Tíminn - 07.09.1977, Blaðsíða 2
2
iUl.'.lllUli;
Miövikudagur 7. september 1977
Gæti kostað 12
milljarða að
koma upp þrí-
fasa rafmagni
Ásgeir tapaði í 2. umferð
MÓL-Reykjavlk. Biöskákir úr
annarri umferö heimsmeistara-
móts unglinga voru tefldar i gær
og tapaöi Asgeir Þ. Arnason
skák sinni viö Austurrfkismann-
inn Dur.
Heimsmeistaramót unglinga
hófst um siöustu helgi i Inns-
bruck i Austurriki og veröa
tefldar 13 umferöir eftir Mon-
rad-kerfi. 35 keppendur frá
jafnmörgum löndum taka þátt i
— Jón fór
utan í
gærmorgun
mótinu. 1 fyrstu umferö sigraöi
Asgeir, fulltrúi Islands, Luxem-
borgarmanninn Klauner og i
annarri umferötapaöi hann fyr-
ir heimamanninum, þannig aö
hann hefur einn vinning aö lokn-
um tveim umferöum.
Bróöir Asgeirs Jón L. Áma-
son, Islandsmeistarinn i skák
hélt utan i gærmorgun til aö
taka þátt i heimsmeistaramóti
sveina, þ.e. pilta 17ára og yngri
sem fer fram i Frakklandi.
Margeir Pétursson veröur aö-
stoöarmaöur Jóns i mótinu sem
hefst n.k. sunnudag.
áþ-Reykjavik — Þaö er búiö aö
gera lauslega áætlun um hve
mikiö þaö kostaöi aö koma
þrifasarafmagni til allra bænda á
lándinu. t línum kostar fram-
kvæmdin um sex milljaröa og þá
er eftir aö ganga frá spennistööv-
um og heimtaugum. Eftir að þvi
er lokiö gæti heildarkostnaöur
numiö um tólf milljöröum sagöi
Ingólfur Arnason rafmagnsveitu-
stjóri á Akureyri i samtali viö
Timann i gær.
Þaö sem einkum ynnist meö þvi
að koma á þrifasarafmagni um
landiö væri, að flutningskerfið
myndi styrkjast og unnt væri að
flytja meiri raforku. Þá ættu
bændur þess kost aö fá fullkomn-
ari og um leið ódýrari rafmagns-
tæki. Ingólfur sagöi aö rætt heföi
veriö um 10 ára framkvæmda-
tima, en búiö mun vera að ganga
frá áætlun fyrir Arnes- og
Rangárvallasýslur.
Viöa eiga bændur þegar kost á
þriggja fasa rafmagni og sagöi
Ingólfur að t.d. væri þriggjafasa-
lina fram Eyjafjörð aö Espihóli
og einnig hefur meginhluti Sval-
barðseyrar þriggja fasa rafmagn.
— Rafmagnsveitustjóri rikis-
ins hefur óskaö eftir þvi að áætlun
verði gerð um þetta mál og búið
er aö setja upp áætlun fyrir hluta
af Suðurlandi, sagi Ingólfur.
Flutningskerfi eru vfða oröin úr-
elt, en annars staðar eru þau ný
og i góðu lagi.
Lj óðasöngur í
Norræna húsinu
— f innsk söngkona í heimsókn
Finnska sópransöngkonan
Ritva Auvinen heldur tónleika i
Norræna húsinu á fimmtudaginn
kemur, 8. september, kl. 20.30.
Undirleikari verður Agnes Löve.
Ritva Auvinen starfar sem
óperusöngkona i Finnlandi og
fæst einnig við ljóöasöng. Hún
söng fyrst opinberlega i Helsing-
fors 1965. Söngnám stundaöi hún i
Finnlandi og siöar á ítaliu og hjá
Gerald Moore og Erich Werba.
Haftereftir Erich Werba: „Ritva
Auvinen hefur óvenjumikla hæfi-
leika, — hún gæti meö söng sinum
og innlifun fært Finnlandi nýja
vini um heim allan”.
A efnisskrá Norræna hússins er
sönglög eftir Edv. Grieg, S.
Rachmaninov, Hugo Wolf, Rich.
Strauss og Yrjö Kilpinen. Vert er
að vekja sérstaka athygli á söng-
lögum Kilpinens, en hann er tal-
inn i fremstu röð þeirra tónskálda
sem samið hafa sönglög á
tuttugustu öldinni, og ættu verk
hans skilið mun meiri útbreiðslu
en verið hefur til þessa. Aðeins fá
verk þessa sérstæða finnska
tónskálds hafa verið flutt hér á
landi áður.
