Tíminn - 07.09.1977, Blaðsíða 13

Tíminn - 07.09.1977, Blaðsíða 13
Miövikudagur 7. september 1977 13 15.00 Miödegistónieikar Hljómsveit Rfkisóperunnar í Vln leikur Sinfóniu nr. 6 I D-dúr (Morguninn) eftir Joseph Haydn, Max Gober- man stjórnar. Géza Anda, Wolfgang Schneiderhan, Pierre Fournier og Sin- fóniuhljómsveitiítvarpsins i Berlin leika Konsert i C-dúr fyrir pianó, fiölu, selló og hljómsveit op. 56 eftir Lud- wig van Beethoven, Ferenc Fricsay stjórnar. 16.00 Fréttir, Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. Halldór Gunnarsson kynnir. 17.30 Litli barnatiminn Guörún GuBlaugsdóttir sér um timann. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 VeBurfregnir. Dagskrá kv öldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Viösjá. Umsjónarmenn: Ölafur Jónsson og Silja Aöalsteinsdóttir. 20.00 Einsöngur: Siguröur Björnsson syngur Islenzk lög. Guörún Kristinsdóttir leikur á pianó. 20.20 Sumarvaka. a. Úr brefum Torfa i Ólafsdal. Asgeir Asgeirsson les bréf rituö i Kanadaferö fyrir rúmri öld, — fyrri lestur. b. ..Einhverntima hægir hann” Játvaröur Jökull Júliusson hugleiöir gamlar hvers- dagsvisur. Agúst Vigfússon flytur. c. Skaftfellsk vötn i vexti Bryndís Siguröar- dóttir les frásöguþátt eftir Hannes Jónsson á Núpsstaö, skráöan i Skruddu Ragnars Asgeirssonar. d. Arnes- ingakórinn syngur Isienzk lög Söngstjóri Þuriöur Páls- dóttir. 21.30Útvarpssagan: „Vikur- samfélagiö” eftir Guölaug Arason. Sverrir Hólmars- son les (2). 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir. Kvöld- sagan: „Dægradvöl” eftir Benedikt Gröndal Svein- bjarnarson. Flosi Ólafsson leikari byrjar lesturinn. 22.40 Djassþátturi umsjá Jóns Múla Arnasonar. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Miðvikudagur 7. september 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Skóladagar (L) Leikinn, sænskur sjónvarpsmynda- flokkur i sex þáttum um nemendur i níunda bekk grunnskólans, foreldra þeirra og kennara. Höfundur handrits og leik- stjóri Carin Mannheimer. 1. þáttur. Skólinn. Þýöandi Óskar Ingimarsson. Næsti þáttur veröur sýndur nk. miövikudagskvöld, og síöan veröur myndaflokkurinn á dagskrá tvisvar i viku, á sunnudags- og miöviku- dagskvöldum. (Nordvision — Sænska sjónvarpiö). 21.20 Melanie(L) Bandariska söngkonan Melanie syngur nokkur lög, flest frum- samin. --------- 22.00 Berfættir læknar. Bandarisk fræöslumynd um heilsugæslu og lækningar i Alþýöulýöveldinu Kina. Áriö 1949 voru um 20.000 læknar i þessu víöáttumikla og fjölmenna landi og læknisskorturinn geigvæn- legur I sveitunum. Ráöin var bót á vandanum meö þvi aö kenna leikmönnum undirstööuatriöi læknis- fræöi, sjúkdómsgreiningu og einfaldar aðgeröir, og senda þá til starfa i dreif- býlinu. Nú eru um 200.000 læknar i Kina. Þýöandi og þulur Guöbjartur Gu'nnarsson. 22.50 Dagskráriok. SÚSANNA LENOX eisi, f innst mér. Þar að auki er dugur í Arthúr, en Sam — já, ég veitekki, hvað úr honum yrði, ef Wright gamli yrði eignalaus". En Arthúr, sem ekki var annað en vonarpeningur, þoldi samt illa samanburðinn við Sam. Sú, sem giftist Sam, var undir eins komin í röð hefðarkvenna, en sú, sem hreppti Arthúr, átti fyrir höndum mörg erfið baráttuár. Auk þess var Arthúr eitthvað svo þyngsla- legur, eða það fannst Rut, en aftur á móti var Sam ímynd þess lífsglaða