi höfuð- verkefni i byggðaþróun lands- hlutans i næstu framtiö og þurfi þvi að hefja skipulega leit aö iðnaðarmöguleikum á Norður- landi að frumkvæði heimamanna og með stuðningi stjórnvalda. Ennfremur kom fram i ályktun um iðnaðarmál, að þingið taldi aö Norðurland og reyndar öll lands- byggðin standi höllum fæti um lánsfjármagn frá iðnlánasjóði og iðnþróunarsjóði. Þessari þróun verði að snúa við, auk þess komi stóraukin fyrirgreiðsla byggða- sjóðs til iðnvæðingar úti um landsbyggðina. í ályktun um málefni félags- heimiiakom fram að þingið taldi skattlagningu rikissjóðs á al- menna og frjálsa félagsstarfsemi geta gert það að verkum að mjög dragi úr sjálfboðastarfi nema að skattlagning verði minnkuð. Iðnkynning í Reykjavík: Umfangsmesta kynn- ingarstarf sem um getur á einum stað Kás-Reykjavik. — Iönaðurinn er sú atvinnugrein, sem þjóð okkar mun byggja framtiö sina á. Þess vegna skiptir það starf sem við vinnum nú fyrir þessa kynningu geysilega miklu máli, en okkar hlutverk verður að hrffa borgarbúa, og þá ekki sizt æskuna, að auka skilning þeirra á gildi iðnaðar, vekja þá til um- hugsun ar u m stöðu hans, þannig að þeim megi vera ljóst sitt hlutverk i framtiöinni. Á þessa leiö mælti Albert Guðmundsson, formaður iðnkynningarnefndar i Reykjavik, er nefndin boðaði til blaðamannafundar i gærdag, ogkynnti fyrirhugaða starfsemi við iðnkynningu i Reykjavlk, sem standa mun dagana frá 19. sept. til 2. okt., en þetta mun vera eitt umfangsmesta kynn- ingarstarf sem framkvæmt hef- • ur verib á einum stað á landinu. Iðnkynningin stendur yfir i tvær vikur og verður Reykjavik ihátiöarskrúöaallan þann tíma, m.a. verða reistar fánaborgir og turnar á nokkrum stöðum I borginni viö allar aðkomuleiöir Sumarhúsið, sem veröur aöalvinningur I happdrætti iðnkynningar i Reykjavik. Húsiðer við Lækjargötu og hófst miöasala f gær. til borgarinnar verða auglýs- ingar frá iðnkynningunni, að ógleymdum verzlununum sem skreyttar verða aö þessu tilefni, þannig aö öllum bæjarbúum smáum sem stórum, ætti að vera ljóst hvað um er að vera. Sjálf iðnkynningin I Reykja- vik hefst formlega kl. 16 þann 19. sept, en þá verður opnuð úti- sýning á Lækjartorgi. Verða þar sýndir stærri hlutir, t.d. bátur, hluti stálgrindarhúss, stór málningardós, og sitt hvaö fleira. Viðamesti þáttur kynningar- innar veröur sýning í Laugar- dalshöllinni, sem standa mun frd 23. sept.-2. okt., en þar verð- ur eingöngu um aö ræða þátt- takendur frá fyrirtækjum og að- ilum í Reykjavik, alls 150.Sér- stök sýning verður i baksal Laugardalshallarinnar, sem nefnist „Þróun-þekking-þjón- usta”, er þetta sýning haldin af rannsóknar- og þjónustustofn- unum iönaðarins. Þaö sem verður hvað óvenjulegast við þessa sýningu er það, að hún er i senn sölusýning þar sem al- menningi gefst kostur á að kaupa fjölmargar vörutegundir á sérstöku kynningarveröi, svo og verður spilað iðnaðar-bingó tvisvar á dag, alla virka daga, ogverða vinningar úr sýningar- deildum iðnkynningarinnar. Iðnminjasýning verðu opnuö i Framhald á bls. 19.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.