Þetta hús er oröiö47 ára gamalt, og annaöist Jón frá Laug flutning á efni og veggjahleðslu I önd-
veröu, en Jakob Thorarensen sá um smlöina.
Sæluhúsið í Hvítárnesi
dubbað upp í sumar
Hænuegg í metratali
upp aöferð til að skilja að hvit-
una og rauöuna i venjulegum
hænueggjum. Jafnframt hafa
þeir fundiö aöferö til aö koma
rauöunni fyrir eftir endilöngum
sivalningnum en hvitunni i einni
samfellu þar utan um. Astæöan
fyrir þvi að framleiösla á þess-
um eggjalengjum er hafin er sú
aö hjá veitingahúsum i Banda-
rikjunum fer árlega mikiö af
eggjahvitu forgöröum vegna
þess aö veitingamenn vilja ekki
bjóða gestum sinum eggjaend-
ana rauöulausa.
MÓ-Varmahliö. 1 Bandarlkjun-
um er veriö aö kanna möguleika
á aö framleiöa ferköntuö hænu-
egg, sem selja á 1 metratali.
Þegareru kominá markaö sivöl
hænuegg i plastumbúöum og er
hver túpa eitt fet á lengd..
Þetta kom fram i erindi Leós
M. Jónssonar frá Iönþróunar-
stofnun Islands á Fjóröungs-
þingi Nöröurlands i Varmahliö.
Leó ræddi m.a, um ýmsar
nýjungar i iönþróun og mögu-
leika á þvi sviöi. Sagöi hann
^Bandarlkjamenn hafa fundiö
Elzta sæluhús Feröafélags ls-
lands, sæluhúsiö i Hvitárnesi,
sem byggt var áriö 1930, var
dubbað mjög upp i sumar, og
variö til þess 3,3 milljónum
króna. Var þaö illa fariö vegna
fúa, sem stafaði af raka undir
gólfinu.
Viögeröin var fólgin i þvi, aö
skipt var um gólf, burðarbitar
endurnýjaðir og yfirleitt allt, sem
farið varaö gefa sig. Þá voru gerö
holræsi undirhúsið og grunnurinn
fylltur af möl, endurnýjaöar allar
dýnur og sitthvað i eldhúsi. Var
það Hilmar Einarsson trésmiða-
meistari og vinnuflokkur hans,
sem annaöist þetta verk.
Húsið heldur samt upprunalegu
útliti sinu aö öllu leyti. Eru veggir
þess hlaönir, en þaö annaöist Jón
Jónsson frá Laug á sinum tima,
Jakob Thorarensen skáld sá um
smiðavinnuna, en Guðmundur
Einarsson frá Miödal skar út vind-
skeiöar, sem enn prýöa húsiö.
Geta má þess, aö allt efniö I húsið
var flutt á hestum, alls hundraö
hestburöir, og var yfir Hvitá aö
fara, er þá var óbrúuð. Jón frá
Laug annaöist einnig þessa flutn-
inga.
veiðihornið
Laxá i Leirársveit
— Ég hygg aö u.þ.b. 900 laxar
séu komnir á land, sagöi
Siguröur Sigurösson, I Stóra-
Lambhaga i samtali við Veiði
hornið. — Ain tók kipp um fyrri
helgi, þá rigndi I einn sólarhring
og var hún góö á eftir. En nú
hefur veriö kalt og vantar mikiö
vatn I ána.
Sá þyngsti sem hefur komið á
land I Laxá, vó 19,5 pund og
veiöitiminn er búinn þann 15.
september. Ekki þoröi Siguröur
aö fullyröa hvar væri bezti
veiðistaðurinn i ánni, enda er
þaö nokkuö erfitt, þar sem
hámarkið er átta laxar á dag.
Efra svæðiö í Þverá í
Borgarfirði
Fjöldi laxa i Þverá i Borgar-
firöi, er nú rétt um 1440 laxar.
Veiöi hefur veriö fremur treg i
ágúst, en áin er mjög vatnslitil.
Þyngsti laxinn, sem hefur
komiö á land á svæöinu, vó 19
pund og var þaö Svisslendingur
sem fékk hann. Veiöitlminn er
búinn á föstudaginn, en þangað
til verða bændur viö veiöar.
—- Þaö hefur verið mikill
fiskur i ánni I allt sumar, sagöi
Sigmar Björnsson i samtali viö
Veiöihorniö. — Þaö veiddist
mjög vel fram i ágúst en siöan
hefur veiöi veriö tregari. Aö
visu hafa komiö smá skorpur,
t.d. i vonda veðrinu um daginn.