glæsimennis, sem hún þráði. ,,Ég hef andstyggð á Arthúr Sinclair", sagði hún. ,,Þú getur auðvitað náð í Sam, ef þú bara vilt", sagði móðir hennar íbyggin. „Eitt kvöld með barni eins og Sönnu breytir engu". Rut reigði sig. „Heldur þú, að ég viti það ekki?" hrópaði hún. „Það sem mér sárnar er sú óskammfeilni, að hann skuli koma hingað í heimsókn til hennar, þó að hann vilji hvorki sjá hana fyrir konu ne bjóða henni út með sér. Það er smán fyrir okkur öll?" „Ja, ég held nú, að það sé ékki svona afleitt, Rut", sagði móðir hennar í huggunartón. Hún var allt of ein- föld til þess að átta sig á þessari slóttugu sjálfsblekk- ingu. „En nú verðum við að hugsa um kjólinn". Hún breiddi pilsið framan á sig sjálfa. „Er það ekki yndis- legt?" Rut starði á pilsið. Þetta var í raun og veru fallegasta f lík. En það dró úr gleði hennar að hún mundi allt í einu eftir því, hvern þátt Súsanna hafði átt i því, að hún fékk þennan kjól. Samt sem áður fór hún í hann, og smám saman varð hún ánægðari með sjálfa sig. Hún ætlaði að bíða, unz Sam kæmi, og sýna honum sig. Hann yrði varla lengi hjá Súsönnu. Þessi hugmynd dró talsvert úr sárs- aukanum. Hún byrjaði strax að snyrta sig, þótt klukkan væri enn ekki nema þrjú. Súsanna var búin að draga á kjólinn sinn og fór að hafa fataskipti klukkan f imm, því að hún vissi, að Rut myndi koma og biðja hana að leggja hönd að síðustu skreytinguna. Og hún átti kollgátuna. Klukkan hálfsex, áður en hún var sjálf búin að snyrta sig eins og hún vildi, kom Rut og bað hana með flírulegri undirgefni að hjálpa sér „svo sem hálfa mínútu, — ef þú vilt gera svo vel — og mátt vera að því". Súsanna greiddi Rut, taldi hana á að fara í öðruvísi lita sokka og skó, hjálpaði henni í kjólinn og varði hér um bil heilli klukkustund til þess að hagræða honum sem bezt. Þær komu því báður of seint í kvöldmatinn, og þegar þær höf ðu snætt, varð Súsanna enn að gera bragarbót. Þar á eftir vannst henni fyrst tími til þess að Ijúka við að snyrta sjálfa sig. Það var því aðeins Rut sem kom blað- skellandi á móti Sam, er hann kvaddi dyra. „Þú ert allt of falleg, Rut!" hrópaði Sam. Og augu hans og radd- blær báru vitni um það, að hugur f ylgdi máli. Hann hafði ekki veitt því athygli fyrr hve mjúkan og drif hvítan háls þessi Ijóshærða frænka hans hafði ne hve fagurlega grannir handleggir hennar fóru við ávala axlanna. Þegar Rut gerðir sig líklega til þess að fara, mælti hann: „Þarftu að flýta þér svona. Biddu þangað til Súsanna kemur niður". „Hún hefur verið að hjálpa mér", sagði Rut. Það var lýgilaust, þóað hún hældi sér af því. „Það er þess vegna, að hún er svona sein f yrir. — Nei, ég verð að f ara". Hún var of hyggin til þess að láta undan freistingunni. „Þú kemur eins fljótt og þér er unnt". Ég kem eftir fáeinar mínútur", svaraði Sam. „Þú ætlar mér nokkra dansa". Rut hélt leiðar sinnar hin glaðasta. Þegar hún var komin út að hliðinu skotraði hún augunum snöggvast heim að húsinu. Sam horfði á eftir henni. Sam stóð úti á svölunum og nagaði sig í handarbökin fyrir að hafa lofað Súsönnu að heimsækja hana þetta kvöld, en rödd hennar hreif hann frá þessum hugleiðing- um. ,,Hefurðu nokkurn tíma séð jafn fallega stúlku og Rut í kvöld", sagði hún. Gremja Sams rauk strax út í veður og vind. Sjálfbirg- ingslegur græðgissvipur færðist á lostasjúkt andlit hans, er hann sá Súsönnu. „Hún er falleg", sagði hann. „En ég er ánægður þar sem ég er." Kjóll Súsönnu var of ureinfaldur og iburðarlaus eins og títt var um kjóla telpna á hennar aldri. Hann var kraga- laus, og mjúkur og þrif legur, en þó grannur, háls hennar naut sín vel. Armar hennar sem voru berir upp f yrir oln- bogana, voru einnig óvenjulega aðlaðandi. Töfrar Sús- önnu fólust þóekki fyrst og f remst í yndisþokka eins eða annars hluta líkamans, heldur þeirri hárnæmu löðun, sem jafnan veldur mestu um kynferðisleg áhrif fólks a aðra. Hún var skynsöm stúlka — ef til vill helzt til skyn söm á hennar aldri að vera, — þótt seytján ára stúlka se nú á dögum ekki langt frá þvi að vera fullþroska kona En jafnvel þótt hún hefði verið heimsk, myndu töfrar kynlöðunarinnar, sem rödd hennar var slungin, lágu i hverju augnatilliti hennar og geisiuðu frá björ lu hörundi hennar, hafa seitt til hennar karlmennina. Þau skröf uðu um allt milli himins og jarðar — austrið og vestrið, íþróttir og háskólalíf undur New York-borgar og seinast veðrið. Sam var allan tímann að velta því f yr- ir sér, hvernig hann ætti að beina talinu inn á þá einu braut sem bæði höfðu hug á umf ram aðra hluti og honum var meira í mun en allt annað. Hann hafði lagt sig allan fram um að tileinka sér þau veiðibrögð, er að haldi komu, og hafði náð talsverðri leikni í þeirri grein — sér- lega mikilli, ef á það var litið, að hann var aðeins tvítug- ur. Hann hafði hugsað sér marga forleiki, líkt og kænn taflmaður. En enginn þeirra virtist vænlegur við þetta sérstaka tækifæri, er hann haf ði einsett sér að ná ástum stúlku úr sömu stétt og hann sjálf ur — stúlku, sem hefð- bundnar skoðanir og löngun hans til meiri upphefðar bönnuðu honum þó að hugsa til eiginorðs við. Hann horfði á hana i tunglskininu og sagði við sjálfan sig. „Ég verð að hafa gát á mér, svo að ég geri ekki neina skyssu." Ofsafengnar ástríður hans voru samt komnar vel á veg með að ná yf irtökunum á varkárninni, er hann hafði erft frá föður sínum, sem heita mátti að drægi andann eftir fyrirfram gerðri áætlun. Hann var enn að hugsa um, hvernig hann ætti að stíga fyrsta sporið — Súsanna reyndi eftir beztu getu að koma til móts við hann—, er þrjú högg voru drepin á dyr ein- hvers staðar í húsinu. „Guð minn góður!" hrópaði Sús- anna. „Þetta er Georg fóstri. Klukkan hlýtur að vera orðin tíu". Og svo bætti hún við af fölskvalausri ein- lægni: „Æ, hvað það var leiðinlegt. Ég hélt að það væri ekki orðið nærri því svona áliðið". „Ég segi það sama. Mér finnst ég vera nýkominn", sagði Sam. Barnsleg hreinskilni hennar hafði orkað á hann. „Ég verð þá líklega að fara". „ En þú kemur aftur — einhvern tíma", sagði hún með áköfum spurnarhreim i röddinni. Hann var fyrstt draumur hennar — sá fyrsti, sem hún hafði lagt hug á. Og hversu draumaglæstur var hann ekki, þarna sem hann stóð fyrir framan hana í töfrandi tunglsljósinu! „Kem aftur? Já, það geturðu reitt þig á", hrópaði hann í hrifni, sem smaug eins og Ijúfur ylur um hana alla.,, Ég gæti ekki á mér setið. En Rut — hún — hún er alltaf heima". Hugsaöu þér ef ég væri hér ekki hr. Wilson, þá myndi kannski búa hræöilegurkrakkil næsta húsi viö þig, sem myndi gera þig alveg vitlausan! DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.