Islendingar voru I ánni til aö
byrja meö, en siöan voru i henni
Svisslendingar og Amerikanar,
hins vegar hafa tslendingar nær
eingöngu veitt siöan fimmta
ágúst.
Sigmar sagöi aö veiöin i
sumar yröi mun meiri en i fyrra
ognúidagmun hafa veiözt um
200 löxum fleiri en i fyrra. Ef aö
likum lætur er þetta mesta
veiöi sem hefur nokkru sinní
fengizt á fjallinu. Meöaiþyngd
var um 7 pund I fyrra og sagoi
Sigmar aö trúlega yröi hún
heldur meiri i sumar.
Fnjóská
— Þetta er að veröa búiö i ár,
veiöi er svipuö og I fyrra eöa 260
laxar, sagöi Gunnar Arnason, —
en ekki er öll nótt úti ennþá, þvi
við lokum ekki ánni fyrr en 10.
september Undanfarna daga
hefur veiðzt töluvert af bleikju,
en laxveiöi hefur veriö heldur
treg.
Ennþá er þyngsti laxinn
nitján pund og fékkst hann á
maðk, en metið á flugu var
sautján pund. Sá lax fékkst
þann 26. ágúst á Engjabakka, en
hann er á öðru svæöi. Sam-
kvæmt skýrslum Veiðihornsins
fenrust geiy laxar úr ánni 1974
og 1973 fengust 273.
Laxá i Aðaldal
1920 laxar eru þegar komnir I
veiðibækur i veiöihúsinu á
Laxamýri, en enn eru nokkrir
ekki búnir að bóka sina veiði.
— Ég gæti trúaö aö þetta yröi
yfir 2000 laxar þegar öll kurl
koma til grafar, sagöi Helga
ráöskona — en I fyrra vorum viö
ekki meö nema un 1400 laxa á
þessu svæöi. Astæðan er meöal
annars sú aö meira hefur veriö
látiö af seiöum i ána, og svo
hefur ekki veriö eins heitt i
sumar og i fyrra. Laxarnir eru
hins vegar minni en áöur,
meöalþyngdin var i fyrra 10,2
pund, en i sumar verður hún
varla mikiö meiri en 6 eöa 7
pund. Þaö hefur komiö mikiö
upp af smáum löxum, 6 og 7
pund að þyngd. Og þyngsti lax
inn er ekki nema 23 pund. Þá
hefur einn 21 punds komiö á
land og nokkrir 20 punda.
Helga sagöi aö langmest heföi
komiö á land fyrir neöan fossa
og geröi hún ráö fyrir aö þaö
nálgaöist allt aö helming
heildaraflans.
— Annars hafa menn veriö
mjög ánægöir meö sumarið, þaö
hafa flestir fariö með eitthvaö.
En i fyrra var þessu öfugt farið,
sagöi Helga, — þá vildi ég þakka
þeim veiöimönnum sem hingaö
hafa komið i sumar.
-áþ
Ný málningarverzl-
un í Ingólfsstræti
Eins og kunnugt er lokaöi Mál-
arinn h/f verziun sinni viö
Ingólfsstræti og Bankastræti
fyrir skömmu. Um svipaöleyti
opnaöi ný verzlun, aöeins ofar
viö Ingólfsstræti. Þessi verzlun
nefnist Málningarvörur h/f, og
mun hún eins og nafniö bendir
til verzla meö málningu og
skyldar vörur frá verkfærum til
smáteppa fyrir heimiliö.
Forstööumaöur Málningar-
vara h/f er enginn nýgræöingur
i þessu starfi, — Kristinn.
Eggertsson hefur starfaö viö
málningu og málaravörur I
fjölda ára m.a. i Málaranum i
Bankastræti.
Kristinn mun kappkosta aö
hafa mikið úrval af vörum i
hinninýjuverzlun sinni m.a. hin
eftirsdttu, dönsku DYPP-hús-
gagnalökk frá DYRUP-verk-
smiðjunum. Auk þess veröur
lögö áherzla á aö kynna nýjung-
ar, m.a. frá DYRUP, þegar þær
koma á markaðinn.
I tilefni opnunar verzlunar-
innar bjóöa Málningarvörur h/f
sérstök kostakjör á KÓPAL,
HRAUNI og ÞOLII stórum um-
búöum, — þ.e.a.s. þessar teg-
undir veröa boönar á
verksmiöjuveröi.
Hin nýja verzlun er aö
Ingólfsstræti 5, þar sem verzlun
Gráfeldar var áöur I húsi Sjóvá.